Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arnfríður Ísaks-dóttir hár- greiðslumeistari fæddist á Bjargi á Seltjarnarnesi 8. júlí 1930. Hún lést á heimili sínu á Sel- tjarnarnesi að morgni 21. maí. For- eldrar hennar voru Ísak Kjartan Vil- hjálmsson, f. 14.11. 1894, d. 26.10. 1954, og Helga Sigríður Runólfsdóttir, f. 13.8. 1904, d. 29.7. 1938. Þau bjuggu á Bjargi á Seltjarnarnesi. Systkini Arnfríður eru Björg, f. 31.5. 1928, Sigrún, f. 3.10. 1932, d. 6.6. 1978, Helga Valgerður, f. 13.8. 1934, og Runólfur Helgi, f. 18.1. 1937. Arnfríður giftist 17.11. 1951 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Óskari Ólasyni málarameistara, f. á Eski- firði 13.4. 1923. Foreldrar hans eru Óli Þorleifsson, f. 27.11. 1892, d. 6.10. 1931, og Jóhanna Lára Guðjónsdóttir, f. 3.10. 1900, d. 17.4. 1960. Arnfríður og Óskar eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Óli Þorleifur, f. 28.3. 1952, maki Jónína Sigurjónsdóttir, f. 1960. Börn þeirra eru Sigrún Ósk, f. 1978, Óskar Örn, f. 1983, og Vil- hjálmur Snær, f. 1996. 2) Björg, f. 13.1. 1956, maki Sigurður Rúnar Jakobsson, f. 1952. Börn þeirra Arnfríður ásamt dætrum sínum Permu á Hallveigarstíg 1 í Reykja- vík og Permu áEiðistorgi á Sel- tjarnarnesi. Arnfríður var í for- svari fyrir hárgreiðslunema á Iðnskólaárum sínum. Hún var síð- ar formaður Félags hárgreiðslu- sveina. Arnfríður var ritari Hár- greiðslumeistarafélags Íslands árin 1962–65 og sinnti formennsku í sama félagi árin 1968–72 og aftur 1976–80. Hún sinnti einnig fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir fé- lagið. Arnfríður var formaður Sambands hárgreiðslu- og hár- skerameistara árin 1970–79, 1980–82 og 1984–86, varaformað- ur 1979–80 og 1982–84. Arnfríður var fyrst Íslendinga til þess að fá réttindi sem alþjóðlegur fagdóm- ari í hárgreiðslu og vann starf brautryðjanda við að koma á al- þjóðlegu samstarfi innan fagsins. Hún var fyrsta konan sem sat í framkvæmdastjórn Landssam- bands iðnaðarmanna, en þar átti hún sæti árin 1975–92. Þar sinnti hún ýmsum trúnaðarstörfum og sat í fræðslunefnd og prófnefnd- um. Hún var yfirprófdómari sveinsprófa í hárgreiðslufaginu í rúman hálfan annan áratug. Arn- fríður sat í sambandsstjórn Vinnu- veitendasambands Íslands árin 1977–82. Arnfríður Ísaksdóttir hlaut heiðursfélaganafnbót Hár- greiðslumeistarafélags Íslands 29. nóvember 1995 og var einnig sæmd æðsta heiðursmerki Lands- sambands iðnaðarmanna. Útför Arnfríðar fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. eru Jakob Jóhannes, f. 1979, og Óskar, f. 1981. 3) Lára, f. 19.10. 1960, maki Ólafur Þór Jóelsson. Barn þeirra er Friðrik Þór, f. 2001. Lára á þrjú börn með Gísla Kristjáni Birgis- syni, f. 1961, frá fyrra hjónabandi. Þau eru Erla, f. 1984, Arnór, f. 1986, og Kristján Helgi, f. 1996. 4) Helgi Rúnar, f. 31.7. 1967, maki Ásdís Ósk Er- lingsdóttir, f. 1967. Börn þeirra eru Eva Sif, f. 1988, Sandra Björg, f. 1990, og Ísak Óli, f. 1998. Arnfríður og Óskar bjuggu lengst af í Garðsenda í Reykjavík en fluttu á Bakkavör á Seltjarn- arnesi árið 1988 og hafa búið þar síðan. Arnfríður lauk prófi frá Landa- kotsskóla. Nam hún hárgreiðslu við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi 1948. Arnfríður starfaði allan sinn starfsaldur við hárgreiðslufagið, á sínum yngri árum starfaði hún eitt ár á hár- greiðslustofu í Kaupmannahöfn. Arnfríður eða Fríða, eins og hún var jafnan kölluð, stofnaði hár- greiðslustofuna Permu 1957, starfrækt um árabil í Garðsenda 21. Fyrirtækið óx og dafnaði undir stjórn Arnfríðar. Um tíma rak Hvernig kveður maður mömmu sína? Hvernig kveður maður mann- eskjuna sem ól mann og nærði bæði andlega og líkamlega? Slíka mann- eskju kveður maður aldrei, hún er og verður alltaf hluti af manni sjálfum. En, elsku mamma, hluti af þér er horfinn á braut þó sá hluti af þér sem við geymum í hjarta okkar sé ávallt í heiðurssæti. Fyrir skömmu stóð ég sjálfur frammi fyrir þeirri spurningu: Hvernig viltu að fjölskyldan minnist þín þegar þú fellur frá? Nú minnist ég mömmu og hugsa hvernig skyldi hún hafa svarað þessari spurningu ung að árum? Ef svarið hefði verið: Ég vil að mín verði minnst sem konu sem var sterk og ljúf, jákvæð og ákveðin; konu sem ól upp sterka og heilbrigða fjöl- skyldu; konu sem lét drauma sína rætast; konu sem gaf manni sínum og afkomendum þeirra hjarta sitt; sem brautryðjanda, frumkvöðuls og bar- áttukonu; konu sem gladdist yfir sigr- um annarra og deildi sorgum þeirra. Já, ef svarið hefði verið eitthvað á þessa leið þá get ég sagt að mömmu hafi tekist vel upp. Mamma var aldrei feimin við að segja skoðun sína hvernig svo sem henni kynni að vera tekið. Maður ósk- aði þess stundum að hverfa niður úr gólfinu þegar maður fór í verslunar- leiðangur með mömmu ef þjónusta eða vöruúrval var ekki alveg eins og hún taldi að það ætti að vera. En mað- ur var líka fljótur að kalla mömmu til ef manni fannst maður vera beittur óréttlæti og þá var ekki að spyrja að leikslokum, hörðustu jaxlar kinkuðu kolli og sátu og stóðu eins og Fríðu þóknaðist. Flest berjumst við við að halda jafnvægi milli starfs og einkalífs og ég spyr mig stundum hvernig mamma hafi farið að því að reka fyrirtæki með fjölda fólks í vinnu þar sem hún stóð sjálf vaktina sex daga vikunnar, eld- aði mat handa sex manna fjölskyldu, þvoði þvottinn, sat í stjórnum, nefnd- um og félagasamtökum ásamt því að gefa okkur fjölskyldunni af sjálfri sér. Þvílík orka sem ein manneskja bjó yf- ir. Mamma sameinaði vinnuna og stærsta áhugamál sitt og kenndi manni óbeint á sama tíma að huga að því sem manni finnst skemmtilegast í lífinu og þá fylgir árangurinn í kjöl- farið. Á sínum seinni árum þegar gigt- arsjúkdómur fór að hafa áhrif á heilsu hennar dró hún sig út úr hárgreiðslu- störfum og félagsstarfi og fór að sinna fjölskyldunni af enn meiri krafti. Þær eru ófáar gleðistundirnar í lífi barna- barnanna þegar þau sátu og spiluðu við ömmu og afa; nú verður afi að axla þá ábyrgð einn. Síðasta vikan í lífi mömmu var ekki ólík lífi hennar í hnotskurn, hún var á fullu í fram- kvæmdum og ekkert gefið eftir. Kuldinn er slæmur fyrir gigtveikt fólk eins og mömmu og unnu hún og pabbi hörðum höndum að því að koma upp miðstöðvarkerfi í sumarbústað fjölskyldunnar. Því miður auðnaðist mömmu ekki að njóta afraksturs þessarar vinnu hennar og pabba en við hin sem eftir sitjum fáum að njóta, rétt eins og við höfum alltaf fengið að njóta alls þess sem hún hefur áorkað í lífinu. Elsku mamma, nú mega þeir sem hvíla á himnum fara að hugsa sinn gang því ef það er einhver lognmolla þarna uppi verður þú fljót að bæta úr því. Megi Guð taka jafn vel á móti þér og þú tókst alltaf á móti okkur. Helgi Rúnar. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir.) ,,Jæja, best að fara að drífa sig.“ Það má segja að þetta hafi verið ein- kunnarorð Fríðu, því hún fann sér og Óskari alltaf einhver verkefni eftir að hún var hætt vinnu og þurfti þá að drífa í þeim. ,,Jæja“ var eitt af fyrstu orðum ömmubarna hennar sem hún sinnti svo vel. Elsku Fríða, Guð hefur greinilega haft ærin verkefni handa þér fyrst þú þurftir að drífa þig svona frá okkur án nokkurs fyrirvara. Það er svo sann- arlega tómlegt hér hjá okkur sem eft- ir erum; það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna. Ég er þakklát fyrir öll þau 20 ár sem ég hef átt með þér. Þú kenndir mér margt og alltaf var gott að leita ráða hjá þér, þú hafðir svör við öllu. Ég er þakklát fyrir alla þá hjálp sem þú hefur veitt okkur í gegn- um árin, hún hefur verið ómetanleg. Eva, Sandra og Ísak sjá á eftir ynd- islegri ömmu sem alltaf var til í að spila, ömmu sem bjó til bestu kjöt- bollurnar, ömmu sem alltaf gat redd- að öllu, ömmu sem var alltaf til í að passa, ömmu sem fann alltaf verkefni svo þeim leiddist ekki. Nú þegar ég finn nýtt líf dafna innra með mér þar sem sparkað er af miklum krafti hugsa ég með trega til þess að sú litla dama fái aldrei að njóta samverustunda með Fríðu ömmu. Kannski er bara pláss fyrir eina Arnfríði? Hafðu engar áhyggjur af Óskari, þó að við getum aldrei veitt honum þá athygli og hlýju sem þér einni var lag- ið. Við munum gera okkar besta til að honum líði eins vel og hægt er. Við burtför þína er sorgin sár, af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín tengdadóttir, Ásdís. Á Seltjarnarnesi þar sem kröftugir vindar leika ósjaldan um, blakti ekki hár á höfði þann morgun er mamma lést. Dagur rann upp í sinni fegurstu mynd, við sjóndeildarhringinn blasti við Keilir, dökkan bar hann við heiðbláan himin. Sviplegt dauðsfall hrífur hugann úr hversdagsleikanum, hversdagsleik- anum sem kann að vera leiðigjarn en allir sakna er hann hverfur fyrir sorg og missi. Þakklæti er mér í hug fyrir styrk og stuðning er mamma veitti mér, alltaf er ég á þurfti að halda. Sálar- styrkur hennar blés mér afl í brjóst, það var sem ekkert gæti lamað þrek- ið. Ég skynjaði stolt hennar yfir því þegar vel gekk hjá okkur öllum. Einnig skynjaði ég harminn er ekki var meðbyr í seglin. Þá var ekki volað né vílað heldur góð ráð gefin, hvatn- ing mömmu var ómetanleg. Þetta hugarfar hefur fært okkur öll þangað sem við erum komin og ættum við að huga eins að komandi kynslóðum. Horfin er lifandi ásjóna hennar er við elskum, eftir lifir minning um mikla konu. Við slíka kveðjustund er mér þakk- læti í hug fyrir þá fjölskyldu er ól mig, móður, föður og systkin best. Geym mömmu, Drottinn Guð minn, hún kenndi mér að þekkja þig. Gef öllum hennar vinum, ættingjum, systkin- um, börnum, barnabörnum og ást- kærum föður mínum líkn í sorginni. Lára. Arnfríður eða Fríða eins og við kölluðum hana kvaddi okkur mjög snöggt, svo að söknuður og tómleiki er mikill. Fríða sýndi sonum okkar Jakobi og Óskari ómælda hlýju og hjálpsemi, og ég veit að hún skipaði stóran sess í hjörtum þeirra. Það var nákvæmlega sama hvað kom upp, alltaf var hægt að að leita til Fríðu um ráð. „Eigum við ekki að spyrja mömmu þína um þetta?“ hef ég margsagt í gegnum tíðina, og ætíð fengum við góð svör og hvatningu. Já, hjálpsamari og og bjartsýnni manneskju hef ég aldrei kynnst. Minningar hrannast upp í hugan- um og allar eru þær góðar og ljúfar. Eitt sinn passaði hún kisuna okkar, Blíðu, meðan við fórum til útlanda. Er við komum heim hafði kisan spikfitn- að. Fríða hafði að mestu alið hana á silungi og rjóma, ekkert minna skyldi til. Þetta segir meira en margt annað um góðmennsku hennar. Kæri Óskar, sorg þín er mikil. Þið sem voruð svo samrýnd í öllu og gerð- uð allt saman. Ég vona að fátækleg orð mín séu huggun harmi gegn. Elsku Fríða, þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Þinn tengdasonur Sigurður. Þitt bros og blíðlyndi lifir og bjarma á sporin slær það vermir kvöldgönguveginn þú varst okkur stjarna skær. Þitt hús var sem helgur staður hvar hamingjan vonir ól þín ástúð til okkar streymir sem ylur frá bjartri sól. (F.Á.) Á þessum björtu vordögum var eins og skyndilega dimmdi er við fréttum af láti Fríðu, okkar kæru frænku. Margar af okkar fyrstu bernsku- minningum eru tengdar fjölskyldunni á Bjargi, en Ísak faðir Fríðu var móð- urbróðir okkar. Sigríður móðir okkar bjó hjá þeim þar til hún gifti sig og að- stoðaði hún bróður sinn eftir að Helga kona hans lést frá fimm ungum börn- um. Systkinin á Bjargi litu því á Siggu frænku sem aðra móður og voru alla tíð mjög náin henni. Fríða var glæsileg kona, hávaxin og tíguleg og fallega brosið hennar og glampinn í augunum gleymist ekki. Fríða lærði ung hárgreiðslu og eft- ir sveinspróf hélt hún til Kaupmanna- hafnar og vann þar við iðn sína í 1 ár. Ekki gleymdi hún okkur litlu frænk- um sínum á Íslandi og sendi okkur jólapakka sem í var meðal annars jólaskraut, sem enn í minningunni er það fallegasta sem við höfum séð, en áður var allt jólaskraut heimatilbúið. Stuttu eftir að Fríða kom heim gift- ist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Óskari Ólasyni, málarameistara, og eignuðust þau fjögur börn, Óla, Björgu, Láru og Helga Rúnar. Þau byrjuðu sinn búskap við lítil efni, en með dugnaði, bjartsýni og þraut- seigju efnuðust þau og farnaðist vel. Þau byggðu fyrst lítið hús í Blesu- gróf, þá við Garðsenda en síðan glæsi- legt hús við Bakkavör á Seltjarnar- nesi. – Sumarbústaðurinn í Þrastar- skógi var þeim sælureitur, þar höfðu þau gróðursett mikið af trjám og nutu þar hvíldar og samvista við börnin sín og fjölskyldur þeirra. Oft undruðumst við systur hversu miklu Fríða gat áorkað. Hún var með stórt heimili. atvinnurekstur og sinnti miklum félagsstörfum, en hafði alltaf tíma til að rækta fjölskylduböndin. Þessu öllu hefði hún ekki komið í verk ef Óskar eiginmaður hennar hefði ekki stutt hana með ráðum og dáð. Börnin þeirra Fríðu og Óskars hafa fengið í arf allt hið besta, vinnu- semi, dugnað og heiðarleika og hafa komið sér vel. Við óskum þeim vel- farnaðar. Á þessari stundu er okkur systrum efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt Fríðu frænku öll þessi ár. Við sendum Óskari og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur, einnig systkinum Fríðu og fjölskyld- um þeirra. Guð styrki ykkur öll. Björg Sveinbjörnsdóttir Dranitzke, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. Það var alltaf svo gaman að koma til ömmu og afa. Það fyrsta sem amma sagði var: „Ertu komin, Erla mín, viltu fá þér eitthvað?“ Manni leið alltaf svo þægilega í kringum hana ömmu, hún gerði allt til þess að manni liði vel og það var henni kappsmál að allir fengju nóg að borða og liði sem best hjá henni. Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til þegar ég gat hringt í ömmu og sagt henni hvernig mér hafði gengið í skól- anum. Hún samgladdist manni svo innilega þegar manni gekk vel. Sama dag og hún amma dó frá okkur fékk ég afhentar einkunnir mínar og ég vildi að amma vissi að ég náði öllum prófunum mínum. Þegar amma hló hló hún með öllum kroppnum og hláturinn var svo smit- andi að það var ekki hægt að sleppa því að hlæja. Amma var líka afar brosmild og hlý kona, hún brosti með öllu andlitinu og það geislaði alltaf af henni glæsileikinn. Ég minnist þess þegar ég sat í borðstofunni hjá ömmu og afa fyrir stuttu síðan og var að virða þau fyrir mér. Ég hugsaði með mér að svona vildi ég verða þegar ég væri orðin gömul. Amma sat með rúllur í hárinu og var að leysa krossgátu, talaði í sím- ann og skipulagði málin og skipti sér svo af því sem fór okkar afa á milli. Hún hafði ótrulega orku og hún dreif alla með sér sem voru í kringum hana. Það er erfitt að sjá eftir henni ömmu, hún var merkiskona og allir sem þekktu ömmu dáðu hana og báru virðingu fyrir henni. Elsku afi minn, ég veit að ömmu líður vel hjá Guði og að hún mun passa uppá fjölskylduna eins og hún hefur alltaf gert. Erla Gísladóttir. Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins og segir: Hverfið mannanna börn, því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær. Þannig stendur í Davíðssálmum og segir okk- ur að lífið sé ekkert án dauðans. Elsku systir okkar hún Fríða er dáin, mjög snögglega. Það grunaði engan að dauðinn væri á næstu grös- um. Margs er að minnast. Við systk- inin vorum alin upp á Seltjarnarnesi, því faðir okkar var bóndi þar. Þá var Nesið allt annað, aðeins nokkur býli og hús, þetta var eins og sveit í þá daga. Fjölmennt var alla tíð heima og mikið að gera við ýmis störf. Við vor- um ung að aldri þegar móðir okkar dó. Pabbi giftist aftur árið 1940 Jó- hönnu Björnsdóttur, f. 28. nóvember 1906, góðri konu. Var mikið á hana lagt að taka að sér fimm börn á aldr- inum 3-12 ára. Enda heimilið um- svifamikið og mannmargt og gekk þar oft á ýmsu. Hún lét okkur börnin skipta um skóla og fórum við öll í Landakotsskóla. Fríða fór síðan í Iðn- skólann og lærði hárgreiðslu og vann hún við það fag allan sinn starfsaldur. Óskar og Fríða voru góðir vinir okkar enda við systkinin samrýnd. Síðast er að minnast ferðar til Portú- gals síðasta haust, sem við fórum systurnar og eiginmenn. Elsku Óskar, börn, tengdabörn og barnabörn, megi Guð styrkja ykkur. Hvíl í friði. Valgerður, Pétur, Björg og Runólfur. Fríða frænka hefur alltaf verið bjargið í Bjargsættinni. Það verður höfuðlaus her sem eftir situr. Við systkinin eigum móðursystur okkar meira að þakka en orð geta tjáð. Allt- af var hún til staðar þegar mikið lá við, miðlaði af styrk sínum og gerði það sem þurfti þegar aðrir misstu mátt. Minningarnar eru óteljandi og ljúfar, þær tengjast Garðsendanum, Skeiðarvoginum, hárgreiðslustof- unni, jólunum, sumarbústaðnum í Þrastaskógi, hlátri þeirra systra og væntumþykju. Við viljum þakka Fríðu frænku fyr- ir alla hennar umhyggju og ómetan- lega hjálp í gegnum árin. Elsku Ósk- ari, frændsystkinum okkar og fjölskyldum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Rúnubörn (Ísak, Nanna, Ragna). Mig langar til að minnast elsku- legrar vinkonu minnar Fríðu eins og hún var oftast nefnd. Við hittumst fyrst á fundi hárgreiðslumeistara fyr- ir allmörgum árum. Auðvitað vissi ég hver hún var. Hafði starfað mikið fyr- ir Hárgreiðslumeistarafélagið, var hugmyndarík og hæfileikar hennar nutu sín vel þar. Til hennar leituðu margir og fóru ekki bónleiðir til búðar því kunnáttu sinni miðlaði hún af miklum krafti til allra sem óskuðu eft- ARNFRÍÐUR ÍSAKSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.