Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ OPNA MACGREGOR MÓTIÐ Golfklúbbur Selfoss stendur fyrir OPNA MACGREGOR MÓTINU laugardaginn 31. maí. Leikform er TEXAS SCRAMBLE. Tveir leika saman og fá samanlagða vallarforgjöf deilt með fimm. Uppl. og skráning í s. 482 3335, á skrifstofutíma milli kl. 9.00 og 17.00 Glæsileg verðlaun fyrir 4 efstu pörin. Einnig tvenn mælingaverðlaun. Rástímar frá kl. 8.30-10.30 og 13.20-15.00. Styrktaraðili: Golfbúðin, Strandgötu 28, 220 Hafnarfirði. ÚRSLIT Gísli til Danmerkur? GÍSLI Kristjánsson, hand- knattleiksmaður úr Gróttu/ KR, gengur líklega til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Fredericia HK. Liðið er frá Jótlandi og hafnaði í ellefta sæti af þrettán liðum í deild- inni í vetur. Samkvæmt heimasíðu Gróttu/KR er Gísli væntanlegur heim í dag eftir dvöl hjá danska félaginu og er reiknað með að hann komi þaðan með samning í hönd- unum. KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna Landsbankadeildin Breiðablik – KR ........................................0:4 Ásthildur Helgadóttir 23., 29., 54., Sólveig Þórarinsdóttir 63. Þróttur/Haukar – Stjarnan ....................0:4 Elva Björk Erlingsdóttir 2, Lilja Karls- dóttir, Guðrún Halla Finnsdóttir. Staðan: KR 3 2 1 0 11:2 7 ÍBV 2 2 0 0 13:1 6 Breiðablik 3 2 0 1 4:6 6 Valur 2 1 1 0 4:2 4 Þór/KA/KS 2 1 0 1 3:3 3 Stjarnan 3 1 0 2 5:6 3 FH 2 0 0 2 1:4 0 Þróttur / Haukar 3 0 0 3 1:18 0 Markahæstu leikmenn: 5 – Olga Færseth (ÍBV), Ásthildur Helga- dóttir. 4 – Mhairi Gilmour (ÍBV). Svíþjóð Gautaborg – Örgryte ...............................5:2 Mamadou Diallo 28., Magnus Erlingmark 53., Martin Ericsson (víti) 63., Patric And- ersson 77., Tomas Rosenkvist 86. – Paulhinho Guara 8., Patrik Fredholm 77. Rautt spjald: Afonso Alves, Örgryte. Enköping – Hammarby ...........................1:2 Nichlas Norell 39. – Dede 11., Patrick Gerrbrand 70. Sundsvall – Landskrona ..........................3:1 Bala Ahmed Garba 12., 84., Tommy Berg- ersen 49., – Matthias Eklund 66. Staðan: AIK 8 6 1 1 17:6 19 Djurgården 8 6 0 2 21:4 18 Hammarby 8 5 3 0 13:6 18 Helsingborg 8 4 2 2 10:8 14 Örebro 8 4 1 3 13:11 13 Halmstad 7 3 1 3 10:11 10 Gautaborg 8 2 3 3 12:10 9 Malmö 8 2 3 3 11:11 9 Landskrona 8 2 3 3 10:11 9 Sundsvall 8 2 3 3 9:11 9 Örgryte 8 2 2 4 11:17 8 Öster 7 2 1 4 6:12 7 Elfsborg 6 1 2 3 6:13 5 Enköping 8 0 1 7 4:22 1 Vináttulandsleikir Bandaríkin – Wales ................................. 2:0 Landon Donovan 41., Eddie Lewis 60. Rautt spjald: Matthew Jones (Wales) 49. Skotland – Nýja-Sjáland..........................1:1 Stevie Crawford 11. – Ryan Nelsen 47. HJÓLREIÐAR Sunnudaginn 25. maí var haldin tíma- keppni í götuhjólreiðum á Krísuvíkurvegi sunnan Hafnarfjarðar. Gunnlaugur Jónas- son varð fljótastur á vegalengdinni, sem var 18,6 km, á tímanum 29 mín. og þremur sek. Annar var Haukur Már Sveinsson, sem kom í mark einni mín. og tuttugu sek. á eftir Gunnlaugi. Í þriðja sæti varð Gunnar Már Zoëga á tímanum 39 mín. og 25 sek. HAUKAR og ÍR, liðin tvö sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik, og bikar- meistarar HK verða öll saman í riðli í forkeppni Íslandsmótsins næsta vetur. ÍBV og Selfoss eru í Suðurriðlinum en KA og Þór í norðurriðlinum. Suðurriðill: Haukar, ÍR, HK, FH, ÍBV, Stjarnan, Selfoss og Breiða- blik. Norðurriðill: Valur, KA, Þór, Fram, Grótta/KR, Afturelding og Víkingur. Leikin er tvöföld umferð í riðl- unum en síðan fara fjögur efstu lið í hvorum riðli í úrvalsdeild. Þau sjö lið sem eftir standa leika í 1. deild. Haukar, ÍR og HK í sama riðli ERLENDUR Ísfeld var um helgina ráðinn þjálfari handknattleiksliðs meistaraflokks kvenna hjá Stjörn- unni í Garðabæ. Erlendur hefur þjálfað hjá ÍR síðustu sextán árin, lengst af yngri flokka en hann var með Matthíasi Matthíassyni þegar hann var þjálfari meistaraflokks ÍR. Matthías var með kvennalið Stjörnunnar í vetur og tekur Erlendur við af honum. „Þetta er spennandi verkefni því Stjarnan hefur verið í toppbarátt- unni síðasta áratuginn eða rúmlega það, en nú er Stjarnan með ungt og gríðarlega efnilegt framtíðarlið,“ sagði Erlendur í samtali við Morgunblaðið í gær. Erlendur tekur við Stjörnunni Hinir eru þeir Jákup Mikkelsen,markvörður Molde í Noregi, og þrír sem leika með dönskum liðum, Jón Rói Jacobsen frá Bröndby, Jo- han Byrial Hansen frá Horsens og Christian Högni Jacobsen frá Vejle. Besti knattspyrnumaður Færeyja undanfarin ár, Todi Jonsson frá FC Köbenhavn, er ekki í liðinu frekar en í öðrum leikjum í þessari keppni. Einnig vantar þá Óla Johannesen frá Hvidovre í Danmörku og Pól Thor- steinsson frá B36, sem áður lék með Val, en þeir eru báðir í leikbanni. Þrettán af átján í færeyska hópn- um spila með færeyskum liðum. Þar á meðal eru tveir fyrrum leik- menn Leifturs, markvörðurinn lit- ríki Jens Martin Knudsen frá NSÍ í Runavík og sóknarmaðurinn John Petersen frá B36 í Þórshöfn, sem skoraði bæði mörkin í 2:2-jafnteflinu gegn Skotum í haust. Hinir eru eft- irtaldir: Fróði Benjaminsen og Jann Ingi Petersen frá B68 í Tóftum, Jó- hannis Joensen frá FS Vágar, Julian Johnsson og Jákup á Borg frá B36, Súni Olsen frá GÍ í Götu, Atli Dani- elsen og Hjalgrím Elttör frá KÍ í Klakksvík, Jónhard Frederiksberg frá Skála og þeir Rógvi Jacobsen og Andrew af Flötum frá HB í Þórs- höfn. Athygli hefur vakið í Færeyjum að Larsen valdi ekki nokkra reynda menn í sitt lið, eins og t.d. sóknar- manninn Heðin á Lakjuni, en er þess í stað með fjóra unga pilta sem ekki hafa leikið með A-landsliðinu í und- ankeppninni. Það eru þeir Höjsted, Danielsen, Jann Ingi Petersen og Frederiksberg, en þeir hafa allir spilað mikið með yngri landsliðum Færeyja. Arsenal- strákurinn í liði Færeyja HENRIK Larsen, landsliðsþjálfari Færeyja, valdi fimm leikmenn frá erlendum félögum í lið sitt sem mætir Íslandi í undankeppni Evr- ópumóts landsliða í knattspyrnu á Laugardalsvellinum 7. júní. Þar á meðal er Ingi Höjsted, hinn 17 ára gamli leikmaður frá Arsenal, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Færeyjar í síðasta mánuði.  SVEINN Margeirsson varð í 2. sæti í 3.000 m hindrunarhlaupi í 2. deildarkeppni félagsliða í frjáls- íþróttum í Belgrad um síðustu helgi, en Sveinn keppti fyrir danska liðið Spörtu sem hann æfir með í Dan- mörku. Sveinn hljóp á 8.57,29 mín- útum og var um tveimur sekúndum á eftir Portúgala sem kom fyrstur í mark. Sveinn var um um 8 sekúnd- um frá Íslandsmeti Jóns Diðriksson- ar. Sparta hafnaði í þriðja sæti stiga- keppninnar og verður því áfram í 2. deild á næsta ári.  ELVAR Guðmundsson stóð í marki Barakaldo þegar liðið gerði jafntefli við Granollers, 30:30, á úti- velli í spænsku 1. deildinni í hand- knattleik um síðustu helgi. Jafnteflið tryggði Barakaldo áframhaldandi sæti í deildinni á næstu leiktíð. Elvar stóð í marki liðsins í síðustu fjórum leikjunum eftir að hann var leigður fram Ajax/Farum í Danmörku. Elv- ar heldur nú á ný norður á bóginn.  MICHELLE Barr og Mhairi Gilmour, knattspyrnukonur úr ÍBV, hafa verið valdar í skoska landsliðið sem mætir því portúgalska í undan- keppni EM þann 7. júní. Af þeim sökum hefur leik ÍBV við Breiðablik verið flýtt um sólarhring og verður hann á Hásteinsvelli í Vestmanna- eyjum mánudaginn 2. júní.  BLACKBURN Rovers hafnaði í gær rúmlega 700 milljóna ísl. króna tilboði Birmingham í David Dunn. Everton er einnig talið hafa áhuga á að kaupa hinn 23 ára Dunn, en það er mjög líklegt að hann verði seldur frá Blackburn í sumar.  BARRY Ferguson, miðjumaður- inn sterki hjá skoska landsliðinu, er meiddur og getur ekki tekið þátt í landsleiknum á móti Þjóðverjum 7. júní á Hampden Park í undankeppni Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu. FÓLK Jón Arnar hyggst taka þátt ía.m.k. þremur þrautum til við- bótar í sumar, hinni alþjóðlegu tug- þrautarkeppni í Ratingen í Þýska- landi sem fram fer 12. og 13. júlí, tugþrautinni á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í París í lok ágúst og loks alþjóðlega mótinu í Talence í Frakklandi í síðari hluta september. Jón Arnar varð í 6. sæti í þrautinni í Götzis á síðasta ári með 8.104 stig, heltist úr leik vegna meiðsla eftir fjórar greinar fyrir tveimur árum en varð í 9. sæti fyrir þremur árum með 8.206 stig en það var eina gilda þrautin hans það árið. Einvala sveit tugþrautar- manna mætir til leiks Að vanda mætir einvala lið tug- þrautarmanna til leiks í Götzis en að þessu sinni eru 26 kappar skráðir til leiks, en auk þess reyna margar fremstu sjöþrautarkonur með sér á mótinu. Meðal tugþrautarmannana má nefna heimsmethafann Roman Sebrle frá Tékklandi, Bandaríkja- manninn Tom Pappas, sem varð heimsmeistari í sjöþraut innanhúss á HM í Birmingham í vetur. Einnig mætir Rússinn Lev Lobodin til leiks svo og Þjóðverjinn Mike Maczey, Frakkinn Laurent Hernu og Attila Zsivoczky frá Ungverjalandi, en allir hafa þeir verið í fremstu röð tug- þrautarmanna undanfarin misseri og ár. Heimsmeistarainn Tomás Dvorák verður hins vegar ekki með og er það í fyrsta sinn í háa herrans tíð sem hann spreytir sig ekki í Götzis-þraut- inni, en í henni setti hann m.a. heims- met fyrir fjórum árum, sem landi hans Sebrle sló síðan fyrir tveimur árum. Þá hætti Ólympíumeistarinn Erki Nool, frá Eistlandi, við þátt- töku á mánudaginn vegna lítilsháttar meiðsla. Stefnir hann að þátttöku í tugþrautarkeppni Arles í Frakk- landi um aðra helgi, verði heilsan í lagi. Oftar en ekki hefur besti árangur hvers árs í tugþraut náðst í Götzis og má sem dæmi nefna að í fyrra náðu þrír efstu menn heimslistans árangri besta árangri sínum í Götzis auk þess sem þar voru sett heimsmet ár- ið 1999 og 2001. Jón Arnar hefur átökin í Götzis JÓN Arnar Magnússon, tug- þrautarmaður úr Breiðabliki, tekur þátt í sinni fyrstu tug- þrautarkeppni á þessu ári um næstu helgi þegar blásið verður til leiks í hinni árlegu tugþraut- arkeppni í Götzis í Austurríki. Þetta verður í níunda sinn sem Jón Arnar tekur þátt í keppninni í Götzis þar sem hann setti m.a. Íslandsmet sitt, 8.573 stig fyrir sex árum. Jón Arnar SLOBODA Tuzla frá Bosníu verður andstæðingur KA í Intertoto- keppninni í knattspyrnu í sumar. Það varð ljóst eftir lokaumferð bosnísku úrvalsdeildarinnar um helgina. Félagið er frá bænum Tuzla, skammt norður af Sarajevo, og hafnaði í 6. sæti úrvalsdeildar- innar en hefur best náð fimmta sæt- inu á undanförnum árum. Sloboda átti á sínum tíma sæti í úrvalsdeild- inni í Júgóslavíu og lék þar sam- fleytt frá 1969 þar til deildin var leyst upp vegna stríðsins 1992. Fyrri leikur Sloboda og KA fer fram í Tuzla helgina 21.–22. júní og sá síðari á Akureyri viku síðar. Sigurvegarinn mætir liði frá Belgíu eða Andorra í 2. umferð, líklega belgíska liðinu Lierse. KA mætir Sloboda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.