Morgunblaðið - 28.05.2003, Page 19

Morgunblaðið - 28.05.2003, Page 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 19 NEMENDUR úr Síðuskóla tóku fyrstu skóflustungurnar að nýju íþróttahúsi skólans og viðbyggingu við hann nú í vikunni, en efnt var til hugmyndasamkeppni um við- byggingu, hönnun á lóð, sal og íþróttahúsi á síðasta ári. Viðbygg- ingin þjónar sem anddyri skólans en nýtist stjórnunarálmu hans einnig og virkar sem eins konar miðja skólans þar sem verður mat- salur, fyrirlestraaðstaða, námskeið haldin, þar verður góð aðstaða til leiksýninga og annað félagsstarf á vegum skólans og hverfisins. Í íþróttahúsinu verður kennslu- húsnæði fyrir íþróttir í skólanum og þá gefst almenningi kostur á að stunda þar íþróttir eftir að skóla- starfi lýkur. Framkvæmdunum er ætlað að bæta aðgengi fyrir fatlaða um skólann. Stærð húsnæðisins alls er um 2.250 fermetrar, þar af er íþrótta- húsið um 1400 fermetrar brúttó- stærð alls þess húsnæðis sem Síðu- skóli hefur til ráðstöfunar rúmlega verður því um7.200 fermetrar eftir að framkvæmdum lýkur. Fjögur tilboð bárust í verkið en Tréverk bauð lægst og voru samn- ingar undirritaðir fyrr í þessum mánuði að upphæð 320 milljónir króna. Framkvæmdir við lóð munu kosta um 42 milljónir króna. Verk- inu á að ljúka í lok júlí á næsta ári. Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar bekkjardeilda tóku fyrstu skóflustungurnar ásamt Ólafi Thor- oddsen skólastjóra og svo sungu yngstu nemendurnir nokkur lög. Fram- kvæmdir hafnar við Síðuskóla Karlakór Eyjafjarðar heldur vor- tónleika sína í Laugarborg í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. maí, kl. 20.30. Stjórnandi er Petra Björk Pálsdóttir. Á píanó leikur Daníel Þorsteinsson, Haukur Ingólfsson leikur á bassa, Rafn Sveinsson á trommur og Bjarni Kristinsson á fiðlu. Einsöngvarar verða Haraldur Hauksson, Petra Björk Pálsdóttir, Snorri Snorrason, Stefán Birgisson og Þorsteinn Jósepsson. Efnisskráin er fjölbreytt og lagaval nýstárlegt að því er fram kemur í frétt frá kórn- um, en m.a. verða sungin lög af nýj- um diski kórsins, Gestaboði. Skólaslit Tónlistarskólans á Akureyri verða í Glerárkirkju í dag, miðvikudaginn 28. maí, kl. 18. Nemendur sem eru að ljúka námi frá skólanum í vor verða með tónlist- aratriði og fá nemendur afhent námsmat. Í DAG ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Ak- ureyrar hefur hafnað ósk Íþrótta- félagsins Þórs um að félagið geti fært æfingar og kappleiki í Bogann í sumar þegar aðstæður á æfinga- svæði leyfa ekki æfingar og keppn- ir þar. Þór hefur búið við mjög erf- iðar aðstæður frá því framkvæmdir við byggingu Bogans hófust en þá fóru tveir grasvellir félagsins undir húsið. ÍTA samþykkti hins vegar ósk félagsins um óbreytta æfingatöflu í Boganum fram til 15. júní nk. og mun það einnig gilda fyrir önnur aðildarfélög ÍBA sem haft hafa tíma í Boganum í vetur. Einnig samþykkti ráðið að Þór fengi að- gang að Boganum vegna Polla- mótsins, sem fram fer fyrstu helgina í júlí, vegna aðstæðna sem uppi eru á æfingasvæði félagsins eftir byggingu Bogans, eins og seg- ir í bókun ráðsins. 400–500 börn á æfingum hjá okkur hvern einasta dag „Ég er hneykslaður á afgreiðslu ÍTA,“ sagði Árni Óðinsson, formað- ur knattspyrnudeildar Þórs, um þá ákvörðun ÍTA að hafna ósk félags- ins um afnot af Boganum eftir 15. júní í sumar, fyrir utan Pollamótið. „Ég skil ekki til hvers ráðist var í þessa 600 milljóna króna fram- kvæmd ef ekki má nota húsið. Þetta snýst ekki um kostnað við mannhald eða upphitun hússins en um einhvern rafmagnskostnað. Framkvæmdir við nýja grasvelli á svæðinu drógust úr hófi fram og þeir verða ekki tilbúnir fyrr en eft- ir miðjan júlí. Við höfum því mjög takmarkað svæði til æfinga í um einn mánuð og það mun setja allt okkar starf í uppnám. Grasvöllur- inn sunnan við Hamar er í mjög slæmu ásigkomulagi eftir mikla of- notkun í fyrrasumar. Það eru 400– 500 börn á æfingum hjá okkur hvern einasta dag, þannig að það sjá allir að þetta gengur aldrei upp,“ sagði Árni. Æfingar í Boganum til 15. júní „Hneykslaður á afgreiðslu ÍTA“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.