Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐ- UR HALL- GRÍMS- SON ✝ Sigurður Hallgrímsson fædd-ist í Reykjavík 18. mars 1921. Hann lést 10. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 16. apríl. Mig langar í örfáum orðum að minnast Sigurðar Hallgrímssonar. Ég kynntist Sigurði eða Sigga eins og hann var kallaður og Ellu konu hans í gegnum son þeirra Hallgrím, en ég vann í Lækjarási með Hall- grími. Með okkur tókst mikill vinskapur og flutti ég í kjallarann til þeirra í Granaskjóli 1986 og bjó þar í 6 ár ásamt eiginmanni mínum og frum- burði okkar, en hann fæddist á með- an við bjuggum þar. Siggi þekkti hvern nagla í húsinu enda sagði hann mér oft með stolti frá því þegar hann var að byggja húsið. Einnig sagði hann mér frá Flensborgarárunum og að sjálfsögðu árum sínum hjá út- varpinu. Mig langar að þakka Sigga fyrir allt það sem hann kenndi mér í gegn- um árin. Það eru margar minningar sem skjótast upp í hugann, en hæst ber þó virðingin sem Siggi bar til allra. Ég man eftir böllunum sem Siggi og Ella stóðu fyrir í Tónabæ en þangað fór ég svo oft með þeim. Ég man líka vel eftir því þegar hann sat með Auðun minn í fanginu og sagði mér með stolti hvað Auðunn talaði skýrt, enda var ekki hægt annað þar sem Siggi lagði svo ríka áherslu á að við töluðum skýrt við hann og ekkert barnamál. Ég man líka, Siggi minn, þegar þú varst á Landspítalanum og ég sýndi þér ritgerð sem Auðunn hafði gert í skólanum og fjallaði um það að vera öðruvísi. Hann skrifaði um Halla og sig en þeir hafa alltaf verið mjög góð- ir vinir og þú táraðist og sagðir: „Já, Auðunn minn, það er svo mikilvægt að eiga góða vini.“ Auðunn var svo ánægður þegar Halli kom í ferm- inguna hans núna í mars síðastliðinn. Síðustu ár hafa verið þér erfið en þú veiktist fyrst 1988 en náðir þér þá ótrúlega fljótt. Síðan hefurðu orðið fyrir nokkrum áföllum, en samt spurðir þú alltaf hvernig við hefðum það og hvað væri að gerast í okkar lífi. Þú varst líka svo sáttur við að Halli flytti í Sambýlið í Grundarlandi og sást hvað honum leið vel þar. Það voru ófáar stundirnar sem þú og Halli áttuð úti í bílskúr og alltaf var allt búið til af svo mikilli natni. Elsku Siggi, það var ekki erfitt fyrir mig að flytja að heiman og til ykkar Ellu og Halla. Þið voruð mjög samrýnd hjón og kennduð mér svo ótrúlega margt og fyrir það er ég þakklát. Ég skal reyna að styðja Ellu og Halla eins og ég get. Takk fyrir allt. Elsku Ella, Halli, María Rannveig og barnabörn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Valgerður Auðunsdóttir. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, VILBORGAR PÁLÍNU BJARNADÓTTUR frá Stóra-Bóli, Víkurbraut 30, Höfn. Páll Helgason, Gunnar Helgason og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, STELLA SIGURLEIFSDÓTTIR, Þinghólsbraut 5, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 22. apríl, verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju á morgun, föstu- daginn 2. maí, kl. 13.30. Pétur Guðfinnsson, Ólöf Kristín Pétursdóttir, Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, Pétur Leifur Pétursson, Maite Pueyo, Elín Marta Pétursdóttir, Sigurgeir Örn Jónsson, Luis Peña Moreno og ömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR G. HAFBERG. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir. Helga Hafberg, Friðfinnur Ágústsson, Eysteinn G. Hafberg, Elín Ó. Hafberg, Ingibjörg Ólína Hafberg, Gunnlaugur Þorsteinsson og fjölskyldur. Hjartans þakkir fyrir þá vináttu og hlýju sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SIGRÍÐAR KRISTINSDÓTTUR, Víðilundi 24, Akureyri. Sigurjóna Jónsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Kristinn Einarsson, Sigurður Indriðason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, LÁRUSAR Þ.J. BLÖNDAL frá Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, fyrir góða umönnun og hlýhug. Guðrún J. Blöndal, Birgir Blöndal, Áslaug Steingrímsdóttir, Jóhannes Blöndal, Maj-Britt Pálsdóttir, Jósep Blöndal, Hedvig Krane, Gunnar Blöndal, Margrét Hólm Magnúsdóttir, Guðmundur Blöndal, Inga Pálmadóttir, Guðrún Blöndal, Theodór Sigurðsson, Lárus L. Blöndal, Soffía Ófeigsdóttir, Anna Bryndís Blöndal, Jón Ásgeir Blöndal, Hulda Ólafsdóttir, Lárus St. Blöndal Jónasson, Íris Magnúsdóttir, afabörn og langafabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, VILHELMÍNA S. JÓNSDÓTTIR, sem lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þriðju- daginn 22. apríl, verður jarðsungin frá Seyðis- fjarðarkirkju laugardaginn 3. maí kl. 14.00. Áslaug G. Nielsen, Jónas Gunnlaugsson, Margrét Pétursdóttir, Hallfríður Gunnlaugsdóttir, Bjarni Þorsteinsson, Lárus Gunnlaugsson, Halla Gísladóttir, Jón Gunnlaugsson, Pálína Karlsdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar hjartkærrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, VERONIKU KONRÁÐSDÓTTUR, Bogahlíð 18, Reykjavík. Einnig viljum við sérstaklega þakka læknum og hjúkrunarfólki á deild G 12 Landspítala Hring- braut, og B álmu 4. hæðar Landspítala Fossvogi fyrir einstaka hjúkrun, þolinmæði og umönnum í erfiðum og langvarandi veikindum. Pétur Þorsteinsson, Þórarna Ólafsdóttir, María B. Þorsteinsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Björg Björgvinsdóttir, Anna S. Ingólfsdóttir og ömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR ÁRNASON, Neðstaleiti 6, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Landakoti sunnu- daginn 27. apríl, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 5. maí kl. 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnst hans, er bent á Félag aðstandenda alzheimers- sjúklinga, s. 533 1088 og 898 5819. Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Viggó Grétarsson, Erna Björnsdóttir, Árni Grétarsson, Lene Salling Jenssen, Bjarni Grétarsson, Gróa Ingibjörg Grétarsdóttir, Kristján Egill Halldórsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HULDA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 25. apríl sl., verður jarðsungin frá Hvítasunnukirkjunni á Akureyri föstudaginn 2. maí kl. 14.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á ABC-hjálparstarfið. Jóhann Pálsson, Samúel Jóhannsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Rut Sigurrós Jóhannsdóttir, Guðmundur Konráðsson, Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Ágústa Jóhannsdóttir, Ellert B. Schram, barnabörn og barnabarnabörn. www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.