Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 2
                                 !     "    #$%   &                                        !  " # "# "        #  ! # !    ! "# "! $# $! %# %! # & SAMFYLKING tapar talsverðu fylgi samkvæmt nýrri skoðana- könnun Gallup fyrir RÚV sem birt var í gær. Samkvæmt henni fær Samfylking 26,1% en fékk 32,9% í könnun Gallup sem gerð var í apr- íl. Sjálfstæðisflokkur fengi 37,1% ef kosið væri nú en fékk í apríl 34,2%. Framsókn bætir einnig við sig fylgi, fengi 16,4% en fékk 12,8% í síðasta mánuði. Aðrir flokkar standa nokkurn veginn í stað. Frjálslyndir fengju 9,3%, Vinstri grænir 9,8%, Nýtt afl 1,1% og T-listi 0,3%. Könnun Gallup er fyrsta í röð fimm kannana sem birtar verða í RÚV fram á föstudag. Úrtakið í könnuninni sem birt var í gær var 1.000 manns. Svarhlutfall var 64% og gáfu 86% upp hvað þau hygðust kjósa. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var dagana 1. og 3. maí og birt var í gær mælist Framsókn með 15,6% fylgi, Sjálfstæðisflokk- ur með 35%, Frjálslyndir 10,7%, Samfylking 28,8%, Vinstri grænir 8,7%, Nýtt afl 1% og T-listi 0,2%. Úrtakið í könnun Fréttablaðsins var 2.400 manns. Svarhlutfall var 82,2% Fylgi Samfylk- ingar minnkar í könnun Gallup FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARHÚS RÍSI Vladimir Ashkenazy segist ekki skilja í því að enn hafi ekki risið neitt tónlistarhús í Reykjavík. Hann segir Sinfóníuhljómsveitina standa sig vel, hún sé frábær. En nú sé komið að því að stjórnmálamenn standi sig betur en hingað til. Fákeppni á lyfsölumarkaði? Stærstu lyfsölukeðjurnar, Lyf & heilsa og Lyfja, eru á góðri leið með að skipta íslenska lyfsölumark- aðnum á milli sín. Þetta segja tveir menn sem reka apótek í ein- staklingseigu. Annar hvetur stjórn- völd til þess að láta endurskoða lög um samkeppni og lyfjalögin. Vilja eyða kjarnavopnum Pakistanar segjast vilja eyða kjarnorkuvopnum sínum en skil- yrðið sé að Indverjar geri það einn- ig. Spennan í samskiptum ríkjanna hefur minnkað verulega og Pakist- anr hafa boðið forsætisráðherra Ind- lands til viðræðna í Islamabad. Gallar við framkvæmd prófa Klúður virðist hafa orðið við fram- kvæmd samræmdra prófa úti á landi í gær. Röng svarblöð voru send með náttúrufræðiprófi í grunnskólum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Vopnasérfræðingur í haldi Bandaríkjamenn hafa handsamað Huda Salih Mahdi Ammash, íraskan örverufræðing sem talinn er hafa verið yfirmaður sýklavopnaáætlana Saddams Husseins. Ammash hlaut menntun sína í Bandaríkjunum og hún lauk þar doktorsprófi. Vilja vinnu hjá Impregilo Um 600 manns hafa þegar sótt um starf hjá ítalska verktakafyrirtæk- inu Impregilo sem reisir Kára- hnjúkavirkjun. Að þessu sinni eru nær 200 störf í boði en fleiri verða auglýst næstu mánuði. Þriðjudagur 6. maí 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað B Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Athyglisverð eign til sölu 15 Meiri viðskipti Sóuná heituvatni? Húsbréfa- útgáfan eykst 17 Rétt stilling nauðsynleg 36 FASTEIGNAMARKAÐURINN er nú með í einkasölu húseignina Ing- ólfsstræti 21. Þetta er steinhús, byggt 1903 og er það alls 301,5 m2. Auk þess fylgir húsinu um það bil 80 m2 bílskúr á tveimur hæðum þar sem mögulegt væri að útbúa íbúð. „Þetta er stórglæsilegt og mikið hús,“ sagði Guðmundur Th. Jónsson hjá Fasteignamarkaðinum. „Það er kjallari og tvær hæðir. Þrjú til fjögur svefnherbergi eru í húsinu og þrjár glæsilegar stofur, mikil lofthæð, 3,5 metrar, er í húsinu og gipslistar í loftum og rósettur.“ Í samtali við eiganda þessa húss, Gunnar Smárason, kom fram að búið er að endurnýja húsið nánast frá grunni. „Allt var klætt að innan með gipsi, settar nýjar lagnir fyrir heitt og kalt vatn, svo og skolp, allir ofnar end- urnýjaðir og allt rafmagn. Bæði bað- herbergin og eldhúsið eru nýupp- gerð,“ sagði Gunnar. Byggt af miklum myndarskap „Þetta er eitt fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið í Reykjavík, byggt 1903 og byggt af miklum myndarskap,“ sagði Gunnar ennfremur. „Stærsta hluta síðustu aldar bjó þarna einn eftirminnilegasti viðskiptajöfur Ís- lands, Óskar Halldórsson, sem Hall- dór Laxness gerði ódauðlegan í per- sónu Íslands-Bersa í Guðsgjafaþulu en sá sem byggði þetta hús var hins vegar forstjóri Félagsprentsmiðj- unnar. Á því tímabili sem Óskar Hall- dórsson átti húsið bjuggu þar um tíma þrjár fjölskyldur. Þess má geta að úr þessu húsi fór síðasta líkgang- an í Reykjavík niður í Dómkirkju, það var þegar Óskar lést. Þetta hús er núna einbýlishús og hefur verið fært í nútímahorf að ýmsu leyti en samt hefur hið sígilda yfirbragð hússins verið látið halda sér. Sem dæmi um hve veglega var að þessari byggingu staðið í upphafi má nefna að danskir fagmenn voru fluttir til landsins til þess að steypa upp húsið og gera skreytingar í það, m.a. rósettur og loftlista. Eitt fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík til sölu Morgunblaðið/Kristinn Þetta er steinhús, byggt 1903 og er það alls 301,5 m2. Auk þess fylgir húsinu um það bil 80 m2 bílskúr á tveimur hæðum þar sem mögulegt væri að útbúa íbúð. Óskað er eftir tilboðum, en húsið er til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. ÍSTAK flutti í síðustu viku höfuð- stöðvar sínar í nýbyggingu við Engjateig 7. Þessi bygging er að mörgu leyti óvenjuleg. Tengibygging sem liggur eins og gjá í gegnum bygginguna minnir á Almannagjá á Þingvöllum. Gjáin skiptir bygging- unni í þrjá hluta. „Svokölluð „náttúruefni“ eru áberandi í efnisvali,“ segir Egill Guðmundsson arkitekt í viðtali hér í blaðinu í dag, en hann er einn aðal- hönnuður byggingarinnar. „Þess vegna er steypan með sjón- steypuáferð á langveggjum, gler í göflum og gólf viðarklædd. Veggir milli herbergja eru líka úr léttu gleri eða gifsplötum og gólf og stigar úr gleri og stáli á milli hæða en úr steinsteypu í kjallara. Að sögn Páls Sigurjónssonar, stjórnarformanns Ístaks, hefur þessi bygging mikla hagnýta þýð- ingu fyrir fyrirtækið. „Um leið er þetta afar falleg bygging og sjálfum finnst mér hún vera listaverk,“ segir hann. / 26 Listilegt hús við Engjateig Stjórnstöðvar fyrir hitakerfi – fyrir þína hönd Þú getur kynnt þér víðtæka þjónustu okkar í lífeyrismálum hjá ráðgjöfum okkar í Ármúla 13, í síma 515 1500 eða á Lífeyrisvef Kaupþings, www.kaupthing.is/lifeyrir. Einnig getur þú fengið ráðgjafa heim þegar þér hentar. Kynntu þér víðtæka þjónustu okkar í lífeyrismálum Margir kostir í stöðunni – fyrir þína hönd               '!"       $!!$   ' ( )  )   * , - .                %# ()   /0  .1  $!!$ *+  ,       $!!"      !"!#$! % " #$ -.    %$,  &'( )*+ &'(  ) *+ (/0, (0 , ' ,     &       -%.$/#$ %"/++% 01%23+ 456#0!+ (1+1/7+ !+ 8+ 23+ '%" 9+ " . :$+; % ":$+; $!+%.+ . :$+; % ":$+;      %)  - .   +  (%<) "%"+$ +$ 1+=""+)>>>1+    ?" /@+AB * * * * 1%( , 1"( , 12(", 1% (%, 3.     $!!" 23     4 - 5 /@AB $!!$   67 8 & !8 ! !  !6  !898  9! ! 98 $!!$ B  :)( -  )  )   - 6  8    8%"+#$! &" %""+ %0%"! #2$2 #%"%0 %2$" $$#%                   $!!% '!"   6+B          Mansardhæð viðMjóstræti Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 14/16 Minningar 42/46 Erlent 16/21 Hestar 48 Höfuðborgin 22 Bréf 50/51 Akureyri 24/25 Dagbók 52/53 Suðurnes 26 Kvikmyndir 56 Landið 27 Fólk 56/61 Neytendur 28 Bíó 58/61 Listir 28/30 Ljósvakar 63 Forystugrein 32 Veður 63 * * * legar línur hér á landi séu um 2 þús- und kílómetrar. Verkið var boðið út og náðu sex fyrirtæki samningum að Heclu meðtalinni. Samningurinn er til þriggja ára og að upphæð rúmlega 230 milljónir króna fyrsta árið. Samstarfsaðilar Heclu eru Línuhönnun og franska ráðgjafar- fyrirtækið BEP og koma samtals um 300 milljónir í hlut Íslendinga. Bæta við bitum og stöngum Árni segir að verkið felist í að hanna og teikna styrkingar í möstur s.s. með því að bæta inn í þau styrktarbitum og -stöngum. Einnig þarf að styrkja undirstöður og hanna ný möstur í kerfið. Árni segir að um 10 verkfræðingar og tækni- menn frá Línuhönnun muni vinna að þessu verkefni næstu þrjú árin. Hann segir öruggt að þetta sé stærsti ráðgjafarsamningur sem ís- lenskt fyrirtæki hafi gert á sviði raf- orkukerfa erlendis og jafnvel sá stærsti sem gerður hefur verið, sé litið til þess að hér hafi eingöngu verið samið um verkfræðivinnu. HECLA sem er íslenskt-franskt ráðgjafarfyrirtæki, hefur gengið frá samningi um ráðgjöf við styrkingu á raforkukerfi í Frakklandi. Hlutur Íslendinga er um 300 milljónir og telur Árni Björn Jónasson, verk- fræðingur hjá Línuhönnun, að þetta sé með stærstu samningum í verk- fræðiráðgjöf sem Íslendingar hafa gert. Hecla er í eigu Línuhönnunar, Verkfræðistofunnar Afls og franska verkfræðingsins Jean Chauveau. Fyrirtækið var stofnað fyrir tveim- ur árum og hefur aðsetur í París. Raflínur í Frakklandi skemmdust mikið í miklu óveðri sem gekk þar yfir 1999. Ísing lagðist á línurnar og Árni segir að um 600 möstur hafi hrunið víða í raforkukerfinu og voru hlutar landsins rafmagnslausir í nokkurn tíma. „Og Frakkar eru ekki vanir þessu þó að við þekkjum þetta,“ segir Árni. Í kjölfarið var ákveðið að styrkja og endurbyggja möstur og undirstöður þeirra fyrir 52 þúsund kílómetra af háspennu- línum en Árni segir að sambæri- 300 milljóna ráðgjafar- samningur við Frakka ÞAÐ var mikið um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í sumarblíð- unni sem loksins lét að sér kveða. Auk trillukarlanna sem voru að landa afla dagsins fjölmenntu börn og fullorðnir á bryggjuna með veiðistangir og tóku til óspilltra málanna við að veiða á bryggjusporðinum. Veiðimenn fengu allar tegundir af fiski og voru ánægðir með aflann, og höfðu ekki áhyggjur af öllu þessu kvótatali frambjóðenda til alþingiskosninga sem eru á næsta leyti og veiddu sem mest þeir gátu. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Mæðginin Óli og Hrefna nutu veðurblíðunnar niðri við höfn og stunduðu veiðar á bryggjunni. Fiskirí var gott og Óli fékk þennan fína marhnút. Veitt í sumarblíðunni Ólafsvík. Morgunblaðið. ÁLFT olli rafmagnsleysi í Dýra- firði og Arnarfirði á sunnudag þegar hún flaug á háspennulínu við bæinn Höfða á sunnudag. Féll hún örend niður enda straumur- inn banvænn. Þórarinn Sighvatsson, bóndi á Höfða, sagði í samtali við Morg- unblaðið að um 20–30 álftir verpi í Höfðaodda en háspennulína ligg- ur um varpið. Þórarinn segir að skyndilega hafi talsverður hópur álfta flogið upp en ekki vildi betur til en svo að ein þeirra flaug á raf- magnslínurnar og olli hún með því skammhlaupi en rétt er að minna á að vænghaf álftarinnar er um tveir metrar. Mikill hvellur heyrð- ist þegar hún skall á línunum og um leið fór rafmagnið af bænum. Á fréttavefnum thingeyri.com segir að einnig hafi slegið út raf- magn í Arnarfirði, Breiðdalslína 2 sló út og sömuleiðis línur að Mjólkárvirkjun. Álftin sviðnaði nokkuð þegar straumurinn hljóp í hana. Er hún nú í vörslu Náttúru- stofu Vestfjarða í Bolungarvík. Þórarinn segir til vandræða að línan sé beint yfir varplandi álft- arinnar, alfriðaðs fugls, en við það verði ekki ráðið. Rafmagnið fór af þegar álft flaug á háspennulínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.