Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR George W. Bush var rík- isstjóri Texas spurðu gestir hans í jólaveislu í ríkisstjórasetrinu í Austin hvenær hann hygðist fara til Washington og taka við embætti Bandaríkjaforseta. Hann virti fyrir sér veislugestina, er snæddu mexíkanskan mat í sal sem skreytt- ur var með mexíkóhöttum og kú- rekastígvélum, og svaraði: „Mér liggur ekkert á. Ég hef megnustu óbeit á veislum.“ Frá því að Harry S. Truman spil- aði póker við vini sína í stað þess að sækja veislur yfirstéttarinnar í Washington hefur enginn banda- rískur forseti haft jafnmegna fyr- irlitningu á samkvæmislífinu í bandarísku höfuðborginni. Hann fer á fætur við sólarupprás og í rúmið klukkan 9.30 flest kvöld og tekur notalegan kvöldverð með vinum og nánustu samstarfs- mönnum fram yfir virðuleg sam- kvæmi til styrktar góðgerð- arstarfsemi. Washington-búar sem vilja kom- ast í snertingu við valdið þurfa því að láta sér nægja að vera endrum og eins boðið að taka á móti þyrlu forsetans á grasflötinni við Hvíta húsið eða sækja athöfn í Rósa- garðinum í tilefni af skattalækk- unum eða öðrum ákvörðunum. Og þegar Bush heldur veislur fer hann oftast út í sveit og heldur þær í Camp David, sveitasetri forsetans í Maryland, eða búgarði hans í Crawford í Texas þar sem hann tók á móti Junichiro Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, í vikunni sem leið. Þetta fer ekki framhjá yfirstétt- inni í Washington. Sumir eru reyndar svo óánægðir að þeir nota orðið „félagsskítur“. Nokkrir eru svo sárir við forsetann út af því að hann hefur ekki boðið þeim í Hvíta húsið eða þegið heimboð þeirra að þeir eru farnir að skrifa um það greinar í glanstímarit. „Þar sem það er ekkert samkvæmislíf í Hvíta húsinu, ekkert samkvæmislíf í Washington, er höfuðborgin, eins og við þekkjum hana, liðin undir lok,“ skrifaði Sally Quinn, eig- inkona Bens Bradlee, fyrrverandi ritstjóra Washington Post, í kvenna- og tískublaðið W. „Sam- kvæmislífið í Washington hefur snarstöðvast með ískrandi bremsu- hljóði.“ „Eru svo mikil á borði sem þau eru í orði“ Vinir og aðdáendur Bush segja hins vegar að þessi nýi stíll Bush – útigrillveislur í Crawford- búgarðinum fremur en viðhafn- arveislur í Hvíta húsinu – sé vel við hæfi nú um stundir. Viðhafnarmikil veisluhöld séu óviðeigandi á tímum hryðjuverka og efnahagsörð- ugleika. Þeir sem þekkja Bush best segja að þótt friður og mikil hagsæld ríkti í heiminum myndi hann miklu fremur vilja eiga notalega stund með nánum vinum sínum en að taka þátt í samkvæmislífinu í Wash- ington. Hann drekkur ekki lengur áfengi, stundar líkamsrækt á hverj- um degi og gætir þess að borða hollan mat. „Bush-hjónin eru í mjög nánu sambandi við vini sína og njóta þess að vera með fjölskyldunni,“ sagði Noelia Rodriguez, fjölmiðlafulltrúi forsetafrúarinnar, Lauru Bush. „Þetta hefur alltaf verið þeirra stíll. Þau tala um gildi vináttunnar og eru svo mikil á borði sem þau eru í orði.“ Dansað án forsetahjónanna Forsetinn reynir að komast eins Veislufælni forsetans erg- ir yfirstéttina AP Bush ekur forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, í pallbíl sínum á búgarði forsetans í Crawford í Texas. Washington. Los Angeles Times. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmud Abbas, for- sætisráðherra Palestínumanna, frestuðu í gær fyrirhuguðum fundi sínum í dag þar sem ræða átti hinn svonefnda vegvísi að friði í Mið- austurlöndum, áður en forsætisráð- herrarnir hitta George W. Bush Bandaríkjaforseta í næstu viku. Fundinum var frestað „af tækni- legum ástæðum“ og verður haldinn „innan tveggja sólarhringa“, að því er haft var eftir palestínskum heimildarmönnum. Að sögn ísr- aelskra yfirvalda voru það Palest- ínumenn sem frestuðu fundinum vegna skipulagsvandkvæða í tengslum við heimsókn utanríkis- ráðherra Spánar. Palestínumaður drepinn Ísraelskir hermenn skutu í gær til bana palestínskan táning í flóttamannabúðunum í Tulkarem á Vesturbakkanum. Sögðu palest- ínskir heimildarmenn að táningur- inn hafi verið í hópi nokkurra steinkastara sem hermennirnir hafi skotið á er þeir réðust inn í búð- irnar. Sjö ára palestínskur drengur særðist. Í þorpinu Beit Furik, austur af Nablus, kom til svipaðra átaka með þeim afleiðingum að þrjú palest- ínsk ungmenni særðust, þar af eitt alvarlega. Sharon dregur í land Sharon virtist í gær reyna að bera í bætifláka fyrir að hafa í fyrradag talað um að Palestínu- menn væru undir „hernámsstjórn“ Ísraela, en það vakti gífurlega at- hygli í flokki Sharons og meðal ísraelsks almennings að Sharon skyldi nota orðið „hernám“. Í gær var haft eftir Sharon að hann hefði verið „misskilinn“ er hann talaði um þau neikvæðu áhrif sem „hernám“ Ísraela á svæðum Palestínumanna hefði og að hann væri staðráðinn í að komast að endanlegu friðarsamkomulagi við þá. Sagði Sharon í gær að dóms- málaráðherrann hefði staðfest í samtali við sig að þau svæði sem um væri að ræða væru opinberlega sögð „umdeild“. Talsmaður ísr- aelska trúarflokksins, sem er hlynntur landnámi gyðinga á um- ræddum svæðum, sagði í gær að sér liði betur eftir þessa útskýr- ingu Sharons. Fundi Abbas og Sharons frestað Jerúsalem, Nablus. AFP. UNGIR, bókstafstrúaðir gyðingar í Mea Sharin- hverfinu í Jerúsalem fylgjast með mótmælum gegn áætlunum ísraelskra yfirvalda um að draga úr fjár- veitingum til samtaka strangtrúaðra. Þúsundir bók- stafstrúaðra gyðinga komu saman til mótmælanna í gær. AP Mótmæli í Jerúsalem ÞESS er vænst að George W. Bush Bandaríkjaforseti hitti forsætisráð- herra Ísraela og Palestínumanna á ráðstefnu í næstu viku og haldi aðra ráðstefnu með nokkrum leiðtogum arabaríkja. Utanríkisráðherra Pal- estínumanna, Nabil Shaath, sagði á Krít í gær að Bush myndi hitta arabaleiðtogana á sérstakri ráð- stefnu, öðru hvoru megin við fund með Mahmud Abbas og Ariel Shar- on, forsætisráðherrum Ísraela og Palestínumanna. Shaath sagði ennfremur að ráð- stefnurnar yrðu annaðhvort haldnar á egypska ferðamannastaðnum Sharm el-Sheikh eða jórdönsku hafnarborginni Aqaba, en báðir þessir staðir eru við Rauðahafið. Haft var eftir ýmsum stjórnarerind- rekum í gær að ráðstefnurnar yrðu haldnar eftir að Bush situr G-8 ráð- stefnu auðugustu ríkja heims í Evian í Frakklandi 1. til 3. júní. Egypska ríkisútvarpið greindi frá því að Bush myndi að líkindum funda með arabaleiðtogunum í Egypta- landi fjórða júní og daginn eftir myndi hann hitta Abbas og Sharon í Jórdaníu. Ekki lægi fyrir opinber staðfesting á þessu, en í raun væri búið að ákveða að Hosni Mubarak Egyptalandsforseti stjórni ráðstefnu Bush og arabaleiðtoganna í Sharm el-Sheikh 4. júní. Ísraelskur embættismaður sagði í Jerúsalem í gær að þess væri vænst að Bush hitti Sharon og Abbas í Aqaba á miðvikudag eða fimmtudag í næstu viku og myndi Abdullah Jórdaníukonungur einnig sitja fund- inn. Staðfestu Jórdanir þetta í gær. Sagði ísraelski embættismaðurinn ennfremur að Bush myndi ef til vill líka fara til Egyptalands til viðræðna við Mubarak og aðra arabaleiðtoga. Markmiði væri að tryggja almennan stuðning araba við svonefndan veg- vísi að friði, friðaráætlun Banda- ríkjamanna, Rússa, Evrópusam- bandsins og Sameinuðu þjóðanna fyrir Miðausturlönd. Bush hittir Sharon og Abbas auk nokkurra arabaleiðtoga Kaíró, Amman. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.