Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 29 ðinn í þessum viðskiptum rot af þessu tagi er við höfum a á þessu stigi að fleiri ein- em tekur nú við er að fara yfir á og ákveða hverjir verða kall- ki verið tekin afstaða til þess málinu ef til þess kemur. „Oft því í hvaða landi menn eru.“ gum málum sem þessum seg- x mánuðum upp í fjögur ár. ings um yfirtöku lágu fyrir rmaður Kaupþings Bún- ri Kaupþings, segir að þegar ordiska og greiddi fyrir með rirtækinu Aragon í júní á síð- nnt að fyrirtækið ætti kaup- rdiska til viðbótar, sem hefði urinn færi yfir 40% og yf- t sænskum lögum. „Á sama nungis fyrsta skrefið í þeirri diska,“ segir Sigurður og seg- gar hafi verið misnotaðar, þar fyrir þegar á þessum tíma. milljónir íslenskra króna ar, stjórnarformanns Bakka- ð húsleitinni á heimili Lýðs varar Group, og á skrifstofu naleit vegna hugsanlegra inn- asvik áttu að tengjast kaup- um og sölu á hlutabréfum í JP Nordiska.“ Alls keypti Bakkabræður, sameignarfélag þeirra bræðra Ágústs og Lýðs, bréf í JP Nordiska fyrir rúma 4,1 milljón sænskra króna á tímabilinu 11. júní 2002 til 27. júní 2002. „Við bræðurnir höfum rekið okkar fyrirtæki í 17 ár og byggt það upp frá upphafi. Hjá Bakkavör Group starfa 2.400 manns og við höfum byggt upp persónulega sex milljarða eigið fé. Við, sem höfum aldrei mátt vamm okkar vita og höfum aldrei gefið yfirlýsingar sem ekki hafa staðist, skyldum hætta þessu öllu fyrir áætlaðan tíu milljóna króna hagnað. Af því að einhver ætti að hafa hvíslað því að okkur að þetta væri frábært tæki- færi. Yfirlýsingar forráðamanna Kaupþings um hugsanlega yf- irtöku voru gefnar út opinberlega áður en við keyptum bréf í JP Nordiska. Tíu milljónir eru mikið fé en í samhengi við það sem við höfum verið að gera er ósennilegt að við hefðum hætt því öllu fyrir þá fjárhæð. Það sem um er að ræða er orðspor okkar og í raun lífið sjálft,“ segir Lýður. Lýður segir að engin gögn hafi verið tekin við húsleit á heimili hans í London en farið hafi verið yfir hans persónulegu muni. Hann hafi verið staddur á Íslandi en kona hans og barn heima við í London. Á skrifstofu Bakkavarar Group í London var tekið eitt blað sem var algjörlega óviðkomandi hlutabréf- unum, stílabók frá Ágústi, fundabók Lýðs frá síðasta ári og tómir disklingar af skrifstofu Ágústs. Að sögn Lýðs fór Ágúst til London í gær, strax og fréttist af húsleitinni. Enda starfi um tvö þúsund manns þar og það fólk hafi ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar lið lögreglu- manna kom þangað inn með húsleitarheimild. Aðspurður segist hann ekki vita hvaða aðrir einstaklingar séu til rannsóknar í þessu máli. Ágúst segir að aldrei hafi staðið til hjá þeim bræðrum að selja þessi hlutabréf í JP Nordiska enda séu þau grunnurinn að langtímaáætlun þeirra um að eignast umtalsverðan hlut í Kaupþingi sem gerist á næstu sex mánuðum. rjasvik með a rannsökuð leit í íbúðum og skrifstofum í fimm löndum í gær vegna a bankanum JP Nordiska í fyrra. Rannsóknin beinist ekki ordiska síðastliðið sumar. Meðal þeirra sem gerð var hús- á Íslandi, Svíþjóð, Englandi, Lúxemborg og Þýskalandi. Kaupþing banki hf. ekki til rannsóknar Í FRÉTTATILKYNNINGU frá Ríkislög- reglustjóra sem barst í gær segir: „Samkvæmt yfirlýsingu Ekobrottsmyndig- heten í Svíþjóð eru til rannsóknar þar í landi ætluð innherjasvik sex einstaklinga sem grun- aðir eru um að hafa notfært sér trúnaðar- upplýsingar sem þeir eru taldir hafa búið yfir um kaup Kaupþings banka hf. á hlutabréfum í J.P. Nordiska í Svíþjóð á síðastliðnu ári, til þess að kaupa hlutabréf sjálfir eða í nafni félaga sem þeir tengjast. Erindi barst Ríkislögreglustjór- anum um að aðstoða á grundvelli laga og al- þjóða samninga um gagnkvæma réttaraðstoð í desember 2002 til gagnaöflunnar sem fram fer samtímis nú í dag í þrem löndum auk Íslands og Svíþjóðar. Ekkert brot er til rannsóknar á Ís- landi og þeir sem til rannsóknar eru, hvorki búa né starfa á Íslandi. Rannsókn þessa máls beinist ekki að Kaupþingi banka hf.“ „ÞETTA snýst um viðskipti í Svíþjóð með sænsk verðbréf þannig að þetta er ekki undir lögsögu okkar. Við höfum hins vegar fylgst með málinu og verið í samskiptum við eftirlitið í Svíþjóð út af því og tókum þátt í upplýs- ingaöfluninni í morgun. Að öðru leyti er þetta mál og úr- vinnsla þess á forræði sænskra yfirvalda,“ sagði Páll Gunnar Pálsson forstjóri Fjármála- eftirlitsins. Hann sagði að Fjármálaeftirlitið hefði vitað af málinu um nokkra hríð og mundi áfram fylgjast með því og hvort það hefði ein- hverja þýðingu fyrir eftirlitið hér á landi. Ekk- ert benti þó til þess á þessu stigi. Á forræði sænskra yfirvalda „RANNSÓKNIN beinist gegn viðskiptavinum okkar, en ekki gegn Kaupþingi, og þetta snýst ekki um persónu- leg viðskipti starfsmanna,“ sagði Hreiðar Már Sigurðs- son, forstjóri Kaupþings. Hann sagði málið snúast um ætluð innherjasvik með hlutabréf í JP Nordiska, en með innherjasvikum er átt við það þegar menn eiga viðskipti með hlutabréf í skráðu félagi og búa yfir upplýsingum sem aðrir hafa ekki að- gang að og eru líklegar til að hafa áhrif á verðið. Hreiðar sagði ekki hafa verið sannað að um innherjasvik hefði verið að ræða en rannsóknin snerist um að færa sönnur á þær grunsemdir sem væru fyrir hendi. „Lögreglan kom hingað fyrir klukkan átta í morgun til að afla gagna,“ sagði Hreiðar, og sagði jafnframt að Kaupþing hefði ekkert vitað um málið fyrir þann tíma. „Lögreglan hafði húsleitarheimild meðferðis ef við skyldum ekki vera samvinnuþýðir, en við vorum það auðvitað og afhentum þau gögn sem þeir báðu um. Þetta gekk mjög vel fyrir sig.“ Hreiðar sagði aðspurður að þetta mál myndi engin áhrif hafa á samruna Kaupþings við JP Nordiska eða Búnaðarbankann, enda væri hvor tveggja samruninn genginn í gegn. Spurður um hugsanleg áhrif á ímynd félagsins eða viðskipti þess sagðist hann ekki búast við að þetta hefði áhrif þar á. Snýst ekki um persónuleg við- skipti starfsmanna ÞÓRÐUR Friðjónsson, for- stjóri Kauphallar Íslands, segir að Kauphöllin muni ekki bregðast við fréttum um rannsókn efnahags- brotadeildar sænsku lög- reglunnar með því að loka fyrir viðskipti með bréf Kaupþings Búnaðarbanka í Kauphöllinni. Segir hann að málið snúi fremur, eins og það lítur út núna, að Kauphöllinni í Stokk- hólmi og sænskum yfirvöldum. Því sé það hvorki fjárfestum eða hluthöfum til hagsbóta að loka fyrir viðskipti með félagið. Hann seg- ist heldur ekki eiga von á því að sænska kaup- höllin loki fyrir viðskipti með Kaupþing þar. Aðspurður segir hann að ef ástæða sé til muni Kauphöll Íslands hafa samráð við sænsku kauphöllina um aðgerðir. Hins vegar sé engin ástæða til að ætla að til þess komi. Ekki lokað fyrir viðskipti ALF L. Johansson, aðalsaksóknari Ekobrottsmyndigheten, efnahags- brotadeildar sænsku lögreglunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að JP Nordiska- málinu hafi verið vísað til lögreglunnar af sænska fjármálaeftirlitinu (Finans- inspektionen) í október á síðasta ári. Bent hafi verið á að nokkrir einstaklingar hafi síð- astliðið sumar keypt mikið af hlutabréfum í JP Nordiska skömmu áður en Kaupþing gerði yfirtökutilboð í bankann. Tengsl ein- staklinganna við þau viðskipti séu nægilega sterk til að grunur leiki á að um mjög alvar- leg innherjaviðskipti hafi verið að ræða. Frá því í október hefur verið unnið að rannsókn málsins og samhæfingu aðgerða lögreglu- yfirvalda í fimm ríkjum. Johansson segir að um sex einstaklinga sé að ræða, jafnt Svía sem erlenda ríkisborg- ara. Hagnað einstaklinganna sex af við- skiptum þessum segir hann hafa numið um fimm milljónum sænskra króna en það jafn- gildir rúmlega 45 milljónum íslenskra króna. „Ef við lítum eingöngu á hagnaðinn í þess- um viðskiptum þá gæti þetta orðið umfangs- mesta brot af þessu tagi er við höfum séð í Svíþjóð,“ segir Johansson. Hann segir ekki hægt að útiloka á þessu stigi að fleiri einstaklingar tengist málinu. „Það sem tekur nú við er að fara yfir þau gögn er við höfum lagt hald á og ákveða hverjir verða kallaðir til yfirheyrslu.“ Johansson segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvar ákærur verða gefnar út í málinu eftil þess kemur. „Oft eru brot sem þessi refsiverð óháð því í hvaða landi menn eru.“ Sænska refsirammann í alvarlegum mál- um sem þessum segir hann vera fangels- isdóma frá sex mánuðum upp í fjögur ár. Saksóknari efnahagsbrota- deildar sænsku lögreglunnar Gæti reynst umfangsmesta brot sinnar teg- undar í Svíþjóð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Bakkavör Group hf.: „Í framhaldi af umfjöllun um rannsókn á ætl- uðum ólögmætum innherjaviðskiptum með hlutabréf í sænska bankanum JP Nordiska AB skal upplýst að skrifstofa Bakkavarar Group hf. í Lundúnum var heimsótt til gagnaöflunar. Tekið skal fram að rannsóknin beinist ekki á nokkurn hátt að Bakkavör Group hf.“ „Rannsókn beinist ekki að Bakkavör Group“ EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist Morg- unblaðinu frá Bakkabræðrum sf. í tengslum við rannsókn á ætluðum innherjasvikum vegna við- skipta með hlutabréf í sænska bankanum JP Nordiska. Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins. „Sameignarfélag okkar bræðra, Bakkabræður sf., keypti þrívegis á tímabilinu 11. júní til 27. júní 2002 hlutabréf í sænska bankanum JP Nordiska. Viðskiptin voru eftirfarandi:“ „Samtals keyptum við því 471.000 hluti og greiddum fyrir þá 4.141.208 sænskar krónur, eða sem nemur um 38,5 milljónum íslenskra króna. Svo virðist sem tímasetning þessara hluta- bréfakaupa orki tvímælis hjá sænskum yfir- völdum og sé forsenda rannsóknarinnar. Munum við því útskýra hér á hvaða forsendum þessi kaup fóru fram og setja tímasetningarnar í sam- hengi.“ Meiri líkur en minni á auknum hlut Kaupþings „Hinn 7. júní 2002 var kynnt að samkomulag hefði tekist um kaup á öllum hlutabréfum í Aragon Holding AB í skiptum fyrir hluti í JP Nordiska AB. Aragon var þá nær allt í eigu Kaupþings banka, sem fékk 28% hlut í JP Nord- iska. Þetta þótti allnokkur frétt á Íslandi og þó sérstaklega í Svíþjóð. Á kynningarfundi sem haldinn var í Svíþjóð þennan dag í tengslum við samrunann sagði Sigurður Einarsson, þá for- stjóri Kaupþings banka, aðspurður að hann teldi meiri líkur en minni á að Kaupþing banki myndi auka hlut sinn í JP Nordiska, en við samrunann varð Kaupþing banki langstærsti einstaki hlut- hafi hins sænska banka. Þremur dögum síðar eða hinn 10. júní birtist tilkynning í Kauphöll Íslands (þá Verðbréfaþing Íslands) og í kauphöllinni í Stokkhólmi (Stock- holmsbörsen) um að Kaupþing banki hefði gert „Ásakanir um innherjasvik eiga ekki við rök að styðjast“ Morgunblaðið/Þorkell Lýður Guðmundsson og Ágúst Guðmundsson, eigendur Bakkabræðra sf. eignast 40% í JP Nordiska AB“. Í frétt blaðsins er haft eftir Hreiðari Má Sig- urðssyni að Kaupþing banki sé nú langstærsti hluthafinn í JP Nordiska og útlit sé fyrir að hlut- urinn muni enn stækka. Orðrétt er haft eftir Hreiðari: „Þetta er í samræmi við það sem við höfum lýst yfir áður um fyrirhugaðan vöxt á Norðurlöndum.“ Í sömu frétt í Morgunblaðinu er ennfremur rætt um möguleika á sameiningu JP Nordiska við Kaupþing banka. Þá er ennfremur rætt um væntan afkomubata JP Nordiska vegna samrun- ans við Aragon. Hinn 12. júní birtist svo frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Svipað stór og Búnaðar- bankinn“ og var yfirfyrirsögnin „Hugsanleg sameining Kaupþings banka og JP Nordiska AB“. Var sameinaður banki, þ.e. Kaupþing banki og JP Nordiska, þar borinn saman við aðra banka á Íslandi.“ Bréfin aldrei verið seld „Í ljósi allra þessara opinberu upplýsinga töld- um við bræður það vænlegan kost að kaupa hlutabréf í JP Nordiska. Allt tal um að við höfum búið yfir innherjaupplýsingum á ekki við rök að styðjast. Þá hefur í meginatriðum ekkert gerst í málefnum JP Nordiska, sem ekki hafði þegar verið rætt um í fjölmiðlum og á fréttamanna- fundum fyrir fyrstu kaup okkar á hlutum í JP Nordiska. Það er okkur í raun fremur umhugs- unarefni af hverju fleiri fetuðu ekki í fótspor okk- ar og keyptu hlutabréf í JP Nordiska. Við viljum að það komi fram að ætlaður óinn- leystur hagnaður okkar af kaupum á hlutabréf- um í JP Nordiska nam um einni milljón sænskra króna. Við höfum aldrei selt hlutabréf í JP Nord- iska og þau hlutabréf í Kaupþingi banka sem við fengum í skiptum fyrir hlutabréfin í JP Nordiska eru enn í eigu okkar. Nokkrum mánuðum eftir þessi hlutabréfa- kaup í JP Nordiska, eða í lok desember 2002, gerðumst við bræðurnir hluthafar í Meiði ehf. sem nú er stærsti hluthafi Kaupþings Búnaðar- banka hf. Virðingarfyllst, Ágúst Guðmundsson Lýður Guðmundsson.“ samning um kaup- og sölurétt á allt að 7,8 millj- ónum hluta í JP Nordiska til viðbótar. Ljóst var þá að ef Kaupþing banki myndi nýta sér kauprétt sinn myndi bankinn eignast yfir 40% hlutafjár í JP Nordiska. Svo stór eignarhluti myndi sjálf- krafa leiða til þess að Kaupþingi banka yrði gert skylt að gera öllum hluthöfum JP Nordiska yf- irtökutilboð.“ „Næsta dag, hinn 11. júní, birtist frétt í Morg- unblaðinu undir fyrirsögninni „Kaupþing getur ! " ! " ! " %     #  # #    &'&'(       !"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.