Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BARNALEIKRITIÐ Dýrin í Hálsa- skógi eftir Thorbjörn Egner verður sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í september og kom leikhópurinn saman til fyrstu æfingar á dögunum. „Leikrit Thorbjörns Egners hafa notið gífurlegra vinsælda á Íslandi allt frá því Kardemommubærinn var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1960,“ segir Melkorka Tekla Ólafs- dóttir leiklistarráðunautur Þjóðleik- hússins. „Sú hefð hefur skapast að gefa sem næst hverri kynslóð ís- lenskra barna kost á því að sjá á sviði tvö vinsælustu verk Egners, Dýrin í Hálsaskógi og Karde- mommubæinn, og segja má að bæði verkin hafi öðlast sess sem sígild barnaleikrit á íslensku leiksviði. Dýrin í Hálsaskógi var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1962 og er nú sviðsett í fjórða sinn.“ Að þessu sinni er það Þröstur Leó Gunnarsson sem fer með hlutverk hins sísvanga Mikka refs og Atli Rafn Sigurðarson leikur hinn snjalla og söngglaða Lilla klifurmús. Kjart- an Guðjónsson leikur Martein skóg- armús, Pálmi Gestsson fer með hlut- verk Hérastubbs bakara og bakaradrenginn leikur Friðrik Frið- riksson. Bangsapabbi og bangsam- amma eru þau Örn Árnason og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, en Örn kem- ur nú aftur til starfa við Þjóðleik- húsið eftir nokkurt hlé. Ragnheiður Steindórsdóttir leikur ömmu skóg- armús, sem víðfræg er fyrir flug sitt á regnhlíf. Húsamúsina leika þær Brynhildur Guðjónsdóttir og Arn- björg Hlíf Valsdóttir til skiptis. Manninn og konuna á bænum leika Randver Þorláksson og Anna Krist- ín Arngrímsdóttir. Björgvin Franz Gíslason leikur Patta broddgölt og hundinn Hannibal. Margrét Guð- mundsdóttir leikur krákuna og Sig- ríður Þorvaldsdóttir ugluna. Auk þess munu nokkur börn taka þátt í sýningunni. Tónlistin í Dýrunum í Hálsaskógi er eftir Thorbjörn Egner og Christ- ian Hartmann. Þýðandi verksins er Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk þýddi ljóðin. Um dansa og sviðshreyfingar sér Ástrós Gunn- arsdóttir, lýsingu annast Halldór Örn Óskarsson, búninga gerir Þór- unn María Jónsdóttir og höfundur leikmyndar er Brian Pilkington. Hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jó- hannsson og leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson. Dýrin í Hálsaskógi á fjölum Þjóðleikhússins næsta vetur Morgunblaðið/Jim Smart Leikarar og aðstandendur sýningarinnar Dýrin í Hálsaskógi tóku sér hlé frá samlestrinum fyrir ljósmyndara. ÞRÍTUGASTA starfsári Söngskól- ans í Reykjavík er nú að ljúka. Um 180 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og luku 158 stigpróf- um í söng, þar af luku 15. nemendur 8. stigi, lokaprófi úr almennri deild. 7 nemendur tóku lokapróf úr fram- haldsdeildum einsöngvara og söng- kennara. 34 kennarar; söngkennarar, pí- anóleikarar og kjarnagreinakennar- ar eru starfandi við skólann, skóla- stjóri er Garðar Cortes. Söngskólinn fær árlega prófdómara á vegum „The Associated Board of the Royal Schools of Music“ í London. Að þessu sinni dæmdi prof. Timothy Barratt prófárangur nemenda. Auk prófdómarastarfa fyrir ABRSM er hann prófessor við „The Royal Aca- demy of Music“ í London Skólaslit og afhending prófskír- teina fara fram á morgun, fimmtu- daginn kl. 14.30 í Tónlistarhúsinu Ými v. Skógarhlíð. Að skólaslitum loknum, kl. 16 eru lokatónleikar skólans, þar sem fram koma nem- endur á efri stigum námsins ásamt píanóleikurum skólans. Efnisskráin er fjölbreytt, íslensk og erlend söng- lög, lög úr söngleikjum og atriði úr óperum. Á myndinni eru lokaprófs-nem- endur úr Söngskólanum. Aftasta röð f.v.: María Jónsdóttir, Bentína Sig- rún Tryggvadóttir, Ásgerður Júníusdóttir, Hafsteinn Þórólfsson, Lárus S. Lárusson, Svanlaug Árna- dóttir, Hlín Leifsdóttir. Miðröð: Hulda Dögg Proppé, Regína Unnur Ólafsdóttir, Áslaug Helga Hálfdán- ardóttir, Garðar Cortes skólastjóri, Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, Elísa- bet Ólafsdóttir, Hanna Björk Guð- jónsdóttir. Fremsta röð: Sibylle Köll, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Ida Heinrich, Erna Hlín Guðjóns- dóttir, Gunnhildur Júlíusdóttir. Fjarverandi voru: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Hólmfríður Jóhann- esdóttir, Helga Magnúsdóttir og Ólafur Þ. Þorsteinsson. Söngskóla Reykjavíkur slitið í 30. sinnNÚ geta strákar áaldrinum 11–13 ára farið að leggja drög að því að komast í karlakór síðarmeir, og stelpur á sama aldri geta að sama skapi farið að vinna að raddþjálfun sinni. Söngskólinn í Reykja- vík býður nefnilega frá og með hausti upp á nám fyrir þennan aldurshóp í stúlkna- deild og drengjadeild. Sérþjálfaðir kennarar sem unnið hafa með barnaraddir annast kennsluna, en í náminu verður boð- ið upp á raddþjálfun einn tíma í viku í fimm manna hópi, eina og hálfa klukkustund á viku í sam- söng, og klukkustund á viku í tón- fræðum. Margrét Bóasdóttir hefur haft skipulagningu deildarinnar með höndum, en hún kom einnig á fót unglingadeild fyrir eldri krakka við skólann fyrir nokkrum árum. „Það er talsverður munur á því að barn syngi eða leiki á hljóð- færi,“ segir Margrét. „Ef þú lærir á hljóð- færi verðurðu að æfa þig reglulega, en það að æfa sig í söng er öðruvísi. Barn sem hefur gaman af því að syngja syngur meira og lærir fleiri lög, en er ekki endilega að stilla sér upp með nót- ur á sama hátt og krakkinn í hljóðfæra- námi. Það er svolítið önnur upplifun að syngja en að læra á hljóðfæri. Þessi náms- braut er hugsuð sem kostur fyrir börn á þessum aldri, sem langar að syngja, en hafa ekki vettvang til þess.“ Margrét segir að börnin verði ekki látin syngja óperuaríur eða neitt þvíumlíkt, heldur bara hvers- dagsleg lög sem fólk kann, eins og Öxar við ána og Blátt lítið blóm eitt er, svo dæmi séu tekin. „Reynslan úr unglingadeildinni hefur kennt okkur að krökkunum þykir mjög gaman að syngja þessi lög sem ekki hafa verið sungin mikið síð- ustu ár, af því að þau hafa verið af- skrifuð sem gamaldags og púkó. Þau eru það ekki. Við syngjum því ekki Metallica-lög eða Led Zeppel- in, en leggjum þeim mun meiri áherslu á að börnin njóti þess að syngja saman í hópi. Það sem okk- ur liggur líka á hjarta er að strákar hafa nánast verið fyrirfram dæmd- ir í boltann, – það er aðeins einn drengjakór á landinu og því fá tækifæri fyrir stráka að iðka söng. Mér finnst það skipta miklu máli að drengjum sé boðið upp á það að syngja. Þeir geta auðvitað verið í boltanum líka.“ Líkaminn myndar gleðiefni Margrét segir reynsluna úr kórastarfi benda til þess að strákar á þessum aldri vilji síður syngja með stelpum, aðeins örfáir harki af sér í kórum sem eru að miklum meirihluta skipaðir stelpum. „Það er mikil útrás sem fólk fær út úr því að syngja og mikil gleði, og það er margsannað mál að líkaminn myndar gleðiefnið endorfín við söng.“ Söngskólinn stofnar deild- ir fyrir 11–13 ára börn Margrét Bóasdóttir HOLLENSKA myndlistarkon- an Dorine van Delft hefur dval- ið í gestavinnustofu SÍM og Listasafns Reykjavíkur nú í maí og hefur opnað sýningu í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16. Sýninguna nefnir hún: Will Hydrogen Effect You? Sýningin er opin alla daga, nema uppstigningardag, kl. 10– 16 og lýkur á föstudag. Myndlistar- sýning í SÍM-húsinu BÓKASALUR Þjóðmenningarhúss- ins er helgaður ritmenningu Íslend- inga. Í bókasalnum hefur nú verið sett upp sumarsýning sem ber yf- irskriftina Íslendingasögur á er- lendum málum. Sýningunni er ætl- að að gefa gestum innsýn í bókmenntaarfinn um leið og athygli þeirra er vakin á því að fjölmargar útgáfur Íslendingasagna eru til á erlendum málum. Sumarsýningin er samvinnuverk- efni Þjóðmenningarhúss og Lands- bókasafns Íslands – Háskólabóka- safns, sem setur upp sýninguna í bókasal Þjóðmenningarhúss. Sýningin rímar vel við tvær meg- insýningar hússins sem eru Hand- ritin og Landnám og Vínlandsferð- ir. Sumarsýningin stendur út ágúst- mánuð. Sumarsýning opn- uð í bókasal Þjóð- menningarhússins STAÐARLISTAMAÐUR í Skálholti árið 2003 er Björg Þorsteinsdóttir og stendur nú yfir sýning á verkum hennar í matsal og á göngum skólans. Þar eru um tuttugu akrýl- og vatnslitamyndir, flest eru verkin frá síðasta ári. Björg stundaði myndlistar- nám í Reykjavík, Stuttgart og París. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Verk eftir Björgu eru í eigu helstu listasafna hér á landi. Verkin í Skálholti eru öll til sölu og stendur sýningin fram í september nk. Sýning á verkum staðar- listamanns Verk eftir Björgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.