Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 33 andsbyggðar. Öðruvísi mér nú vilja arftakar A-flokkanna sbyggðina með því að svipta innufyrirtækin á landsbyggð- grundvellinum. Það hefur síð- ut ráðuneyta Davíðs Odds- nda vörð um þetta kerfi og enda hefur það ætíð fallið vel rslu stjórnarsáttmálanna, þýðuflokknum og síðar Fram- num. Megininntak þeirra hefur gja stöðugleika með áherslu á gerðir. ta okkar sjálfstæðismanna hef- mældan ávinning og á þeim m við horft fram á veg til nýrra na. Eitt þeirra er að taka aukið ðilegra atriða í fiskveiðistjórn- in sem þar koma til eru fjöl- omulag einstakra fiskstofna er á einni árstíð til annarrar. Það orsakar misjöfn gæði hráefnis eftir árstíð- um og veiðisvæðum. Einnig hefur verið rætt um áhrif veiðarfæra og friðunar smá- fisks, s.s með svæðalokunum, á stofnstærð- arsamsetninguna. Einnig ber að hyggja að því hvort rétt sé að stýra fiskveiðunum eftir mismunandi stofnhlutum. Fyrir liggur að stór þorskur er verðmæt- ari til hrygningar en smærri fiskur. Því er mikilvægt að fiskveiðistjórnunin taki tillit til þess og varðar það bæði ákvarðanir um veiðarfæri, s.s. möskvastærð og svæða- lokanir. Fiskur með háan holdastuðul gefur mun betri vinnslunýtingu en holda- stuðullinn er breytilegur eftir árstímum og veiðisvæðum sem þýðir að fyrirtækin geta með vali á veiðisvæði og tíma nýtt kvóta sinn á hagstæðastan máta. Í þessu sambandi og einnig vegna hrygning- arþorsks er vert að rannsaka hvort rétt sé að endurskoða þann mælikvarða sem þorskígildisstuðlarnir eru, þannig að afli innan sömu tegundar geti haft mismun- andi vægi og stór fiskur nyti því vernd- unar með markaðslegri lausn. Einnig þarf að kanna hvort ákvarðanir um slæging- arhlutföll gætu endurspeglað betur breytileika í náttúrunni. Mikilvægt er að rannsaka hvort hægt sé að beita hlið- stæðri aðferðafræði við stjórnun á nýtingu uppsjávarfisks. Öll fiskvinnsla byggist á því að rétt sé farið með aflann og hann uppfylli gæðavæntingar kaupenda á bestu mörkuðum. Í því samhengi þarf að huga að hversu ólík áhrif veiðarfæri hafa á gæði hráefnis og á lífríki sjávar. Skipulag fiskveiða þar sem líffræðilega rétt stjórnun fiskveiða er í heiðri höfð er um leið skipulag fiskveiða sem tryggir sjálfbæra nýtingu alls vistkerfis hafsins. Þetta er atriði sem við Íslendingar höfum sett á oddinn og talað fyrir um allan heim. Til að sinna því verkefni sem hér greinir hef ég gengið frá skipun nefndar undir for- mennsku Tryggva Þórs Herbertssonar dós- ents, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands. Sjávarútvegurinn er einn af hinum gömlu atvinnuvegum þjóðarinnar en hann end- urnýjar sig stöðugt, fyrst og fremst fyrir frumkvæði þess mikla fjölda öflugs fólks sem í greininni starfar til sjós og lands. Þetta ger- ir hann best fái hann verkfrið og skilning. Þannig gildir hið sama um útveginn eins og auðlindina í sjónum, hún dugir best sé hún nýtt af skynsamlegu viti og skilningi á lífríki hafsins. rnun m líffræðilega rétt i höfð er um leið ggir sjálfbæra nýt- “ Höfundur er sjávarútvegsráðherra. óunaraðstoðar aukist jöfnum ru nú um 1,3 milljarðar, eða sframleiðslu. Opnað var ósambík árið 2001 til að l Íslands við Afríku og styðja tarfsemi Þróunarsam- ar Íslands í fjórum ríkjum ustanverðrar Afríku. Enn- utanríkisráðherra beitt sér þátttöku Íslands í al- um er fjalla um þróunarmál, tvæla- og landbúnaðarstofnun jóðanna og Alþjóðabankanum, nd hefur tekið á sig auknar byrgðir á síðustu árum. Þá hef- ið fullan þátt í átaki til nið- kulda í fátækustu ríkjum heims og í haust mun Ísland tilnefna fulltrúa til þriggja ára í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja og taka að sér forystu í samskiptum þeirra í þessari stærstu þróunarstofnun heims. Öryggi og þróunaraðstoð Tæpast þarf að fjölyrða um mikilvægi þró- unaraðstoðar og áframhaldandi aukna áherslu Íslands á því sviði. Okkur ber, sem velferðarríki, siðferðisleg skylda til að styðja við bakið á fátækum ríkjum. En þróun- araðstoð grundvallast ekki einungis á sið- ferðislegum sjónarmiðum, heldur varðar ör- yggismál og hagsmuni allra ríkja heims. Samfélög sem einkennast af örbirgð og skorti geta og hafa til lengri tíma reynst öfgahópum frjór jarðvegur. Talibanar í Afg- anistan voru dæmi um slík öfgaöfl. Þá eru vel þekkt ýmis vandamál er tengjast fólki sem nauðugt leggur á flótta, jafnvel yfir landa- mæri, í leit að og í von um betri lífskjör. Öryggismál og þróunaraðstoð eru því samtvinnaðir þættir og í sífellt minnkandi heimi alþjóðavæðingar hefur Halldór Ás- grímsson margbent á að Ísland geti ekki staðið á hliðarlínunni. Við höfum skyldum að gegna og berum ábyrgð. Stofnun og efling Ís- lensku friðargæslunnar undanfarin ár er þannig liður í að Ísland axli meiri ábyrgð á alþjóðavettvangi. Friðargæslan er borgaraleg í eðli sínu og hafa verkefni hennar einungis átt sér stað í þróunarlöndum, þar sem stuðlað hefur verið að uppbyggingu og þróun. Í þessu ljósi ber einnig að líta nýlegt framlag ríkis- stjórnarinnar til enduruppbyggingar í Írak og áður í Afganistan. Þá hefur ríkisstjórn Íslands staðið myndarlega að móttöku flóttamanna á undanförnum árum. Á síðasta flokksþingi Framsóknarflokksins var samþykkt að áfram skyldi vinna að þróun- armálum í samræmi við alþjóðaskuldbind- ingar og frekari eflingu Íslensku friðargæsl- unnar. Framsóknarflokkurinn, með formann flokksins og utanríkisráðherra í broddi fylk- ingar, hefur sýnt að hann situr ekki við orðin tóm. Flokkurinn hefur staðið að utanrík- isstefnu Íslands síðustu átta ár af ábyrgð og festu. Svo mun áfram verða fái hann til þess brautargengi hinn 10. maí. n fátækt og Halldórs Ás- ðherra hafa fram- ist jöfnum skrefum “ Höfundur er stjórnarformaður Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands og skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. tthvað er – rýrnað. Við megum kur undan því að horfast í augu gilegu staðreynd. fjárræktarinnar er að sjálf- sögðu margslunginn og ekkert einfalt mál að bæta þar um. Það er gríðarlegt framboð á verksmiðjuframleiddu kjöti og engar líkur til annars en að svo verði áfram. Og þó að betur sé staðið nú að öllum tilraunum til að mark- aðssetja íslenskt dilkakjöt á erlendum mörk- uðum en nokkurn tíma áður höfum við ekki enn séð þann árangur sem vonir manna stóðu til. Á sama tíma og framleiðsla dilkakjöts vex dregst sala þess hér innanlands heldur sam- an. Með allri virðingu fyrir því góða fólki sem stóð að gerð síðasta samnings milli ríkis og sauðfjárbænda er það dagljóst að þau ráð sem menn hugðu að gætu gagnast þessum búskap duga alls ekki. Ef heldur fram sem horfir lenda allir sauðfjárbændur landsins í óumræðilegum vandræðum og erfiðleikum. Þeir munu hverfa af jörðum sínum og tjónið verður óbæt- anlegt.Við verðum að vernda sauðfjárbúskap- inn á þeim hlutum landsins sem hann hefur mesta þýðingu fyrir byggð og kosta til þeim fjármunum sem til þarf. Við verðum að við- urkenna að okkur hefur mistekist. Við verðum að þora að hugsa nýjar hugsanir. úskap enda allir óumræðileg- um.“ Höfundur er alþingismaður. Þ AÐ líður að vori eftir viðburðaríkan vetur. Ekki hefur verið jafn- sviptingasamt í íslensk- um stjórnmálum síðan haustið 1988 þegar Framsókn- arflokkur, Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag tóku við stjórn- artaumunum eftir skipbrot ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar sem við tók var sögu- leg í meira lagi. Stjórnarmyndun tók aðeins viku. Ríkisstjórnin varð að veruleika vegna sögulegra sátta Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og þess að Alþýðubandalagið átti líf sitt undir stjórnarsetu. Þjóð- arsáttastjórnin 1988–1991 lagði grunninn að nútímanum á Íslandi. Hún var jafnframt fyrsta vinstri stjórn lýðveldissögunnar sem sat til loka kjörtímabils og hélt velli í kosningum. Ekki vantaði bölbænir í upphafi. Kannski var það ekki að undra því aðkoman 1988 var erfið. Efnahags- mál voru í uppnámi og stöðvun út- flutningsatvinnuveganna yfirvof- andi. Markmið stjórnarinnar voru hallalaus fjárlög, lækkun vaxta, lag- færing raungengis og varanlegar aðgerðir í atvinnu- og efnahags- málum. Á öllum þessum sviðum náðist verulegur árangur. Grunnur að stöðugleika síðustu ára var lagð- ur með þjóðarsátt. Verðbólga sem verið hafði óviðráðanleg í áratugi fór niður fyrir 5% vorið 1991. Síðari hluta ársins 1991 mældist hún 1,5% og hagvöxtur var á uppleið. Nútíminn var innleiddur í rík- isfjármál með rammafjárlögum, fjáraukalögum og aðhaldi á erfiðum tímum. Virkur innlendur fjár- málamarkaður varð að veruleika með lögum um eignarleigur, verð- bréfafyrirtæki og fjárfestingar- lánasjóði. Sett voru lög gegn inn- herjaviðskiptum og lögfestar kröfur til verðbréfamiðlara og verð- bréfafyrirtækja. Bönkum var fækk- að úr sjö í þrjá. Nútíma hús- næðakerfi var fest í lög með tilkomu húsbréfa og eflingu fé- lagslegra þátta. Umhverfisráðu- neytið var sett á stofn. Ísland var opnað gagnvart um- heiminum. Frelsi í gjaldeyr- isviðskiptum var innleitt með opn- un landsins fyrir fjármagns- flutningum og afnámi leyfisskyldu á lántökum fyrirtækja og ein- staklinga í erlendri mynt. Lagður var grunnur að framtíðinni í samn- ingum um hið evrópska efnahags- svæði þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæð- ismenn á þingi vildi tvíhliða við- ræður en ekki samflot við aðrar EFTA-þjóðir. Davíð Oddsson, for- maður framtíðarnefndar flokksins, taldi ef til vill „skynsamlegast að óska beinlínis eftir viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópu- bandalagið“ þrátt fyrir EES- viðræður. Réttarbætur urðu á fjölmörgum sviðum. Lög um aðskilnað dóms og umboðsvalds í héraði voru sam- þykkt árið 1989. Samkeppnis- löggjöf var undirbúin, stofnað til embættis Umboðsmanns Alþingis og lögð fram frumvörp um stjórn- sýslu og upplýsingalög þótt þær réttarbætur hafi að vísu verið stöðvaðar af Sjálfstæðisflokknum fram yfir kosningar 1991. Eftir að þjóðarsáttarstjórnin fór frá völdum vorið 1991 hefur Davíð Oddsson verið óslitið í forsæt- isráðuneytinu. Mörg verka rík- isstjórna hans hafi verið rökrétt og gott framhald af verkum þjóð- arsáttarstjórnarinnar. Árangri hennar var ekki fórnað. Sjálfstæð- isflokkurinn snerist til stuðnings við EES-samninginn, samkeppn- iseftirlit var fest í lög sem og frjáls- ræði á fjármagnsmarkaði og fjöl- margt annað sem af EES leiddi. Bestu verk sín vann Sjálfstæð- isflokkurinn í fjármálaráðuneytinu. Á öðrum sviðum hefur allt of víða verið sofið á verðinum. Merki valdþreytunnar, ofstjórn og afskipti einkenna nú forsætis- ráðherrann sem áður talaði fyrir af- námi ríkisafskipta. Þetta kallar á breytingar í landsstjórninni. Eftir að Roosevelt bandaríkjaforseti hafði verið við stjórnvölinn í tólf ár breytti Bandaríkjaþing stjórn- arskránni á þann veg að hámarks- tími á forsetastóli eru átta ár. Fjög- ur síðustu ár sextán ára valdatíðar Kohls kanslara voru hvorki honum né Þjóðverjum holl. Jafnvel bestu stjórnendur þurfa að þekkja vitjunartíma sinn. Vanahugsun valdsins er óumburðarlynd í eðli sínu. Afhjúpandi samantekt Birgis Hermannssonar stjórnmálafræðings um „hin leiftursnöggu högg“ á www.kreml.is sem birst hefur síðustu daga er skyldulesning og órækt vitni um að Sjálfstæð- isflokkurinn þarf frí. Einsog 1988 stendur samfélagið á krossgötum. Einsog þá snúast verkefni morgundagsins um að opna samfélagið. Innleiða þarf nýja stjórnunarhætti. Takast á við þenslu komandi ára af ábyrgð og festu. Tryggja raunverulegan stöð- ugleika, lægri vexti og matarverð. Þjóðinni þarf að tryggja afgjald af auðlindum og atvinnutækifæri um land allt. Menntun er meginvið- fangsefni. Skapa á öryggi með öfl- ugri nærþjónustu, hverfalöggæslu og endurreistri heilsugæslu. Sjálfstæðisflokknum hefur verið treyst til forystu í þessum efnum í tólf ár. Hún hefur brugðist. Af þeim ástæðum þögnuðu ekki þær raddir sem kölluðu eftir for- ystu Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur í landsmálum þrátt fyrir af- dráttarlausar og ítrekaðar yfirlýsingar hennar um annað síð- asta haust. Krafan um framboð Ingibjargar Sólrúnar var ekki krafa um að hún hætti sem borgarstjóri heldur að sú pólitík sem samstarf flokka og fólks innan Reykjavík- urlistans byggir á verði leidd til öndvegis í íslenskum stjórnmálum: leikreglur og jafnræði í stað flokks- ræðis og geðþótta, sanngjörn sam- keppni í stað fákeppni í skjóli hins opinbera og lýðræðislegir stjórn- unarhættir. Ingibjörg Sólrún er tákn fyrir þetta. Allt það sem Sjálf- stæðisflokkurinn er ekki. Í orrahríð kosningabaráttunnar eiga Reykja- víkurlistaflokkarnir að gæta þess að gleyma því aldrei að sá árangur sem náðst hefur í höfuðborginni geta þeir allir kallað sinn, og með stolti. Margt bendir því til að samstarf Reykjavíkurlistaflokkanna að af- loknum kosningum sé ekki síður tímabært en þjóðarsáttarstjórnin 1988 og Reykjavíkurlistinn 1994. Enginn ætti þó að útiloka Frjáls- lynda flokkinn sem samstarfsaðila í verkum næstu ára. Borgaraflokk- urinn var lengi vel í viðræðum um þjóðarsáttarstjórn og gekk til liðs við hana í september 1989. Það var tvímælalaust til góðs. Meginatriðið er þó landslag stjórnmálanna hefur tekið stakkaskiptum. Í haust virtist óbreytt ástand óumflýjanlegt. Framboð Ingibjargar Sólrúnar gjörbreytti því. Allir Reykjavík- urlistaflokkarnir eiga ótvíræð tæki- færi í hinni nýju stöðu. Nú er vor. Reykjavíkur- listastjórn? Eftir Dag B. Eggertsson ’ Í haust virtist óbreyttástand óumflýjanlegt. Fram- boð Ingibjargar Sólrúnar gjörbreytti því. Allir Reykjavíkurlistaflokkarnir eiga ótvíræð tækifæri í hinni nýju stöðu. Nú er vor. ‘ Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. m frjálsa samkeppni að hygla ki þannig. æltum líka harðlega þátttöku naðinum gegn Írak vegna þess lltaf legið ljóst fyrir að Ís- uðu ekki að fara með vopna- rum þjóðum og nöturlegt var menn þjóðarinnar misbeita vanvirða Alþingi er þeir tóku framhjá þingi og þjóð. ini flokkurinn sem hefur frá t af hörku gegn því sem við an mesta óréttlæti Íslandssög- unnar, kvótakerfinu, vegna áhrifa þess á byggðir landsins og við höfum komið með skýrar og raunhæfar tillögur um breyt- ingar. Umhverfismál eru okkur hugleikin. Við erum ekki á móti öllum virkjunum, en vilj- um að stóriðja sé aukabúgrein í landinu. Aðalatriði okkar umhverfisstefnu er að nýta náttúruna án þess að eyðileggja hana. Þess vegna teljum við hentugt að virkja jarðvarmann betur, sbr. Nesjavallavirkjun – búnað hennar má allan nema á brott þannig að náttúruspjöll verða engin. Við lítum á okkur sem Evrópuþjóð en er- um ekki hlynnt inngöngu í ESB ef við fáum ekki að halda fullum yfirráðum yfir okkar fiskimiðum. Okkur finnst ekkert liggja á að kanna aðild, viljum sjá fyrst hver þróunin verður með þau 10 lönd sem hafa nýlega gerst aðilar að bandalaginu. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem vill aðskilnað ríkis og kirkju og höfum lagt fram frumvörp þar að lútandi. Með því viljum við efla kirkjuna en ekki veikja. Við erum með mikið af ungu og öflugu hug- sjónafólki á okkar framboðslistum og við vor- um fyrsti íslenski stjórnmálaflokkurinn til að starfa fyrir opnum tjöldum með því að hafa op- ið bókhald, aðgengilegt öllum á vefnum okkar. Þetta eru nokkur dæmi sem sýna að við höf- um skýra stefnu í öllum málaflokkum. Gott væri að lesendur færu inn á heimasíðu flokks- ins www.xf.is og leituðu að ,,STEFNA“ og þar undir ,,Málefnaskrá“, þar er að finna stefnu okkar í öllum málaflokkum. Við lofum að starfa heiðarlega, fyrir opnum tjöldum og með hagsmuni almennings að leið- arljósi. Þetta eru bara nokkrar góðar ástæður fyrir því að kjósa Frjálslynda flokkinn – það mælir miklu fleira með því! Skoðið www.xf.is okkurinn sem vill höfum lagt fram eð því viljum við efla Höfundur skipar 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík suður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.