Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ E kki vorum við Ís- lendingar búnir að horfa lengi á Evró- visjón-söngva- keppnina áður en við áttuðum okkur á samsærinu. Nágrannaþjóðirnar höfðu samið undir borðið og myndað hags- munabandalög. Svo augljóst var það að gamla fólkið hristi höfuðið og jafnvel unga kynslóðin, sið- spillt og fordekruð, fór hjá sér. Áfellisdómurinn var óneitanlega þungur yfir Evrópusambandinu – nú skildi maður hvernig kaupin gerðust á þeim bænum. Rússland veitti Úkraínu tólf stig. Samsæri! England veitti Ír- landi tólf stig. Samsæri! Kýpur veitti Grikklandi tólf stig. Sam- særi! Við sem á horfðum kinkuðum kolli – það sem við blasti var alheims- samsæri gegn Birgittu Haukdal frá Húsavík. Hún sem hafði staðið sig svo vel. Portúgal veitti Spáni tólf stig. Samsæri! Þýskaland veitti Pól- landi tólf stig. Samsæri! Ísland veitti Noregi tólf stig. Aha, sam- særi! En bíðum við, var það sam- særi? Tók þá Eva María þátt í samsærinu? Hvað um Loga Bergmann og Gísla Martein? Voru þeir samsekir? Teygði sam- særið anga sína alla leið norður til Húsavíkur? Ekki dró úr grunsemdunum þegar Norðmenn endurguldu greiðann – veittu Íslendingum tólf stig. Hvernig mátti það vera? Höfðum við þá setið að leyni- makki með frændum okkar Norðmönnum? Höfðu Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Jan Petersen utanríkisráðherra Noregs hist á leynifundum? Var þetta liður í samningum um norsk-íslenska síldarstofninn? Auðvitað trúir því enginn heil- vita Íslendingur upp á Íslend- inga. Það gæti aldrei gerst að að- alsamningamaður Norðmanna sendi samningamanni Íslendinga kveðju og krefðist tólf þúsund tonna fyrir stigin tólf. Og Íslend- ingar svöruðu í sömu mynt. Sam- særiskenningar stranda nefni- lega iðulega á okkur sjálfum. Um leið og þær beinast að okkur, þá vitum við betur. Ef talað er um okkur sem hluta af samsærinu, þá er það ekkert annað en sam- særi, – gegn okkur. Ég hef aldrei heyrt um neinn sem býr til sam- særiskenningar um sjálfan sig. Það gæti líka orðið dálítið rugl- ingslegt: „Ég meinti örugglega eitthvað annað með því sem ég sagði núna en það sem ég sagði.“ Í raun gæti þetta varla talist samsæri, þar sem látið væri vita af verknaðinum og hætt við að ráðabruggið rynni því út í sand- inn. En sambandið við nágranna- þjóðirnar Norðmenn og Dani hefur orðið okkur drjúgur efni- viður í samsæriskenningar. Ef til vill af svipuðum toga og samsær- iskenningar um nágrannana. Þannig hefur frakkaklædd per- sóna í Spaugstofunni, leikin af Erni Árnasyni, næmt auga fyrir samsærum af ýmsum toga og trúir eftirlitsmyndavélum fyrir því sem hann kemst á snoðir um. Oftar en ekki kemst hann að því að maðkur er í mysunni í sam- skiptum okkar við frændur okkar Norðmenn. Ég spurði Karl Ágúst Úlfsson út í þessa áráttu persónunnar. Hann sagði að tortryggnin í garð Norðmanna væri alveg úr lausu lofti gripin, en hefði reynst vel í samsæriskenningasmíðum, því Norðmenn kæmu víða við sögu. Og aðspurður um stigin tólf sem Íslendingar og Norðmenn gáfu hver öðrum sagði hann að sér fyndist það afskaplega bróð- urlega og frændræknislega að verki staðið. Ef um samsæri væri að ræða þá væri það mjög flókið og viðamikið og hlyti að teygja anga sína mjög víða. Kveikjan að persónunni voru allar þær samsæriskenningar sem eru á kreiki í þjóðfélaginu, misjafnlega vel ígrundaðar og sumar afskaplega langsóttar. Þær eru einnig kveikjan að þess- um pistli. Það er vandalaust að búa til samsæriskenningu. Ég var á gangi með barna- vagninn í miðbænum um helgina og naut mín í dásamlegu veðri. Áður en ég uggði að mér var ég lentur í háskalegum torfærum í Bankastræti út af gatnafram- kvæmdum. Þá rann upp fyrir mér að alltaf þurfa að vera gatnaframkvæmdir í miðbænum á sumrin. Einmitt þegar Reyk- víkingar vilja sleikja sólina og spóka sig, þá komast þeir ekki ferða sinna. Að ekki sé talað um útlendingana. Þá loksins þeir komast í miðbæinn fyrir veðri, þá eru allar götur rifnar upp til þess að hrekja þá upp á hálendið. Eina hugsanlega ástæðan fyrir þessu er sú að verkamennirnir vilji vera í miðbænum á sumrin alveg eins og þorri almennings. Eftir að kommúnisminn leið und- ir lok varð þetta krafa verkalýðs- ins og nú hefur þögul bylting átt sér stað. Framkvæmdir í mið- bænum eru látnar sitja á hak- anum þangað til á sumrin. Ef verkefnin eru ekki til eru þau bú- in til. Þess vegna gerist það á nokkurra ára fresti að Austur- stræti er breytt í göngugötu og svo aftur í umferðargötu. Svona fabúlerar fólk á kaffi- húsunum og samsærin verða til. Og þau fara eins og eldur í sinu um samfélagið og gefa því nýja merkingu. Það verður engu sann- ara en bókmenntirnar og spjall- þættirnir. Hvaða máli skiptir hvað gerðist í raun og veru? Aðr- ir lesa út úr því það sem þeim finnst krassandi og til verður nýr sannleikur. Og allt er þetta bara leikur – sannleikur. Og ekkert meira ekta við hann en Evró- visjón. Það skekkir myndina að Malta skyldi gefa Íslendingum tólf stig. En þegar samsæriskenningar eru annars vegar þá borgar sig ekki að horfa á heildarmyndina. Það er betra að gefa sér nið- urstöðuna fyrst og velja síðan þær forsendur sem renna stoðum undir hana. Og fá sér síðan kaffi og með því á kaffihúsi í mið- bænum. Þetta er samsæri! Portúgal veitti Spáni tólf stig. Samsæri! Þýskaland veitti Póllandi tólf stig. Samsæri! Ísland veitti Noregi tólf stig. Aha, samsæri! En bíðum við, var það samsæri? VIÐHORF Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is ✝ Njörður Hall-dórsson Snæ- hólm, fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, fædd- ist hinn 4. júlí árið 1917 á Sneis í Lax- árdal, A-Húna- vatnssýslu. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð að kveldi 18. maí síð- astliðins. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Halldórsson Snæhólm búfræð- ingur, f. á Auðkúlu í A-Húna- vatnssýslu, d. 28. nóvember 1964 23. september 1886, og Elín Krist- ín Guðmundsdóttir húsmóðir, í Hnífsdal f. 10. apríl 1894, d. 6. apríl 1988. Fyrstu árin bjó Njörð- ur á Sneis en fluttist svo til Blönduóss og síðar til Akureyrar með foreldrum sínum og systkin- um þar sem þau bjuggu í Gler- árþorpi. Systkini Njarðar voru Alda Snæhólm Einarsson lista- maður, f. 8. apríl 1916, d. 5. októ- ber 2002, Kristín Ingibjörg Snæ- hólm Hansen, fyrrverandi yfir- flugfreyja, f. 23. apríl 1921, d. 21. janúar 1996, Guðmundur Halldór Snæhólm rafvirki, f. 27. mars 1928, kona hans er Sunneva Guð- jónsdóttir Snæhólm, f. 18. septem- ber 1936, og Edda Snæhólm fyrr- verandi flugfreyja, f. 3. september 1932. Tveir synir Halldórs og Elínar létust í bernsku. Hinn 28. júlí 1939 gekk Njörður að eiga Magnhild Hopen Snæhólm húsmóður, f. 27. júní 1911, d. 3. mars 1992, frá Leinstrand við Þrándheim í Noregi. Þau eignuð- ust tvö börn: 1) Harald, flugstjóra hjá Icelandair, f. 25. júní 1939, ritaðist þar í Norsk Aeroklub í Ósló og lauk þar B-prófi í svifflugi á námskeiði sem haldið var að Öra við Fredrikstad sumarið 1938. Hann lauk A-flugprófi hjá Wideröes flyveselskap í Ósló árið 1939 og nam herfræði og siglinga- fræði í Kanada árin 1940–1941. Árið 1943 tók hann lögreglu- og liðsforingjanámskeið í Toronto og lögreglunámskeið í Reykjavík ár- ið 1947. Hann lauk bréfanám- skeiði í lögreglufræðum hjá Institute of Applied Science í Chicago 1948. Njörður fór til Nor- egs árið 1937 og vann þar að sveitastörfum til ársins 1940 þeg- ar hann sneri aftur heim til Ís- lands. Árið 1940 sigldi hann til Kanada þar sem hann gekk í Kon- unglega norska flugherinn og fór í flugskóla í Toronto þar til hann var sendur til Íslands árið 1941 og gerðist lögreglustjóri í 330. flug- sveit norska flughersins í Naut- hólsvík allt til ársins 1945 en lögreglustjóri sömu flugsveitar á Sola-flugvelli við Stavanger. Hann gerðist lögreglumaður í Reykja- vík 1946 og rannsóknarlögreglu- maður árið 1950, varð varðstjóri hjá rannsóknarlögreglunni árið 1961, aðalvarðstjóri 1969 og deildarstjóri 1976. Hann varð yf- irrannsóknarlögregluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins árið 1977, þegar hún tók fyrst til starfa, og til ársins 1984 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Njörður sat í stjórn Skotfélags Reykjavíkur 1954–1957, í stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur 1954–1957 og í stjórn Svifflug- félags Íslands í tíu ár. Nirði hlotn- aðist Minningarorða Hákonar VII, þáverandi Noregskonungs, árið 1942 og Norska stríðsorðan ásamt heiðursskjali frá Ólafi krónprinsi Noregs árið 1945. Hann skrifaði bókina Á kafbátaveiðum árið 1949. Útför Njarðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. kvæntur Þórunni Haf- stein, BA, f. 5. októ- ber 1945. Börn þeirra eru: a) Jón Kristinn, MA, f. 31. maí 1967, kvæntur Oddnýju Halldórsdóttur flug- freyju, f. 25. júlí 1967; börn þeirra eru Þór- unn Soffía, f. 3. febr- úar 1998, og Fannar Alexander, f. 14. októ- ber 1999. b) Njörður Ingi, MBA, f. 15. októ- ber 1969, kvæntur Ír- isi Mjöll Gylfadóttur, BS; dóttir þeirra er Elma Sól og eiga þau von á öðru barni sínu í næsta mánuði. 2) Vera BA, f. 28. júlí 1946, var gift Gylfa Hjálmarssyni prentara, f. 13. jan- úar 1944. d. 20. febrúar 1994. Börn þeirra eru a) Magnhild, skrifstofustjóri í Toronto, f. 26. ágúst 1966, maki Brent Dunnett símtæknifræðingur, f. 26. febrúar 1958; börn þeirra eru Kristín Alda, f. 30. nóvember 1994, og Ei- ríkur Þór, f. 10. nóvember 1996. b) Gylfi Örn, f. 27. júlí 1968, d. 29. júlí 1968. c) Vera Ósk, skrifstofu- stjóri í Toronto, f. 29. ágúst 1969, gift Paul Evans auglýsingahönn- uði, f. 27. mars 1967. Sonur þeirra er Kristján Tosh, f. 21. júlí 1998. Eiginmaður Veru er Elías Ragnar Gissurarson flugumferðarstjóri, f. 27. september 1945. Á síðustu ár- um átti Njörður góðan ferða- félaga og vin í Kristjönu Ágústs- dóttur, f. 27. desember 1920, sem búsett var í Búðardal en dvelst nú á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Njörður stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri og Héraðsskólann á Laugarvatni. Ár- ið 1937 fór hann til Noregs og inn- Vegna mistaka birtust minningar- greinar um Njörð H. Njarðvík á mánudag og er beðist velvirðingar á því. Elskulegur tengdafaðir minn og traustur vinur er látinn. Í tæp fjöru- tíu ár hef ég notið handleiðslu hans, stuðnings og félagsskapar sem ég met meira en orð fá lýst. Sonum mínum og sínum eigin börnum reyndist hann einnig hinn besti læri- faðir sem ávallt stóð eins og klettur við hlið þeirra á lífsleiðinni. Sam- heldni fjölskyldunnar var einstök. Hann átti sér „brynju“ sem varði hann allt frá því hann var lítill og aleinn strákur í sveit þar sem besti vinurinn var hesturinn á bænum. Þessi brynja var þó ekki alveg skot- held því fyrir innan sló stórt og hlýtt hjarta sem allir fengu notið þegar á reyndi. Njörður var dverghagur og eftir hann liggja fágætir munir sem hann dundaði sér við að skapa í frí- stundunum, sem ekki voru margar, því aldrei mátti verk úr hendi falla. Lífið var vinna! Gamalt hús vestur á fjörðum stendur hnípið þar sem styrkasta stoðin er fallin en það mun halda velli og standa stolt eftirleiðis vegna umhyggjusamra og lipurra handa endurreisnarans. Tengdaforeldrar mínir voru að mínu mati einstakar persónur. Heimili þeirra stóð alltaf opið fyrir stórum sem smáum og ekki fóru þau í manngreinarálit. Aldrei skorti neitt á gestrisnina þótt fjárhagurinn væri NJÖRÐUR H. SNÆHÓLM ✝ Andrjes Gunnars-son fæddist að Hólmum í Austur- Landeyjum 29. sept. 1904. Hann lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 18. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Gunnar Andrjesson, bóndi og hreppstjóri að Hólm- um í Austur-Landeyj- um, f. 31. des. 1853, d. 31. júlí 1921, og kona hans Katrín Sigurð- ardóttir, f. 19. mars 1857, d. 24. des. 1951. Systkini Andrjesar voru Sigurður, f. 17. sept. 1883, d. 16. jan. 1917, Andrjes, f. 16. des. 1884, d. 11. maí 1898, Kolbeinn, f. 18. des. 1885, d. 6. febr. 1886, Ólafur, f. 6. apríl 1887, d. 3. des. 1907, Dýrfinna, f. 3. júlí 1889, d. 29. maí 1979, Oktavía, f. 16. október 1890, d. 5. mars 1921, Guðrún, f. 24. febr. 1894, d. 6. jan. 1992, Magnús, f. 13. júlí 1896, d. 13. apríl 1973, og Katrín, f. 15. des. 1901, d. 13. febr. 1996. Andrjes kvæntist 7. desember 1940 Að- alheiði Magnúsdótt- ur, f. 24. maí 1914, d. 24. febrúar 1994. Foreldrar hennar voru Magnús Jó- hannsson, kaupmað- ur á Patreksfirði og kona hans Þóra Vig- fúsdóttir. Andrjes tók sveins- próf í vélsmíði 1926 og vélstjóra- próf frá Vélstjóraskóla Íslands 1929. Hann starfaði sem vélstjóri til sjós og lands. Hann yfirvélstjóri í Áburðarverksmiðju ríkisins frá stofnun hennar til starfsloka. Útför Andrjesar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Látinn er í Hafnarfirði vélstjórinn og hugvitsmaðurinn Andrjes Gunn- arsson. Þegar hann lést átti hann að- eins rúmt ár í að ná 100 ára aldri og hélt hann andlegum styrk sínum allt til síðasta dags. Eftir áratuga sam- veru og vináttu langar okkur systk- inin að minnast þessa heiðursmanns nokkrum orðum. Andrjes var fædd- ur og uppalinn í Austur-Landeyjum. Hann lærði vélsmíði í Vestmanna- eyjum og Hafnarfirði og útskrifaðist úr Vélstjóraskóla Íslands árið 1929. Þá lá leiðin til sjós þar sem Andrjes sigldi árum saman vítt um höf, m.a. til Spánar og Miðjarðarhafslanda. Hafði hann gaman af að rifja upp þær ferðir, þótt sennilega sé litlu saman að jafna við sólarlandaferðir nútímans. Gæfuspor í lífi hans var þegar hann réð sig sem forstöðu- mann fyrir vélsmiðju Vatneyrar- bræðra á Patreksfirði. Þar kynntist hann og kvæntist síðar föðursystur okkar Aðalheiði Magnúsdóttur. Oddgeir faðir okkar og Andrjes byggðu saman tvíbýlishús og bjugg- um við saman í því húsi þar til Andrjes og Heiða fluttu til Reykja- víkur. Á árunum um og eftir síðari heimsstyrjöld var aðstaða útgerðar og fiskvinnslu á Vatneyri einhver sú glæsilegasta sem fannst á landinu. Við höfnina var fullkominn raf- magnslöndunarkrani sem rann á teinum. Löndunarkassar sem opn- uðust og lokuðust sjálfkrafa án þess að mannshöndin kæmi þar nærri. Færiband sem dreifði ís eða salti beint niður í lest togaranna. Í frysti- húsinu var ný gerð frystitækja, sem urðu reyndar síðar fyrirmynd að frystitækjum í flestum frystihúsum landsins. Öll þessi tæki voru hönnuð og smíðuð af Andrjesi. Það sem átti þó hug hans á þessum árum voru til- raunir og módelsmíði á nýrri gerð togara þar sem trollið var híft inn um skutinn. Þetta var gjörbylting frá því sem áður var. Hugmyndin var þaulhugsuð og framkvæmdin sýnd með módelum sem Andrjes smíðaði. Þessar hugmyndir og mód- el voru sýnd breskum skipasmíða- stöðvum. Lítinn stuðning og áhuga fékk Andrjes frá íslenskum ráða- mönnum og meira að segja var full- yrt að brugðið hefði verið fæti fyrir að þessar hugmyndir næðu fram að ANDRJES GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.