Morgunblaðið - 01.05.2003, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 01.05.2003, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 43 Félagsmenn Kennara- sambands Íslands Tökum þátt í 1. maí kröfugöngu og útifundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, BHM, KÍ og INSÍ. Safnast verður saman við Hallgrímskirkju kl. 13.30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Útifundurinn hefst á Ingólfstorgi kl. 14.35. Aðalræðumenn á fundinum eru: Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Fjölmennum að fundi loknum í 1. maí kaffi Kennara- sambandsins í safnaðarheimili Fríkirkjunnar á Laufásvegi 13. Kennarasamband Íslands hvetur félagsmenn sína um allt land til að taka virkan þátt í hátíðarhöldum dagsins. Kennarasamband Íslands. 1. Prestssetrið Þingvellir og prestshúsið Þingvellir hafa verið og eru enn prestssetur, síðast staðfest með lög- um nr 62/1990 og síðan í framhaldi með starfsreglum samkvæmt lögum nr. 78/1997. Lög um friðun Þingvalla nr. 59/1928 breyta engu um eignar- réttarstöðu Þingvalla sem prestsset- urs, á meðan ekki hefur tekist sam- komulag milli ríkis og þjóðkirkju um eignarmeðferð eða þá að eignaupp- taka hafi verið framkvæmd af ríkinu með fjárbótum eða eignarnámi. Prestshúsið sem reist var 1928- 1929 var byggt fyrir fjármuni að 2/3 hlutum úr kirkjujarðasjóði og hlýtur því að teljast eign þjóðkirkjunnar. 2. Sala prestssetra og hjáleigna þeirra frá 10.1. 1997 Landbúnaðarráðuneytið hefur upplýst eftirfarandi sölu á prests- setrum og jörðum, sem þeim hafa fylgt, frá 10.1. 1997 þegar kirkju- jarðasamkomulagið var undirritað til 21.6 .2001 með bréfi 26.6. 2001: Rannveigarstaðir í Djúpavogs- hreppi, Norður-Múl., Hóll í Fljóts- dalshreppi, Norður-Múl., Sauðhagi I og II á Austur-Héraði, Suður-Múl., 1/2 (leiðréttar uppl.). Efsta-Kot í Vestur-Eyjafjallahreppi, Rang., Árnagerði í Fljótshlíðarhreppi, Rang., Staðarbakki í Fljótshlíðar- hreppi, Rang., Lambey í Fljótshlíð- arhreppi, Rang. (vitað um sölu 9.5. 1997 en ekki voru gefnar um það uppl. í bréfi landbúnaðar- ráðuneytisins), Seljabrekka í Mos- fellsbæ, Kjós., Traðir með Traðabúð í Staðarsveit, Snæfellssýslu, Lamb- astaðir í Hraungerðishreppi í Árnes- sýslu, Skeggjastaðir í Hraungerðis- hreppi í Árnessýslu, Bollastaðir í Hraungerðishreppi í Árnessýslu og prestssetrið Breiðabólsstaður á Skógaströnd í Dalasýslu. Í lögum um prestssetur nr.137/ 1993 er sagt í 1. gr. að prestssetur er m.a. tiltekin jörð, en í þinglýsingum og mörgum lagagreinum er kveðið á um að prestssetursjörð fylgi nýbýli og hjáleigur. Í 4. gr. þessara laga um prestssetur segir að heimilt sé að selja prestssetur, en samningur verði ekki bindandi fyrir aðila nema kirkjuþing og Alþingi samþykki. Þar sem kirkjuþing hefur ekki enn samþykkt þessar jarðarsölur hljóta þær að vera kaupsamningur, sem er ekki bindand fyrir aðila, eða þar til um þetta verði samið milli ríkis og þjóðkirkju, eða þessar jarðir verði teknar af þjóðkirkjunni með eignar- námsheimild af ríkinu. 3. Sala Garðaprestsseturs, síðar Garðakirkju á Álftanesi Umræddar jarðir voru líklega 1907 um 5000 ha lands, sem m.a. Hafnafjarðarkaupstaður og Garða- bær standa nú á, allt Álftanesið að Bessastöðum er innan svæðisins, ásamt óskiptu og óseldu landi Garða- kirkju að einhverjum hluta um 1300 ha lands ofan byggðar í Garðabæ. Með stjórnarbréfi 19.6. 1914 var ákveðið að flytja Garðaprestssetur að Hafnarfirði með Garðakirkju- eignum og prestsbústaður reistur þar 1928 í stað fyrri prestsbústaðar. Hinn 29. maí 1912 var kirkjujörðin Selskarð seld af ráðherra Íslands f.h. landstjórnarinnar með öllum gögn- um og gæðum til lands og sjávar, skv. fyrirmælum laga nr. 50, 16. nóv. 1907 og 21. maí 1927 var kirkjujörðin Hraunsholt seld af ráðherra Íslands með öllum gögnum og gæðum. Hinn 22. október 1912 voru sett lög nr. 13 um sölu á eign Garðakirkju af kaupstaðarstæði Hafnarfjarðar og nokkrum hluta af öðru landi hennar. Ráðherra Íslands gaf síðan út afsal fyrir þessari eign 30. ágúst 1913. Þetta svæði er að mestum hluta það svæði sem Hafnarfjarðar- kaupstaður stendur á núna. Hinn 12. maí 1932 fóru fram skipti á öllu heimalandi Garðakirkju, Garðatorfunni svokölluðu, samtals 598,5 ha. Komu eigendur Selskarðs og Hraunsholts að þeim skiptum, ásamt ábúendum á hinum kirkju- jörðunum í samræmi við umboð og eignarheimildir sínar og fengu þeir þá skýrari mörk á heimalandi sínu. Enn er eftir stórt svæði Garða- kirkju, um 1300 ha, ofan byggðar í Garðabæ, sem ekki hefur verið skipt og ekki verið gengið frá með tilliti til eigenda Garðakirkju, Selskarðs og Hraunsholts. Hinn 28. júlí 1992 gekk þáverandi landbúnaðarráðherra frá kaupsamn- ingi um sölu 12 jarða úr Garða- kirkjueigninni 410,06 ha, sem stjórn- völd kirkjunnar og kirkjueigna- nefndin, sem þá var í samningaviðræðum við viðræðu- nefnd ríkisins um meðferð kirkju- eignanna, mótmæltu eins formlega og ákveðið eins og unnt var. Meðal annars lét þáverandi biskup Íslands þinglýsa mótmælum þjóðkirkjunnar með þinglýsingu kaupsamnings. Ótvíræð lagaákvæði voru þá í gildi um að þjóðkirkjan skyldi fá andvirði slíkra eigna, en fyrir allt þetta land fékk kirkjan kr. 49,2 millj., greitt með 5,2 millj. í útborgun og eftir- stöðvar á skuldabréfi til 10 ára með 2% í fasta vexti á ári! Árið 1999 seldi ríkið hluta af landi úr jarðasamsteypu Garðakirkju, úr landi Vífilsstaða, sem þá var talin eign ríkisins, án nokkurs samráðs við kirkjuna á um 190 milljónir króna. Ef litið er til sölu Garðakirkju- landsins frá 1992 og 1999 má setja fram samanburð um óbætta eigna- upptöku t.d. með eftirfarandi hætti: a) Sala Arnarneslandsins (u.þ.b. 43 ha) sem selt var Jóni Ólafssyni í byrjun árs 1999 fyrir kr. 680 millj. eða fyrir 15,8 millj. á ha. b) Sala ríkisins 2002 á landi úr Vatnsenda, 150 ha til Kópavogs- kaupstaðar fyrir 700 millj. kr. þ.e. 4,7 milllj. kr. á ha. Niðurstaðan mín er því að um eignauptöku ríkisins hafi verið að ræða án þess að bætur hafi enn feng- ist í þessu eina máli, að upphæð sem nemur tveimur til þremurmilljörð- um króna að lágmarki. Yfirtaka og sala ríkisins á nokkrum prestssetr- um og hjáleigum þeirra Eftir Halldór Gunnarsson „Niðurstað- an mín er því að um eigna- upptöku rík- isins hafi verið að ræða án þess að bætur hafi enn feng- ist í þessu eina máli, að upphæð sem nemur tveimur til þremur millj- örðum króna að lág- marki.“ Höfundur er prestur og bóndi í Holti undir Eyjafjöllum. Í GREIN í Mbl. 25/4, fór Pétur Bjarnason sjávarútvegsfræðingur og stjórnarmaður í Hafró ófögrum og niðurlægjandi orðum um gagn- rýnendur fiskveiðistjórnunar. Fremst í sama blaði er af ein- skærri tilviljun sagt frá því að stjórnvöld í Kanada ætli að banna allar þorskveiðar við Atlantshaf vegna þess að veiðistofnarnir væru í sögulegu lágmarki (eftir margra ára tilraunir þarlendra ríkisrek- inna sérfræðinga til að byggja stofnana upp með friðun – innskot J.K.) Í greininni sagði Pétur: „Það er engu að síður staðreynd að þau rök sem vísindamenn Hafrann- sóknastofnunarinnar hafa fyrir sínum niðurstöðum hafa staðist gagnrýni og full ástæða til að taka alvarlega þegar hvatt er til að fara varlega í sókn nytjastofna.“ Einmitt það, Pétur, rökin fyrst, niðurstöðurnar svo – er það þann- ig sem vísindamenn eiga að vinna? Þetta er einmitt það sem ég og fleiri höfum verið að gagnrýna Hafró fyrir – búa til kennisetn- ingar og reyna svo að berja gögnin (niðurstöðurnar) til hlýðni. Rök Hafró hafa ekki staðið af sér alla gagnrýni Pétur, gagnrýni okkar hinna hefur einfaldlega verið vísað burt af Hafró og þeim sem völdin hafa. Pétur sagði einnig: „...þeir sem vilja aflamarkskerfið feigt eiga það sameiginlegt að trúa ekki eða treysta alþjóðlega studdum niður- stöðum Hafrannsóknastofnunar. Það er rétt eins og „óðurinn til fá- fræðinnar“ – listin að horfa fram hjá vísindalegum staðreyndum – sé undirstaða þess að taka upp breytt fyrirkomulag við stjórnun fiskveiða.“ Þá segir Pétur að vá sé fyrir dyrum ef gagnrýnendur fiskveiði- stjórnunar Hafró nái að rústa skynsamlegri nýtingu fiskstofn- anna á grundvelli tómstundafiski- fræði sem ekki stenst fagleg rök. Pétur, svona skrif eiga ekkert skylt við faglega umræðu um fisk- veiðimál og eru þér til skammar. Ég vil benda þér á að núverandi sjávarútvegsráðherra hélt tvö fyr- irspurnaþing til þess að fjalla á faglegan hátt um gagnrýni á Hafró. Þar komu við sögu erlendir og innlendir sérfræðingar sem tókust á um vísindaleg deiluefni. Þú hefur ekkert með að tala um að hér sé á ferðinni einhver tóm- stundafiskifræði. Það er einnig óþarfi fyrir þig að vera að hæla Hafró fyrir snilli sína. Hún birtist þjóðinni í verki – sífellt minni botnfiskafla. Hinu vilja þú og þínir gleyma, að þessi alþjóðlega Hafróráðgjöf var brotin á bak aftur í Færeyjum. Þar var sókninni haldið stöðugri tvö ár í röð, þvert ofan í alþjóðlega ráðgjöf um að minnka hana veru- lega og stöðva ýsuveiði. Útkoman varð verulega aukin botnfiskveiði og stækkandi fiskstofnar, m.a. tvö- földun á mati á stærð ufsastofns- ins. Þetta og fleiri rök fyrir því að breyta fiskifræðilegri ráðgjöf get- ur þú kynnt þér á slóðinni: www.fiski.com Ef þér er raunverulega umhug- að um fiskstofnana Pétur, leggðu þá Frjálslyndum lið. Óður Péturs til fáfræðinnar Eftir Jón Kristjánsson Höfundur er fiskifræðingur og ber að hluta til ábyrgð á ástandi fisk- stofna við Færeyjar sem ráðgjafi landsstjórnar. „...gagnrýni okkar hinna hefur ein- faldlega ver- ið vísað burt af Hafró og þeim sem völdin hafa.“ kennari farið yfir, gefið umsögn og fært inn einkunnir. Möguleiki til að gera gagnvirk verkefni er æskilegur í kennslukerfi og kennari þarf að geta stofnað hópa og átt samskipti við þá í rauntíma eða þegar hentar. Í kennslukerfi þurfa nemendur að eiga þess kost að skilja eftir og geyma sín gögn til hagræðingar fyrir þá sjálfa og fyrir kennara sem fylgjast með vinnu þeirra. Nemendahópurinn á háskólastigi hefur breyst á undanförnum árum með auknum fjölda nemenda. Á rúm- lega 20 árum hefur nemendafjöldi á háskólastigi rúmlega fjórfaldast. Ef miðað er við nemendur á aldursbilinu 26–29 ára stunduðu tæp 22% þeirra háskólanám árið 2000 en fyrir 20 ár- um var hlutfallið einungis um 10%. Leiða má líkur að því að stór hluti þessa hóps stundi vinnu með námi og eigi fjölskyldu en kennslukerfi getur gert námið aðgengilegra og fellur betur að þeim skuldbindingum sem þessi hópur hefur. Það virðist hafa verið algengt í há- skólakennslu að nemendum sé sinnt sem einsleitum hópi án þess að taka mið af þörfum hvers og eins eða lítilla hópa sem eiga eitthvað sameiginlegt. Tæknin getur skapað umhverfi sem gefur möguleika til að veita betri þjónustu við nemendur á þeirra eigin forsendum sem einstaklingar. Öflug notkun tækninnar í skóla- starfi með kennslukerfi þarf að tengj- ast heildarmarkmiðum háskólanna og getur gefið tækifæri til að mæta þörfum ólíkra notenda s.s. núverandi og tilvonandi nemenda, kennara, stjórnenda og menntamálayfirvalda. Hagnýta má tæknina m.a. til að:  Ná til breiðari hóps nemenda sem geta nýtt sér þá þjónustu sem skól- inn býður.  Bæta námsreynslu nemenda með auknu aðgengi að fjölbreyttu námsefni.  Virkja nemendur með nýjum sam- skiptavettvangi.  Einfalda vinnuferli og vinnulag.  Viðhalda og endurnýja námskeið.  Viðhalda sambandi við nemendur að loknu námi. Gott kennslukerfi þarf að þjóna kennurum sem vilja nota mismunandi kennsluaðferðir og hentar fyrir breið- an hóp nemenda sem nálgast námið á mismunandi hátt. Gott kennslukerfi getur gert skóla samkeppnishæfari á alþjóðavettvangi og skapað mögu- leika á námi fyrir nemendur í fjar- lægum löndum. Með aukinni tækni- notkun er hægt að blanda saman hefðbundnu námi (staðbundnu námi) og fjarnámi og bjóða það sem er kall- að dreifnám. Nemendur geta þá lært hvar sem er og hvenær sem er með aðstoð tækninnar hvort sem þeir eru nær eða fjær skólanum. Margir skólar hafa nú þegar reynslu af erlendum kennslukerfum s.s. WebCt, og Angel og einstaka skólar hafa farið þá leið að þróa eigin kerfi t.d. Háskólinn í Reykjavík, Við- skiptaháskólinn á Bifröst og Háskóli Íslands. Dýrt er fyrir skóla að standa fyrir þróun á eigin kennslukerfi ef það á að geta mætt öllum þörfum nemenda og kennara og er æskilegt að skólar á sama skólastigi hafi sam- vinnu um þróun á námsumhverfi á Neti. Hér hafa ekki verið nefndir aðrir möguleikar sem námsumhverfi á Netinu býður, s.s. nemendabókhald, stofubókhald, stundatöflugerð og kennslumat fyrir utan fjárhagsbók- hald og annað tengt rekstri skóla. Kennslukerfi eiga ekki einungis heima í háskólaumhverfi, þau geta nýst í öllu skólakerfinu þar sem markviss notkun á upplýsinga- og samskiptatækni fer fram. Ásrún er lektor og Steinn er starfs- maður Háskólans í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.