Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 45
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 45 Opna Kynnisferða mótið Fimmtudaginn 29.maí Verðlaun 1. sæti m. forgj. Flug fyrir einn á einhvern af áfangastöðum Icelandair. 2. sæti m. forgj. Flug f. tvo á einhvern af áfangastöðum Fluglélags íslands. 3. sæti m. forgj. Gisting fyrir tvo á Nordica hótelinu. 1. sæti án forgj. Flug fyrir einn á einhvern af áfangastöðum Icelandair. 2. sæti án forgj. Bílaleigubíll frá bílaleigu Flugleiða Hertz í tvo daga. 3. sæti án forgj. Gisting fyrir tvo á Nordica hótelinu. Nándarverðlaun á 16 braut í fyrsta höggi og á 18 braut í öðru höggi. Keppnisgjald kr. 2.500 Ræst út kl. 08:00 - 15:00 Skráning fer fram á www.golf.is og í síma 421-4100. Punktakeppni með og án forgjafar. Hámarksforgj. karlar 24, konur 28. Leikbann Nedveds hefur veriðmál málanna í aðdraganda leiksins og jafnvel gengið út í þær öfgar að sett var í gang herferðin Fat- elo giocare, látið hann leika, í nafni þeirrar sanngirnis- kröfu allra aðdáenda fallegrar knatt- spyrnu að ömurlega ósanngjarnt væri að annar eins boltkúnstner og Nedved fengi ekki að heilla hundruð milljóna manna um allan heim í úr- slitaleiknum! Vissulega sérkennileg uppákoma þótt svekkelsi aðdáenda Juventus sé skiljanlegt og vissulega megi færa fyrir því sterk rök að regl- an sem segir að menn fái leikbann fyrir tvö gul spjöld í jafn langri keppni, orki tvímælis. Segið Roy Keane allt um það, hann missti jú af úrslitaleiknum gegn Bayern 1999 eftir að hafa fengið spjald gegn Juv- entus í undanúrslitunum. Nedved eða ekki Nedved, þar liggur munurinn Rétt eins og margir töldu að Bay- ern, með jaxlana Lothar Matthäus og Stefan Effenberg, myndi rúlla yf- ir miðju Man. Utd., sem vantaði þungavigtarmanninn Keane í þeim fræga leik 1999, þá er talið að fjar- vera Nedveds eigi eftir að koma nið- ur á leik Juventus, þar sem hann hef- ur verið besti leikmaður Juventus í vetur og jafnframt besti leikmaður deildarinnar, sem Juventus vann sannfærandi. Án hans er vissulega skarð fyrir skildi, en þó eru þeir sem benda á að fjarvera hans geti þjapp- að leikmönnum Juventus saman og eytt í huga þeirra hugmyndinni um að þeir séu sigurstranglegri í leikn- um. „Ég á ekki von á að fjarvera Ned- veds vinni með okkur. Frekar að hin- ir vinnusömu miðjumenn Juventus muni leggja sig enn meira fram og líta á sig sem litlu karlana, sem allt hafi að vinna í þessum leik,“ segir Hollendingurinn Clarence Seedorf, sem hefur átt skínandi leiktíð með AC Milan. Hann stefnir að einstæðu afreki í úrslitaleiknum – að verða fyrsti leikmaðurinn til að vinna Evr- ópumeistaratitil með þremur fé- lögum, en áður hefur hann lyft bik- arnum með Ajax og Real Madrid. Fjarvera Nedveds hristir þannig kannski upp í leiknum sem vissulega er hætta á að verði afar varfærnis- lega leikinn. Hvorugir vilja tapa! „Það verður erfiðara að leggja Milan að velli heldur en Real Madr- id,“ segir Ciro Ferrara, hinn þraut- reyndi 36 ára gamli varnarjaxl, sem á dögunum vann sinn sjöunda meist- aratitil á Ítalíu – þann fimmta með Juventus en áður hafði hann unnið tvo með gullaldarliði Napólí. „Leik- menn liðanna þekkjast mjög vel og það gerir það ólíklegt að um opinn leik verði að ræða. Fjarvera Ned- veds hefur auðvitað mikil áhrif en kannski býður hún uppá að eitthvað óvænt gerist.“ Milan, tákn glæsileika – Juventus, tákn stöðugleika Juventus er langsigursælasta fé- lagið í sögu ítölsku deildarkeppninn- ar, Serie A. Samtals 27 meistaratitl- ar segja allt sem segja þarf og vantar nú aðeins tvo uppá að liðið hafi unnið jafn marga titla og Mílanóliðin tvö til samans! Í Evrópumótunum hefur AC Mil- an hins vegar vinninginn, með fimm Meistaradeildartitla á móti tveimur Juventus. Alls hefur Milan komist átta sinnum í úrslitaleikinn, Juvent- us sex sinnum. „Ég hef einu sinni stýrt liðinu til sigurs í úrslitaleikn- um, en tvisvar farið tómhentur heim. Mér þætti það nú ekki skemmtilegt að hafa það á ferilskránni hjá mér að tapa í þriðja sinn. Einn sigur í fjórum leikjum lítur ekki vel út!“ segir þjálf- ari Juventus, Marcello Lippi, sem hefur átt glæsilega endurkomu til fé- lagsins og landað tveimur titlum í beit eftir misheppnaða dvöl við stýr- ið hjá Internazionale. Lippi hefur náð að endurvekja hinn gamalkunna og trausta leik Juventus. Traustan varnarleik, kraftafótbolta á miðjunni og hraðan framlínuleik. Kunnugleg uppskrift þar á bæ. Hins vegar er það ósann- gjarnt að segja lið Juventus leiðin- legt, liðið hefur leikið oft á tíðum glimrandi fótbolta í vetur og var síð- ari leikurinn gegn Real Madrid besta dæmið þar um. Milan hefur hins vegar átt rysjótta leiktíð, byrjaði með látum og leit út fyrir að fram væri kominn verðugur arftaki gullaldarliðsins frá því í kringum 1990. Heima fyrir rann þó allt út í sandinn þótt liðið stæði sig vel í Evrópu. Sjaldan mikill glans á leik liðsins og má segja að þeir sem hafi viljað stilla Milan upp sem „skemmtilega liðinu“ í úrslitaleikn- um séu fastir í viðjum sögunnar, eða helteknir af hinum áferðarfallega leikmannalista félagsins þar sem hvern snillinginn á fætur öðrum er að finna. Gallinn er bara sá að það hefur heldur lítið farið fyrir tilþrif- unum hjá frægum köppum á borð við Rivaldo í vetur. Dagsformið eða kænska í uppstillingu? „Það er ekki margt sem skilur á milli liðanna og þetta mun ráðast af dagsforminu,“ segir Manuel Rui Costa, leikstjórnandi Milan. „Juv- entus er líkamlega mjög sterkt lið og þeir þjappa sér geysilega vel saman á miðjunni. Við þurfum að eiga nær fullkominn leik til að sigra.“ Flestir sparkblaðamenn á Ítalíu taka undir orð Rui Costa og telja að tilviljanir og heppni muni ráða mestu um hver fer með sigur af hólmi. Þó verður spennandi að sjá hvernig þjálfarar liðanna munu stilla leik- mönnum upp, sérstaklega hjá Juv- entus sem þarf að fylla skarð Ned- veds, eins og margoft hefur komið fram hér og annars staðar! Einvígi þjálfaranna er kryddað þeirri staðreynd að Ancelotti tók við af Lippi og stýrði Juventus um tæp- lega þriggja ára skeið með ófull- nægjandi árangri að mati stjórnenda liðsins, sem viku honum úr starfi með heldur hryssingslegum hætti. Ancelotti hefur verið talinn varnar- sinnaður þjálfari en sagt er að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og eigandi Milan, hafi tekið það lof- orð af honum í haust að blásið yrði til sóknarleiks og virtist Ancelotti hafa tekið yfirmann sinn á orðinu svona fyrsta kastið þótt undanfarið hafi Milan leikið eins og liðum Ancelotti hefur verið tamt í gegnum tíðina: heldur varfærnislega. Keyrir Juve á vængspilið? Aðalspurningin í uppstillingu Juv- entus er hvort Lippi ákveður að tefla fram vængmönnunum Zambrotta og Camoranesi eða hvort hinn trausti Pessotto kemur inn í liðið ásamt kraftakarlinum króatíska Igor Tud- or. La Gazzetta dello Sport telur langlíklegast að Gianluca Zambrotta verði færður fram í stöðu Nedveds og Alessandro Birindelli leysi Zambrotta af í vinstri bakverðinum. Camoranesi verði svo á hægri kant- inum. Þetta er djörf uppstilling og einhvernveginn ekki mjög sennileg í svona mikilvægum leik. Annað er nokkuð eftir bókinni; Buffon verður að sjálfsögðu í markinu og Thuram, Ferrara og Montero fyrir framan hann. Á miðjunni Tacchinardi og Davids og frammi Del Piero og Trezeguet. Uppstilling AC Milan er heldur fyrirsjáanlegri og fátt nema meiðsli á ögurstundu virðist geta breytt því að Ancelotti stilli upp nánast sama liði og í síðari leiknum gegn Inter í undanúrslitunum. Brasilíumaðurinn Dida, sem hefur leikið flesta leiki allra Milan-leikmanna í vetur, er reyndar kominn í markið aftur eftir meiðsli. Kaladze, Nesta og Maldini verða örugglega í vörninni og hinn 37 ára gamli Billy Costacurta í stöðu bak- varðar en hann á reyndar við smá- vægileg meiðsli að stríða og gæti Brasilíumaðurinn Roque Junior leyst hann af hólmi. Frammistaða Costacurta í vetur er hreint maka- laus, hann hafði yfirgefið félagið sl. sumar og ætlaði að ljúka ferlinum í Bandaríkjunum, en sagt er að fyr- irliðinn Maldini hafi sjálfur hringt í hann og beðið hann að koma og hjálpa til í vörninni sem honum þótti ekki sannfærandi í haustleikjunum. Merkilegast er að Costacurta hefur nær allan ferilinn leikið sem mið- vörður og menn skilja ekkert í því hvar hann gróf upp hraðann sem hann hefur beitt við að spæna upp kantinn undanfarna mánuði. Á miðjunni verður Pirlo aftastur og Gattuso og Seedorf á köntunum. Rui Costa leikur svo fyrir aftan framherjana tvo, Inzaghi og Shevch- enko. Ekkert pláss fyrir Rivaldo frekar en fyrri daginn en meiðsli Jons Dahl Tomassons auka þó lík- urnar á því að hann verði fyrsti kost- ur Ancelotti til að skerpa á sókninni, gangi hún ekki nógu vel. Hverjir taka vítin? Ítalir hafa gaman af því að spá í alla hugsanlega möguleika varðandi leikinn og eitt atriðið er hverjir muni taka vítaspyrnur liðanna komi til vítakeppni. Á lista Juve verða örugg- lega Del Piero, Trezeguet og Ferr- ara, síðan Camoranesi, Pessotto eða Birindelli ef þeir spila. Hjá Milan, sem hefur brennt af óheyrilegum fjölda vítaspyrna í vetur, verða væntanlega kallaðir til Pippo Inz- aghi, Shevchenko, Rui Costa og Pirlo. Fimmti spyrnumaður gæti orðið Rivaldo verði hann á vellinum, Serginho eða Brocchi. Tvö af frægustu liðum Ítalíu mætast í Evrópumeistaraorrustu á Old Trafford í Manchester Spennan að nálgast suðumark AP Tékkneski landsliðsmaðurinn Pavel Nedved er mættur til Man- chester, en því miður fyrir Juventus getur hann ekki leikið með liðinu gegn AC Milan þar sem hann er í leikbanni. TVÖ sigursælustu lið ítalskrar knattspyrnu mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld á Old Trafford í Manchester og er spennan á Ítalíu að nálgast suðumark. Allir Ítalir og flestir knatt- spyrnuaðdáendur um víða veröld hafa skoðun á þessum leik og skiptast í tvær álíka stórar fylkingar. Juventus er best studda lið Ítalíu, en Milan kemur þar skammt á eftir og bæði eiga liðin milljónir stuðningsmanna um allan heim. Flestir eru á því að möguleikar lið- anna séu nokkuð jafnir. „Með Pavel Nedved innanborðs hefði Juventus verið mun sigurstranglegra, án hans skilur lítið á milli lið- anna,“ segir íþróttablaðið Tuttosport sem gefið er út í heimaborg Juventus, Tórínó. Einar Logi Vignisson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.