Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 35 ir því. Við Fríða áttum margar góðar stundir saman bæði hérlendis og að ógleymdum ferðum okkar til útlanda er við sóttum saman námskeið. Ég þakka Fríðu fyrir allar samveru- stundirnar þar sem gleði hennar og næmi á skoplegar hliðar lífsins réðu ríkjum. Votta ég fjölskyldu hennar og ástvinum samúð mína. Drottinn taktu vel á móti vinkonu minni Arnfríði Ís- aksdóttur. Guðrún Magnúsdóttir. Ein merkasta kona innan hárgreiðslustéttarinnar er fallin frá. Mín fyrstu kynni af þessari merku konu er minning úr barnæsku minni. Þá fór ég með mömmu þegar hún fór í lagningu hjá Fríðu í Permu sem þá var með stofu í kjallaranum heima hjá sér í Garðsenda, rétt fyrir neðan Sogaveginn. Samhljómurinn var sá sami, afi og amma áttu heima á Garðsenda í Eyrarsveit og því vorum við Fríða og Óskar tengd að mínu mati. Í minningunni var þar löng röð af konum með þurrkuhjálmana yfir höfði sér og vegna hávaða frá þurrk- unum töluðu allir hátt. Það var því einhvern veginn eðlilegt að þegar ég kynntist Fríðu sem fullorðinn maður að hún talaði hátt og lét vel í sér heyra. Fyrstu kynni okkar urðu hatröm. Ég formaður nemafélagsins og hún meistara. Fyrsta og eina verkfall sveina skall á og það var hart barist. Seinna vorum við saman í stjórn þeg- ar ég var orðinn vitrari og meistari og unnum við þá saman bæði hér og er- lendis. Fríða var einstök kona, hreinskipt- in og blátt áfram. Maður vissi alltaf hvar maður hafði hana hvort sem manni líkaði betur eða verr. Við fór- um margar ferðir til útlanda saman á vegum alþjóðasamtaka hársnyrti- fólks. Fyrst 1985 til Parísar og síðan í Evrópukeppnina í Vín sama ár. Það var fyrsta keppni Íslands innan CIC og OIC. Það var stór stund fyrir okk- ur og Fríða var dómari. Fjórir kepp- endur í hárgreiðslu og við áttum ekki að fá að vera með vegna formgalla til- kynningar um þátttöku. Ég reyndi allt sem ég gat en ekki gekk neitt. Fríða gafst ekki upp og náði sam- bandi við Wella, gamla karla sem við skildum hvorugt og allt einu var allt hægt. Við vorum inni í þessari fyrstu keppni Íslands og fleiri keppnir fylgdu á eftir. Fríða einfaldlega gat ekki gefist upp. Og það var hún sem reddaði því og hafði ekki hugmynd um hvers vegna. Að ferðast með Fríðu var á stund- um skondið. Hún bar ekki tilfinningar sínar utan á sér en það fór ekki á milli mála að hún elskaði fjölskyldu sína. Óskar minn, Óli minn, Björg mín, Lára mín og Helgi Rúnar. Á ferðum okkar talaði hún stanslaust um fjöl- skylduna og það voru ekki bara börn- in heldur börn systkina hennar líka. Guðfinna, Helga og Sigurveig og tengdadóttirin lærðu hjá henni. Hún var sem sönn ættmóðir og margir eiga henni gott líf að þakka. Það má segja að Fríða hafi verið stjórnsöm en hún vildi vel og var óeig- ingjörn og í reynd þá var það gaman að vinna með henni að félagsmálum. Hún fékk verðlaun frá alþjóðasam- tökum hárgreiðslufólks fyrir störf sín 1990 í Rotterdam. Það er mikill missir að Fríðu og ég hef saknað hennar mikið frá því hún hætti að vinna að fé- lagsmálum með okkur. Því miður fékk hún aldrei þá viðurkenningu sem hún átti skilið frá okkur. Ef einhver hefði átt skilið Fálka- orðu fyrir félagsstörf þá var það Fríða. Óskar og börn, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Torfi Geirmundsson. ✝ HrafnhildurFlosadóttir fæddist á Hrafns- stöðum í Köldukinn 8. ágúst 1935. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Húsa- vík 21. maí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þóra Sigurlaug Sigur- geirsdóttir, f. 23. september 1903, d. 31. mars 1996, og Flosi Sigurðsson, f. 7. nóvember 1904, d. 16. apríl 1979. Systk- ini Hrafnhildar eru Sigurður Gunnar, f. 24. ágúst 1930, Þóra Kristín, f. 26. september 1933, Guðrún, f. 10. nóv- ember 1940, og Jón- ína Hanna, f. 5. maí 1943. Fóstursystur hennar eru Hallfríð- ur Ingibjörg Ragn- arsdóttir, f. 14. októ- ber 1939, og Sig- ríður Sveinbjarnar- dóttur, f. 31. ágúst 1952. Maður Hrafnhild- ar var Björn Sig- urðsson, f. 10. ágúst 1917, d. 4. septem- ber 2000. Útför Hrafnhildar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hrafnhildur eða Bíbí eins og hún var kölluð var móðursystir mín. Ég á margar góðar minningar um hana frá því ég var lítil stelpa og einnig á síð- ari árum. Ég man alltaf hvað það var gaman og gott að heimsækja hana og Bjössa manninn hennar í Munka- þverárstrætið. Ég minnist þess aldr- ei að hafa leiðst að heimsækja þau en það er gjarnan svoleiðis með börn að þau hafa ekki gaman af að heim- sækja fullorðnar frænkur og frænd- ur. Þegar ég hugsa til heimsóknanna í Munkaþverárstræti man ég alltaf eftir skotinu hjá ísskápnum, þar sem var svo gaman að fela sig, ekki síst þegar Bjössi stillti sér upp fyrir framan mig og faldi mig þannig enn betur. Ég man líka eftir svefnbekkn- um góða sem ég gat alltaf lagt mig í ef ég var þreytt. Í eitt skiptið mátti ég leika mér í baðvaskinum með dót sem ég hafði eignast fyrr um daginn og þegar kom í ljós að það rann smátt og smátt úr vaskinum var því reddað fyrir mig. Bíbí hafði auga fyrir fallegum hlut- um og lagði mikið upp úr því að eiga fallegt og snyrtilegt heimili. Það sem gaf heimili hennar þó mest gildi að mínu mati voru þau listaverk sem hún gerði sjálf. Bíbí bjó yfir miklum hæfileikum en var ekki að flíka þeim því að sama skapi var hún hlédræg. Hún teiknaði og málaði myndir og smíðaði ýmsa fallega hluti úr tré, auk þess sem hún sinnti ýmiss konar við- haldi á heimili sínu. Bíbí fékkst einn- ig við það að setja saman vísur. Þegar ég flutti til Akureyrar til að hefja háskólanám má segja að kynni okkar Bíbíar hafi styrkst. Ég heim- sótti hana alltaf annað slagið, en þá var hún flutt upp í Lindarsíðu. Hún hafði mikinn áhuga á að fylgjast með hvernig mér gengi í náminu og ég fann að hún hafði mikla trú á mér sem gaf mér mikið. Við áttum saman góðar stundir þegar ég las fyrir hana ritgerðir sem ég gerði og umsagnir kennara minna um þau. Í lok ævi sinnar var Bíbí mikið veik og dvaldist af þeim sökum á Heil- brigðisstofnuninni á Húsavík. Hún var ósátt við að fá ekki pláss á Ak- ureyri þar sem hún hafði búið meiri hluta ævi sinnar. Bíbí naut góðrar umönnunar á Húsavík og vil ég þakka starfsfólki Heilbrigðisstofnun- innar fyrir að annast frænku mína svo vel. Petrea Guðný Sigurðardóttir. Elsku Bíbí. Það er erfitt að lýsa eins yndislegri konu og þér í fáeinum orðum. Þú varst einstök, svo hjartahlý og hrein, heiðarleg, um- hyggjusöm og góð. Þessi orð lýsa einnig systkinum þínum. Þú varst kona sem öllum þótti vænt um. Þar nefni ég þó fyrst litlu hnokkana mína tvo. Þeir töluðu og hugsuðu mikið um Bíbí frænku, litu upp til þín. Þeim þótti svo gaman að sjá þig og hitta. Ég man að eitt af fyrstu orðum þeirra var „Bíbí“, þar áttu þeir þó ekki við fugla heldur hana Bíbí frænku sína. Mér er einnig ofarlega í huga þeg- ar eldri drengurinn minn fór að há- gráta og setti stóra skeifu á munninn, eftir að hafa heimsótt þig á sjúkra- húsið á Akureyri. Honum fannst sem hann væri hálfvanmáttugur að geta lítið sem ekkert hjálpað þér. Hann hefur þó gert það, því þú brostir svo blítt til þeirra og ljómaðir þegar þú sást þá. Þeir söknuðu þín svo ómælt þegar þú varst flutt austur og fannst svo yndislegt að sjá þig í heimsókn- inni um daginn. Þeir vissu að Bíbí frænka var lasin og þreytt, svo þeir báðu fyrir þér á hverju einasta kvöldi, beint frá sínum hjörtum. Það munum við áfram gera. Elsku Bíbí mín, takk fyrir að hafa tekið mér svo opnum örmum, mér fannst svo gott að vera nálægt þér. Þú munt sennilega aldrei vita hve mikið mér fannst til þín koma eða hve vænt mér þykir um þig. Ég er búin að missa vinkonu, ein- hverja sem ég hefði viljað kynnast betur og þekkja lengur. Elsku Bíbí, þín mun ávallt verða minnst á mínu heimili og einkenni þín, hlýjan, kærleikurinn og heiðar- leikinn munu vera í heiðri höfð hér. Þú skildir eftir svo mikla hlýju, sem við sem eftir stöndum munum aldrei gleyma. Við elskum þig öll og munum sakna þín sárt. Kristín Sigurðardóttir, Steinþór G. Sigurðsson, Sigurður Már Steinþórsson og Ágúst Már Steinþórsson. HRAFNHILDUR FLOSADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Arn- fríði Ísaksdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Erfisdrykkjur Persónuleg þjónusta fagmanna Breiðholtsbakarí V e i s l u þ j ó n u s t a Drafnarfel l i – s ími 557 4513 LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN BIRGIR INGÓLFSSON, sem lést á Spáni föstudaginn 25. apríl, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 30. maí kl. 13.30. Sigurlaug Sturlaugsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, Ragnar Konráðsson, Ingólfur Aðalsteinsson, Ólöf Sveinsdóttir, Matthildur Aðalsteinsdóttir, Ágúst Þór Sigurðsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, Litla-Hofi, Öræfum, lést mánudaginn 26. maí. Jarðsungið verður frá Hofskirkju laugardaginn 31. maí kl. 16.00. Halla J. Gunnarsdóttir, Sigurjón Þ. Gunnarsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Bryndís Gunnarsdóttir, Jón Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Fósturfaðir okkar, KARL JÚLÍUS EIÐSSON, áður til heimilis á Laugavegi 159a, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánu- daginn 26. maí . Aðstandendur. Faðir minn, ÁSGEIR SIGURÐSSON, Fjólugötu 25, lést á Landspítala Hringbraut fimmtudaginn 22. maí. Jarðarförin fer fram frá Staðarfelli, Dölum, laugardaginn 31. maí kl. 14.00. Sigurbjörg Ásgeirsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Laugarásvegi 64, sem lést á Landspítala við Hringbraut mið- vikudaginn 21. maí sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 30. maí kl. 15.00. Hannes Guðmundsson, Ragnhildur Hannesdóttir, Gylfi Gunnlaugsson, Gerður Hannesdóttir, Gunnar O. Skaptason, Edda Hannesdóttir, Einar S. Sigurjónsson, Guðrún Hannesdóttir, Guðmundur Þ. Þórhallsson og barnabörn. Eiginkona mín, HALLA SIGTRYGGSDÓTTIR, lést á Heilbrigðistofnuninni Blönduósi þriðju- dagsmorgunin 27. maí. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd mína og fjölskyldunnar, Baldur G. Bjarnasen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.