Morgunblaðið - 18.05.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.05.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 133. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Framsækinn og forn í senn Jón Már Héðinsson verður æðstráðandi í MA 18 Punkturinn yfir i-ið í matargerðinni B6 Sinnepið frá Dijon Híbýli helgra manna Rýnt í minjar munkanna á Skriðuklaustri 20 AÐ MINNSTA kosti fjörutíu manns létu lífið í röð sjálfsmorðs- sprengjuárása hryðjuverkamanna í miðborg Casablanca á föstudags- kvöld, að sögn marokkósks stjórn- arerindreka. Tugir til viðbótar slös- uðust. Erindrekinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að mjög lík- legt væri að útlendingar væru á meðal fórnarlambanna. Hann sagði ennfremur rannsóknina fram að þessu hafa leitt í ljós að allar sprengingarnar fimm hefðu verið sjálfsmorðssprengjuárásir; ekki hefði verið um bílsprengjur að ræða. Marokkósk stjórnvöld bendluðu al-Qaeda-samtök Osama bin Lad- ens ekki beint við hryðjuverkin, en árásirnar staðfestu alþjóðlegar við- varanir um yfirvofandi árásir af þessu tagi, þar sem hryðjuverka- menn láta til skarar skríða gegn lítt vörðum skotmörkum. Að minnsta kosti 60 manns voru sagðir hafa særzt í árásunum, sem voru gerðar nær samtímis upp úr kl. 21 að staðartíma á föstudags- kvöld. Sprengjurnar sprungu við samkomuhús og gamlan grafreit gyðinga, spænskt veitingahús, hót- el og nærri belgísku ræðismanns- skrifstofunni. Árásirnar ollu algjöru uppnámi í Casablanca, miðstöð efnahagslífs- ins í Marokkó. Lögregla og sjúkra- liðar þustu að til að liðsinna særð- um og slösuðum. Illa leikin lík hinna látnu lágu eins og hráviði um vettvang tilræðanna. „Þetta voru hryðjuverkamenn sem sprengdu sig í loft upp,“ sagði Mustapha Sahel, innanríkisráð- herra Marokkós; „þetta eru vel þekkt vinnubrögð alþjóðlegra hryðjuverkamanna.“ Sahel nefndi al-Qaeda ekki á nafn, en í borgum víða um heim, einkum Kenýa og víðar í Austur-Afríku og Malasíu og víðar í Suður-Asíu, hafði verið gefin út viðvörun um yfirvofandi árásir af hálfu hryðjuverkasamtakanna. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér Marokkóska fréttastofan MAP sagði frá því að 10 hinna látnu hefðu verið árásarmenn, sem borið hefðu sprengiefni utan á sér. Að sögn MAP voru þrír menn handteknir, allir Marokkóbúar, grunaðir um að tengjast tilræðunum. Enginn hafði lýst hryðjuverkun- um á hendur sér í gær. Að sögn talsmanns bandarísku leyniþjón- ustunnar í Washington lágu heldur engar skýrar vísbendingar fyrir um það, hverjir hefðu staðið að baki ódæðisverkunum. Eftir því sem greint var frá í sádi-arabískum fjölmiðlum í gær hefur enginn enn verið handtekinn vegna bílsprengjutilræðanna í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, sem urðu 34 manns að bana aðfara- nótt þriðjudags. Aðferðunum við árásirnar í Riyadh og Casablanca svipar um margt saman. Sjálfsmorðssprengju- árásir bana yfir 40 manns Skotmörkin sam- komustaðir gyð- inga og vestræns fólks í Casablanca Reuters Fulltrúar marokkóskra yfirvalda á vettvangi einnar sprengjuárásarinnar í Casablanca, Hótel Safír, í gær. Casablanca. AP, AFP. TVEGGJA hæða langferðabíll með þýzka ferðamenn innanborðs valt út af hraðbraut í mikilli rigningu í SA-Frakklandi í gærmorgun. Af þeim 74 sem um borð voru létu að minnsta kosti 28 lífið, eftir því sem lögregla greindi frá. 46 manns slös- uðust, sumir alvarlega. Ökumaður rútunnar var meðal hinna látnu. Slysið varð við bæinn Dardilly, norður af Lyon, um kl. 5 að morgni, en þá virðist bílstjórinn hafa misst stjórn á rútunni. Vitni sagði að sér hefði sýnzt rútan aka of hratt. För ferðalanganna, sem voru á öllum aldri frá unglingum til eftirlauna- þega, var heitið í frí til Spánar. Sum- ir höfðu unnið ferðina í happdrætti. Reuters Frá vettvangi slyssins við Dardilly, norður af Lyon í SA-Frakklandi. Mannskætt rútu- slys í Frakklandi Lyon. AP.ÞRJÁTÍU starfsmenn þjónustuvers Sím- ans í Ármúla eru við tölvurnar allan sólar- hringinn og aðstoða fólk sem spilar tölvu- leikinn EVE Online. Engu skiptir hvort beiðni berst á nýársdag eða jólanótt, hjálpin er alltaf nærri. Ýmsar spurningar vakna hjá leikmönnum þegar þeir fara að reyna sig í þessum nýja hlutverkaleik sem ger- ist í geimnum í fjar- lægri framtíð. Geta þeir reitt sig á svör um hæl frá leikjameisturum Símans í deild sem nefnist Þjónusta við CCP (Crowd Control Products) sem er íslenskt fyrirtæki er hannaði leikinn. Auk þess að þjónusta leik- menn fylgjast þeir með gangi mála. Leikjameistararnir þjónusta leikmenn jafnt austan hafs sem vestan. Er tekið við hjálparbeiðnum rafrænt. Að sögn deildar- stjóra Þjónustu við CCP hafa leikmenn m.a. lent í því að villast inn í hættuleg loftsteina- belti og senda hjálparbeiðnir er gamanið fer að kárna. Þrjátíu manns vakta tölvuleik  Fá hjálparbeiðnir/6 „ÉG var að koma niður og er enn ekki bú- in að átta mig á þessu, ég er svo þreytt og svöng,“ sagði Anna Svavarsdóttir fjall- göngukona hlæjandi, aðspurð í gær hvernig væri að verða fyrst ís- lenskra kvenna til að klífa tind yfir 8.000 metra hæð. Tindurinn sem hún kleif er í Hima- layafjöllunum í Tíbet og nefnist Cho Oyu. „Þetta gekk vel þegar allt fór saman, heilsa og veður. Heilsan er mjög góð, ég er auðvitað í skít- ugum fötum en líður ágætlega.“ Anna segir að það hafi verið vindasamt síðasta áfangann. „Við vorum svolítið hrædd við að fara upp vegna vinds. En lét- um okkur hafa það. Ég er svo mikil frekja! Ég sagði við félaga mína að ef okkur litist ekki á þetta myndum við bara snúa við, sem ég hefði áreiðanlega samt ekki gert!“ Anna var stödd í aðalbækistöðvunum fyrir neðan fjallið í gær þegar Morgun- blaðið ræddi við hana. Hún sagðist svo þreytt að hún væri að hugsa um að fá far í bíl á næsta áfangastað. „Það er nóg komið af göngu í bili,“ sagði hún og hló. En hlé á fjallgöngu Önnu verður ekki langt því á næstu dögum tekst hún á við enn einn tindinn. Sá heitir Sisha Pangma. „Hann er örlítið lægri en hann hefur enginn Íslend- ingur klifið. Fyrst ég er búin að leggja á mig mánuð af aðlögun ætla ég að kíkja á hann.“ Anna Svavarsdóttir heldur á næsta tind í Tíbet Þreytt og svöng en heilsugóð ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.