Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 41 Sjómenn í Landakirkju SJÓMANNADAGURINN verður haldinn hátíðlegur í Landakirkju með sjómannamessu á sunnudaginn kl. 13. Þar lesa dætur sjómanna úr Ritningunni og sjómannshjón bera blómsveig úr kirkjunni að minn- isvarða um drukknaða og hrapaða á kirkjulóðinni í lok guðsþjónust- unnar. Það er gamall siður að sjó- menn fjölmenna til kirkju á sjó- mannadag með fjölskyldum sínum. Sjómannadagur hefur lengi verið á fyrsta sunnudag í júní, nema það sé hvítasunna. Það er oft tveimur til þremur vikum eftir lok vetr- arvertíðar og nálægt hinum gömlu fardögum að vori. Rík ástæða er til þess að efla samstöðu sjómanna og fjölskyldna þeirra. Samverustund í kirkjunni getur verið bæði ljúf og gefandi, auk þess sem fyrirbænin er nauðsynleg meðal manna sem rata þurfa um haf og mið í mis- jöfnum veðrum. Guðsþjónustan er liður í dagskrá Sjómannadagsráðs. Landakirkja biður sjómönnum öllum Guðs bless- unar og vonar að þeir njóti allrar hátíðarhelgarinnar með mikilli gleði. Sr. Kristján Björnsson. Leikmannamessa í Fríkirkjunni í Reykjavík Á MORGUN, fimmtudag, verður leikmannamessa í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar mun framkvæmdastjóri safn- aðarins ásamt kirkjuverði leiða messuna. Uppstigningardagur hef- ur jafnan verið kirkjudagur Frí- kirkjunnar og munum við nú eins og áður halda daginn hátíðlegan. Guðsþjónustan verður klukkan 14. Hugleiðingu dagsins flytur Ása Björk Ólafsdóttir, guðfræðinemi og kirkjuvörður. Tónlistarflutningur dagsins er að vanda í umsjón tónlistarstjóra kirkjunnar, þeirra Carls Möller og Önnu Siggu. Við hvetjum safnaðarfólk til að mæta í kirkjuna sína á þessum há- tíðisdegi. Einnig hvetjum við yngra fólk til að aðstoða aldraða við að taka þátt í messunni. Það er góður siður að yngri sem eldri komi sam- an til kirkju. Á þessum degi hvetj- um við til kirkjugöngu og bjóðum alla velkomna í Fríkirkjuna í Reykjavík. Eftir messu býður kvenfélag Frí- kirkjunnar í Reykjavík kirkjugest- um í kaffi í safnaðarheimilinu. Fríkirkjan í Reykjavík. Dagur aldraðra í Seltjarnarneskirkju Á MORGUN, fimmtudaginn 29. maí kl. 11, verður messa í Seltjarnar- neskirkju. Dagur aldraðra hefur verið hald- inn hátíðlegur í kirkjunni á upp- stigningardag um nokkurra ára skeið. Sr. Sigurður Grétar Helga- son þjónar fyrir altari og organisti er Viera Manasek. Arna Grét- arsdóttir guðfræðingur prédikar. Kvartett Seltjarnarneskirkju leiðir fallegan safnaðarsöng. Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í safn- aðarheimili kirkjunnar og þar mun Arna Grétarsdóttir leiða almennan söng. Eldri borgarar eru hvattir til að mæta til kirkjunnar fimmtudag- inn 29. maí og taka með sér fjöl- skyldu sína og gesti. Verið öll hjart- anlega velkomin til helgrar stundar. Við viljum einnig vekja athygli á handavinnusýningu aldraðra á Skólabraut 3–5 og verður hún opin frá kl. 14–18 þennan sama dag. Dagur aldraðra í Dómkirkjunni Á UPPSTIGNINGARDAG kl. 14 verður guðsþjónusta á degi aldr- aðra. Þar prédikar Jóhannes Berg- sveinsson fv. yfirlæknir og Sesselja Kristjánsdóttir syngur einsöng. Á eftir verður kaffiboð fyrir eldri borgara Dómkirkjunnar í Iðnó. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Hátíð eldri borgara í Hafnarfjarðarkirkju Á UPPSTIGNINGARDAG, sem nú ber upp á 29. maí, er eldri borgur- um boðið sérstaklega til guðsþjón- ustu í Hafnarfjarðarkirkju svo sem tíðkast hefur mörg undanfarin ár og hefst hún klukkan 14. Eftir hana býður sóknarnefnd til veislu í Há- sölum safnaðarheimilisins Strand- bergs. Reynt verður að greiða götu fólks til og frá kirkju. Rúta fer frá Höfn kl.13.15 og frá Sólvangs- húsum um kl.13.30 og ekur þaðan að kirkju og þangað aftur eftir kaffisamveruna í Hásölum. Í sam- verunni í Hásölum syngur Alda Ingibergsdóttir sópransöngkona einsöng við undirleik Antoníu Hevesi. Antonía stýrir líka fjölda- söng og spilar undir. Hjónin Ást- hildur Ólafsdóttir og Hörður Zóph- aníasson lesa upp efni sem þau hafa valið til flutnings þennan dag. Undanfarin ár hafa fjölmargir sótt guðsþjónustuna í Hafnarfjarð- arkirkju. Til þess er vonast að svo verði einnig nú og að sem flestir geti notið þess að vera í samver- unni í Hásölum, sem á eftir fylgir. Prestur í guðsþjónustunni verður sr. Þórhildur Ólafs, organisti Ant- onía Hevesi og kór Hafnarfjarð- arkirkju leiðir sönginn. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Félagsmálastjóri pré- dikar í Bústaðakirkju UPPSTIGNINGARDAGUR er dag- ur aldraðra í kirkjunni. Þá eru aldraðir sérstaklega boðnir vel- komnir til messu og þátttöku í helgihaldinu. Í Bústaðakirkju verður guðsþjón- usta klukkan 14.00. Þar prédikar Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Aldraðir lesa ritningarlestra og taka þátt í messunni. Glæðurnar, kór Kvenfélags Bú- staðakirkju, syngja undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgríms- dóttur ásamt félögum úr Kirkjukór Bústaðakirkju. Organisti er Guð- mundur Sigurðsson. Eftir messu opnuð sýning í safn- aðarheimili á munum úr starfi aldr- aðra í vetur. Starfið hefur verið í vetur undir dyggri stjórn Sigrúnar Sturludóttur, sem ásamt hópi kær- leikskvenna hefur annast um starf- ið. Stór hópur hefur tekið þátt í starfinu í vetur og þar hefur verið komið saman til handavinnu, gripið í spil eða dægurmálin skeggrædd Veisluborð verður framreitt og öldruðum boðið upp á veitingar meðan þeir, sem yngri eru, greiða fyrir sig. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í messunni og að hin yngri aðstoði aldraða að komast til kirkju. Pálmi Matthíasson. Barnakór og bænaljós DAGUR aldraðra í Háteigskirkju hefst með messu kl. 11. Kvöldvöku- kórinn syngur við athöfnina. Í messunni verður tekinn í notk- un kertastjaki fyrir bænaljós og það tendrað fyrsta sinni. Stjakinn er hannaður og unninn af Gunn- steini Gíslasyni, listamanni. Eftir messu liggur leiðin í safn- aðarheimilið, þar sem borin verður fram súpa og meðlæti. Undir borð- um mun Barnakór Háteigskirkju syngja undir stjórn Julian Isaacs, barnakórsstjóra. Hrefna Guð- mundsdóttir syngur gamanvísur við undirleik Sigríðar Norðkvist. Upplestur. Nokkrir félagar úr Fé- lagi harmonikuleikara leika nokk- ur lög. Samsætinu lýkur um kl. 13. Árbæjarkirkja á uppstigningardag DAGUR aldraðra verður haldinn hátíðlegur í Árbæjarkirkju með guðsþjónustu kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson fyrrverandi prófast- ur prédikar og prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Fulltrúar opna hússins lesa ritningarlestra. Hjör- leifur Valsson leikur á fiðlu. Hjalti Eyþór söngnemi syngur einsöng. Kórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Krisztínu Kalló Szklenár organista. Sýning á hannyrðum sem unnar hafa verið í opna húsinu í vetur. Veisla í safnaðarheimilinu í boði Soroptimistakvenna. Verið öll inni- lega velkomin í Árbæjarkirkju á uppstigningardag. Kópavogskirkja – Kvennakór Á UPPSTIGNINGARDAG, kirkju- dag aldraðra, verður guðsþjónusta kl. 14. Í henni mun kór Kópavogs- kirkju syngja og leiða safn- aðarsöng undir stjórn Julians Hewlett organista. Kvennakór Kópavogs kemur í heimsókn og syngur nokkur lög að lokinni pré- dikun en kórnum stjórnar Natalia Chow Hewlett. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kaffi og samveru í safn- aðarheimilinu Borgum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Bústaðakirkja. Starf aldraðra. Tekið á móti munum á sýningu í dag kl. 13– 16.30. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Krakkaklúbbar í safnaðarheimilinu: 9– 10 ára börn kl. 16–17 og 11–12 ára kl. 17.30–18.50. www.domkirkjan.is Grensáskirkja. Samvera aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga, léttur morg- unverður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöld- bænir kl. 18. Laugarneskirkja. Gönguhópurinn Sól- armegin leggur í hann kl. 10.30. Næstu vikur mun hópurinn leggja upp frá kirkj- unni alla mið. og föst. kl. 10.30. Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stund- ina. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is). Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf með 10– 12 ára börnum TTT á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyr- irbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðsfundur fyrir ung- linga 14–15 ára kl. 20. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasókn- ar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Heitt á könn- unni. Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Erlendur sjá um akstur á undan og eftir. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar vel- komnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Íhugun, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Gott tækifæri til að hittast, spjalla saman, spila og njóta góðra veitinga. Verið vel- komin. Þorlákskirkja. Barna- og foreldra- morgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). For- eldramorgunn í safnaðarheimilinu í dag kl. 10.30 í umsjá Jónínu, Kötlu og Petr- ínu. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsing- ar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróð- leikur og samvera. Allt ungt fólk vel- komið. Fíladelfía. Mömmumorgunn í dag kl. 10. Fim: Eldur unga fólksins kl. 21. Allir velkomnir. Föst: Unglingasamkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. filadelfia@- gospel.is Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Ræðu- maður Friðrik Z. Hilmarsson, vitnisburð- ir. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn. Grillað í Kjarnaskógi. Mæting á neðra svæði kl. 10. Safnaðarstarf Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir. Kirkjuvegur 39, neðri hæð, 55,92% eignarinnar, þingl. eig Matthildur Sveinsdóttir, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær, miðvikudaginn 4. júní 2003 kl. 14.00. Vestmannabraut 74, þingl. eig. Guðný Magnúsdóttir og Helgi Guðbrandsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Leikskólar Reykjavíkur, miðvikudaginn 4. júní 2003 kl. 14.30. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 27. maí 2003. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, miðvikudag- inn 4. júní 2003 kl. 10.00. Skúli fógeti VE 185 (skipaskrárnr. 1082), þingl. eig. Kvikk sf., gerðar- beiðandi Tollstjórinn í Reykjavík. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 27. maí 2003. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20:00. „Ég legg fram bæn mína og bíð“ (Sálmur 5). Ræðumaður: Friðrik Z. Hilmarsson. Vitnisburðir. Heitt á könnunni eftir samkom- una. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. www.fi.is 29. maí — Dagsferð. Aftökustaðir í Landnámi Ingólfs I undir leiðsögn Páls Sigurðssonar. Lagt af stað frá Umferðarmið- stöð kl. 10.00 með viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr. 1.800/2.100. Opið hús 29. maí — Ferða- kynning í FÍ-salnum í Mörkinni 6 milli kl. 12 og 16. Allir velkomn- ir. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Sómi 860 til sölu Til sölu er Sómi 860, 5,86 brt., smíðaður árið 1988, plast, Hafnarfirði. Volvo Penta vél sem er 230 hestöfl sem samsvarar 119 kW. Línuspil fylgir og 4x DNG 5000i færavindur fylgja. Selst með veiðileyfi í krókaaflamarkskerfinu, með eða án aflahlutdeilda. Nánari upplýsingar veittar af skipasölu. Skipamiðlunin Bátar og kvóti, http://www.skipasala.com, Síðumúla 33, símar 568 3330 og 568 3331. BÁTAR SKIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.