Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Valgerður Lauf-ey Einarsdóttir fæddist á Fjarðar- strönd í Seyðisfirði 12. júní 1920. Hún lést á Landspítalan- um Fossvogi þriðju- daginn 20. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson, sjómaður og verkamaður á Seyðisfirði og síðar í Reykjavík, f. á Kirkjubrú á Álfta- nesi, og Jakobína Guðbrandsdóttir, f. í Kolmúla í Reyðarfirði. Valgerður Laufey átti eina yngri systur, Fjólu, en hennar maður var Arn- björn Ólafsson læknir. Laufey giftist 10. júní 1939 Sig- urði Magnúsi Sólonssyni, sjó- manni og síðar múrarameistara í Reykjavík, f. í Keflavík 16. nóv- ember 1907, d. 1958. Í föðurætt var Sigurður ættaður úr Hvol- hreppi en í móðurætt úr Grinda- vík. Þau eignuðust þrjú börn, sem eru: 1) Hrafnhildur húsmóðir í Börn þeirra eru: a) Guðrún Mar- grét, f. 1962, maki Hannes Heim- isson, þau eiga fjögur börn. b) Sig- urður Magnús, f. 5. júlí 1965, maki Arnfríður Hjaltadóttir, þau eiga tvö börn. c) Árni Valur, f. 1966, maki Birna Sara Steindórsdóttir, þau eiga eitt barn, þau skildu. Sambýliskona Árna Vals er Svan- laug Ida Þráinsdóttir. 3) Einar Jakob húsvörður, f. 1. desember 1947, maki Sigurlaug Ottósdóttir, f. 1950. Börn þeirra eru Valgerð- ur Laufey, f. 1971, maki Þór Mar- teinsson, þau eiga þrjú börn, Ottó, f. 1973, og Einar Þór, f. 1981, sam- býliskona Eva Björk Sigurjóns- dóttir, þau eiga eitt barn. Barna- barnabörnin eru því 26. Laufey og Sigurður hófu sinn búskap í Reykjavík og bjuggu í nokkur ár í Bergstaðastræti 46 en byggðu sér síðan hús í Laugarnes- inu, Silfurteig 5, þar sem þau bjuggu þar til Sigurður lést. Árið 1963 flutti Laufey síðan í Álfta- mýri 36, þar sem hún bjó æ síðan. Laufey var heimavinnandi þar til maður hennar lést en hóf þá fljót- lega störf á Saumastofu Últíma sem síðar varð Saumastofa Karna- bæjar, þar sem hún starfaði til loka síns starfsdags. Útför Laufeyjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hafnarfirði, f. 3. ágúst 1939, d. 9. nóv- ember 1980, maki Guðmundur Ingva- son, f. 1936. Börn þeirra eru: a) Sigurð- ur Theodór, f. 1957, maki Elsa Birna Sveinbjörnsdóttir, þau eiga tvö börn, þau skildu. Sigurður á barn með Helgu Ei- ríksdóttur. Sambýlis- kona Sigurðar er Birna Sigfúsdóttir. b) Guðmundur Rúnar, f. 1959, maki Katri Raa- kel Tauriainen, þau eiga þrjú börn. c) Yngvi Óðinn, f. 1961, maki Gunnhildur Grímsdóttir, þau eiga þrjú börn. d) Jóhanna Kristín, f. 1966, maki Sigursveinn Þ. Jóns- son, þau eiga eitt barn, þau skildu. e) Jóhanna Kristín, á eitt barn með Per Schmidt. f) Valgerður Laufey, f. 1968, maki Sævar Harð- arson, þau eiga fjögur börn. 2) Sólon Rúnar bankastjóri í Reykja- vík, f. 1. mars 1942, maki Jóna Vestfjörð Árnadóttir, f. 1943. Laufey amma fæddist á Seyðis- firði og ólst þar upp. Þar bjó hún þar til hún fluttist til Reykjavíkur en þar hóf hún að læra saumaskap. Stuttu eftir að hún kom til Reykjavíkur kynntist hún afa, Sigurði M. Sólons- syni sjómanni og síðar múrarameist- ara hér í Reykjavík, en þau giftu sig árið 1939. Amma varð ung ekkja eða 37 ára gömul og bjó hún ávallt ein eftir að börnin fóru að heiman. Amma var ekki mikið fyrir að tala um sjálfa sig. Það var helst að ná henni á góðum degi í bíltúr um miðbæinn, þá sagði hún mér margt um fyrri daga sína í Reykjavík. Það var eins og að fara fimmtíu ár aftur í tímann þegar hún sagði mér sögur af fólkinu á Bergstaðastrætinu þar sem þau bjuggu áður en þau byggðu sér hús á Silfurteigi í Laugarneshverf- inu. Hún sýndi mér hvar afi bjó þeg- ar þau kynntust en það var á Lauga- veginum þar sem Kaffitár er í dag. Hún lýsti miðbænum nákvæmlega, hverjir áttu heima hvar og hvaða verslanir voru hvar og kaupmönnun- um sem þær ráku. Fólkið og stað- irnir lifnuðu við. Hún sagði svo skemmtilega frá og kunni sögur af öllum. Afi var mikið í burtu við sín störf og oft erfitt að vera ein með börnin. Hún sagði mér frá því hve erfitt hefði verið að fá húsnæði í Reykjavík á stríðsárunum. Afi var þá langtímum saman í burtu, en hann var á togurum á stríðsárunum og hún ein að leita að húsnæði fyrir sig og eldri börnin tvö. Hún sagðist hafa verið spurð spjörunum úr af leigusöl- um hvar eiginmaðurinn væri og hvort hún væri nokkuð í ástandinu. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru heimsóknir í Álftamýrina í íbúð- ina hennar uppi á fjórðu hæð. Oft kveið ég fyrir því að labba upp allar hæðirnar en amma sagði að þetta héldi henni svona heilsugóðri. Eftir að afi lést árið 1958 vann amma lengi hjá Últíma við sauma en eftir það á saumastofu Karnabæjar. Það var þegar við barnabörnin vorum lítil og saumaði hún mikið á okkur öll. Hún sagði mér að þetta væru snið sem hún minnkaði á mig en væru alveg eins og fengjust í Karnabæ og var ég aldeilis ánægð að geta verið í eins fötum og stóru skvísurnar sem versluðu þar. Mér fannst ekki amalegt að eiga svona ömmu. En amma var öðruvísi en aðrar ömmur fannst mér. Hún var svo hávaxin og grönn, svo var hún með fallegt rautt hár en ekki grátt eins og flestar ömmur. Rauða hárinu hélt hún alveg til loka og þegar ég greiddi henni nú fyrir nokkrum dög- um á spítalanum hugsaði ég að það væri eins og nýfægt brons. Amma var alltaf vel til fara og hugsaði mikið um gæði efna og endingu og lærði ég mikið af henni í þeim efnum. Hún átti það til að þukla föt sem ég kom í til hennar og spyrja hvað væri í þessu. Ef það var silki varð það að vera al- mennilegt silki, ef það var ullarkápa varð það að vera kasmírull, annars var ekkert varið í þetta. Amma var glaðlynd og hló mikið. Hún gat líka verið beinskeytt og sagði nákvæm- lega það sem henni fannst og hugsaði kannski stundum lítið um hvernig hlutunum yrði tekið. En það var líka hægt að segja allt við hana og hún hló að því. Kannski fannst henni að allir ættu að geta það. Það var í raun ekki fyrr en ég gifti mig og flutti að heiman sem við amma fórum að hafa náið samband. Það var eins og ég yrði þá fyrst að manneskju sem hægt væri að tala við. Ég hélt stundum að amma hefði ekkert gam- an af börnum, en sú skoðun mín breyttist eftir að langömmubörnin komu. Hún sagði mér eitt sinn að ég gerði börnin mín kolvitlaus að vera alltaf að taka þau upp að óþörfu. Maður ætti ekki sífellt að vera að taka ungbörn upp heldur bara snúa þeim öðru hvoru. Ég held að þessi „uppeldisaðferð“ hafi eingöngu verið tilkomin af tímaskorti hjá konum af hennar kynslóð. Heimilisstörfin tóku svo mikinn tíma að enginn var af- gangs til að sitja tímunum saman og hjala við smábörn. Amma hafði gaman af því að ferðast. Fór hún margar ferðir til út- landa, nánast um alla Vestur-Evrópu, m.a. með Lóu vinkonu sinni. Okkur fjölskylduna heimsótti amma líka til Frakklands og Finnlands og fórum við þá yfir til Eistlands líka. Þetta eru eftirminnilegar stundir því amma var óneitanlega sérvitur og ákveðin kona. Amma bjó fram á síðasta dag í Álftamýrinni og leið þar vel. Hún sagði við mig fyrir stuttu, þegar um- ræður komu upp um hvort hún ætti að sækja um á heimili fyrir eldri borgara, að sér liði svo vel heima hjá sér og hún endurtók „mér líður svo vel hérna“. Því finnst mér svo gott að hún skuli hafa getað haft þetta eins og hún vildi. Einungis fáir dagar á sjúkrahúsi í lokin. Við fjölskyldan minnumst ömmu sem glaðlyndrar, ákveðinnar konu. Óneitanlega var hún sérstök að mörgu leyti en það gerði hana að svo skemmtilegum og miklum karakter. Guð blessi minningu ömmu minn- ar. Guðrún M. Sólonsdóttir og fjölskylda. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þín, Laufey Einars. VALGERÐUR LAUF- EY EINARSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Val- gerði Laufeyju Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, AÐALSTEINS INGÓLFS EIRÍKSSONAR, Heiðarvegi 13, Reyðarfirði. Pálína María Guðmundsdóttir, Þorvaldur Aðalsteinsson, Birna Guðmundsdóttir, Sigurður Eiríkur Aðalsteinsson, Erna Arnþórsdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Hugrún Aðalsteinsdóttir, Árni Guðmundsson, Árdís Guðborg Aðalsteinsdóttir, Karl Bóasson, Sigríður Helga Aðalsteinsdóttir, Kristján Bóasson, barnabörn og langafabörn, Valdimar Helgi Eiríksson. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför ÞÓRÐAR ELÍASSONAR, Hólshúsum, Gaulverjabæjarhreppi. Innilegar þakkir til þeirra sem önnuðust Þórð í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Gunnar E. Þórðarson, Elísabet Zóphóníasdóttir og fjölskylda. Við færum okkar innilegustu þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, HELGU ÁSGRÍMSDÓTTUR, áður Suðurgötu 124, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks E deilar Sjúkra- húss Akraness fyrir góða umönnun og hlýhug. Börn hinnar látnu. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, NJÖRÐUR H. SNÆHÓLM fyrrv. yfirlögregluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að kvöldi sunnudagsins 18. maí, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 28. maí, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarsjóði. Harald Snæhólm, Þórunn Hafstein, Vera Snæhólm, Elías R. Gissurarson, Jón Kristinn Snæhólm, Oddný Halldórsdóttir, Njörður Ingi Snæhólm, Íris Mjöll Gylfadóttir, Magnhild Gylfadóttir, Brent Dunnett, Vera Ósk Gylfadóttir, Paul Evans, langafabörn, systkini og mágkona. Ástkær fóstursystir okkar og frænka, GUÐRÚN PÁLMADÓTTIR fyrrum aðstoðaryfirmatráðskona við Landspítalann, er látin. Útför hennar fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, VALGERÐUR LAUFEY EINARSDÓTTIR, Álftamýri 36, Reykjavík, sem lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 20. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. maí kl. 15.00. Sólon R. Sigurðsson, Jóna V. Árnadóttir, Einar J. Sigurðsson, Sigurlaug Ottósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.