Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ MINNSTA kosti 32 fórust þegar skýstrokkar gengu yfir ríkin Kansas, Missouri og Tennessee í Bandaríkjunum í fyrradag. Átta manna var enn saknað í bænum Pierce City í Missouri í gær. Hús splundruðust í óveðrinu, tré rifnuðu upp með rótum og vegir lokuðust vegna brotinna trjáa og braks. Ferðamönnum var skipað að fara út úr flugstöðvum aðal- flugvallar Kansas City og bíða í neðanjarðargöngum meðan óveðr- ið geisaði. Að minnsta kosti fjórtán manns létu lífið í Missouri, ellefu í Tennessee og sjö í Kansas. Skýstrokkarnir virðast hafa valdið mestu tjóni í Lawrence- sýslu í Missouri. Fregnir hermdu að öll hús í Pierce City, um 1.400 manna bæ í sýslunni, hefðu skemmst eða eyðilagst og ekki hefði verið hægt að ganga á göt- unum vegna braks. Tvö lík fundust í rústum vopna- búrs bandaríska þjóðvarðliðsins í Pierce City þar sem nokkrir íbú- anna höfðu leitað skjóls. Átta manna var enn saknað og óttast var í fyrstu að þeir hefðu látið lífið í vopnabúrinu en björg- unarmenn sögðust í gær telja að fleiri lík myndu ekki finnast í byggingunni. „Ég hef aldrei lent í öðru eins. Þetta var algjör hryllingur,“ sagði skrifstofumaður sem leitaði skjóls í vopnabúrinu í Pierce City. Lýst yfir neyðarástandi Skýstrokkarnir mynduðust í miklu óveðri sem geisaði í miðvest- urríkjum Bandaríkjanna og hluta suðurríkjanna. Skýstrokkar mynd- uðust einnig í Arkansas, Suður- Dakóta og Nebraska. Hús eyðilögðust í Arkansas og rafmagnslaust varð á nokkrum stöðum í ríkinu. Þrumuveður var á svæðinu í gær. Lýst var yfir neyðarástandi í Madison-sýslu í Tennessee, meðal annars í borginni Jackson. Skemmdir urðu á nokkrum opin- berum byggingum og þak vopna- búrs þjóðvarðliðsins rifnaði af. Ell- efu lík höfðu verið flutt á sjúkrahús í Jackson í gær. Skýstrokkar ollu tjóni í sjö sýslum í Kansas. Bílar lentu ofan í gili í grennd við Kansas City og miklar skemmdir urðu á nokkrum húsum. Um þriðjungur húsa bæjarins Franklin í Kansas eyðilagðist í óveðrinu, að sögn almannavarna- yfirvalda. Embættismenn ákváðu að loka alþjóðaflugvelli Kansas City og flugstöðvarnar voru rýmdar. Far- þegunum var vísað inn í göng að bílageymslum flugvallarins og þeir biðu þar þangað til óveðrinu slot- aði. Allt að 30 íbúðarhús skemmdust eða eyðilögðust í bænum Northmoor í Missouri og skemmd- ir urðu einnig á ráðhúsi og lög- reglustöð bæjarins. „Ég þurfti að halda mér af öllu afli,“ sagði einn bæjarbúanna sem var með unnustu sinni og fimm börnum þegar óveðrið skall á. „Þetta var skelfilegt. Það var eins og húsið snarsnerist.“ Skýstrokkar valda miklu manntjóni APFjölskylda í bænum Franklin í Texas skoðar rústir húss síns eftir að það splundraðist í skýstrokki á sunnudag. AP Íbúi bæjarins Pierce City í Missouri skoðar byggingu sem skýstrokkur lagði í rúst á sunnudag. Öll hús bæjarins skemmdust eða eyðilögðust.         DEB#FDD<# C 2<=><#CDGH=H =  ,     +  )  *(   * 2  *  -    3 (      D   I D          !! !" #$%& '!()!*   + +,+$! <   -./ !+ "  B)))) ++   Pierce City. AP. STJÓRNVÖLD í Kína hafa látið einangra áttatíu vatnsból í nágrenni höfuðborgarinnar Peking en að- gerðirnar eru liður í viðleitni til að kveða niður bráðalungnabólgufar- aldurinn í landinu, sem kostað hef- ur 206 Kínverja lífið. Lögregla varnar fólki nú aðkomu að vatns- bólunum en markmið aðgerðanna er að verja drykkjarvatn borgarbúa og koma í veg fyrir hugsanlega smithættu. Kínversk stjórnvöld tilkynntu í gær að níu manns til viðbótar hefðu látist af völdum lungnabólgunnar (HABL) og 160 smitast. Þá hafa, sem fyrr segir, 206 látist í Kína og alls 4.280 orðið fyrir smiti. Aðeins var tilkynnt um átta ný tilfelli í Hong Kong og virðist veikin vera í rénun þar. Varaði Margaret Chan heilbrigðismálaráðherra menn þó við því að fagna sigri á sjúkdóm- inum of snemma. Í Kanada var aðeins tilkynnt um eitt nýtt „hugsanlegt“ tilfelli á sunnudag og tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast var tilkynnt um nýtt tilfelli í Singapore. Hins vegar greindu yfirvöld þar frá því í gær að einn maður til viðbótar hefði lát- ist af völdum veikinnar, og hafa þá alls 27 látist í Singapore. Stjórnvöld í Taívan tilkynntu að tveir til við- bótar hefðu látist og hafa þá tíu lát- ist þar í landi. Í heildina hafa 6.300 manns um víða veröld veikst af HABL, þar af hafa 464 látist. Mikil reiði í Zhejiang-héraði Til átaka kom í borginni Xiande í Zhejiang-héraði í austurhluta Kína þegar hópur íbúa lét í ljós reiði sína vegna stefnu yfirvalda á staðnum varðandi bráðalungnabólguna. Fólkið gekk í skrokk á embætt- ismönnum, braut glugga og skemmdi húsgögn í stjórnarbygg- ingum. Nokkur þúsund manns hófu mót- mæli í Xiande um helgina fyrir framan stjórnarbyggingu þar sem meintir HABL-sjúklingar eru í sóttkví. Einn þorpsbúa sagði í sam- tali við AP-fréttastofuna: „Þeir hefðu ekki átt að setja sjúklinga inn í stjórnarbyggingu þar sem engin aðstaða er til meðhöndlunar og engir læknar eða hjúkrunarfræð- ingar.“ Talsmenn öryggissveita segja að tveir menn, sem fóru fyrir hópnum, hafi verið handteknir og að þeir myndu verða í haldi í 5–7 daga. Fyrirskipa einangrun vatnsbóla Peking-borgar HABL virðist í rénun í Hong Kong og Kanada Peking. AP. KÖFNUN virðist hafa verið dánarorsök kínversku sjólið- anna sjötíu, sem voru í áhöfn kafbáts sem varð fyrir alvar- legu slysi við heræfingar kín- verska flotans í Gulahafi. Frá þessu var greint í dagblaðinu Wen Wei Po, sem gefið er út í Peking og nýtur stuðnings kommúnistastjórnarinnar. Samkvæmt frétt blaðsins fundust allir sjóliðarnir látnir við starfsstöðvar sínar í kaf- bátnum, sem bar kenninúmerið 361, en hvorki hafa fundizt um- merki um sprengingu né leka að bátnum. Báturinn kvað hafa verið dreginn til ótilgreindrar hafnar eftir að slysið varð. Hið dularfulla slys í þessum stóra kafbát, sem er sagður vera af svokallaðri Ming-gerð og knúinn hefðbundnum dísil- vélum, átti sér stað eftir að upp kom „tæknileg bilun“ sem ekki hefur verið nánar skýrð. Vestrænir sérfræðingar segja þetta fyrsta alvarlega kafbátaslysið, sem kínversk yf- irvöld viðurkenna opinberlega, allt frá því kínverska Alþýðu- lýðveldið var stofnað árið 1949. Varð fyrir allt að mánuði Ekki er enn ljóst hvenær slysið varð nákvæmlega, þótt Jiang Zemin, fyrrverandi for- seti Kína, sem nú fer fyrir her- málanefnd kommúnistaflokks- ins og er þar með í raun æðsti yfirmaður heraflans, hafi sent aðstandendum sjóliðanna föllnu samúðarbréf dagsett 2. maí. Í upprunalegri tilkynningu ríkisfréttastofunnar Xinhua um slysið, sem birt var á föstudag, sagði að það hefði átt sér stað „nýlega“. Vitað er að heræfing- ar voru haldnar á síðustu mán- uðum á hafsvæðinu þar sem sagt er að slysið hafi orðið – í Bohai-hafi austur af Shandong- héraði í NA-Kína, skammt und- an mörkum lögsögu Norður- Kóreu – og því geta vestrænir sérfræðingar sér þess til að allt að heill mánuður sé liðinn frá slysinu. Kafbátsslysið í Kína Köfnun líkleg dánar- orsök Hong Kong, Peking. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.