Morgunblaðið - 02.05.2003, Page 11

Morgunblaðið - 02.05.2003, Page 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 11 BANDARÍSKA líftæknifyrirtækið Nimblegen Systems, sem hefur ver- ið með rannsóknarstofu á Íslandi frá því í febrúar á síðasta ári, hefur ver- ið að færa út kvíarnar að undan- förnu. Fjárfestar hafa nýlega fjár- fest 12,5 milljónir Bandaríkjadala í fyrirtækinu, jafnvirði um 950 millj- óna íslenskra króna, en alls hefur fyrirtækið orðið sér úti um 32,5 milljónir dala frá stofnun á árinu 1999, eða tæpa 2,5 milljarða ís- lenskra króna. Auk þessa hefur Nimblegen Systems gert samning við japanska fyrirtækið GeneFron- tier um dreifingu á framleiðsluvör- um og þjónustu fyrirtækisins í Jap- an. Framleiðsla og þjónusturann- sóknir Nimblegen Systems fara fram hér á landi. Robert Palay, stjórnarformaður fyrirtækisins, seg- ir að ástæðan fyrir því að Ísland hafi orðið fyrir valinu fyrir staðsetningu framleiðslunnar sé þríþætt. Í fyrsta lagi sé hæfni starfsfólksins hér á landi með því besta sem gerist í þessum efnum í heiminum. Í annan stað hafi verið auðvelt að koma starf- semi af þessu tagi á fót hér á landi, m.a. vegna einkaréttarmála. Í þriðja lagi sé umhverfið fyrir nýsköpun í líftækniiðnaði hagstætt hér á landi. Sigríður Valgeirsdóttir, sem er doktor í sameindalíffræði, veitir rannsóknarstofunni hér á landi for- stöðu, en starfsmenn fyrirtækisins hér eru níu talsins, líffræðingar, líf- efnafræðingar, meinatæknar, tækni- fræðingur og fjármálarekstrarfræð- ingur. Hún segir að lyfjafyrirtæki og rannsóknarhópar víðs vegar um heiminn kaupi örflögurnar af Nimblegen Systems. Fyrirtækið sé með nokkra samninga í gangi og horfur séu góðar. Fjölgun starfsfólks á döfinni Robert Palay segir að það fjár- magn sem Nimblegen Systems hafi orðið sér úti um nýlega auki vaxta- möguleika fyrirtækisins umtalsvert. Reikna megi með að umsvif rann- sóknarstofunnar hér á landi muni aukast og að starfsfólki verði fjölgað. Hann segir að rannsóknarstofan hér sé meginuppistaðan í fram- leiðslu og þjónustu fyrirtækisins en í Madison í Wisconsin í Bandaríkjun- um starfi um 30 manns við stjórnun og rannsóknir. Að sögn Palay eru helstu við- skiptavinir Nimblegen Systems bandarísk fyrirtæki. Þar á eftir koma fyrirtæki í Evrópu og með samningi Nimblegen Systems við japanska fyrirtækið GeneFrontier séu miklar vonir bundnar við Asíu. Palay segist ákaflega ánægður með starfsemi Nimblegen Systems á Íslandi. Sigríður og aðrir starfs- menn fyrirtækisins hér á landi hafi komið starfseminni á fót á ótrúlega skömmum tíma og gæði framleiðsl- unnar séu með því besta sem völ sé á í heiminum á þessu sviði. Örflögur til rannsókna Nimblegen Systems framleiðir DNA örflögur til erfðafræðirann- sókna og fer öll framleiðsla fyrirtæk- isins fram hér á landi. DNA örflaga er glerplata á stærð við smásjárgler með þéttriðnu neti erfðaraða. DNA er búið til úr fjórum niturbösum og er þeim blandað saman til að búa til DNA búta af mismunandi stærð en örflögurnar eru notaðar til rann- sókna í lyfja- og læknisfræði. Rannsóknarstofa Nimblegen á Ís- landi er við Snorrabraut í Reykjavík. Færir út kvíarnar Stjórnarformaður Nimblegen Systems segir Ísland hafa orðið fyrir valinu fyrir framleiðslu og þjónustu fyrirtækisins m.a. vegna hæfni starfsfólksins Morgunblaðið/Sverrir Sigríður Valgeirsdóttir, forstöðumaður rannsóknastofu Nimblegen Systems, þriðja frá vinstri, og Róbert Palay, stjórnarformaður fyrirtækisins, þriðji frá hægri, ásamt hluta starfsfólksins. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Íslands og Máritaníu hafa und- irritað samning um framtíðarsam- vinnu landanna á sviði sjávar- útvegs. Með samningnum er íslenskum fyrirtækjum veitt tæki- færi til þátttöku í sjávarútvegi við Máritaníu bæði hvað varðar veiðar, vinnslu og fjárfestingar í þarlend- um fyrirtækjum. Samningurinn kveður og á um samvinnu á sviði fiskveiðistjórn- unar, rannsókna, eftirlits og mennt- unar í sjávarútvegi. Þá var ákveð- inn farvegur fyrir áframhaldandi samvinnu með því að stofnuð verð- ur sameiginleg nefnd Íslands og Máritaníu sem ætlað er að fylgja samningnum eftir og stuðla að sam- starfsverkefnum Sjávarútvegsráðherra Máritaníu Ahmedou Auld Ahmedou var hér á landi í þessari viku ásamt sendi- nefnd í opinberri heimsókn í boði Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra. Ráðherrarnir fóru yfir ýmis mál er varða möguleika á samstarfi á milli Íslands og Márit- aníu á sviði sjávarútvegs. Ahmedou fór víða og kynnti sér sjávarútvegs- málin hér á landi. Heimsótti hann Hafrannsóknastofnunina, Fiski- stofu og Sjávarútvegsskóla samein- uðu þjóðanna. Þá fór ráðherrann í heimsókn í ýmis fyrirtæki á Eyja- fjarðarsvæðinu eins og Brim, Sam- herja og Sæplast. Einnig voru sótt heim Hampiðjan og Sjóli en Sjóli er nú þegar með mikil umsvif á sviði sjávarútvegs í Máritaníu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sjávarútvegsráðherra Máritaníu, Ahmedou Auld Ahmedou, og Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra, handsala samninga um samstarf. Samningar undirritaðir NÚ virðist sjá fyrir endann á langri og strangri deilu um- hverfisverndarsinna og útgerð- armanna um takmarkanir á fiskveiðum til verndar sæ- ljónum. Sáttatilboð var lagt fram í alríkisréttinum í Seattle í málinu af samtökum útvegs- manna og eftirlitsmanna. Fall- ist dómarinn á sáttina, er deil- an úr sögunni. Það eru fimm ár síðan um- hverfisverndarsinnar hófu mál- sóknina, en hún leiddi þá þegar til verulegrar takmarkana á veiðum á alaskaufsa, þorski, og makríl í Beringshafi og á Alaskaflóa. Einnig leiddi málið til þess að Ted Stevens, óld- ungardeildarþingmanni, tókst að fá tuga milljóna dollara fjár- veitingu til rannsókna á sæ- ljónum og til að bæta sjómönn- um, fiskvinnslunni og höfnum fjárhagslegan skaða vegna bannsins. Samkvæmt sáttatillögunni eiga allir málsaðilar að falla frá kröfum sínum og útgerðin stendur að því að hefja og efla rannsóknir á áhrifum veiðanna á sæljónin. Takmarkanirnar á veiðun- um, sem skila um 80 milljarða króna tekjum árlega, leiddu til lokunar margra svæða í ná- lægð við sæljónabyggðir á klettaeyjum og skerjum, til þess að veiðarnar skertu ekki fæðuframboð fyrir sæljónin. Hætt að deila um sæljón?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.