Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUKNAR líkur eru á að áformum verði frestað um byggingu húss fyrir þrjú ráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti og heil- brigðis- og tryggingaráðuneyti, á svokölluðum stjórnarráðsreit við Sölvhólsgötu. Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um frestun byggingarframkvæmdanna en í ljósi þeirra stórframkvæmda sem eru fram- undan aukast líkurnar á að sú verði niðurstaðan. Unnið er að áætlunum um flutning á starfsemi umræddra ráðuneyta í annað húsnæði, a.m.k. til bráðabirgða. Fyrir stuttu auglýstu Ríkiskaup eftir leigu- húsnæði fyrir heilbrigðisráðuneytið. Þarf það að vera um það bil tvö þúsund fermetrar að stærð og vera miðsvæðis í Reykjavík og er gert ráð fyrir að húsnæðið sé fullbúið til notkunar sem skrifstofuhúsnæði en þó án lauss búnaðar. Ákveðið að flytja dómsmála- og umhverfisráðuneyti Hagstofan flutti sl. vetur úr Skuggasundi í Borgartún og kom í ljós að sögn Ólafs að hús- næðið í Skuggasundi hentar vel fyrir dóms- málaráðuneytið. Hefur verið ákveðið að flytja skrifstofu ráðuneytisins þangað. Þá hefur verið ákveðið að umhverfisráðuneytið flytji í húsnæðið á Lindargötu 9, sem hentar nokkuð vel fyrir starfsemi þess, að sögn Ólafs. Þar er fyrir starfsemi fjármálaráðuneytis að stórum hluta, en hún kæmist þá inn í Arnarhvol ef dómsmálaráðuneytið færi. Ólafur segir einnig ljóst að fyrr eða síðar þurfi að flytja samgönguráðuneytið og félagsmála- ráðuneytið úr Hafnarhúsinu. „Við erum farnir að líta í kringum okkur að hentugu húsnæði fyrir heilbrigðisráðuneytið ef niðurstaðan verður sú að fresta þessari byggingu, þannig að við verðum því þá ekki óviðbúnir. Tvö ráðuneyti eru sem sagt að flytja annað, við erum að líta í kringum okkur hvað varðar þriðja ráðuneytið en ákvörðun verður væntan- lega tekin í tengslum við fjárlagagerð,“ segir hann. Byggingu fyrir ráðuneyti á stjórnarráðsreit í Reykjavík hugsanlega frestað Þrjú ráðuneyti flytjast SÍÐLA sumars kemur á mark- að ný tegund skófatnaðar sem ætlað er að auka öryggi gang- andi vegfarenda í hálku og við blautar aðstæður. Einnig mun fyrirtækið framleiða öryggis- skó fyrir iðnaðarmenn. Óskar Jónsson hefur undanfarin þrjú ár þróað þessa tegund skófatn- aðar og notað harðkornadekk sem fyrirmynd. „Ég hef verið að þróa nýja tegund skósóla fyrir skófatnað undir vörumerkinu Green Diamond. Þetta er búið að vera langt og strangt þróunarferli,“ segir Óskar. „Sólarnir eru blandaðir harðkornum til að ná betra gripi í bleytu og hálku. Þetta er íslensk uppfinning byggð á sömu hugmynd og harðkornadekkin sem framleidd eru í dag víðsvegar erlendis. Þarna er hugmyndin út- færð fyrir skófatnað,“ segir Óskar. Óskar starfaði við skóframleiðslu í tíu ár í Portúgal og rekur fyr- irtækið Green Diamond Traction Solution. Hann stefnir að því að skórnir komist í verslanir í sumar. „Ísland er tilraunamarkaður og hentar vel til þess. Í kjölfarið mun ég síðan leita að dreifingaraðilum erlendis. Það er stefnt á að fara með þetta út um all- an heim, skref fyrir skref,“ segir Óskar. Hann segir að bæði verði fram- leiddir skór og stígvél fyrir almenn- ing og einnig fyrir ýmsar starfs- stéttir, s.s. almennan iðnað, fiskiðnað, einkennisskór, bændur og fleiri. „Hluti af skólínunni er tilbú- inn. Ég er að vonast til að koma þessu inn í allar helstu verslanir á landinu og í sérverslanir með örygg- isskó.“ Óskar segir að aðeins verði notað gæðaefni í framleiðsluna. „Við erum að búa til skó úr hágæða efnum, leðri jafnt sem fóðri inni í skónum, en samt erum við ódýrari en sam- bærilegir skór á markaðnum í dag.“ Hálkuslys kveikjan Hann segir að ástæðan á bakvið framleiðslu skónna sé að slys í hálku, aur og bleytu séu afar algeng. „Samkvæmt skýrslum frá Vinnu- eftirliti ríkisins eru slys af völdum falls á jafnsléttu mjög algeng á vinnustöðum. Þrír flokkar orsaka skera sig úr í vinnuslysaskrá Vinnu- eftirlitsins. Þeir eru að hinn slasaði hafi orðið fyrir höggi, fallið á jafn- sléttu og fallið af hærri stað. Þessir þrír þættir taka til meira en 50% allra skráðra slysa á Íslandi og kosta einstaklinga, atvinnurekendur og þjóðfélagið hundruð milljóna á ári hverju,“ segir Óskar og bendir jafn- framt á að ekki sé ætlunin að fram- leiða hátískuskó heldur framleiða skó sem auka öryggi og þægindi. Skór með harð- kornasólum á markað síðsumars Skór með harðkornasóla. DAGLEGAR reykingar meðal nemenda í 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa dregist saman undanfarin ár. Árið 1998 reyktu 30% tíundu bekkinga daglega en 17% í fyrra, að því er fram kemur í skýrslu um vímuefnanotkun sem Rannsókn og greining vann fyrir Hafnarfjarðarbæ. Hlutfallslega fleiri drengir en stúlkur í þessum hópi reykja daglega, 21% drengja en 13% stúlkna. Í 9. bekk reyktu 8–9% nemenda daglega í fyrra og í 8. bekk var hlutfallið 3% eða svipað og hjá sömu árgöngum á landsvísu. Hlutfallslega færri nemendur í 8. og 9. bekk í Hafnarfirði höfðu í fyrra drukkið áfengi einhvern tímann um ævina samanborið við jafnaldra þeirra í Reykjavík en hlutfallslega fleiri nemendur í 10. bekk borið saman við jafnaldra í Reykjavík. Á bilinu 50–55% áttundu bekkinga, 60–65% níundu bekkinga og 77– 82% tíundu bekkinga í Hafnarfirði, í Reykjavík og á landinu segjast ein- hvern tímann hafa drukkið áfengi. Ölvun síðustu 30 daga er hlut- fallslega algengari meðal áttundu, níundu og tíundu bekkinga í Hafn- arfirði en jafnaldra þeirra í Reykja- vík og á landinu í heild. 41% drengja og 38% stúlkna í 10. bekk í Hafn- arfirði höfðu orðið drukkin einu sinni eða oftar á tímabilinu. Í Reykjavík og á landinu í heild er hlutfallið meðal stúlkna 29–32% og meðal drengja 23–24%. Könnunin var lögð fyrir alla nem- endur í áttundu, níundu og tíundu bekkjum í grunnskólum í Hafnar- firði vorin 2001 og 2002. Skýrsla um vímuefnanotkun hafnfirskra unglinga Dregið hefur úr reykingum síðustu ár PHARMACO afhenti í gær 2,5 millj- ónir króna til stuðnings verkefninu Heilsa, hegðun og þroski 5 ára barna, en það er rannsóknarverkefni sem miðar að því að kanna heilsufar og einkenni geð- og þroskaraskana hjá börnum. Sjálfseignarstofnunin Barnarannsóknir framkvæmir rann- sóknina en talið er að hún muni kosta um 5 milljónir króna. Áður hafði fengist fjárstuðningur að upphæð 2,2 milljónir frá opinberum aðilum og styrktarfélögum. Tilgangur rannsóknarinnar er að afla þekkingar um útbreiðslu og hugsanlega áhættuþætti geð- og þroskaraskana hjá 5 ára börnum, þannig að forvarnir og meðferð geti orðið markvissari. Um er að ræða forkönnun á þessu og næsta ári sem nær til 300 reyk- vískra barna en hún er undanfari stærra verkefnis þar sem kanna á tíðni geð- og þroskaraskana hjá 5 ára börnum á Íslandi. Þar er gert ráð fyrir að heill árgangur verði með eða á bilinu 4–5.000 börn, að sögn Stein- gerðar Sigurbjörnsdóttur, barna- læknis og eins af aðstandendum rannsóknarinnar. „Hegðunarvanda- mál og geðraskanir verða æ meira áberandi í heilbrigðiskerfinu og því teljum við verðugt að skoða þau sér- staklega hjá forskólabörnum.“ Hún nefnir sem dæmi að tíðni einhverfu hjá börnum hafi aukist síðustu ár og ekki sé vitað af hverju. Lítið vitað um vanda- mál yngri barna Steingerður segir að mun minna sé vitað um geðraskanir og hegðun- arvandamál hjá þessum hópi en hjá eldri börnum en mikilvægt sé að greina slík vandamál snemma svo meðferð geti hafist. Framkvæmd könnunarinnar hófst í apríl og þegar hafa fengist 70 börn til að taka þátt í henni. Steingerður segir foreldra hafa tekið vel í rann- sóknina og fáir neitað þátttöku. Hún fer þannig fram að spurningalistar eru sendir foreldrum og leikskólum og ef fram koma vísbendingar um frávik í þroska eru þau börn greind nánar. Pharmaco veitir Barnarannsókn- um 2,5 milljónir Morgunblaðið/Jim Smart Steingerður Sigurbjörnsdóttir barnalæknir, Páll Magnússon, formaður stjórnar Barnarannsókna, Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, og Haukur Valdimarsson, sitjandi landlæknir. Kanna geð- og þroska- raskanir 5 ára barna KARLMAÐUR var handtek- inn í fyrradag grunaður um að- ild að stórfelldu fjársvikamáli hjá Landssímanum. Var hann í gær úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 2. júní. Er hann fjórði maðurinn sem handtekinn er vegna málsins. Hjá embætti Ríkislögreglu- stjóra fást ekki frekari upplýs- ingar um manninn að svo stöddu. Málið er áfram í rann- sókn hjá lögreglunni. Fjórði maður- inn hand- tekinn ALÞJÓÐLEG ráðstefna Flugörygg- issamtaka Evrópu, JAA, fer fram í Reykjavík dagana 29. maí – 3. júní nk. á Nordica-hóteli. Í tilkynningu frá Flugmálastjórn Íslands segir að reikna megi með að um 250 manns sæki ráðstefnuna, þ.á m. margir af helstu forystu- mönnum flugöryggismála í Banda- ríkjunum og Evrópu. Má þar nefna Thilo Smith, stjórnarformann EASA, nýrrar flugöryggisstofnunar í Evrópu, Michael Ayral, fram- kvæmdastjóra flugmála hjá Evrópu- sambandinu, John Hickley, formann bandarísku sendinefndarinnar, Klaus Koplin, forstjóra JAA og Erik van Nuffel, stjórnarformann JAA auk fulltrúa flugmálayfirvalda í Kan- ada og víðar. Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægustu viðfangsefni á sviði flugöryggismála í heiminum í dag. Þá verður framtíð JAA-samstarfsins rædd í ljósi stofnunar EASA og hvernig auka megi samræmingu reglna á milli Bandaríkjanna og Evr- ópu. Um 250 á alþjóð- legri ráðstefnu um flugöryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.