Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 13 Fyrirlestraröð Kvennahlaups ÍSÍ og samstarfsaðila Ísland á iði Mikilvægi góðrar sjálfsmyndar í kvöld kl. 20-21:30 í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (3. hæð). Sjálfsmynd - geðheilsa - vellíðan. Fjallað verður um tengsl slæmrar sjálfsmyndar við streitu, kvíða og þunglyndi. Farið verður yfir þau atriði sem móta sjálfsmyndina og mikilvægi þess að styrkja sjálfsmyndina til að geta lifað í sátt við sjálfa sig og aðra/umhverfið. Fyrirlesari: Dóra Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Geðrækar. Góð sjálfsmynd - betra sjálfsmat. Allir hafa skoðun á sjálfum sér og öll getum við lært að efla sjálfsvirðingu okkar og bæta sjálfsmyndina. Við þurfum að bjóða „hugarpúkanum“ birginn og leyfa okkar að hugsa jákvætt og haga okkur skynsamlega. Fyrirlesari: Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur, höfundur metsölubókarinnar Leggðu rækt við sjálfan þig. Umsjón: Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari, Kvennahlauspnefnd ÍSÍ. Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 21. júní á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis. Nánari upplýsingar um gönguhópa, fræðslufyrirlestra, myndir o.fl. á www.sjova.is. SLÁTTUTRAKTORAR 12,5 hp - 17 hp VIÐSKIPTASÉRLEYFI (Franch- ise) er sú aðferð viðskipta sem er í mestum vexti í heiminum í dag, að sögn Roberts T. Justis prófessors við Louisiana State University í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í erindi sem Justis hélt á fundi um við- skiptasérleyfi sem Samtök verslunar og þjónustu stóðu fyrir á Nordica- hóteli í gær. Justis sagði jafnframt að í Banda- ríkjunum opnaði nýtt sérleyfisútibú á 8 mínútna fresti, sem þýddi að 180 útibú væru opnuð þar í landi á degi hverjum og að eitt af hverjum tólf fyrirtækjum í smásöluverslun í Bandaríkjunum færði út kvíarnar með viðskiptasérleyfum. Að sögn Justis veltir viðskiptasérleyfisiðnað- urinn í Bandaríkjunum einni trilljón Bandaríkjadala á ári eða milljón milljónum dala. Þessi velta fer fram í 320.000 útibúum í 75 mismunandi greinum, að sögn Justis. Ennfremur sagði hann að viðskiptasérleyfis- reksturinn væri ábyrgur fyrir 40% af allri smásöluverslun í landinu og við- skiptaaðferðin veitti átta milljónum manna atvinnu. Farsæll rekstur Justis sagði að reynslan sýndi að rekstur með viðskiptasérleyfi væri sérstaklega farsæll í samanburði við rekstur hefðbundinna fyrirtækja. Bæði væri lítið um að menn hættu rekstri eða að reksturinn gengi ekki upp. Í máli hans kom einnig fram að mesti vöxturinn á þessu sviði væri í þjónustufyrirtækjum ýmiskonar, eins og til dæmis fyrirtækjum sem sjá um þrif, ráðgjöf eða annað, auk þess sem slík fyrirtæki væru að gefa meira af sér í dag heldur en fyrir- tæki í verslunar- og veitingarekstri, en þau hafa hingað til verið útbreidd- ust á þessu viðskiptaformi. Justis sagði til dæmis um hagnað, sem hægt væri að hafa út úr rekstri útibús með viðskiptsérleyfi, að að meðaltali væri útibú frá vinsælustu viðskiptasérleyfiskeðju heims, McDonalds, með 1,5 milljóna Banda- ríkjadala veltu á ári og hagnað upp á 150 þúsund dali, eða rúmar 10 millj- ónir króna, sem er að hans mati dá- góð afkoma á bandarískan mæli- kvarða. Fjölgun hér á landi Á fundinum kom fram að útibúum með viðskiptasérleyfi hefur fjölgað á Íslandi á undanförnum árum og eru þau nú fleiri en 200 talsins, mest megnis veitingahús, t.d. McDonalds og Subway, og verslanir eins og t.d. Next og Vero Moda. Á vefsíðu Félags um viðskiptasér- leyfi, www.franchise.is, segir að við- skiptasérleyfi feli í sér leigu á við- skiptahugmynd og megi nota aðferðina í næstum hvaða geira at- vinnulífsins sem er, þar sem um sé að ræða sölu á vörum og/eða þjón- ustu. Einnig segir þar að áhættan af því að reka fyrirtæki með viðskiptasér- leyfi sé minni en við rekstur hefð- bundins fyrirtækis vegna þess að fyrirtækið starfar í umhverfi sem hefur verið reynt með góðum ár- angri annarstaðar. „Sérleyfistakinn greiðir sérleyfisgjafanum venjulega eina fasta upphæð í byrjun fyrir leyf- ið. Síðar er greitt notendagjald reglulega, svokallað leyfisgjald, sem er oftast hlutfallsleg greiðsla og byggir á veltu fyrirtækisins,“ segir um viðskiptasérleyfishugmynda- fræðina á vefsíðu félagsins. Morgunblaðið/Arnaldur Í Bandaríkjunum er opnað nýtt sérleyfisútibú á 8 mínútna fresti sem þýðir að 180 útibú eru opnuð þar í landi á degi hverjum. Vöxturinn mestur í viðskiptasérleyfum SÍF hf. skilaði 1,6 milljóna evra hagnaði eftir skatta, sem svarar til 131 milljónar króna, á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins. Það er minni hagnaður en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en þá nam hann 1,7 milljónum evra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 6,0 milljónum evra, eða 502 milljónum króna, á tímabilinu og dróst saman úr 6,5 milljónum evra í fyrra. SÍF gerir ráð fyrir lítilsháttar tapi á öðrum og þriðja ársfjórðungi 2003, en hagnaði á fjórða ársfjórð- ungi. Þrátt fyrir ákveðinn slaka í eftirspurn eftir sjávarafurðum í Evrópu séu horfur fyrir rekstur SÍF nokkuð góðar á komandi mánuðum. Framlegð úr 10% í 10,5% Rekstrartekjur SÍF samstæðunn- ar á fyrsta fjórðungi þessa árs eru tæpar 177 milljónir evra og dragast lítillega saman miðað við sama tíma- bil í fyrra. Framlegð félagsins á sama tíma eykst úr 10% í 10,5%, að því er segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. Almennur rekstrarkostnaður samstæðunnar lækkar um tæpa hálfa milljón evra eða rúm 3% frá sama tímabili árið áður, en almenn- ur rekstrarkostnaður SÍF samstæð- unnar lækkaði verulega á milli ár- anna 2001 og 2002, eins og áður hefur komið fram. Þá skilaði rekstur samstæðunnar á fyrstu þremur mánuðum ársins veltufé frá rekstri að upphæð 3,6 milljónir evra, eða 304 milljónir króna, sem er það sama og árið áð- ur. Í tilkynningu segir að breyting hafi orðið til batnaðar á rekstri dótt- urfélaganna SIF France og SIF Spain samanborið við rekstur þeirra á fyrsta ársfjórðungi 2002. Þá gangi rekstur SÍF í Bandaríkjunum vel og sé í samræmi við áætlanir. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 15,24% í marslok og arðsemi eig- in fjár 14%. Hvort tveggja er örlítið minna en árið áður. SÍF birtir árshlutauppgjör sitt nú í evrum en ekki er tekið tillit til áhrifa verðlagsbreytinga í uppgjör- inu, þrátt fyrir lagaheimild þess efn- is. Hluthafar í SÍF voru 1.420 talsins í lok mars 2003. Tveir þeirra áttu yf- ir 10% hlut, Burðarás (um 16%) og Íslandsbanki (um 15%). Hagnaður SÍF 1,6 milljónir evra VÆNTINGAVÍSITALA Gallup mældist 136,8 stig í maí og hækkar um 11 stig frá í apríl. Þetta er fimmta mánuðinn í röð sem vísitalan hækkar og hefur hún ekki áður mælst svo há. Mælingin fór fram dagana 7.-20. maí og athygli vekur að vísitalan mælist lægri í seinni mælingarvikunni. Væntingavísitala Gallup mælir tiltrú og væntingar fólks til efna- hagslífsins, atvinnuástandsins og heildartekna heimilisins. Er hún mæld á sama hátt og Consumer Confidence Index í Bandaríkjunum og þar í landi er hún talin hafa gott forspárgildi um þróun á einkaneyslu.       !    "   #$ Væntingavísi- talan hækkar fimmta mánuðinn www.fotur.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.