Morgunblaðið - 01.05.2003, Síða 44

Morgunblaðið - 01.05.2003, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Bakarar Óskum eftir að ráða bakara og aðstoðarmann. Upplýsingar í síma 868 1676. Brjánn ehf., Hafnarfirði. Trésmiðir og verka- menn óskast Upplýsingar í síma 896 5767. Grunnskólinn á Hellu auglýsir! Aðstoðarskólastjóri — kennarar Aðstoðarskólastjóra vantar að Grunnskólanum á Hellu. Einnig vantar áhugasama kennara til starfa á næsta skólaári. Meðal kennslugreina: Íþróttir, raungreinar, kennsla yngri barna, smíðar, hannyrðir, tón- mennt og almenn kennsla. Ath. Grunnskólinn á Hellu er einsetinn 160 nemenda skóli, sem starfar í 10 fámennum bekkjardeildum. Í skólanum er frábær vinnuaðstaða fyrir kennara í nýju og glæsilegu skóla- húsnæði. Ódýrt íbúðarhúsnæði er fyrir hendi. Á Hellu er m.a. góð aðstaða til íþróttaiðkana, leikskóli og tónlistarskóli. Einnig er á Hellu góð aðstaða til að iðka hin ýmsu áhugamál s.s. hestamennsku, golf og fjallamennsku. Á svæðinu starfa öflugir kórar, leikfélag og björgunarsveit. Nánari upplýsingar má einnig nálgast á heima- síðu skólans http://hella.ismennt.is/ Vinsamlegast hafið samband við undirrituð og fáið upplýsingar um kjör og aðstöðu. Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri í síma 487 5441/894 8422 og Pálína Jónsdóttir í síma 487 5442/487 5891. Skjalavörður Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmann með menntun eða góða reynslu í bókasafns- og upplýsingafræði. Verksvið:  Umsjón með skjalasafni.  Skráning, flokkun og frágangur skjala.  Umsjón með hópvinnukerfi (GoPro).  Almenn skrifstofustörf. Leitað er að bókasafns- og upplýsingafræðingi með góða tölvukunnáttu. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2003. Ráðið verður eins fljótt og hægt er. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir að sækja um á skrifstofu Ráðningarþjónustunnar eða í gegnum Netið á slóðinni www.radning.is . Nánari upplýsingar veita Markús Þórhallsson (markus@radning.is) og Jón Baldvinsson (jonb@radning.is) eða í síma 588 3309. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu er hluti af húsnæði Olíuverzlunar Íslands hf. í Fellabæ. Húsnæðið sem er u.þ.b. 170 fm (150 fm hæð auk 23 fm kjallara) er við hlið þjónustustöðvar félagsins og var þar áður veitingastaður. Hent- ar vel sem skrifstofuhúsnæði eða til ýmissa annarra nota. Húsið er vel í sveit sett við hring- veginn og er útsýnið úr því yfir Lagarfljótið, flugvöllinn, Egilsstaðabæ og yfir Héraðið sér- staklega glæsilegt.Næg bílastæði eru á lóðinni fyrir starfsmenn og gesti. Upplýsingar um húsnæðið veitir Þórhallur Þor- steinsson í s. 471 1623. BÍLAR Til sölu Nissan King Cab 4x4 dísel '91. Ek. 196 þ. km. Skoðaður '04. Góð 30" dekk, krómfelgur, plastklæddur pallur. Verð 250 þús. Uppl. í síma 824 6052/561 0383. FÉLAGSSTARF 1. maí kaffi Kosningamiðstöð sjálfstæðismanna í Glæsibæ verður með opið hús fyrir eldri borgara fimmtudaginn 1. maí kl. 15.00. Verið hjartanlega velkomin! Við tökum vel á móti ykkur með kaffi og meðlæti. Félög sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða-, Fossvogs-, Langholts-, Háaleitis- og Laugarneshverfa. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Íslensk Grafík — Aðalfundur Félagið Íslensk Grafík boðar til aðalfundar í húsnæði félagsins í Tryggvagötu 17, Reykjavík, miðvikudaginn 28. maí kl. 20.00 Dagskrá aðalfundar:  Venjuleg aðalfundarstörf.  Inntaka nýrra félaga.  Önnur mál. Stjórnin. Hestamannafélagið Fákur Stórsýning hestamanna í Reiðhöllinni, Víðidal, 2. og 3. maí nk. kl. 21.00. Miðasala í Reiðhöllinni fim. 1. maí kl. 15-19, fös, 2. maí kl. 15-19 og lau. 3. maí frá kl. 13. Miðasölusími 567 0100. Aðalfundur Verslunar- mannafélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Gafl-inum við Reykjanesbraut fimmtudaginn 8. maí kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Opið hús Stangaveiðifélags Reykjavíkur föstudaginn 2. maí kl. 20.30.  Nokkrir valinkunnir veiðimenn og konur segja frá uppáhaldsveiðistaðnum sínum.  Bubbi Morthens - Ljúfir tónar og tal.  Happahylurinn í boði Veiðibúðarinnar við lækinn. Barinn opinn og heitt á könnunni. Stelpurnar í skemmtinefndinni. Aðalfundur Menntafélags byggingariðnaðarins verður haldinn á Hallveigarstíg 1, fimmtu- daginn 15. maí nk. kl. 17.00. Til aðalfundar eru boðuð öll félög og fyrirtæki sem eru aðilar að Menntafélagi byggingarið- naðarins. Í lögum þess segir m.a: „Aðalfundur er lögmætur ef löglega hefur verið til hans boðað án tillits til fundarsóknar. Aðal- fundur hefur æðsta vald í málefnum Menntafélags byggingariðnaðarins.“ Á aðalfundi verða þessir dagskrárliðir: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. 2. Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endur- skoðaðan ársreikning. 3. Framkvæmdastjóri leggur fram fram- kvæmda- og fjárhagsáætlun næsta starfs- árs. 4. Lagabreytingar, enda séu þær kynntar í fundarboði. 5. Tilnefningar til stjórnar. 6. Kjörnir tveir skoðunarmenn reikninga félags- ins. 7. Önnur mál - Kynning: Kárahnjúkavirkjun - Sigurður Arnalds, verkfræðingur. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 8. maí 2003 og hefst kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, önnur mál. Stjórnin. HÚSNÆÐI ERLENDIS Barcelóna — Mahon Til leigu íbúð í Barcelóna og á Menorca (eyja við Majorca). Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. KENNSLA Sveinsprófsupprifjun í rafvirkjun hefst í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 5. maí nk. Upplýsingar og skráning á skrifstofu skólans í síma 570 5600. TIL SÖLU Lagersala Barna- og kvenfatnaður (stórar stærðir) föstudaginn 2. maí og laugardaginn 3. maí í Gilsbúð 3, Garðabæ. Opið frá kl. 10—18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.