Morgunblaðið - 30.04.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.04.2003, Qupperneq 24
SUÐURNES 24 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR allra sveitarfélag- anna á Suðurnesjum og samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) hafa gert samning um verk- efnið Land-nám á Suðurnesjum. Munu 60–70 ungmenni vinna í sumar við trjárækt og aðra uppgræðslu í ná- munda við bæina. Landnám er samheiti á verkefnum sem GFF vinnur í samvinnu við mennta- og uppeldisstofnanir víða í landnámi Ingólfs. Nú hafa öll sveit- arfélögin á Suðurnesjum bæst við og segir Björn Guðbrandur Jónsson framkvæmdastjóri samtakanna það sérstakt gleðiefni að öll sveitarfélögin fimm hafi sameinast um verkefnið, það gefi því enn meira gildi en ella. „Vissulega er þetta ögrandi verk- efni því trjávöxtur er ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar rætt er um Reykjanesið,“ segir Björn Guð- brandur. Ungmenni úr vinnuskólum eða átaksverkefnum sveitarfélaganna planta um 15 þúsund trjám og njóta við það vísindalegrar leiðsagnar sem á að geta gagnast þeim í námi og starfi í framtíðinni. Jafnframt munu þau mæla og skrá framvindu, vöxt og viðgang trjágróðurs við mismunandi aðstæður á svæðinu. Björn Guð- brandur segir að ungmennin muni fá aðgang að tölvuverum grunnskólanna í sinni heimabyggð til þess að skrá þessar upplýsingar og fylgjast með þeim áfram. Þótt gerður hafi verið samningur til eins árs í upphafi er fyr- irhugað að verkefnið haldi áfram. Kostnaður er áætlaður 10–12 millj- ónir. Sveitarfélögin greiða laun ung- mennanna, Suðurlandsskógar leggja til trjáplönturnar og Nýsköpunar- sjóður námsmanna styrkir verkefni með því að leggja til nemanda úr Kennaraháskóla Íslands til að stýra fræðilegum þætti þess. Sveitarfélögin sameinast um Land-námsverkefni í sumar Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Fulltrúar sveitarfélaganna og formaður GFF undirrituðu samning um Land-nám, f.v. Hörður Guðbrandsson, Jó- hanna Reynisdóttir, Sigurður Jónsson, Þórður H. Ólafsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Árni Sigfússon. Börnin planta 15 þúsund trjám Suðurnes KVENNAKÓR Suðurnesja held- ur vortónleika í Ytri-Njarðvíkur- kirkju fimmtudaginn 1. maí og þriðjudaginn 6. maí nk. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30 bæði kvöld- in. Einnig mun kórinn verða með tónleika ásamt Lögreglukórnum í Árbæjarkirkju í Reykjavík laug- ardaginn 3. maí kl. 17. Kórinn var stofnaður 22. febr- úar 1968, og fagnar því 35 ára af- mæli sínu þetta árið, en Kvenna- kór Suðurnesja er elsti starfandi kvennakór landsins. Kórinn fékk í haust til sín nýjan og stjórnanda, Krisztinu Kalló Szklenárné. Um píanóundirleik á tónleikunum sér Geirþrúður Fanney Bogadóttir, og Sigrún Ósk Ingadóttir syngur einsöng. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt, þar er að finna bæði erlend og íslensk sönglög, klassísk verk meistaranna, negrasálma og söngleikjalög, og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi, að því er segir í fréttatilkynningu. Miðaverð á tónleikana er 1.500 kr., en fyrir eldri borgara kr. 1.000. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri. Miðasala verður við inn- ganginn. Vortónleikar Kvennakórsins „VIÐ erum búin að vera lengi í þessu og erum búin að fá nóg,“ seg- ir Lydia Egilsdóttir ein af eigendum verslunarinnar Öldunnar í Sand- gerði sem staðið hafa að rekstr- inum í rúm 32 ár. Eigendaskipti hafa nú orðið að versluninni. Tvenn hjón stofnuðu verslunina Ölduna fyrir rúmum 32 árum. Það voru Lydia og Björn Maronsson í Sandgerði og Óli B. Bjarnason og Gunnþórunn Gunnarsdóttir sem bú- sett eru í Keflavík. „Björn og Óli voru að vinna saman í múrverki og við Gunnþórunn erum æsku- vinkonur. Datt okkur í hug að prófa þegar við sáum verslun auglýsta til sölu,“ segir Lydina. Þau keyptu Axelsbúð og byggðu myndarlega verslun við Tjarnar- götu. Þar var fjölbreytt vöruúrval, meðal annars fatnaður, skór, gjafa- vörur og sælgæti. Umsvifin voru veruleg og langur afgreiðslutími. „Hér var mikið um að vera við höfn- ina, sérstaklega á vertíðum. Það var oft skrautlegt á vertíðinni. Nú er þetta orðið allt annað. Kvótinn hefur minnkað svo mikið,“ segir Lydia. Þau keyptu aðra verslun og breyttu henni í söluskála og það er sá hluti starfseminnar sem þau hafa rekið fram á þennan dag en aðal- versluninni var lokað fyrir nokkr- um árum. Þau hafa selt Guðrúnu Arthúrs- dóttur og Eggert Andréssyni rekst- urinn og hafa þau tekið við rekstr- inum. Guðrún segir að þau hafi unnið mikið sjálf í búðinni og frí- dagarnir verið fáir. Þau hafi því verið orðin þreytt á starfinu og ákveðið að selja þegar tækifæri gafst til þess. Hún segir allt óráðið um hvað taki við. Á bak við búðarborðið í 32 ár Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Síðasti dagurinn í búðinni, f.v. Björn, Óli, Lydia og Gunnþórunn. „Oft skrautlegt á vertíðum“ Sandgerði HLAUPIÐ er svokallað víða- vangshlaup á götum Grindavíkur á sumardaginn fyrsta. Er hlaupið orðið að árlegum viðburði. Fyrst hlaupa strákar í 1.–4. bekk grunnskólans en síðan stelp- ur á sama aldri. Þá hlaupa krakk- arnir á miðstigi og að lokum unglingastigið. Þátttakan er allt- af góð og er keppt um sérstakan mætingarbikar í bekkjarkeppni um það hvaða bekkur er hlutfalls- lega duglegastur að mæta. María Jóhannesdóttir er ein af íþróttakennurunum sem sáu um undirbúninginn fyrir hlaupið og hafði þetta að segja: „Það er eins og venjulega mjög góð þátttaka hjá yngsta stiginu og miðstigi en lakari hjá þeim elstu. Sigurvegari í bekkjarkeppninni var 3. L. og er það lýsandi fyrir þátttökuna að sá bekkur sigraði með minnsta mun eða 90% þátttöku bekkjar- ins.“ Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Mikill kraftur er í þessum hópi sem er að leggja af stað í víðavangshlaup. Hlaupið er orðið að árlegum atburði. 90% nem- enda bekkjar- ins hlupu Grindavík SÖNGDEILD Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur tónleika í sýningarsal Listasafns Reykjanes- bæjar, Duus-húsum, í dag, miðviku- dag, og hefjast þeir kl. 19.30. Fram koma nemendur í einsöngs- og samsöngsatriðum auk kórs söng- deildarinnar. Flutt verður tónlist úr þekktum söngleikjum. Kennarar söngdeildar eru Hjördís Einarsdóttir og Dagný Þórunn Jóns- dóttir. Meðleikari á píanó er Ragn- heiður Skúladóttir og mun hún leika á nýjan flygil Listasafnsins. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tónleikar söngdeildar Reykjanesbær BAÐSTOFAN heldur sína árlegu vorsýningu í Svart-pakkhúsinu í Keflavík fimmtudaginn 1. maí næst- komandi. Að þessu sinni verður sýn- ingin aðeins opin þennan eina dag. Sýningin er opin frá klukkan 14 til 20. Suðurnesjamenn eru hvattir til að koma og skoða afrakstur vetrar- ins hjá Baðstofufólkinu, segir í fréttatilkynningu. Vorsýning Baðstofunnar Keflavík BÆJARSTJÓRINN í Grindavík, Ólafur Örn Ólafsson, hefur óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðu- neytið um að Grindavíkurbær fái þjónustusamning um rekstur heilsu- gæslunnar í Grindavík. Svör hafa ekki borist, að sögn Ólafs. Yfirtaka Grindavíkurbæjar á rekstri heilsugæslunnar var á stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Grindavík á síðasta ári og ákvæði þess efnis er í málefnasamningi nú- verandi meirihluta. Hörður Guð- brandsson, forseti bæjarstjórnar, segir að unnið hafi verið að þessu máli frá því fljótlega eftir kosningar og fundað hafi verið með ráðuneyt- inu í haust. Tekið hafi verið frekar jákvætt í málið þótt ráðuneytið hafi raunar frekar viljað að Grindavíkur- bær gerði þjónustusamning við Heil- brigðisstofnun Suðurnesja sem nú annast heilsugæsluna. Hörður segir að bærinn vilji semja beint við rík- isvaldið, líkt og Akureyrarbær og Hornafjarðarbær sem hafi slíka þjónustusamninga. Hörður segir að málið hafi legið niðri um tíma vegna þess að menn hafi viljað forðast það að skemma fyrir möguleikum á lausn læknadeil- unnar. Nú hafi bæjarráð hins vegar ákveðið að taka málið upp á ný. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var með eitt og hálft stöðugildi lækna við heilsugæslustöðina í Grindavík áður en læknarnir sögðu upp á sínum tíma. Nú er þar einn læknir sem sinnir einnig störfum í Keflavík að einhverju leyti. Hörður telur nauðsynlegt að hafa lækna í að minnsta kosti einu og hálfu stöðu- gildi og ef rekstur hjúkrunarheim- ilisins Víðihlíðar yrði hluti af þjón- ustusamningi gæti skapast grundvöllur fyrir tvo lækna í fullu starfi til að sinna störfum á heilsu- gæslustöðinni og á hjúkrunarheim- ilinu. Segir Hörður að stjórnendur Grindavíkurbæjar séu opnir fyrir því að hafa Víðihlíð með í samningi um heilsugæsluna en telji það þó ekki nauðsynlegt. Óánægja með þjónustuna Hörður segir að óánægja hafi lengi verið með þjónustuna á heilsu- gæslustöðinni en er ekki í vafa um að þjónustan myndi batna ef Grinda- víkurbær tæki yfir rekstur heilsu- gæslunnar. Vísar hann í því efni til reynslunnar á Akureyri og í Horna- firði, þar séu allir ánægðir, jafnt íbú- arnir, sveitarstjórnin og fulltrúar ríkisvaldsins. Þá telur hann öruggt að unnt yrði að fá lækna til starfa ef ábyrgðin færðist á heimamenn. Í bókun meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, þar sem ákveð- ið var að óska eftir viðræðum við ráðuneytið, er talið æskilegt að hraða viðræðum eins og kostur er í ljósi stöðu mála. Vilja þjónustusamning um heilsugæsluna Grindavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.