Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGÓLFSFJALL er fallegasta og tignarlegasta fjall í Árnessýslu. Það er gamalt eldfjall og hlóðst að meginhluta til upp við eldgos á síðasta jökulskeiði, sem hófst fyrir um 70 þúsund árum. Fyrir rúmum 10 þúsund árum hlýn- aði skyndilega í veðri. Bráðnaði meginjökullinn þá mjög hratt. Ingólfsfjall skaut upp kollinum. Og löngu eftir að fjallið var orðið autt að ofan, gengu miklir skriðjöklar fram með fjallinu beggja vegna og surfu jaðra þess. Við bráðnum jöklanna á norð- urhveli jarðar hækkaði yfirborð sjávar. Sjór gekk á land og fylgdi jökuljaðrinum upp láglendið. Og um það er lauk var allt Suðurlands- undirlendið orðið einn hafsjór upp í Hreppa. Ingólfsfjall varð að eyju í hafinu með mjóu eiði inn á Grafn- ingsháls. Fjöruborð sjávar komst hæst í 70 metra í hlíðum Ingólfs- fjalls, þar sem úthafsaldan svarraði og braut hlíðar þess og myndaði fallegar malarskriður, sem ein- kenna fjallið í dag. Ingólfsfjall er einkennisfjall Sel- foss. Það rís í norðri 551 metra hátt, tignarlegt og ógnandi í senn, með ókleifum hamrabeltum og formföstum skriðum niður á lág- lendið. Það er aðaldjásn byggð- arinnar við Ölfusárbrú og í neð- anverðri Árnessýslu. Fjallið er kennt við Ingólf Arn- arson landnámsmann, sem Land- náma segir hafa haft vetursetu undir Ingólfsfjalli áður en hann nam land í Reykjavík. Og gömul munnmæli í Ölfusi herma að vetr- arbúðir hans hafi verið þar sem síð- ar stóð höfuðbólið Fjall við land- suðurhorn Ingólfsfjalls. En skriðurennsli úr Brennudalsgili spillti túninu smám saman og árið 1706 var það orðið örreitiskot. „Túninu spilla stórbjörg, er úr fjall- inu hrapa og so grjótskriður, so að fyrir því hafa menn orðið að færa fjós og garða til að forða kvikfé sínu.“ Það, sem tekið hefur náttúruna hundruð árþúsunda eða milljónir ára að skapa, getur maðurinn með nútíma tækni eyðilagt og tortímt á stuttum tíma, jafnvel á fáum árum. Hús og mannvirki er hægt að eyði- leggja á nokkrum mínútum. En þau er hins vegar hægt að end- urbyggja alveg eins og þau höfðu áður verið. En sé undrasmíði nátt- úrunnar sjálfrar eyðilögð getur enginn mannlegur máttur end- urheimt það. Það er samtímanum og komandi kynslóðum endanlega glatað. Skemmdarverk á Ingólfsfjalli Nokkuð er nú um liðið síðan far- ið var að sækja möl og grús í Stóruskriðu vestarlega í suð- urhlíðum Ingólfsfjalls. Og nú er svo komið að þessi fallegasta skriða fjallsins er öll uppurin og Djúpidal- ur er orðinn djúpt svöðusár. Þar sem áður var auðveldust gönguleið upp á fjallið hefur nú verið grafin mjög djúp og gleið gjá með meira en hundrað metra hátt stál sem að- eins er fært fuglunum fljúgandi. Á eystri brún þessarar heljargjár hefur verið ýtt upp miklum ruðn- ingsvegi fyrir jarðýtur sem ein- hvern veginn tókst að komast upp á fjallið. Þaðan hafa þær rutt sér leið út eftir skriðunni efst og vinna nú kappsamlega að því að spæna hana niður. Þetta er alveg með ólíkindum. Nóg er nú þegar aðgert í fjallinu, þó að efri skriðurnar væru látnar í friði og ekki líka skafnar inn í berggrunn. Á ferðum mínum um landið hef ég hvergi séð náttúrudjásnum mis- þyrmt eins herfilega og blygð- unarlaust og gert hefur verið fyrir allra augum í Ingólfsfjalli. Á leið- inni að Borgarnesi blasa við ein- hverjar hæstu og fallegustu mal- arskriður landsins, sem vekja aðdáun ferðamanna. Engum lifandi manni á þeim slóðum myndi til hugar koma að sækja þangað möl og grjót og gera þessar fallegu skriður að ruslahaug. Því síður yrði það liðið, að glaðir athafnamenn gerðu t.d. Almannagjá við Öx- arárfoss eða klettana við Gullfoss að grjótnámu til þess að ná í grjót í húsgrunna og vegi. Og þó að Reyk- víkingar þurfi mikla möl og grús í allar sínar miklu framkvæmdir, hefur aldrei flökrað að þeim að vaða í fallegar skriður Vífilsfells og vinna á þeim óbætanleg skemmd- arverk. En hvað er til ráða? Ég hef undir höndum „Lög um náttúruvernd“ staðfest af Kristjáni Eldjárn forseta 16. apríl 1971. Þar segir í 13. grein: „Öllum er skylt að sýna varúð, svo að náttúru landsins sé ekki spillt að þarflausu. Spjöll á náttúru landsins, sem framin eru með ólögmætum hætti Ingólfsfjall í sárum Eftir Guðmund Kristinsson EFTIR nýafstaðnar kosningar gerðist það að flokkur lét undan þrýstingi um að rétta hlut kvenna og skipti, við stjórn- armyndun, reynslu- minnsta ráðherran- um sínum út fyrir efnilega, unga konu. Þetta teljast naum- ast nein pólitísk firn þó að við í kjördæmi Tómasar Inga Olrich – sjálfstæð- isfólk jafnt sem óflokksbundnir eins og undirritaður – grátum missi okkar manns úr ríkisstjórninni. Í ljósvakamiðlum og á pólitískum vefsetrum hefur hins vegar nýverið mátt heyra og sjá undarlegar túlk- anir á þessari atburðarás. Þar lýsa stjórnmálaskýrendur því fjálglega hvernig „veigaminnsti“ ráðherrann og dæmigerður „óhæfur stjórn- málamaður“ hafi loks bitið við út- garðana en svo þegið að launum, án „ákveðinnar hæfni“ sem til þurfi, „sólsetursafdrep“ í sendiráðinu í Par- ís. Þá er mér öllum lokið! Ég hef átt samskipti við ýmsa stjórnmálamenn á ýmsum vettvangi og get fullyrt af þeirri reynslu að ég hef ekki enn kynnst hæfileikaríkari manni á því sviði en Tómasi Inga. Hann er í raun stjórnmálamaður af guðs náð: sam- viskusamur, skynsamur, nákvæmur, fróður og umfram allt með ólíkindum vinnusamur. Mér hefur virst hann setja sig inn í hvert það mál sem á borð hans hefur borist eins og vand- aður háskólakennari: með nákvæmri rýningu smáatriða, ígrundun, yf- irlegu og rökstuddri niðurstöðu. Gild- ir einu hvort um hafa verið að ræða málefni Ríkisútvarpsins, upplýsinga- samfélagsins, menningartengdrar ferðaþjónustu eða menningarhúss á Akureyri. Ýmsum hagsmunamálum kjördæmis, lands og þjóðar hefur hann reynst óhrungjarn vígturn; ég get til dæmis vitnað um af eigin reynd að sú deild sem ég vinn við, kennaradeild Háskólans á Akureyri er fagnar 10 ára afmæli sínu í sumar sem stærsta deild háskólans, hefði aldrei orðið til á þeim tíma nema fyrir liðveislu og vegsögn Tómasar. Með fullri virðingu fyrir þeim Mjó- firðingum og lögfræðingum sem gegnt hafa embætti mennta- málaráðherra af reisn í fortíð, og munu gera í framtíð, þá er vissulega ánægjulegt að hafa um skeið haft við völd í því ráðuneyti innvígðan fulltrúa mennta og menningar: margreyndan kennara og meistara í frönskum bók- menntum – fágaðan, hógværan evr- ópskan séntilmann. Ef ég hef einhverja minnstu hug- mynd um hvað í starfi íslensks sendi- herra í París felst þá get ég varla hugsað mér hæfari mann í það starf en Tómas Inga Olrich. Undir hans stjórn verður sendiráðið ekki sólset- ursafdrep heldur menningarveita, ef ég þekki Tómas rétt. Hitt er svo ann- að mál að ágóði utanríkisþjónust- unnar verður tap Alþingis. Það hefur lengi verið umhugsunar- efni að stjórnmálamenn skuli ekki lengur komast upp á hornskák kjós- enda nema þeir hafi kjörþokka, fótógenískt andlit og fyrirsagnakjaft. Hitt er verra ef stjórnmálaskýr- endur, sem eiga að vita lengra en nef kjósenda nær, skuli japla á slíkum fordómum án hugdreifingar. Tómas Ingi og „sólseturs- afdrepið“ Eftir Kristján Kristjánsson Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. UM miðjan apríl sl. voru fyrstu viðurkenningarnar afhentar vegna gæðaverkefnis ÍSÍ um fyrirmynd- arfélög. Badminton- deild Keflavíkur, fimleikadeild Kefla- víkur og sunddeild Keflavíkur hlutu gæðaviðurkenningu fyrir barna- og ung- lingastarf og þar með rétt til þess að kalla sig „Fyr- irmyndardeild ÍSÍ“ til næstu fjög- urra ára. Keflavík, íþrótta- og ung- mennafélag, varð þar með fyrsta félagið á Íslandi til að eignast fyr- irmyndardeildir samkvæmt gæða- verkefni íþróttahreyfingarinnar. Þá fékk Íþróttabandalag Reykja- nesbæjar viðurkenningu fyrir öfl- ugt frumkvöðlastarf í tengslum við gæðaverkefnið. Með þessum við- urkenningum og þessum fyrstu skrefum í metnaðarfullri stefnu íþróttahreyfingarinnar í átt til þess að bæta starfsemi félaganna, hafa vissulega orðið vatnaskil í framvindu samþykktar Íþrótta- þings. Samþykkt var á Íþrótta- þingi ÍSÍ sem haldið var í KA- heimilinu á Akureyri í mars 2000, að setja í gang stefnu í þessum málaflokki. Síðan eru liðin tæp þrjú ár. Á þeim tíma hefur verið lögð mikil vinna í að undirbúa verkefnið og kynna það hreyfing- unni, m.a. með því að senda gæða- möppu til allra félaga í landinu. Mörg íþrótta- og ungmennafélög hafa þegar hafið undirbúning að þessu ferli og vonandi munu á næstu misserum fleiri félög og deildir sækja um viðurkenningu. Íþróttahreyfingin gerir kröfur til samfélagsins um stuðning, bæði aðgang að mannvirkjum og beinan fjárstuðning. Íþróttahreyfingin vill að litið sé á þennan stuðning sem endurgjald á þeirri þjónustu sem hún veitir öllum þegnum sam- félagsins. Til þess að slíkar kröfur séu trúverðugar og réttlætanlegar þarf íþróttahreyfingin að sýna það í verki að hún gerir raunhæfar kröfur til sjálfrar sín hvað varðar gæði og innihald þess starfs sem hún vinnur. Með því að taka upp viðurkenningu fyrir fyrirmynd- arstarf geta íþróttafélög eða deild- ir látið gera úttekt á starfsemi sinni eða hluta hennar, miðað við þær kröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Líklegur ávinningur af slíku innra starfi og viðurkenningu af hálfu ÍSÍ er margvíslegur. Félög og deildir sem hljóta viðurkenn- ingu ættu að eiga auðveldara með að afla sér stuðnings frá sveit- arfélögum sínum og öðrum stuðn- ingsaðilum sem frekar vilja leggja nafn sitt við fyrirmyndarfélög en önnur félög. Tími og fjármunir fé- laganna samkvæmt því skilgrein- ingarstarfi sem gæðaviðurkenn- ingar gera kröfur um mun án efa nýtast betur. Foreldrar munu væntanlega frekar senda börn sín til fyrirmyndarfélaga en annarra félaga. Þetta ætti því að verða fé- lögum hvatning til að bæta starf sitt og uppfylla kröfurnar til að geta fengið viðurkenningu. Vænt- anlega verður afraksturinn því betra íþróttastarf og betri ímynd íþróttahreyfingarinnar. Í áherslu- atriðum gæðastefnunnar er lögð áhersla á að félögin leggi áherslu á kröfulýsingu og vinnu við skipulag félags eða deilda með gerð skipu- rits og markmiðasetningu og skoð- Fyrirmyndarfélag – hvað er nú það? Eftir Stefán Konráðsson SUNNUDAGINN 25. maí sl. varð ég samferða dætrum mínum tveimur, annarri skattstjóra Vestfjarðaumdæmis með aðsetur á Ísafirði, og hinni við leikskóla á Ísafirði. Hvert var ferðinni heitið? Henni var heitið yfir Þorska- fjarðarheiði sem opnuð hafði verið tveimur dögum fyrr. Ég fór á jeppa en þær voru á Subaru og þorðu ekki að fara yfir heiðina án fylgdar, þar sem fréttir höfðu borist af því að heið- in væri varla fær þrátt fyrir moksturinn tveimur dögum fyrr. Heiðin var að vísu þokkalega fær, þannig að bílar komust hana skammlaust. En þegar Gilsfjarðarbrúin var tekin í notkun sællar minn- ingar velti þáverandi samgönguráðherra, Halldór Blöndal, því fyrir sér hvert skyldi vera næsta skref í samgöngumálum á Vestfjörðum. Ég bý á Reykhólum og hef notið þess að hafa brúna yfir Gilsfjörð og hef þannig ekki yfir neinu að kvarta. Ég er hins vegar fæddur og uppalinn aust- ur á Jökuldal þar sem menn sofa þá þeir eru þreyttir og borða þegar þeir eru svangir. Um langt skeið var nánast ekkert gert í vegamálum um Jökuldal og svip- aða sögu mátti segja um vegaframkvæmdir víða annars staðar á Austur- landi. Ég hélt því fram að ástæðan fyrir því væri sú að Austfirðingar hefðu svo liðónýta þingmenn að þeir gerðu ekkert annað en kjafta og þvæla á manna- mótum en kæmu engu í verk. Hvað blasir nú við mér á Vestfjörðum? Ég hef stundum sagt það að Vestfirðir eigi enga framtíð fyrir sér nema rokið sé upp til handa og fóta og komið á einhverri þeirri atvinnugrein sem bætt getur úr því ófremdarástandi sem fjórðungurinn er kominn í. Hvað á ég við? Ég á við það að svipað komi þar til eins og á Austfjörðum með álverið á Reyðarfirði. Ég er hins vegar ekki að tala um slíkt í þessari grein minni, heldur hitt, hvernig vegamálum er háttað á Vestfjörðum. Það er nefnilega staðreynd að vegamál ráða miklu um það hvar menn vilja búa og geta búið. Ég vona að þessi grein mín nægi til þess að sýna ráðamönnum þjóðarinnar það að ég hafi það til málanna að leggja sem mark sé takandi á. Ég talaði fyrr í máli mínu um ónýta þingmenn á Austurlandi sem ekkert gerðu árum saman fyrir sitt fólk annað en þiggja atkvæði þess. Hvað blasir nú við á Vestfjörðum? Ætla þingmenn Vestfirðinga að verða sömu rolurnar og þeir fyrrnefndu? Ég vona ekki. Það er höfuðnauðsyn að ganga frá almennilegum vegi yfir Þorskafjarðar- heiði hið fyrsta og láta ekki þá skömm sannast á sig að nánast allar leiðir frá Ísafirði aðrar en um Strandir og hina snjóumþöktu Hrafnseyrarheiði séu eina úrræðið manna á Vestfjörðum til að komast til höfuðborgarinnar. Gengið hefur verið frá góðum vegi um Bröttubrekku, sem bætir verulega samgöngur frá því svæði sem ég bý á, Reykhólum. Ég hef þannig ekki yfir neinu að kvarta hvað það snertir. En ég bendi á það að þingmenn kjördæm- isins eru margir frá vestustu byggðum Vestfjarða. Og ég spyr. Hvað eru þessir menn að hugsa? Hugsa þeir ekki neitt um hag sinna umbjóðenda? Nægja þeim atkvæði þeirra? Og hversu lengi nægja þau þeim? Ég vil umfram allt segja það að góðar samgöngur eru forsenda manna fyr- ir byggð í landinu. Og þessi litli spotti, sem er vegurinn frá malbikuðum vegi á Steingríms- fjarðarheiði og niður í Þorskafjörð, skiptir sköpum fyrir vegaframkvæmdir á Vestfjörðum. Einar minn og Einar og þið allir hinir. Látið nú gamminn geisa og sýnið það í verki að þið séuð þingmenn þessa byggðarlags. Þungaflutningar eru dýrir og hvern bílstjóra munar um hvern þann kílómetra sem hann ekur. Skoðið þetta, kæru þingmenn og landsmenn allir. Vegamál á Vestfjörðum Eftir Braga Benediktsson Höfundur er prófastur á Reykhólum.                      !  ! "    !           # $ %  %&  ' #(#     )##  %&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.