Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 15 Einnig á internetinu www.bestfratekk.is Opið frá kl. 14-18 Skúlagötu 10, sími 894 0655 Sjón er sögu ríkari Höfum opnað sýningarsal með handskorin og handmáluð kristalsljós. INDÓNESÍSKUR hermaður gætir birgða hersins á leið hans til hins róstursama Aceh-héraðs í gær. Indónes- íski herinn tilkynnti í gær að enn yrði gripið til harðari aðgerða gegn GAM, hreyfingu sjálfstæðissinna í Aceh- héraði. Þá var jafnframt tilkynnt að mjög hörð átök hefðu átt sér stað milli hersins og GAM sem lyktaði með því að herinn náði yfirráðum yfir skógi vaxinni eyju, Pulo Nasi, sem hreyfingin hefur hingað til notað sem þjálfunarbúðir fyrir skæruliða. Árás hersins á eyj- una var gerð frá landi, sjó og úr lofti og stóð yfir í heila viku. Einn hermaður og sjö sjálfstæðissinnar létu lífið í átökunum. Alls hafa 76 úr GAM látið lífið síðan indónesíski her- inn hóf umfangsmestu aðgerðir sínar í aldarfjórðung gegn skæruliðahreyfingunni hinn 19. maí sl. Embættismenn í Jakarta hafa beint þeim tilmælum til erlendra hjálparstarfsmanna í Aceh að yfirgefa hér- aðið. Reuters Mannskæð átök í Aceh Banda Aceh. AFP. Morð í Ósló MAÐUR var skotinn til bana á götu úti í Tonsenhagen í norð- urhluta Óslóar í Noregi eftir hádegi í gær. Vitni segja að maðurinn hafi verið skotinn að minnsta kosti fimm skotum. Síðdegis í gær var morðinginn enn ófundinn, að því er fram kom í norska netmiðlinum Nettavisen. Morðið var framið klukkan 13.50 að norskum tíma utan við verslun sem stendur við Röd- bergsveg í Groruddalen í norð- urhluta borgarinnar. Að sögn lögreglu var hinn látni 26 ára gamall maður sem bjó í hverf- inu þar sem morðið var framið. Að sögn vitna voru árásar- mennirnir að minnsta kosti tveir og sáust þeir hlaupa af vettvangi. Norska lögreglan varðist frétta af málinu og segir það í rannsókn. TVEIR bandarískir hermenn féllu og níu særðust í árás á eftirlitsstöð bandaríska hersins við bæinn Fall- ujah í Írak í gær. Tveir árásar- mannanna sem tilheyrðu að sögn Bandaríkjamanna „óvinveittum hópi af óræðri stærð“ féllu fyrir skotum bandarískra hermanna. Talið er að árásin hafi verið gerð frá mosku í bænum. Röð árása hafa verið gerðar á bandaríska hermenn í Írak und- anfarna daga. Á mánudag var gerð árás á bílalest hermanna á vegi sem liggur frá herbúðum Banda- ríkjahers við flugvöllinn í Bagdad til aðalstöðva hans í miðborginni. Að sögn yfirmanns í bandaríska hernum var tösku fullri af sprengjuefni kastað á bílalestina. Þrír hermenn sem voru í fremsta bílnum slösuðust í sprengingunni og sá fjórði við að reyna að koma þeim til hjálpar. Einn her- mannanna lést af sárum sínum. Skotið var að árásarmanninum en hann náðist ekki. Að sögn sjón- arvotta sást síðar til sex eða sjö svartklæddra liðsmanna Fedayeen Saddam, eða Píslarvotta Saddams, fagna árásinni haldandi á lofti Kalashnikov-rifflum og myndum af íraska leiðtoganum fyrrverandi. Fedayeen-sveitirnar eru liðsafli ungra manna sem áttu allt sitt undir Saddam og stjórn hans. Varpa skugga á uppbyggingaráætlanir Alls hafa fjórir bandarískir her- menn látið lífið og þrettán slasast í árásum undanfarinna daga. Þær þykja grafa undan fullyrðingum Bandaríkjamanna um að uppbygg- ing í Írak gangi vel. Árásirnar skyggja jafnframt á áætlanir Pauls Bremers, yfirmanns borgaralegrar stjórnar Bandaríkjamanna í Írak, um aðgerðir til að styrkja við- skiptalíf í Írak eftir að viðskipta- banni Sameinuðu þjóðanna var af- létt í liðinni viku. Bremer fullyrðir að uppbygging í Írak sé í góðum farvegi og „fyrsta stigi [uppbygg- ingar] sé að ljúka“. Á sínum fyrstu vikum í embætti hefur Bremer gripið til fjölda að- gerða til að reyna að vinna traust Íraka en hægagangur við uppbygg- ingu í landinu frá því að stríðinu lauk hefur skapraunað þeim veru- lega. Fjórir féllu í árás á eftirlits- stöð í Írak Bagdad. AFP. AP. FLEIRI þættir nýrra draga að stjórnarskrársátt- mála fyrir Evrópusambandið (ESB) voru birtir í gær. Í þeim er meðal annars að finna ákvæði um eflt samráð um utanríkismál og samræmda stefnu á vissum sviðum efnahags- og félagsmála. Þótt ákvæðin feli í sér margvíslegar málamiðlanir frá fyrri útgáfum sáttmáladraganna eru ýmsir gagn- rýnendur enn ekki sáttir og létu strax í sér heyra. Einkum og sér í lagi er málið umdeilt í Bret- landi, þar sem efasemdarmenn um Evrópusam- runann – einkum úr röðum Íhaldsflokksins – hafa krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um hinar fyrirhug- uðu breytingar á stjórnskipulagi ESB, sem þeir segja að séu til þess fallnar að grafa undan sjálf- stæði brezka þjóðríkisins. Hefur æsifréttablaðið Daily Mail gengið lengst í áróðursherferð fyrir þessum málstað. Kröfum um þjóðaratkvæða- greiðslu hefur brezka stjórnin þó vísað á bug; brezkra hagsmuna sé fyllilega gætt í þessu ferli. En brezkir ráðamenn, með Tony Blair forsætis- ráðherra fremstan í flokki, hafa beitt sér af alefli til að hafa áhrif á mótun tillagna Framtíðarráð- stefnu Evrópu, eins og hið 105 meðlima „stjórn- lagaþing“ ESB heitir formlega. Á mánudaginn lögðu forsætisnefndarmenn ráð- stefnunnar fram fyrsta hluta endurskoðaðra sátt- máladraga, 46 síðna texta. Í gær, þriðjudag, bættu þeir við 190 síðum til viðbótar af ýtarlegum stjórn- skipunarákvæðum stækkaðs Evrópusambands framtíðarinnar. Þessar tillögur allar saman verða ræddar nánar í vikulokin á allsherjarfundi ráð- stefnunnar, sem er skipuð fulltrúum frá öllum nú- verandi og tilvonandi aðildarríkjum auk fram- kvæmdastjórnar ESB og Evrópuþingsins. Áríðandi þykir að ráðstefnan komist fljótlega að samkomulagi, þar sem til stendur að leggja nið- urstöðuna úr árslöngu starfi hennar fyrir leiðtoga- fund ESB í Grikklandi hinn 20. júní nk. Meðal þess sem markverðast þótti við þann hluta sáttmáladraganna sem birt voru á mánudag var að þar var orðið „sambandsríki“ (eða „alríki“, eftir því hvernig orðið „federal“ er þýtt) hvergi að finna. Tillögur að breyttu nafni á Evrópusam- bandinu („Sameinuð Evrópa“ eða „Bandaríki Evr- ópu“), sem Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands sem stýrir starfi Framtíðar- ráðstefnunnar, var sjálfur áhugasamur um og hafði verið að finna í eldri drögum, hafa einnig ver- ið strikaðar út. Í þeim hlutanum, sem birtur var í gær, er m.a. að finna lykilkafla um það hvernig ákvarðanatöku verði háttað í ESB eftir að aðildarríki þess verða orðin 25, eftir 1. maí á næsta ári. Neitunarvald stendur þar lítt haggað í ýmsum málaflokkum, sem margir fulltrúar hafa þó lýst áhuga á að tak- marka í nafni skilvirkni ákvarðanatöku. Á þetta m.a. við um samræmda félagsmálastefnu. Að kröfu Breta er ekki gengið lengra í átt að sam- ræmingu skattastefnu ESB en gert hefur verið til þessa, en í drögunum er skýrt kveðið á um mark- miðið um virka sameiginlega stefnu í utanríkis- málum. Um efnahagsmál segir, að sambandið skuli „samræma efnahagsstefnu aðildarríkjanna með skilvirkum hætti, einkum með því að móta víð markmið“ í viðkomandi málaflokkum. Varað við ofvægi hinna stóru Út af stendur hins vegar að ná samkomulagi um stofnanaþátt stjórnarskrársáttmálans tilvonandi, en þar koma átakalínurnar milli aðildarríkjanna skýrast fram. Ráðstefnuforsetinn Giscard hefur lagt til að stofnað verði nýtt embætti varanlegs forseta ESB, sem væri kjörinn til tveggja og hálfs árs í senn, og að hætt verði að láta formennskuna ganga milli ríkisstjórna aðildarríkjanna á hálfs árs fresti eins og hingað til hefur tíðkazt. Einnig að stofnað verði nýtt embætti utanríkisráðherra ESB og róttækar breytingar verði gerðar á skipu- lagi framkvæmdastjórnar sambandsins og hlut- verkaskiptum milli hennar og ráðherraráðsins breytt. Einkum hafa fulltrúar smærri aðildarríkjanna risið upp gegn þessum tillögum. Þeir halda því fram að þær séu til þess fallnar að auka enn vægi stærstu aðildarríkjanna. „Þetta geta smærri ríkin ekki sætt sig við. Þetta þýddi að þau yrðu knúin til að gefa réttindi sín upp á bátinn,“ sagði þýzki Evr- ópuþingmaðurinn Elmar Brok, sem á sæti á Framtíðarráðstefnunni. „Viljum við koma á eins konar stýrihópi innan Evrópu, þar sem stærstu aðildarríkin sex taka allar ákvarðanir? Ef við gerðum það myndi það þýða upphafið að endalok- um sambandsins,“ sagði Brok. Í Noregi, sem eins og Ísland stendur utan ESB en er nátengt því í gegn um EES-samninginn, er grannt fylgzt með framgangi mála á Framtíðar- ráðstefnunni. Í Óslóarblaðinu Aftenposten er bent á, að niðurstaðan úr starfi hennar muni ótvírætt hafa áhrif á Evrópuumræðuna þar í landi á næstu árum, enda hafi hugmyndir um hugsanlega þróun ESB í átt að sambandsríki haft áhrif á umræðuna í kring um þjóðaratkvæðagreiðslurnar um ESB-að- ild Noregs bæði 1972 og 1994. Fastlega megi reikna með því að Evrópusambandsaðild verði kosningamál í næstu kosningum til norska Stór- þingsins, sem fara fram árið 2005. Hagsmunir Noregs falli í þessu samhengi nokkuð augljóslega saman við hinna Norðurlandanna, sem eru innan ESB og eiga fulltrúa á ráðstefnunni. Með niðurstöðunni úr starfi Framtíðarráð- stefnunnar verður reyndar ekki sleginn botninn í mótun stjórnarskrársáttmála ESB. Niðurstaðan verður lögð fyrir ríkjaráðstefnu, sem kölluð verð- ur saman næsta vetur til að taka endanlega ákvörðun um sáttmálann, sem ætlað er að þjóna sem stjórnskipulegur rammi sambandsins næstu áratugina. Danski forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen tilkynnti þegar í gær, að sáttmálinn yrði borinn undir þjóðaratkvæði í Danmörku. Átakalínur skýrast Fleiri drættir fyrirhugaðs stjórnarskrársáttmála ESB skýrðust í gær, en skoðanir á drögunum eru skiptar. Auðunn Arnórsson fer hér yfir stöðuna í starfi svonefndrar Framtíðarráðstefnu Evrópu. Reuters Valery Giscard d’Estaing í forsæti Framtíðar- ráðstefnu Evrópu, sem kemur saman í vikulok til að ræða ný drög að stjórnarskrársáttmála. auar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.