Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 29 S áfram Ísland Vilt flú leggja Sjálfstæ›isflokknum li›? Glæsibær Opi› 15.00 - 21.00 Sími 553 1256 Austurstræti 20 (Hressó) Opi› 12.00 - 21.00 Sími 551 0919 Mjóddin Álfabakka 14a Opi› 16.00 - 21.00 Sími 557 2576 Hjar›arhagi 47 Opi› 15.00 - 21.00 Sími 551 1306 Grafarvogur Hverafold 1-3 Opi› 17.00 - 22.00 Sími 557 2631 Árbær Hraunbær 102b Opi› 16.00 - 21.00 Sími 567 4011 Miklabraut 68 v/Lönguhlí› Opi› 16.00 - 21.00 Sími 561 1500 Saman vinnum vi› sigur! Sjálfstæ›isflokkurinn í Reykjavík óskar eftir sjálfbo›ali›um til margvíslegra starfa daginn fyrir kjördag og á kjördag. Allir sem eru rei›ubúnir a› hjálpa til eru hvattir til a› hafa samband vi› kosningaskrifstofurnar. xd.is Allir sem eru rei›ubúnir a› hjálpa til eru hvattir til a› hafa samband vi› hverfaskrifstofurnar e›a skrifstofu Sjálfstæ›isflokksins í síma 515 1700. lauk frekar snöggt og ósannfærandi. Daninn Jeppe Just Christensen (f. 1978 í Rípum) átti, þrátt fyrir rætur í rokki, afstraktasta verk kvöldsins. Alltjent gat varla nokkurs staðar að heyra aukatekinn hefðbundinn hljóð- færatón í „DEE-MOVEMENT“ (smíðaár óuppgefið) er mótaðist mestmegnis af krassandi skrapi og skafhljóðum svo leiddi helzt hugann að ryðguðum skruðningum úr bíl- flakspressu. Þrátt fyrir það mátti furðu gegna hvað verkið hélt manni lengi við efnið, og má vera að hæfi- lega „loftandi“ stuttar alþagnir og samtaka túttí-högg á stangli hafi gert sitt til þess. Að ógleymdum hug- vitssamlega unnum andstæðum í styrk og áferð sem sannkölluð lífróð- urstúlkun MV ginnti iðulega hlust- andann til að eigna vandvirkri úr- vinnslu tónskáldsins. Líkt og félagi hans Mika Pelo hafði síðasti kompónisti kvöldsins, Benjamin Staern (f. 1978) frá Málm- ey, áður átt tónverk hér á landi, nefnilega á UNM-hátíðinni s.l. sept- ember. En hafi hann þá komið hressilega á óvart, kom hann ekki síður á óvart nú – a.m.k. þeim er mundu eftir hinu kinnroðalaust hefð- bundna Hollywood-breiðtjaldsverki hans „The Threat of War“ fyrir sin- fóníuhljómsveit – því í „Muramaris“ (samið sumarið 2000) gufuðu öll klassísku efnistökin upp sem dögg fyrir sólu. Var m.ö.o. horfið „aftur“ til framtíðar. Þrátt fyrir háafstrakt tónmál mátti skynja nákvæm og markviss vinnubrögð undir streymandi flæði þessa samt sem áður svipsterka verks, er spannaði mikla og plastíska breidd í þétt skaraðri raddfærslu. Enda bar framvindan vott um tals- vert þroskaðra skynbragð á módern- ískum úrvinnslukostum en gengur og gerist meðal ungra tónsmiða. Úr kórsöng í einsöng Marta Hrafnsdóttir þreytti form- lega frumraun sína hér á landi sem einsöngvari á tónleikum í Langholts- kirkju á sunnudagskvöld. Hún var félagi í Kór Langholtskirkju frá 1993, lauk prófi sem tónmenntakenn- ari og í söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1997, stundaði söngnám næstu þrjú ár í Kgl. tónlistarskólan- um í Brüssel og lauk meistaraprófi frá Opera Studio van Vlanderen í Gent í fyrra. Viðfangsefni sunnudagskvöldsins voru innan vébanda ljóðasöngs og óperu. Þau hófust í ljóðrænni end- anum með tveim fallegum lögum eft- ir Fauré, Les roses d’Ispahan og Clair de lune. Dekkri hliðin á Schu- bert birtist með Der Tod und das Mädchen, og síðan komu tvö lög eftir alt-unnandann Brahms, Mainacht og hið átakameira Von ewige Liebe er sungið var með töluverðum tilþrif- um. Þarnæst var lítið en ljúft lag eftir Jónas Ingimundarson er nefndist Vor í holtinu (Valgerður Benedikts- dóttir). Næst komu Lauffall eftir Hjálmar H. Ragnarsson og uppáhald mezzo/alt-söngkvenna meðal ís- lenzkra gullaldarlaga, Betlikerlingin eftir Sigvalda Kaldalóns er þrungið var viðeigandi tilfinningu. Líkt og undangengnu lögin flutt við þjálan píanóstuðning Kristins Ö. Kristins- sonar. Næstu þrjú atriði voru hjúpuð óm- þýðum orgelundirleik Jóns Stefáns- sonar. Hið hraða ítalska parlandó Orlandos í Sorge l’irrato úr óperu Vivaldis, Orlando furioso, var tekið með lipurri tungufimi, og söngur Mörtu var sérlega hljómmikill í „Largo Händels“ (Ombra mai fu úr Serse að loknu inngangssönglesi). Í síðasta atriðinu með orgeli var bryddað upp á hröðum og krefjandi kólóratúr í Fammi combattere eftir sama höfund, og heppnaðist það með mestu ágætum. Dró nú að kröfumestu atriðum kvöldsins. Fyrst Deh per questo, ar- íu Sestos úr síðustu opera seria Moz- arts, La clemenza di Tito er útheimt- ir m.a. stórstíg tíundarstökk, og opinberaðist þar vítt söngsvið Mörtu með bæði klingjandi hæð og safarík- um botni. Ekki var síður vandmeð- farin aría Dorabellu úr Così fan tutte, Ah scostati, þó að tækist ekki alveg eins vel. Hér (sem raunar víð- ar) einkum sakir fulleinhæfrar radd- beitingar er markaðist af öru og fremur tilbreytingarsnauðu bifi (víbratói). Hins vegar gekk lokanúm- erið, Habaneran fræga úr Carmen – einkum eftir fyrsta vessið þar sem krómatíkin var svolítið óskýr – upp með stundum allt að því Callöskum glæsibrag. Það var engum blöðum um það að fletta að í Mörtu býr hið efnilegasta hljóðfæri með óvenjumikla fyllingu á stóru sviði sem gæti átt eftir að ná langt með aukinni reynslu og fjölgun blæbrigða. Að svo miklu leyti sem heyrt varð aftan úr kirkjuskipi virtist textaframburður einnig allgóður, þó að þurrari akústík skæri betur úr um það. Hvað inntakstúlkun varðar færi þó vafalítið ljóðasöngnum betur að huga enn meir að dýpt og andstæð- um en þurfa þykir í krafteinblínandi heimi óperunnar. Daníel Bjarnason Morgunblaðið/Jim SmartMarta Hrafnsdóttir og Jón Stefánsson. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.