Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 31 ÉG undirritaður las grein í DV þann 25. mars með yfirskriftinni „Verðskrá flutningsfyrirtækja hefur hækkað um 260% síðan 1996“. Í fyrsta lagi þá er talað í þessari grein eins og öll flutningafyrirtæki hafi hækkað sína verðskrá um 260% frá ársbyrjun 1996 til maí 2002. Það er ekki rétt. Sem dæmi skal bent á að verðskrá Sendibílastöðvarinnar h/f hefur hækkað á sama tíma um „aðeins 41 %“ og annarra stöðva mjög svipað, og má sennilega í þessu sambandi fara aftur til ár- anna um 1990 þegar stóru skipa- félögin Eimskip og Samskip voru að yfirtaka flutningafyrirtækin VM (Eimskip) og Landflutninga (Sam- skip), þá voru einyrkjarnir á land- flutningaleiðum þvingaðir til sam- starfs og síðan voru gjaldskrár lækkaðar þar til þeir sem ekki vildu fylgja þessum „stóru“ gáfust upp og lögðu upp laupana, og skipafélögin urðu nánast einráð á öllum land- flutningum. Síðan eftir 1990 þá fóru þessi fyrirtæki, þ.e. Landflutningar og VM, að snúa sér að þeirri þjón- ustu sem sendibílstjórar höfðu sinnt, þ.e.a.s með vörur frá skipa- félögum til heildsala og síðan frá heildsölum til smásala, og undir- buðu í akstur fyrirtækja sem mest þau máttu og á síðustu 10-12 árum hefur sendibílafloti Reykjavíkur- svæðisins minnkað úr um 600 bíl- stjórum og niður fyrir 300 í dag. Má segja að enginn hafi farið jafn illa út úr þessum hremmingum og sendi- bílstjórar nema þá þeir sem búa á landsbyggðinni og þurfa að nota þessa þjónustu sem þessi stóru flutningafyrirtæki bjóða upp á í dag, þ.e.a.s. eftir að hafa keyrt nið- ur allar gjaldskrár og orðið nánast einráðir á markaðnum, þá er hafist handa. Og eins og fyrrnefnd grein bendir á hafa þessi fyrirtæki, þ.e. VM sem í dag heitir Flytjandi og Landflutningar, hækkað sína gjald- skrá um 260% frá árinu 1996. Er það með ólíkindum að slíkt skuli líð- ast því þessi hækkun fer beint út í verðlag á landsbyggðinni. En þá má nú líka benda land- anum á að snúa sér að því að óska eftir þjónustu sendibílastöðvanna sem þjónusta allt landið en margur heldur að sé bara staðbundin. Bíla- floti sendibílastöðvanna er frá litlum skutlum og upp í 18–20 tonna bíla þannig að við getum boðið allt sem aðrir geta og rúmlega það, því okk- ar þjónusta er miklu persónulegri. Landsmenn góðir, nú er kominn tími til að taka á þessum málum og láta ekki endalaust vaða yfir sig. Það á að lækka flutningskostnað út á landsbyggðina. Nú er lag! Einnig ættu fyrirtæki að kanna kostnaðar- breytingar undanfarinna ára frá þessum herrum, það má eflaust skoða ýmislegt þar. Það er haft eftir Páli Halldórs- syni hjá Flytjanda, í greininni sem vitnað er í, að þessi gjaldskrár- hækkun sé til komin vegna EES- laga um akstur og hvíldartíma, vegna þess að tví- og þrímanna þurfi hvert ökutæki, en þetta er bara ekki rétt. Sendibílstjórar bjóða sömu þjónustu og miklu persónu- legri en við förum samt að lögum um hvíldartíma. Þá má og benda á að skipafélögin hafa nánast hætt öllum siglingum í kringum landið og hefur sá flutn- ingur allur færst á þjóðvegi lands- ins. Þessir landsbyggðarflutningar eru komnir út í það að flokkast und- ir fákeppni og ættu stjórnvöld að bregðast við því fyrr en seinna. Þetta stefnir í enn meira óefni nema eitthvað sé að gert. Landsbyggð- arfólk, snúið ykkar viðskiptum til þeirra sem lægsta flutningsgjaldið bjóða og leitið í meira mæli til sendibílastöðvanna með ykkar þjón- ustu. Þá vil ég benda á grein í DV þann sama dag, þ.e. 25. mars, eftir Jón Bjarnason alþingismann þar sem hann tiplar réttilega á: einok- un, fákeppni, sjóflutningum á landi, o.fl. og þar segir hann meðal ann- ars: „Í æ fleiri tilvikum hefur sama fyrirtækið eignarhald á skipafélög- um, útgerðum, fiskvinnslu, og olíu- félögum ásamt stærstu fyrirtækjum á landsbyggðinni.“ Sem sýnir okkur þessa einokun sem þessi fyrirtæki eru búin að ná í flutningum. Þessa framþróun þarf að stöðva. Sendibílstjórar – gjaldskrár og fl. Eftir Sigurð Inga Svavarsson „Skipa- félögin hafa nánast hætt öllum sigl- ingum í kringum landið og hefur sá flutningur allur færst á þjóðvegi landsins.“ Höfundur er sendibílstjóri. Í AÐDRAGANDA alþingiskosn- inganna stöndum við frammi fyrir því að margir stjórnmálaflokkar segjast munu beita sér fyrir umtals- verðum skattalækkunum á komandi kjörtímabili fái þeir stuðning kjós- enda í alþingiskosningunum. Að óbreyttu kerfi myndi slíkt rýra tekjur ríkissjóðs og stefna velferð- arþjónustu okkar í tvísýnu. Í stað þess að veikja tekjustofna ríkis og sveitarfélaga þarf að efla þá. Þetta þekkja allir þeir sem þurfa á þjón- ustu velferðarstofnana að halda, hvort sem er á sjúkrahúsum, þjón- ustu við fatlaða, aldraða, í skólum, vísindastofnunum, löggæslu og yf- irleitt á þeim sviðum sem almanna- þjónustan tekur til. Öll almanna- þjónustan þarf stöðugt að vera í endurskoðun með það fyrir augum að bæta hana og gera hana mark- vissa, en einnig þarf að koma í veg fyrir hvers kyns bruðl þar sem slíkt er að finna. Réttlátara skattkerfi, traustari tekjustofnar Skattkerfið hefur tvennu hlut- verki að gegna: Afla almannasjóðum tekna og jafna kjörin í landinu, bæði með tilliti til tekna og einnig út- gjalda. Þannig stýra skattleysis- mörk og skattprósentan fyrri þætt- inum, barnabætur, húslaeigubætur, vaxtabætur og aðrar millifærslur síðari þættinum. Því er ekki að leyna að um nokkurt skeið hefur skattaumræðan verið í eins konar öngstræti. Vandinn birtist annars vegar í því sem áður segir, að stjórnmálaflokkar hafa sett fram til- lögur sem kæmu til með að rýra al- mannasjóði stórlega og hins vegar standa samtök launafólks, aldraðra og öryrkja frammi fyrir þeirri stað- reynd að lítið hefur miðað í viðleitni þeirra til að bæta kjör þeirra hópa sem þeir eru í forsvari fyrir. Nánast hefur verið einblínt á skattleysis- mörkin sem leið til kjarabóta. Það kostar hins vegar 800 milljónir að hækka þau um eitt þúsund krónur sem þó gefur ekki nema 385 krónur í launaumslagið. Kjör þeirra sem hafa minnst handa á milli eru hins vegar svo rýr að þörf er á miklu meiri kjarabótum en þessi leið gef- ur. Við öllu þessu þarf að bregðast og er mikilvægt að verkalýðshreyfingin leggi sitt af mörkum til að tefla fram nýjum hugmyndum sem sameina annars vegar réttlátt skattkerfi og hins vegar trausta tekjustofna fyrir velferðarþjónustu landsmanna. BSRB hefur undanfarið ár unnið að hugmyndum að nýrri nálgun til að tryggja tekjustofna almanna- sjóða og stórbæta hag lágtekju- og millitekjuhópa. Gunnar Gunnarsson hagfræðingur samtakanna hefur haft veg og vanda af þessari vinnu og hefur hann beitt mikilli hug- myndaauðgi við að nálgast við- fangsefnið. Niðurstaðan varð sú að í stað þess að hverfa frá megin- forsendum núverandi staðgreiðslu- kerfis, bæri að styrkja það og færa að auki allar millifærslur, þ.e. barnabætur og húsnæðisbætur (hugmyndin er að vaxtabætur og húsaleigubætur verði sameinaðar í eitt) auk allra annarra sveiflujafn- andi þátta inn í staðgreiðsluna. Þetta þýðir að tímabundnum sveifl- um í útgjöldum heimilanna yrði mætt þegar þær eiga sér stað en ekki eftir á. Ný aðkoma að skattlagningunni Það sem er nýstárlegast í þessari nálgun er að hlutfallslegri skatt- byrði yrði ekki stýrt með mörgum skattþrepum heldur með tekju- tengdum persónuaflsætti. Sjálfri skattprósentunni yrði stillt fastri en tekjutenging persónuafsláttar myndi hins vegar jafna skattbyrð- unum. Persónuafslátturinn yrði skerðandi yfir tilteknum mörkum en þó aldrei þannig að samanlögð jað- aráhrif kerfisins færu yfir þau jað- arskattmörk sem stefnt er að, jafn- vel ekki hærri en 40%. Í núverandi kerfi er jaðarskatturinn hins vegar 58,55%. Mörgum bregður í brún þegar sagt er að BSRB sé reiðubúið að færa skattleysismörkin niður, jafn- vel fara með þau niður í 50 þúsund krónur. Þá ber að hafa í huga að kerfið byggist á allt annarri hugsun en núverandi kerfi enda segir hag- fræðingur BSRB réttilega í viðtali við Morgunblaðið 5. maí, „í núver- andi kerfi kæmi þessi leið ekki til álita. Hagsmunir þeirra sem minnstar hafa tekjur, þ.á m. lífeyr- isþega, öryrkja og atvinnulausra eru ekki fyrir borð bornir, þvert á móti er eitt meginmarkmið breytinganna að bæta kjör þeirra. Grundvallaratriði að rýra ekki ríkissjóð Mikilvægast af öllu gagnvart þeirri umræðu sem nú fer í hönd um skattamálin er að menn nálgist hana með opnum huga, séu reiðubúnir að ná fram markmiðum sínum með nýj- um aðferðum og leiðum. Annað er ávísun á stöðnun. BSRB hefur ekki endanlega gengið frá útfærslum sín- um. Það verður gert á skattamála- ráðstefnu sem bandalagið hyggst boða til í haust. En eitt er alveg ljóst, að forsendur kerfisbreyting- anna skulu standa: stórbættur hag- ur lágtekju- og millitekjuhópa og sterk staða almannasjóða. Það stendur ekki til að rýra tekjur rík- issjóðs, og sveitarsjóða. Þvert á móti skulu þeir styrktir. Þetta er grund- vallaratriði af hálfu BSRB. Enn er halli á tillögunum gagnvart ríkis- sjóði og mun BSRB ekki ganga end- anlega frá þeim fyrr en sá halli hef- ur verið réttur af. Ný hugsun Eftir Ögmund Jónasson „… er mik- ilvægt að verkalýðs- hreyfingin leggi sitt af mörkum til að tefla fram nýjum hugmyndum sem sameina annars vegar réttlátt skattkerfi og hins vegar trausta tekjustofna fyrir velferð- arþjónustu lands- manna.“ Höfundur alþingismaður og formaður BSRB.           HVERGI í heiminum er eins mik- ill hagvöxtur og á Írlandi. Þó eru skilyrði til hagvaxtar þar verri en víða annars staðar. Þótt gjöful fiski- mið, með þorski, makríl og túnfiski, liggi upp að landinu geta Írar ekki notað þau sjálfir. Englendingar og Spánverjar hafa sölsað þau undir sig, enda er enginn sjávarútvegur á Írlandi svo orð sé á gerandi. Að- allega trillukarlar suður af landinu og í sundinu á milli Írlands og Eng- lands, auk nokkurra stærri báta út af vesturströndinni. Þeir stærstu eru á við miðlungspunga hér við land, enda er enginn sjávarútvegs- ráðherra í landinu. Fiskirí er bara minniháttar atvinnugrein sem heyr- ir undir landbúnað, svipað og kan- ínurækt hér á landi; engin ástæða til að vera með kanínuræktarráð- herra. En hagvöxtur á Írlandi er marg- falt meiri en í Noregi þótt Norð- menn pumpi upp sinni eigin olíu og veiði meiri fisk en aðrar þjóðir. Hagvöxturinn á Íslandi er aðeins brot af þeim írska, þrátt fyrir að enginn jarðhiti sé á Írlandi. Hvernig stendur á þessu? Írar eru að mörgu leyti líkir ís- lendingum. Öldum saman hafa þeir verið kúgaðir af stórþjóð sem hefur verið mun miskunnarlausari við þá en Danir voru nokkurn tíma við Ís- lendinga. En Írar hafa alla tíð kunn- að að meta góðar frásagnir, söng og dans. Þeir eiga fleiri Nóbelsverð- launahöfunda (miðað við höfðatölu) en aðrar þjóðir (að Íslendingum ein- um undanskildum). Og þegar þeir fóru að veita listamönnum skattfríð- indi, þá fyrst fóru þeir að græða peninga svo um munaði. Skapandi listamenn borga ekki skatta á Írlandi. Núll prósent. Sá sem skrifar bók, tekur upp hljóm- plötu, heldur tónleika, gerir kvik- mynd eða hvað það nú er á einfald- lega ekki að borga neina skatta af því. Þrátt fyrir það græðir írska rík- ið margfalt, margfalt meira á list- inni en á öllum sjómönnum sínum og íþróttamönnum samanlagt. Þeg- ar útlendir afþreyingarmeistarar fréttu af þessu fóru þeir til Írlands til að taka upp plötur og gera bíó- myndir. Þegar Mel Gibson fór þang- að til dæmis á sínum tíma, til að gera myndina Braveheart (sem ger- ist að vísu á Skotlandi), minnkaði at- vinnuleysið í landinu um eitt pró- sent – heilan hundraðshluta, þrátt fyrir að íbúar írska lýðveldisins séu á fjórðu milljón. Í höfuðborg Írlands úir og grúir af heimsfrægum listamönnum. Sumir eru að vísu írskir og hafa náð frægð og frama með styrkjum frá írska ríkinu, svosem Bob Geldof, Sinéad O’Connor, U2, Lynyrd Skynyrd, Boy George, The Dublin- ers, Westlife og hvað þetta fólk heit- ir nú allt saman. Aðrir eru útlend- ingar sem hafa séð sér hag í að eiga athvarf í landinu, svo sem The Roll- ing Stones, Cher, Jerry Lee Lewis, Bob Dylan, Paul McCartney og hundruð ef ekki þúsund annarra. Írar græða ekkert á fiskveiðum og íþróttum og hafa aldrei gert. En hver skapandi listamaður sem vinn- ur í landinu útvegar að meðaltali þremur öðrum atvinnu. Og þótt hann borgi enga skatta sjálfur koma umtalsverðar tekjur af verkum hans inn í landið, auk þess sem ríkið þarf ekki að borga eins mikið í atvinnu- leysisbætur og áður. En – það væri auðvitað fjarstæða að halda því fram að Írar hafi ein- göngu grætt á listafólki á borð við sögumenn og syngjandi lýð. Ís- lenskir stjórnmálamenn, sem finnst ekkert athugavert við að eyða tug- um milljarða í íþróttahallir en tíma ekki að reisa eina tónlistarhöll (sem kostar innan við fimm prósent af boltaleikjabramboltinu), myndu seint trúa þannig ólíkindafréttum. Það er líka fleira en listin ein sem er að gera Íra að ríkustu mönnum heimsins. Þeir standa sig vel í gerð hugbúnaðarforrita fyrir heimilis- tölvur, auk þess sem þeir framleiða tölvur sjálfir. Svo hefur landbún- aðurinn rétt verulega úr kútnum eftir að þeir gengu í Evrópusam- bandið. Nú þurfa þeir ekki lengur að sitja uppi með þúsundir tonna af kjöti sem þeir þyrftu annars að fleygja á haugana og brenna til ösku. Þeir flytja kjötið sitt, græn- metið og ölið einfaldlega út til ann- arra Evrópulanda. Og svo hefur það keðjuverkandi áhrif að koma listum og landbún- aðarafurðum í verð. Ég er ekki að segja að fólk sem fær sér Knorr- súpu um leið og það hlustar á lag á borð við Oh Danny Boy fái við það óstjórnlega löngun til að fara til Ír- lands, en einhverra hluta vegna hef- ur ferðamannastraumur aukist til landsins svo um munar. Það er að vísu margfalt ódýrara að versla í Búlgaríu en á Írlandi og það er mun hlýrra í Damaskus en Dublin, en Ír- ar kunna að taka vel á móti ferða- mönnum og skemmta þeim ræki- lega, þannig að sagt er frá því þegar heim er komið. Írska leiðin er þess vegna ekki svo galin. Írska leiðin Eftir Þorstein Eggertsson „… það væri auðvitað fjarstæða að halda því fram að Írar hafi eingöngu grætt á listafólki á borð við sögumenn og syngjandi lýð.“ Höfundur er söngvaskáld og rithöf- undur í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.