Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 51
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 51 LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 ÞJÓNUSTA SÆLT og blessað ágæta Morgun- blað, þar ber fyrst að taka fram þakkir fyrir ágæta þjónustu og fram- farir í útgáfumálum. Til framfara teljast þó ekki óteljandi auglýsinga- bæklingar og það að íþróttasíður voru felldar inn í blaðið þannig að sérblöðum, sem handhægt var að taka úr, fækkaði til muna, en yfir þessu hefur verið kvartað á öðrum vettvangi. Þegar fór að styttast í kosningar á þessu ári fór að koma í ljós að Morgunblaðið, sem hafði ver- ið að gera sig gildandi sem dagblað óháð tilteknum aðilum, féll gjörsam- lega á prófinu. Það kom best í ljós þegar Ellerti Schram var hafnað sem föstum pistlahöfundi í blaðinu en til dæmis Björn Bjarnason hélt áfram. Þeir sem lásu síðustu grein Ellerts í bili, en lásu næstu grein Björns, gera sér glögga grein fyrir afstöðunni sem Morgunblaðið tók í framboðsmálum. Þarna og oft síðan var sýnt á síðum Morgunblaðsins, með uppsetningu og ýmsum hætti, svo sem úrvinnslu frétta, hvar hugur „eigenda“ blaðsins var. Uppsögn Morgunblaðsins um síðustu mánaða- mót var engin tilviljun og ekki „bara“ vegna breyttra aðstæðna, heldur vegna þeirrar staðreyndar að Morgunblaðið féll á prófinu og verð- ur langt fram eftir næsta kjörtíma- bili að öðlast tiltrú kaupenda sinna. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar, BJÖRN INGI ÞORGRÍMSSON, Melavegi 10, Hvammstanga. Aths. ritstj.: Vegna bréfs Björns Inga Þor- grímssonar skal eftirfarandi tekið fram: Nokkru eftir að Ellert B. Schram lét af starfi sem ritstjóri DV kom hann að máli við ritstjóra Morg- unblaðsins og óskaði eftir að skrifa reglulega í blaðið. Við þeim óskum var orðið. Ellert var ekki ráðinn til að skrifa um stjórnmál heldur pistla sem segja má, að hafi fjallað um lífið og tilveruna og mæltust yfirleitt vel fyrir. Þegar ljóst var orðið að Ellert B. Schram mundi skipa sæti ofarlega á framboðslista vegna alþingiskosn- inganna á þessu vori óskaði ritstjórn Morgunblaðsins eftir því að hlé yrði á þeim skrifum m.a. með tilvísun til annars fordæmis af því tagi. Ellert tók því vel. Nokkru eftir að Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, lét af störfum sem ráðherra var hann ráðinn til þess að skrifa reglulega dálka um stjórnmál í Morgunblaðið. Það hafði hann raunar gert áratug- um saman bæði sem blaðamaður og aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Frá sjónarhóli ritstjórnar Morg- unblaðsins var grundvallarmunur á verksviði þessara tveggja dálkahöf- unda. Ellert B. Schram hefur fengið birtar allar greinar, sem hann hefur óskað eftir birtingu á sem frambjóð- andi Samfylkingarinnar, og flestar þeirra á miðopnu blaðsins, sem er sá vettvangur sem stjórnmálagreinar Björns Bjarnasonar birtast á. Það er því ekki gert upp á milli þessara tveggja einstaklinga, sem þing- manns og frambjóðanda til þings. Sl. sunnudag birtist hér í blaðinu auglýsing með grein eftir Ellert B. Schram undir dálkaheiti sem Morg- unblaðið hefur notað frá árinu 1988. Þá grein hefði Ellert B. Schram fengið birta í Morgunblaðinu, á mið- opnu, og þar með getað sparað þann kostnað, sem því fylgir að kaupa auglýsingar. Í þeim efnum skiptir engu, þótt höfundur hafi kosið að senda Morgunblaðinu tóninn eftir áratugalöng vinsamleg samskipti. Uppsögn og önnur mál Frá Birni Inga Þorgrímssyni Inniha ld: Mjólk , unda nrenn a, salt, o stahle ypir, rotvar narefn i (E25 2) Nærin gargil di í 10 0 g: Orka 1420 KJ 343 k cal Próte in 27 g Kolve tni 0 g Fita 26 g Kalk 800 m g 100% af RD S Fjölsk ylduo stur P ak ka ð í l of ts ki pt ar u m bú ði r Best f yrir: Kr/Kg Nett ó þyn gd: VERÐ : Fjölskylduostur er bragðmildur ostur í stórum einingum og því hagstæður til heimilisnotkunar. Hann er góður á brauð, kex og hrökkbrauð, einn sér eða í matargerð. Fjölskylduostur – fyrir alla fjölskyldunaInnihald:Mjólk, undanrenna, salt, ostahleypir, rotvarnarefni (E252)Næringargildi í 100 g:Orka 1420 KJ 343 kcalPrótein 27 gKolvetni 0 gFita 26 gKalk 800 mg 100% af RDSFjölskylduosturP ak ka ð í l of ts ki p ta r um b úð ir Best fyrir: Kr/Kg Nettó þyngd: VERÐ: Nýtt! Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í maí á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarið komið á vinsælustu áfangastöð- um Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á feg- ursta tíma ársins. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu í sólina í maí frá kr. 24.963 með Heimsferðum Benidorm Verð frá kr. 29.962 14. og 21. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Rimini Verð frá kr. 29.962 20. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Costa del Sol Verð frá kr. 39.962 21. og 28. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Verona Verð frá kr. 24.963 22. og 29. maí. Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með 2 börn. Barcelona Verð frá kr. 29.950 22. og 29. maí. Flugsæti með sköttum. Í MORGUNBLAÐINU 1. maí er fjallað um kvikmynd sem nýbyrjað er að sýna í Reykjavík, The Quiet Am- erican, gerða eftir hinni frægu skáld- sögu Graham Greene. Á íslensku er myndin og sagan þar nefnd Þögli Am- eríkumaðurinn. Þessi saga kom út á íslensku fyrir 1960, þá nýleg. Heitir hún Hægláti Ameríkumaðurinn í þýð- ingu Eiríks Hreins Finnbogasonar. Má ljóst vera að það er miklu réttari þýðing titilsins. – Svo er komið að kvikmyndahúsin bera ekki lengur við að auglýsa íslensk heiti á kvikmynd- um. Vel fer því á að gagnrýnendur þýði nöfn mynda sem þeir skrifa um. En þá ættu þeir að nota gamla og góða titla þegar þeir eru fyrir hendi í stað þess að koma með aðra lakari. GUNNAR STEFÁNSSON, Kvisthaga 16, Reykjavík. Hægláti Ameríku- maðurinn Frá Gunnari Stefánssyni RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um heimild til þess að afsala til Landsvirkjunar tilteknum vatnsrétt- indum í Þjórsá, ásamt nauðsynlegu landi til virkjunar þeirra, að fengnu samþykki stjórnarflokkanna. Frum- varpið er samið í samræmi við yf- irlýsingu sem forsætisráðherra gaf í þinginu fyrir jól. Gnúpverjahreppur, ríkið og Landsvirkjun virðast hafa verið að höndla með vatnsréttindi í Þjórsá í heimildarleysi. Eðlilegt virðist vera að orka fall- vatnanna sé metin til verðs og seld á hæfilegu verði á vélar orkukaupend- anna en ríkið haldi eignarréttindum sínum. Það virðist hafa gleymst að meta vansaflið til verðs þegar kostn- aður við raforkuverin er reiknaður. Afsal vatnsréttindanna til Lands- virkjunar ætti ekki nokkrum heil- brigðum manni að koma í hug. Þarna er annaðhvort um athugunarleysi að ræða eða viðkomandi er með einka- væðingu Landsvirkjunar í huga. Þjóðin og hennar hagsmunir vilja gleymast. Við ættum að minnast þess þegar álverið í Straumsvík komst á spena Landsvirkjunar, hækkaði raforkuverð til heimilanna okkar um 16 aura kws. vegna mis- taka okkar manna við samninga- borðið. Virkjanirnar fyrir erlendu stór- iðjufyrirtækin hefðu átt að vera á þeirra kostnað og greiðast niður með orkusölunni, en virkjunin sjálf í eigu ríkisins. Þannig fyrirkomulag hefur verið í tankskipaútgerð Norsara. Olíu- hringarnir hafa kostað byggingu skipanna en Norsararnir skilað skipsverðinu með langtíma farm- samningum fyrir þá. EINAR VILHJÁLMSSON, Smáraflöt 10, Garðabæ. Vatn á myllu kölska Frá Einari Vilhjálmssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.