Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 9 Ný sending Khaki síðbuxur og kvartbuxur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun iðunn Stretch gallabuxur fást í 4 lengdum www.casa.is hennar pysluvagn ársins árin 2000 og 2002. Hún sagði að þeir væru margir Íslendingarnir sem kæmu til að fá sér pyslu hjá sér og að þeim hefði fjölgað mikið eftir að ferðum milli Íslands og Danmerkur fjölgaði og eins eftir að hún setti ís- lenska fánann upp á vagnin. „Það er brjálað að gera hjá mér, enda er þetta besti vagninn í bænum,“ sagði Gerður Björg. Hún sagðist ánægð með lífið í Kaupmannahöfn og væri alls ekki á heimleið. Rithöfundurinn Guðlaugur Ara- son hefur búið lengi í Kaupmanna- höfn og hann hefur undanfarin fjögur ár staðið fyrir gönguferðum um Íslendingaslóðir í borginni. Gönguferðir Guðlaugs eru skipu- lagðar tvisvar í viku frá maí til september, á miðvikudögum og sunnudögum og er farið frá Ráð- húströppunum á Ráðhústorgi kl. GERÐUR Björg hefur búið í Dan- mörku í tæp 30 ár en hún byrjaði að vinna á veitingastöðum Þorsteins Viggóssonar í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Hún starfaði í fimm ár á ferju sem sigldi milli Kaup- mannahafnar og Oslóar og einnig sigldi hún tvö sumur til Færeyja. Pylsur hefur hún selt í um 13 ár. Gerður Björg á og rekur vagninn ásamt þýskum manni sínum, sem er danskur ríkisborgari og er vagninn gerður út allt árið um kring. Hún sagði að nokkuð rólegt væri á Strikinu fyrstu þrjá mánuði ársins en venjulega byrjaði fjörið um páskana og stæði fram að jólum. „Nú er sumarið komið og vonandi verður það langt og gott.“ Gerður Björg benti stolt á úr- klippur á pysluvagninum, þar sem fram kemur að danska blaðið Berl- ingske Tiderne hafi valið vagninn 13.00. Auk fastra ferða geta hópar pantað sérstakar gönguferðir um Íslendingaslóðirnar í borginni. Guðlaugur bendir á að stór og mik- ilvægur hluti Íslandssögunnar hafi gerst í Kaupmannahöfn og sjálfur er hann mjög fróður um þá sögu og segir skemmtilega frá henni á gönguferðum sínum. „Þeir eru margir sem hafa komið oft til Kaupmannahafnar en finnst þeir vera hér í fyrsta skipti þegar þeir fá söguna með í gönguferð- inni. Kaupmannahöfn er alveg makalaus borg séð frá íslenskri sögu. Ég reyni að fara um það svæði þar sem flestir Íslending- arnir bjuggu en Íslandssagan er hér á hverju götuhorni og hér er ótæmandi brunnur,“ sagði Guð- laugur. „Brjálað að gera, enda besti vagn- inn í bænum“ Morgunblaðið/Kristján Guðlaugur Arason rithöfundur fyrir framan Ráðhúsið í Kaupmannahöfn. Gerður Björg selur pylsur á Strikinu í Kaupmannahöfn árið um kring krkr@mbl.is Gerður Björg Guðfinnsdóttir frá Keflavík selur pylsur á Strikinu í Kaupmannahöfn. Kristján Kristjánsson fékk sér pylsu hjá Gerði sem á og rekur pylsuvagn þar ytra ásamt þýskum eiginmanni sínum. Gerður Björg Guðfinnsdóttir í pylsuvagni sínum á Strikinu í Kaupmannahöfn. Sumarlokanir sjúkradeilda LSH BUGL lok- uð í rúman mánuð í sumar BARNA- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss að Dalbraut 12 verður lokuð frá 4. júlí til 11. ágúst í sumar. Þá verður framhaldsmeðferð á Kleifarvegi fyrir börn og unglinga með geð- raskanir lokuð frá 6. júní til 11. ágúst. Starfsemi fleiri sjúkradeilda LSH sumarið 2003 verður skert. Dagdeild 20E á Barnaspítala Hringsins verður lokuð frá 7. júlí til 10. ágúst og rúmum á kven- lækningadeild 21A verður fækkað um rúmlega helming frá 31. maí–31. ágúst. Rúmum verður einnig fækkað á lýtalækningadeild, hjarta- og augnskurðdeild, al- mennri skurðdeild og þvagfæra- skurðdeildum. Þá er einnig fyrirsjáanlegur samdráttur í starfsemi á dag- og göngudeildum lyflæknasviðs. Einnig verða endurhæfingardeildir lokaðar tímabundið í sumar. Á öldrunarsviði er samdráttur fyrirsjáanlegur vegna skorts á fag- fólki til afleysinga. Þrjár af öldr- unardeildum LSH á Landakoti verða lokaðar tímabundið. Á geðsviði hefur verið ákveðið að loka Teigi, sjúkrahóteli við Flókagötu, frá 27. júní til 5. ágúst. AÐGENGI að heilbrigðistölfræði, aðferðir til þess að bæta það og nauð- syn þess að ýta undir betri nýtingu upplýsinga var meðal þess sem Sig- ríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri heil- brigðistölfræðisviðs landlæknisemb- ættisins, ræddi í erindi sínu á fræðslufundi landlæknisembættisins á dögunum. „Það fer fram heilmikil skráning í heilbrigðisþjónustunni, á sjúkrahús- um og heilsugæslustöðum og víðar. Megintilgangur skráningar, gagna- söfnunar og úrvinnslu er að draga saman upplýsingar sem nauðsynleg- ar eru til stjórnunar, eftirlits og stefnumörkunar og til að meta árangur heilbrigðisþjónustunnar. Sem dæmi má nefna upplýsingar um hvers konar heilsuvanda sem lands- menn eiga við að etja og hvaða úr- lausnir þeir fá hjá heilbrigðisþjón- ustunni,“ segir Sigríður. Hún bendir á að til þess að hægt sé að vinna með þessi gögn verði skrán- ingin að vera nokkuð samræmd, en landlæknisembættið gefur út tilmæli um hvað eigi að skrá að lágmarki í heilbrigðisþjónustu. Hún nefnir sem dæmi að á sjúkrahúsum verði að skrá ákveðin atriði um hvern sjúkling sem leggst inn eða kemur á göngudeild. „Við útvegum svo ýmiss konar flokk- unarkerfi, til dæmis eru allar sjúk- dómsgreiningar skráðar eftir alþjóð- legu flokkunarkerfi. Við sjáum einnig um að útvega alls konar stoð- upplýsingar sem eru nýttar við skráninguna. Landlæknisembættið hefur síðan það hlutverk að safna saman gögnum úr skráningunni og vinna úr þeim upplýsingar ,“ segir hún og bætir við að þessar tölulegu upplýsingar séu í auknum mæli birt- ar á vefnum. „Þar eru dregnar sam- an ýmsar tölulegar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. Hvað það lágu margir á sjúkrahúsum, fjöldi sam- skipta við heilsugæsluna, slys og eitt og annað.“ Mikil áhersla lögð á að samræma skráninguna Sigríður segir ýmislegt hafa breyst í þessu eins og gengur. Upp- lýsingatæknin hafi auðvitað líka haft áhrif á heilbrigðisþjónustuna og að- alkrafan sé sú að ferlið frá skráningu að nýtanlegum upplýsingum gangi hraðar fyrir sig. „Við leggum mikla áherslu á að samræma skráninguna svo við getum raunverulega borið saman það sem er skráð í einni stofn- un miðað við einhverja aðra, það sem hefur verið skráð á Íslandi miðað við Danmörku og svo framvegis,“ bendir hún á. Hún segir að jafnframt sé ver- ið að leita leiða til að ná þessum upp- lýsingum fyrr, svo mögulegt sé að vinna meira með þær og koma þeim fyrr út til þeirra sem á þeim þurfa að halda. „Þetta er gríðarlegt verkefni, það er mjög mikið skráð af upplýs- ingum og það er mjög mikil vinna við að samræma þær, en við höfum markað okkur stefnu og fylgjum ákveðnum verkáætlunum. Þá hefur verið unnið að endurskipulagningu gagnasöfnunar og úrvinnslu land- læknisembættisins um nokkurt skeið með það að markmiði að auðvelda og hraða gagnasöfnun.Við erum síðan að hugsa næstu skref núna,“ segir Sigríður. Að sögn hennar er hug- myndin sú að koma á fót svokölluðu vöruhúsi upplýsinga, stað þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar frá mörgum stofnunum á einum stað. Nú eru upplýsingarnar víða og oft reynist erfitt að nálgast auðveldustu upplýsingar, sem er nokkuð ljóst að þurfa að vera aðgengilegar. Leiðir til að bæta nýtingu heilsufarsupplýsinga UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir í nýju áliti að ríkislögreglustjóra hafi borið skylda til þess, samkvæmt stjórnsýslulögum, að veita lögreglu- manni kost á að koma að andmælum sínum vegna umsagna fyrrum yfir- manna hans hjá efnahagsbrotadeild. Kvartaði lögreglumaðurinn til um- boðsmanns yfir ákvörðun ríkislög- reglustjóra er hann réð í starf lög- reglufulltrúa við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Taldi lögreglu- maðurinn, sem var meðal umsækj- enda um starfið, að ríkislögreglu- stjóri hefði brotið gegn stjórnsýslu- lögum og góðum stjórnsýsluháttum við meðferð málsins. Það er einnig niðurstaða umboðs- manns að á það hafi skort að lög- reglumaðurinn fengi leiðbeiningar um heimild til þess að fá ákvörðun embættisins rökstudda. Hins vegar telur umboðsmaður Alþingis „að framangreindir annmarkar á máls- meðferð ríkislögreglustjóra við veit- ingu á umræddu starfi leiði ekki til ógildingar ákvörðunarinnar“. Er þeim tilmælum beint til ríkislög- reglustjóra að hann taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. Bar að ráða konu Kona var ráðin í umrætt starf lög- reglufulltrúa. Þegar lögreglumaður- inn óskaði eftir rökstuðningi á ráðn- ingu konunnar fékk hann m.a. þau svör frá ríkislögreglustjóra að þau hefðu verið talin jafnhæf þegar borin voru saman menntun, reynsla og starfsaldur. Síðan segir í svarbréfi ríkislög- reglustjóra, þar sem [B] er umrædd kona: „Á grundvelli laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96, 22. maí 2000 bar ríkislög- reglustjóra að velja konu til starfans. Þá réð einnig við val á umsækjend- um reynsla yfirmanna efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjórans af störfum yðar hjá deildinni. Umsögn þeirra er ekki til þess fallin að telja yður hæfari en [B].“ Annmarkar á málsmeðferð ríkislögreglu- stjóra Undirföt Náttföt Frábært úrval COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.