Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 37 ✝ Svanbjörg Jóns-dóttir fæddist á Dalvík 24. ágúst 1924. Hún lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigur- björg Ágústsdóttir, f. 1898, d. 1970, og Jón Arngrímsson, út- gerðarmaður og síð- ar fiskmatsmaður, f. 1893, d. 1967. Svan- björg var fjórða í röðinni af átta systk- inum. Systkini Svanbjargar eru: Bergþóra, f. 1917, d. 1976, Kristín Sigríður, f. 1919, d. 2002, Arnfríð- ur, f. 1921, d. 1998, Lovísa, f. 1927, Karla, f. 1930, Ingólfur, f. 1936, og Hrafnhildur, f. 1939. Svanbjörg giftist 7. október 1945 eftirlifandi eiginmanni sín- um, Kristni Þorleifssyni, sjómanni og síðar netagerðarmanni frá Hóli á Upsaströnd á Dalvík, f. 6. ágúst 1924. Þau eignuðust einn son, Össur, f. 1945. Hans kona er Berglind Andrés- dóttir, f. 1946 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Birgir, f. 1967, kvæntur Birnu Björnsdóttur, þeirra dætur eru Hrönn, Harpa og Hrund; 2) Björg, f. 1971, gift Einari Einarssyni, þeirra dætur eru Berglind og Fanney; 3) Sigrún, f. 1979, gift Haraldi Ólafssyni, þeirra sonur er Kristinn Óli. Svanbjörg starfaði frá unga- aldri við fiskverkun og annað sem tengdist útgerð og sjósókn og síð- ar á ævinni við verslunarstörf. Útför Svanbjargar fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hún elsku amma okkar er látin. Þrátt fyrir að heilsu hennar hafi hrakað á undanförnum árum er aldr- ei hægt að vera undir kveðjustund- ina búinn. Amma bjó alla sína ævi á Dalvík og þangað lá leið okkar í sumarfríum ár hvert. Eftir langt ferðalag að sunnan var alltaf jafn gott að koma á Báru- götuna. Þar fengum við hlýjar mót- tökur og alltaf var búið að fylla búr- skápinn af kræsingum. Við bjuggum sitt í hvorum landshlutanum en sam- band okkar við ömmu var ætíð náið og gott. Hún fylgdist vel með fjöl- skyldunni, hafði alla afmælisdaga á hreinu og var umhugað um velferð allra. Amma var mikil hannyrða- kona. Ullarsokkar, vettlingar og ekki síst hekluð dúkkuteppi fylgdu gjarn- an með jólapökkunum. Þessi teppi eru enn í notkun, ylja nú dúkkum langömmubarnanna. Amma lá aldrei á skoðunum sínum og alltaf gátum við átt von á beinskeyttum athuga- semdum, jafnvel þegar við kynntum mannsefnin okkar. Það gat verið samanburður á holdafari okkar systra og ýmislegt annað vel meint. Kveðjustundirnar að lokinni góðri dvöl á Bárugötunni eru okkur sér- staklega minnisstæðar, ekki síst vegna þess að það gat liðið heilt ár þangað til við hittum ömmu og afa aftur. Þau stóðu alltaf á stéttinni og veifuðu á meðan við ókum úr hlaði. Við erum mjög þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til að hitta og kveðja ömmu í hinsta sinn skömmu fyrir andlát hennar. Elsku afi, hugur okkar er hjá þér. Björg og Sigrún. Það var sárt að vera langt í burtu þegar amma kvaddi. Síðasta áratug hef ég búið nálægt þeim afa og ömmu. Og alltaf gott að vita af þeim nærri. Bárugatan mun ætíð skipa stóran sess í lífi mínu. Fyrst þegar við systkinin komum með mömmu og pabba í heimsókn á hverju sumri al- veg síðan við munum eftir okkur. Svo þegar ég flutti norður og bjó á Báru- götunni. Dvöl mín hjá ömmu og afa var upphafið að fjölskyldu minni í dag. Það var alltaf svo gott af vera hjá ömmu. Sitja við eldhúsborðið og ræða öll heimsins mál, fá kökur og meðlæti, vera nestaður í veiðina. Amma mín var orðin lasburða undir lok ævi sinnar. Ég veit að nú hvílist hún og minningin um hana mun að eilífu geymast í hjarta mínu. Amma var og verður einstök í mínum huga. Hún var amma mín. Birgir. SVANBJÖRG JÓNSDÓTTIR Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Langömmubörnin. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Hall- dór Gunnar Steinsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Halldór GunnarSteinsson fæddist á Spena í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu hinn 5. ágúst 1920. Hann lést á öldrunar- deild Landspítalans í Fossvogi hinn 18. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Steinn Ásmundsson, f. 11.8. 1883 í Snartartungu í Bitrufirði, d. 24.3. 1968, og Valgerður Jónasdóttir, f. 14.7. 1884 á Óspaksstöðum í Hrútafirði, d. 15.5. 1928. Systkini Halldórs voru: 1) Friðjón, f. 11. júní 1904. d. 1941, kvæntur Guðrúnu Hjörleifsdóttur; 2) Áslaug, f. 5.9. 1907, d. 11.7. 1998, gift Þorsteini Jónssyni; 3) Vilhelm, f. 31.3. 1909, d. 6.2. 1990. K I: Iðunn Kristjánsdóttir. K 2: Hólmfríður Þorfinnsdóttir; 4) Kristín, f. 16.6. 1910, d. 19.6. 1998. M: Kristian Otherhals; 5) Eyjólfur, f. 22.9. 1911, d. 3.11. 1952. K: Laufey Árnadóttir; 6) Ágúst, f. 5.12. 1912, d. 21.12. 1998. K: Helga Ágústsdóttir; 7) Herdís, f. 1.12. 1914, gift Baldri Jónssyni; 8) Sigrún, f. 1.5. 1916, d. 13.12. 1988. M 1 Haukur Eyjólfsson. M 2: Hörður Runólfs- son; 9) Jónas, f. 23.1. 1918, d. 25.8. 1967. M: Erna Müller; 10) Gunnhildur, f. 6.7. 1919. d. 15.7. 1999. 11) Fjóla, f. 27.5. 1923, gift Vladimir Mileris; 12) Skúli, f. 7.12. 1924, d. 19.8. 1980, kvæntur Gyðu Brynjólfsdóttur. Halldór var ókvæntur og barnlaus. Halldór vann landbúnaðarstörf og verkamannavinnu. Hann vann upp úr 1950 í nokkur sumur við skurðgröft hjá Vélasjóði Íslands og viðhald á tækjum á vetrum. Hann starfaði m.a. í Korkiðjunni, Sóln- ingu, Sandsölunni og stundaði önn- ur tilfallandi störf. Útför Halldórs verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Mér er bæði ljúft og skylt að minn- ast móðurbróður míns Halldórs, sem nú er fallinn í valinn eftir langvarandi veikindi. Hann fæddist inn í stóran systkinahóp en missti móður sína tæplega níu ára gamall. Hann fór þá til hjónanna Halldórs og Guðrúnar á Haugi í Miðfirði, en hann var heitinn eftir þeim. Þar dvaldi hann fram á fullorðinsár. Móðurmissirinn og við- skilnaður við systkinin var erfitt hlutskipti ungum dreng en úrræðin voru ekki önnur en leysa upp heim- ilið. Þau systkinin sem komin voru yfir fermingu fóru í vinnumennsku, en þau yngri til vandalausra ná- granna. Faðirinn gat aðeins haft tvö yngstu börnin með sér til Reykjavík- ur. Um frekari skólagöngu var ekki að ræða. Þegar Halldór komst til fullorðins- ára vann hann lengi við skurðgröft hjá Vélasjóði Íslands á sumrin og við viðgerðir á tækjum á vetrum. Við þau störf varð hann fyrir því óhappi að slasast á hægra auga og missa sjón- ina. Hann tók því af æðruleysi og stillingu og lærði að lifa með þeirri fötlun. Hann fór vítt um sveitir, bæði Húnavatnssýslur og á Strandir. Hann keypti sér vörubíl, sem hann var stoltur af, og þreif hann og púss- aði af mikilli natni. Hann var sveita- maður að upplagi og undi sér vel í kyrrðinni og því átti það vel við hann að vera veiðieftirlitsmaður á Arnar- vatnsheiði í nokkur sumur. Þar gat hann tekið undir með þjóðskáldinu: og undir norðurásnum er ofurlítil tó og lækur líður þar niður um lágan hvannamó. Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér. Ískaldur Eiríksjökull veit allt, sem talað er hér. Hann lifði ekki hávaðasömu lífi. Hann lærði snemma að bjarga sér sjálfur og standa á eigin fótum. Hann var ráðdeildarsamur, heiðarlegur, samviskusamur og vandur að virð- ingu sinni. Hann hafði áhuga á vélum og hvers konar framkvæmdum, sem hann fylgdist gjarnan með. Þegar starfsævinni lauk hjólaði hann eða gekk um bæinn hvern dag og fylgdist með þjóðlífinu. Nú að leiðarlokum vil ég þakka honum fyrir samfylgdina og bið hon- um blessunar Guðs. Hans mun ég ávallt minnast er ég heyrum góðs manns getið. Lóa Gerður Baldursdóttir. Látinn er móðurbróðir minn Hall- dór Steinsson. Fyrstu minningar mínar um Dóra eru frá þeim tíma sem hann vann við skurðgröft norður í Húnavatnssýslu, að þurrka upp mýrar fyrir bændur. Þá kom hann í bæjarferðum í heimsókn til systur sinnar og mágs í Akurgerðið. Ég var þá strákpolli og þótti mikið til þessa frænda míns koma, sem ók um á sex hjóla trukk. Sátu þeir mágarnir þá inni í eldhúsi og Dóri sagði sögur af körlunum fyrir norðan og hermdi eft- ir þeim. Ég sat á móti þeim og hlust- aði á sögurnar, baðaður í tóbaksreyk úr pípum þeirra, stór öskubakki á miðju eldhúsborðinu, barið úr pípun- um og troðið aftur í þær. Vélavinna átti vel við Dóra, hann var laginn við að halda þeim gang- andi, allar viðgerðir unnar á staðn- um, skipt um slitna víra og því um líkt. Hann var mikill bíladellukarl, keypti fljótlega Land Rover jeppa þegar þeir komu og síðan Bronco jeppa, alltaf með númerið H 575 og síðar drossíur eins og sagt var í þá daga. Hann fór á allar bílasýningar og fylgdist vel með þeim málum. Dóri hafði ákveðnar skoðanir og lét þær óspart í ljós í fárra manna hópi, naut þess að segja frá, hló þá hátt og innilega en hélt sig frekar til hlés í fjölmenni. Horfinn er með Dóra heiðarlegur og góður drengur sem trúlega hefur aldrei gert á neins manns hlut en gekk hægt og hljóðlega sitt lífshlaup og var öllum sem honum kynntust fyrirmynd um traustan og sannan dreng. Hafsteinn frá Fögrubrekku og systir mín Lóa Gerður eiga þakkir skilið fyrir umhyggju og hjálpsemi við Dóra síðustu mánuðina. Jón Birgir Baldursson. Jæja, kæri Dóri. Þá ert þú farinn úr vistinni hér á jörð. Okkur langar að skrifa nokkur fátækleg kveðjuorð til þín. Þú varst vissulega hluti af til- veru okkar þegar við vorum að alast upp á Signýjarstöðum. Það voru góð- ir dagar í faðmi góðrar fjölskyldu, afa okkar Steins, pabba okkar Jónasar og mömmu okkar Ernu. Kannski vissir þú aldrei hversu mikil eftir- væntingin og tilhlökkunin var hjá okkur krökkunum þegar við vissum að þú varst að koma til okkar. Gleði og hlátur í húsinu og sagðar skemmtilegar sögur er eitt af því sem kemur upp í hugann. Og matmáls- tímarnir voru svo skemmtilegir, ekki hvað síst vegna þess að þú gekkst alltaf svo snyrtilega frá diskinum þínum og við krakkarnir kepptumst um að vera ekki síðri í því. Reyndar var snyrtimennska þín eitt af þínum aðalsmerkjum. Þau eru ófá skiptin þar sem þú tókst svo vel til í véla- geymslunni og settir allt í röð og reglu svo að unun var á að líta. Við hefðum áreiðanlega kosið að hljóta smáskerf af þessum kostum þínum í arf. En lífið er nú eins og það er, þar skiptast á sorg og gleði. Þegar pabbi okkar féll frá langt fyrir aldur fram var stuðningur þinn við fjölskylduna ómetanlegur. Það var erfitt fyrir mömmu að standa ein með stóran barnahóp og stórt bú. Þú tókst að þér að vera fjárhaldsmaður okkar systk- inanna og studdir mömmu og afa eft- ir bestu getu. Það hefur áreiðanlega ekki alltaf verið auðvelt. Okkur lang- ar til að þakka þér fyrir það allt. Við getum ímyndað okkur að innan skamms sitjið þið saman, þú, pabbi, mamma og afi og segið skemmtilegar sögur og þá er hláturinn örugglega ekki langt undan. Far þú í friði og takk fyrir allt og allt. Valgerður, Páll og Eysteinn. Margir fara í gegnum lífið með lát- um og fyrirgangi, aðrir í hógværð og einveru. Það síðarnefnda átti við um hann föðurbróður minn. Hann var dulur en gat verið ljúfur í samræðu og jafnvel glettinn þegar vel lá á hon- um. Ég hef verið 11 ára þegar ég heim- sótti Dóra frænda upp á spítala og færði honum lítið kver, íslenska dæg- urlagatexta. Kannski ekki skrýtið. Á þeim árum bjó hann hjá okkur í Heiðargerðinu og átti upptrekktan ferða-grammofón og nokkrar 78 snúninga plötur. Og þar sem þetta var eina „græjan“ í húsinu heyrðist oft ómur frá Helenu frænku og Erlu Þorsteins úr herbergi hans. Þegar hann flutti frá okkur gaf hann mér fóninn, ég á hann enn. Sjálfsagt hefur móttökusveitin hinum megin verið stór, tíu systkini farin á undan honum. Vonandi verð- ur meira líf og fjör í kringum frænda minn þar. Blessuð sé minning hans. Bryndís Skúladóttir. HALLDÓR GUNNAR STEINSSON Okkar kæri, BÖÐVAR KRISTJÁNSSON, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, laugar- daginn 24. maí. Aðstandendur. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langam- ma okkar, JÓNA HEIÐAR, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 23. maí. Jarðarförin fer fram frá Aðventkirkjunni í Reykja- vík, föstudaginn 30. maí kl. 15.00. Fyrir hönd ástvina og ættingja, Helgi Heiðar, Drusilla Heiðar, Rúna Douay, Theo Douay, Helgi Douay, Brenda Douay, Gylfi Douay, Lisa Wearner, Eric Wearner, Krista Hunter, Tim Hunter, Helgi J., Alicia, Anastasia, Diana, Katelyn og Nína. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og hjartans vinkona, GUÐMUNDA H. H. GUÐMUNDSDÓTTIR, Sólvallagötu 11, Keflavík, sem lést föstudaginn 23. maí, verður jarðsung- in frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. maí kl. 14. Sigrún Guðmundsdóttir, Eiríkur Hjartarson, Helga Þ. Eiríksdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Guðmundur Hreinn Eiríksson, Hlynur Gunnarsson, Gunnar Valdimarsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.