Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 19 NEMENDUR úr Síðuskóla tóku fyrstu skóflustungurnar að nýju íþróttahúsi skólans og viðbyggingu við hann nú í vikunni, en efnt var til hugmyndasamkeppni um við- byggingu, hönnun á lóð, sal og íþróttahúsi á síðasta ári. Viðbygg- ingin þjónar sem anddyri skólans en nýtist stjórnunarálmu hans einnig og virkar sem eins konar miðja skólans þar sem verður mat- salur, fyrirlestraaðstaða, námskeið haldin, þar verður góð aðstaða til leiksýninga og annað félagsstarf á vegum skólans og hverfisins. Í íþróttahúsinu verður kennslu- húsnæði fyrir íþróttir í skólanum og þá gefst almenningi kostur á að stunda þar íþróttir eftir að skóla- starfi lýkur. Framkvæmdunum er ætlað að bæta aðgengi fyrir fatlaða um skólann. Stærð húsnæðisins alls er um 2.250 fermetrar, þar af er íþrótta- húsið um 1400 fermetrar brúttó- stærð alls þess húsnæðis sem Síðu- skóli hefur til ráðstöfunar rúmlega verður því um7.200 fermetrar eftir að framkvæmdum lýkur. Fjögur tilboð bárust í verkið en Tréverk bauð lægst og voru samn- ingar undirritaðir fyrr í þessum mánuði að upphæð 320 milljónir króna. Framkvæmdir við lóð munu kosta um 42 milljónir króna. Verk- inu á að ljúka í lok júlí á næsta ári. Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar bekkjardeilda tóku fyrstu skóflustungurnar ásamt Ólafi Thor- oddsen skólastjóra og svo sungu yngstu nemendurnir nokkur lög. Fram- kvæmdir hafnar við Síðuskóla Karlakór Eyjafjarðar heldur vor- tónleika sína í Laugarborg í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. maí, kl. 20.30. Stjórnandi er Petra Björk Pálsdóttir. Á píanó leikur Daníel Þorsteinsson, Haukur Ingólfsson leikur á bassa, Rafn Sveinsson á trommur og Bjarni Kristinsson á fiðlu. Einsöngvarar verða Haraldur Hauksson, Petra Björk Pálsdóttir, Snorri Snorrason, Stefán Birgisson og Þorsteinn Jósepsson. Efnisskráin er fjölbreytt og lagaval nýstárlegt að því er fram kemur í frétt frá kórn- um, en m.a. verða sungin lög af nýj- um diski kórsins, Gestaboði. Skólaslit Tónlistarskólans á Akureyri verða í Glerárkirkju í dag, miðvikudaginn 28. maí, kl. 18. Nemendur sem eru að ljúka námi frá skólanum í vor verða með tónlist- aratriði og fá nemendur afhent námsmat. Í DAG ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Ak- ureyrar hefur hafnað ósk Íþrótta- félagsins Þórs um að félagið geti fært æfingar og kappleiki í Bogann í sumar þegar aðstæður á æfinga- svæði leyfa ekki æfingar og keppn- ir þar. Þór hefur búið við mjög erf- iðar aðstæður frá því framkvæmdir við byggingu Bogans hófust en þá fóru tveir grasvellir félagsins undir húsið. ÍTA samþykkti hins vegar ósk félagsins um óbreytta æfingatöflu í Boganum fram til 15. júní nk. og mun það einnig gilda fyrir önnur aðildarfélög ÍBA sem haft hafa tíma í Boganum í vetur. Einnig samþykkti ráðið að Þór fengi að- gang að Boganum vegna Polla- mótsins, sem fram fer fyrstu helgina í júlí, vegna aðstæðna sem uppi eru á æfingasvæði félagsins eftir byggingu Bogans, eins og seg- ir í bókun ráðsins. 400–500 börn á æfingum hjá okkur hvern einasta dag „Ég er hneykslaður á afgreiðslu ÍTA,“ sagði Árni Óðinsson, formað- ur knattspyrnudeildar Þórs, um þá ákvörðun ÍTA að hafna ósk félags- ins um afnot af Boganum eftir 15. júní í sumar, fyrir utan Pollamótið. „Ég skil ekki til hvers ráðist var í þessa 600 milljóna króna fram- kvæmd ef ekki má nota húsið. Þetta snýst ekki um kostnað við mannhald eða upphitun hússins en um einhvern rafmagnskostnað. Framkvæmdir við nýja grasvelli á svæðinu drógust úr hófi fram og þeir verða ekki tilbúnir fyrr en eft- ir miðjan júlí. Við höfum því mjög takmarkað svæði til æfinga í um einn mánuð og það mun setja allt okkar starf í uppnám. Grasvöllur- inn sunnan við Hamar er í mjög slæmu ásigkomulagi eftir mikla of- notkun í fyrrasumar. Það eru 400– 500 börn á æfingum hjá okkur hvern einasta dag, þannig að það sjá allir að þetta gengur aldrei upp,“ sagði Árni. Æfingar í Boganum til 15. júní „Hneykslaður á afgreiðslu ÍTA“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.