Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞRÁTT fyrir að það sé deginum ljósara hvern ávinning núverandi skipulag fiskveiða hefur fært öllum Íslendingum og þá ekki hvað síst landsbyggðarfólki hefur borið ótrúlega mikið á fullkomlega óábyrgri um- ræðu um sjávarútvegsmál nú í aðdraganda kosninganna. Vitaskuld ber þar hæst hug- myndir um afskriftir veiðiheimilda sem um leið fela í sér að landsbyggðin yrði afskrifuð, því þau stöndugu útvegsfyrirtæki sem starfa úti á landi yrðu knésett ef þessi leið yrði farin. Skiptir þá engu hvort farið yrði hratt eða hægt. Því framtíðarrekstr- argrundvöllurinn yrði settur í uppnám og þá um leið hyrfi tiltrú og viðskiptatraust. Hug- myndir Frjálslynda flokksins þessu til við- bótar um að taka upp sóknarmark bæta enn gráu ofan á svart. Sóknarmarkið er þegar fullreynt. Allir sem til þekkja vita að því fylgir gegndarlaus offjárfesting, þrældómur þeirra sem í kerfinu vinna og verðmætasó- un. Frjálslyndi flokkurinn hefur jafnframt reynt að telja fólki trú um að í Færeyjum ríki fyrirmyndarástand í fiskveiðum. Stað- reyndin er hins vegar sú, að þar er alls ekki eins tæknivæddur sjávarútvegur og hér á landi enda er stutt síðan alvarleg kreppa reið yfir þar í landi sem átti rót sína í offjár- festingu og hruni fiskstofna. Síðan vil ég minna á, því ýmsir reyna að telja fólki trú um að óheilbrigðara sé að versla með fisk- veiðiréttindi en önnur ítök og verðmæti, að í Færeyjum eru sóknardagarnir framselj- anlegir! Og svari þeir fyrir, sem finna að framsalsákvæðum íslenska fiskveiðiskipu- lagsins, hver sé eðlismunur þess að versla með óveiddan fisk eða ónýttan sóknardag? Stefna okkar sjálfstæðismanna er önnur. Við höfum staðið traustan vörð um skipu- lag fiskveiðanna og útfært það jafnt og þétt. Þar eiga þó fleiri heiður skilinn svo sem Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, forverar Samfylkingar og vinstri grænna, að ógleymdum Framsóknarflokki því nú- gildandi lög um stjórn fiskveiða voru upp- haflega sett í tíð þriðja ráðuneytis Stein- gríms Hermannssonar en megináhersla stjórnarsáttmála þess var að leysa brýnan efnahagsvanda og treysta grundvöll at- vinnulífs og la áður brá því n afskrifa lands öll helstu atvi inni rekstrarg an komið í hlu sonar að stan útfæra það, e að megináher fyrst með Alþ sóknarflokkn verið að trygg almennar aðg Stefnufest ur skapað óm grunni getum úrlausnarefn tillit til líffræ uninni. Atriði mörg. Ásigko breytilegt frá Áherslur í fiskveiðistjór „Skipulag fiskveiða þar sem stjórnun fiskveiða er í heiðr skipulag fiskveiða sem tryg ingu alls vistkerfis hafsins.“ Eftir Árna M. Mathiesen ÞRÓUNARAÐSTOÐ ber árangur. Og ár- angurinn er merkjanlegur. Frá 1990–1999 minnkaði sár fátækt, þar sem fólk hefur minna en einn Bandaríkjadal á dag til lífs- viðurværis, úr 29% í 23%. Á þrjátíu ára tímabili hefur dánartíðni barna undir 5 ára aldri fallið úr 96 í 56 á hverja þúsund íbúa. Fleira mætti nefna. En þróunaraðstoðin er ekki næg. Helsti óvinur samtímans er ennþá fátækt. Um 1,2 milljarðar manna hafa enn einungis einn Bandaríkjadal á dag til að draga fram lífið og um 800 milljónir líða næringarskort. Víða nær tíunda hvert barn enn ekki 5 ára aldri. Í fjórum ríkjum sunnanverðrar Afr- íku er rúmur þriðjungur íbúa smitaður af eyðniveirunni sem eykur enn á örbirgð og hamlar framþróun í gjörvallri álfunni. Árið 2000 sagði alþjóðasamfélagið fá- tækt stríð á hendur með svokölluðum þús- aldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem meðal annars fela í sér að minnka fá- tækt um helming fyrir árið 2015. Ári síðar, á ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna í Monterrey og Jóhannesarborg, skuld- bundu ýmis ríki sig til aukinna framlaga til opinberrar þróunaraðstoðar, en talið er að um 50 milljarða Bandaríkjadala þurfi auka- lega til þróunaraðstoðar á ári hverju eigi þúsaldarmarkmiðin að nást og stríðið gegn fátækt að skila árangri. Ísland hefur, líkt og önnur ríki, skyldum að gegna gagnvart fátækari ríkjum heims. Þróunaraðstoð Íslands hefur lengst af numið um 0,05–0,09% af landsframleiðslu sem er lágt hlutfall í samanburði við önnur iðnríki Evrópu og fjarri samþykkt allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna frá 1970 um að iðnríki veiti 0,7% af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar. Í tíð Framsóknarflokksins og Halldórs Ásgrímssonar sem utanríkisráðherra hafa framlög til þr skrefum og er 0,16% af lands sendiráð í Mó styrkja tengs við vaxandi st vinnustofnuna sunnan- og au fremur hefur fyrir aukinni þ þjóðastofnunu ekki síst í Mat Sameinuðu þj þar sem Íslan skyldur og áb ur Ísland teki urfellingar sk Ísland og baráttan gegn „Í tíð Framsóknarflokksins o grímssonar sem utanríkisrá lög til þróunaraðstoðar auki og eru nú um 1,3 milljarðar.“ Eftir Árna Magnússon ÞAÐ ER eðlilegt og sjálfsagt að ræða um kjör þeirra sem lakast standa í þjóðfélaginu. Hvaða prósentutölu sem menn hafa kosið að nota er það óhrekjanlegt að ráðstöf- unartekjur á Íslandi hafa hækkað meira á umliðnum árum en í nokkurn annan tíma og kjörin batnað hraðar og meira en í öðrum löndum Evrópu á sama tíma. Þar eru með- talin kjör ellilífeyrisþega, öryrkja og þeirra sem lægst hafa launin. Það er þó ein undantekning frá þessu sem má alls ekki gleymast – en því miður fáir hafa nefnt, en það eru kjör sauðfjárbænda. Á þessu tímabili hafa þau alls ekki batnað á sama hátt og annarra þjóðfélagshópa held- ur hafa – ef eit ekki víkja okk við þessa óþæ Vandi sauðf Um fátækt og sauðfjárbú „Ef heldur fram sem horfir le sauðfjárbændur landsins í ó um vandræðum og erfiðleik Eftir Einar Odd Kristjánsson JÖFNUN SKATTHLUTFALLA? Bandalag starfsmanna ríkis ogbæja hefur lagt fram talsvertumfangsmiklar tillögur í skattamálum. Þær eru augljóslega enn á hugmyndastigi og eiga án efa eftir að fá meiri umræðu og skoðun, bæði innan samtakanna og utan. Engu að síður snerta ýmis atriði tillagnanna grundvallarspurningar í umræðum um skattamál. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði í ræðu 1. maí á Ólafsfirði að unnt yrði að lækka skattprósentu [tekjuskattsins] umtalsvert með því að samræma skatta á launatekjur, fjár- magnstekjur og fyrirtæki. „Innan verkalýðshreyfingarinnar viljum við flest viðhalda hátekjuskatti. En gæti verið að við ættum einnig að fara nýjar leiðir að því marki að taka mið af nýj- um aðstæðum í þjóðfélaginu?“ sagði Ögmundur. „Kjaramisréttið birtist ekki fyrst og fremst í þeim launum sem fólki eru greidd heldur mala auð- menn gull sitt í fjármálakerfi landsins og taka hagnaðinn út í formi arðs og vaxtagróða. Fráleitt er að slíkar tekjur séu skattlagðar á annan hátt en tekjur af launavinnu. Sama spurning vaknar gagnvart atvinnufyrirtækjum, hvers vegna á að skattleggja tekjur þeirra á annan hátt en einstaklings sem aflar sér tekna með launavinnu og þarf að reka heimili sitt?“ Þetta eru auðvitað spurningar sem verðskulda umræðu. Það kann að liggja beint við að svara því til að auð- vitað sé enginn munur á því hvort menn afli sér tekna með vinnuafli sínu eða láti peningana sína vinna fyrir sig. Hvort tveggja eru jafngildar tekjur og ekkert óeðlilegt við að spurt sé hvort ekki sé einfaldlega réttlátt að skatt- leggja þær með sama hætti. Varðandi tekjuskatt fyrirtækja er dæmið reyndar ekki alveg svona einfalt því að þar er ekki verið að skattleggja tekj- urnar sem slíkar, heldur hagnaðinn, en auðvitað hljóta menn að staldra við þegar það blasir t.d. við að þeir, sem áður voru skattlagðir sem launamenn, geta sparað sér umtalsverðar fjárhæð- ir í skattgreiðslur með því að stofna einkahlutafélag utan um eigið vinnuafl og greiða þannig fyrirtækjaskatta. Svörin eru hins vegar ekki endilega svona einföld. Það er grundvallarmun- ur á hreyfanleika fólks annars vegar og fjármagns og fyrirtækja hins veg- ar. Í raun má segja að ríkisvaldið geti frekar leyft sér að leggja háa skatta á launatekjur einstaklinga en fjár- magnstekjur eða hagnað fyrirtækja, vegna þess að einstaklingarnir eru lík- legir til að láta slíkt yfir sig ganga, en bæði fjármagnið og fyrirtækin geta auðveldlega horfið til annarra landa þar sem skattlagning er hagstæðari. Slíkt myndi hafa neikvæðar afleiðing- ar fyrir atvinnulíf á Íslandi, atvinnu- stig og lífskjör. Skattlagning fyrirtækja og fjár- magns hlýtur alltaf að þurfa að taka mið af alþjóðlegri skattasamkeppni og raunar má halda því fram að lítið land eins og Ísland verði að bjóða hagstæð- ara skattaumhverfi en stærri lönd, einmitt vegna smæðarinnar og ein- angrunarinnar. Sama á í vaxandi mæli við um almenna tekjuskatta en ekki þó að sama marki, a.m.k. ekki ennþá. Sanngirnisrökin fyrir því að samræma skatthlutföll – og þá niður á við – eru hins vegar augljós. Hvað sem þessu líður er augljóst að það kveður við nýjan tón í tillögum BSRB og þær eiga vafalaust eftir að verða uppspretta gagnlegra um- ræðna, ekki sízt á vettvangi verkalýðs- hreyfingarinnar. „SNYRTILEGIR VEGIR“ Vinstri grænir eru eini stjórnmála-flokkurinn, sem beinlínis kennir sig við umhverfismál. Þess vegna kemur á óvart, hversu hikandi Stein- grímur J. Sigfússon var í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu, þegar hann var spurður um afstöðu flokks hans til hálendisvega. Umræður um hálendisvegi skjóta nú upp kollinum aftur og aftur. Ætla mætti að sá stjórnmálaflokkur, sem gerir sérstakt tilkall til umhverfis- mála hefði skýra afstöðu til þessa máls. Svo er ekki ef marka má fyrr- nefnd ummæli Steingríms J. Sigfús- sonar. Hann sagði: „Við höfum alla fyrirvara á hug- myndum um að fara í heilsársvega- gerð með uppbyggðum vegum yfir há- lendið. Eins og málin standa eru mörg brýnni verk í samgöngumálum, sem þarf að ráðast í. Til dæmis að tengja allar byggðir landsins með nútímaleg- um hætti við vegakerfið, ég nefni þar sérstaklega Norðausturland og Vest- firði. Síðan þarf að ákveða hvernig menn sjá fyrir sér framtíðartilhögun mála á hálendinu. Að hvaða marki uppbygging vega er samrýmanleg verndun hálendisins. Við tökum ekki undir áform um vegagerð fyrr en fyrir liggur hvað menn ætla með stofnun þjóðgarða á hálendinu og framtíðar- skipan mála þar.“ Síðan sagði í frásögn Morgunblaðs- ins: „Steingrímur segist frekar reikna með að á hálendinu verði lagðir snyrti- legir vegir, sem liggja í landinu og varðveita „karakter“ óbyggðanna, sem mundi glatast með hraðbrautum og sjoppum. Slíkri starfsemi eigi að halda í hálendisbrúninni eftir því sem kostur er.“ Hvað þýðir að leggja „snyrtilega vegi“, sem „liggja í landinu“? Er ekki augljóst af þessu svari formanns Vinstri grænna, að hann er hlynntur einhvers konar vegagerð á hálendinu umfram það sem nú er? Í grein sem birtist hér í blaðinu sl. sunnudag eftir Ólafíu Jakobsdóttur, sem er í 3. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, segir m.a.: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð er eini umhverfisverndarflokkurinn á Íslandi og mun hér eftir sem hingað til standa vaktina með náttúru landsins. Framundan eru afdrifaríkar kosning- ar. Ég skora á kjósendur, sem eru ósáttir við ríkjandi stefnu í virkjana- og umhverfismálum, að láta nú verkin tala í kjörklefanum hinn 10. maí. Það nægir nefnilega ekki að hrópa á torg- um til varnar náttúrunni, það þarf meira til.“ Þetta er alveg rétt hjá Ólafíu Jak- obsdóttur: það þarf meira til. Formað- ur „eina umhverfisverndarflokksins á Íslandi“ er augljóslega tregur til að lýsa andstöðu við frekari vegagerð á hálendinu. Hann vill leggja þar „snyrtilega vegi“. Miðað við áskorun Ólafíu Jakobsdóttur er ljóst, að ekki eiga umhverfisverndarsinnar að kjósa framboðslista Vinstri grænna í Norð- austurkjördæmi. FRJÁLSLYNDI flokkurinn skilgreinir sig þannig að hann sé hægra megin við miðju í íslenskri pólitík vegna þess að við styðjum einkaframtak og frjálst markaðskerfi. Hins vegar segja andstæðingar oft að við séum vinstrisinnuð vegna þess að við höf- um lagt ríka áherslu á að bæta hag þeirra sem erfiðast eiga uppdráttar í samfélaginu, þ.e. fátækir, öryrkjar og eldra fólk. Ef það heitir að vera vinstri sinnaður að vilja bæta hag þeirra, þá það! Við höfum stutt öll mál sem við teljum að komi þessum hópum til góða, hvaða flokkar sem hafa lagt þau fram. Í skattamálum viljum við bæta það sem brýnast er að bæta, þ.e. lagfæra jað- arskatta og tekjutengingar sem eru að sliga þá sem lægst launin hafa og jafnframt hækka persónuafslátt því sú aðgerð kemur þeim lægstlaunuðu best. Við leggjumst eindregið gegn allri sér- hagsmunagæslu og viljum sporna gegn þeirri tilhneigingu sem hefur vaxið mjög hjá Sjálfstæðisflokknum að vilja draga úr samfélagsþjónustu sem kostur er. Þetta hefur m.a. sýnt sig í umræðum þeirra um upptöku skólagjalda, hækkun lyfjakostn- aðar og að sjúklingar á spítölum greiði sjálfir fyrir fæði og húsnæði. Við mótmæltum harðlega á þingi ábyrgð upp á 20 milljarða sem rík- isstjórnin ætlar að veita einkafyrirtækinu deCode. Það samræmist engan veginn hugsjónum um einkafyrirtæk Við mótmæ Íslands í hern að það hafði al lendingar ætlu burði gegn öðr að sjá forystum valdi sínu og v þá ákvörðun, f Við erum ei upphafi barist köllum gjarna Eruð þið frjálslynd? Eftir Margréti Sverrisdóttur „Við erum eini stjórnmálaflo aðskilnað ríkis og kirkju og frumvörp þar að lútandi. Me kirkjuna en ekki veikja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.