Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ÞÆR voru tignarlegar skúturnar sem sigldu um sundin úti fyrir Reykjavík í góða veðrinu í gærkvöldi. Þar voru á ferð félagar í skútusiglingaklúbbnum Brokey sem voru í kappsiglingu sín á milli, en þeir hafa fyrir sið að sigla út frá Reykjavíkurhöfn á þriðjudagskvöldum. Ellefu skútur mættu til leiks og var siglt út að Akurey og aftur til baka og fengu blaðamaður og ljós- myndari að vera með í för. Lognið gerði það að verk- um að ferðin tók dágóðan tíma en á móti kemur að gott var í sjóinn og vart hægt að finna betri slökun. Hátt á fimmta hundrað félagar eru í Brokey og eru bátarnir sjósettir í maí og þeim siglt yfir sumartím- ann. Keppnin er oft býsna hörð, en þó er þetta allt í gamni gert, að sögn formannsins, Jóns Rafns Sigurðs- sonar, sem í þetta sinn var í dómarabát. Yfirleitt er fimm til sjö manna áhöfn á hverjum bát, bæði land- krabbar og þeir sem eru vanari til sjós. Sjá mátti ýms- ar skútur sem báru skemmtileg nöfn eins og Flóin, Egla og Nornin, sem sigldi þó ekki í gær. Kappsigling á sundunum Morgunblaðið/Kristinn Páll Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs ÍE, segir ekkert hægt að fullyrða um það hvort fleiri starfsmönnum fyr- irtækisins verði sagt upp á næst- unni. „Þetta er einfaldlega liður í þeirri hagræðingu sem við höfum verið í síðustu misserin,“ segir hann. „Við erum að reyna að reka þetta með eins hagkvæmum hætti og hægt er og munum halda áfram að gera það. Hvort það leiðir til fleiri uppsagna er ekkert hægt að fullyrða um á þessu stigi.“ 50 starfsmenn hjá Eddu eftir fækkun Stjórn Eddu útgáfu hf. hefur þá ákveðið að leggja niður 18 störf hjá félaginu vegna skipulagsbreytinga. Alls lætur 21 starfsmaður af störf- um á næstu vikum, en þrír þeirra hættu sjálfir. Eftir fækkunina eru um 50 starfsmenn hjá Eddu. Á stjórnarfundi Eddu í gær var samþykkt nýtt aðalskipurit og eru helstu nýmælin þau að bókaklúbbar Eddu verða starfræktir á sjálf- stæðu sviði undir stjórn Drafnar Þórisdóttur. Þá verður Pétur Már Ólafsson forstöðumaður útgáfu- sviðs. Samhliða skipulagsbreytingum fækkar störfum hjá félaginu. Tilgangur breytinganna er að skerpa áherslur félagsins sem út- gáfufélags enda hafa rekstrarerf- iðleikar þess í kjölfar sameiningar Máls og menningar hf. og Vöku- Helgafells árið 2000 verið félaginu þungir í skauti að sögn Páls Braga Kristjónssonar, forstjóra Eddu. Segir hann félagið stefna að því markmiði að efla bókaútgáfuna með kraftmiklu markaðs- og sölustarfi. ÍE segir upp 28 starfs- mönnum 18 störf lögð niður hjá Eddu út- gáfu vegna skipulagsbreytinga TUTTUGU og átta starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar var sagt upp í gær. Eru uppsagnirnar liður í þeirri stefnu fyrirtækisins að ná því markmiði fyrir árslok að tekjur dugi fyrir útgjöldum og ekki verði leng- ur gengið á eigið fé. Þá hafa 18 störf verið lögð niður hjá Eddu útgáfu hf. vegna skipulagsbreytinga og verða um 50 manns í starfi hjá félaginu eft- ir breytingarnar. Þá mun Tímarit Máls og menningar hætta göngu sinni þar sem tap hefur verið á útgáfunni undanfarin misseri. ÚTGÁFU hins gamalgróna Tíma- rits Máls og menningar, TMM, verður hætt á þessu ári eftir 64 ára göngu þess og er von á síð- asta heftinu í september nk. Að sögn Páls Braga Krist- jónssonar, for- stjóra Eddu útgáfu hf., hefur áskrif- endum og kaupendum að tímaritinu fækkað stöð- ugt, en áskrif- endur eru nú um 1.200 tals- ins. Tímaritið hefur verið rekið með tapi undanfarin ár og til- raunir útgefanda til að snúa blaðinu við reynst árangurs- lausar. „Endar hafa ekki náð saman, og það er tvímælalaust leitt að þurfa að hætta útgáfunni. Þegar við komum að félaginu fyrir ári blasti sú staðreynd við að útgáfan væri í hættu. Við vildum hins veg- ar gera tilraun til að halda tíma- ritinu á lífi í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar og breyttum því til eldra horfs ásamt því að hagræða mikið í útgáfunni. Við lögðum okkur mjög fram um að halda út- gáfunni áfram en það skilaði ekki árangri, þannig að nú verður að horfast í augu við staðreyndir málsins,“ segir Páll Bragi. Útgáfu TMM hætt í haust ÁFALLIN skuldbinding vegna líf- eyrisréttinda alþingismanna og ráð- herra nam rúmum 5 milljörðum króna í árslok 2002 og óx um rúmar 500 milljónir króna frá árinu áður. Verðmæti eigna Lífeyrissjóðs alþing- ismanna og ráðherra til þess að mæta þessum skuldbindingum nam 210 milljónum króna um síðustu áramót eða innan við 5% af skuldbindingu. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í nýrri ársskýrslu Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins, en lífeyrissjóðir alþingismanna og ráð- herra starfa sem deildir innan LSR. Sjóðirnir eru reknir með bakábyrgð ríkisins þannig að ríkið tryggir greiðslur skuldbindinganna séu ekki eignir í sjóðunum til greiðslu þeirra. Áfallnar skuldbindingar sundur- liðast þannig að skuldbinding Lífeyr- issjóðs alþingismanna nam 4,2 millj- örðum kr. um síðustu áramót og óx um 11,2% frá fyrra ári. Eignir upp í skuldbindingar námu 180 millj. eða 4,3%. Áfallin skuldbinding Lífeyris- sjóðs ráðherra nam hins vegar 900 milljónum króna og hækkaði um 12,3% milli ára. Eignir sjóðsins upp í skuldbindingar voru um 30 millj. kr. eða 3,5% af skuldbindingu. Iðgjöld sjóðfélaga og launagreiðenda í alþing- ismannadeild á árinu 2002 námu tæp- um 27 milljónum króna. Lífeyris- greiðslur úr sjóðnum námu hins vegar 196 milljónum króna á árinu. Þar af voru um 55% ellilífeyrir og tæp 42% makalífeyrir. Iðgjöld ráðherra- deildar námu tæpum 4,2 millj. á árinu 2002, en lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum voru um 30 millj. Fram kemur að við útreikning á skuldbindingum sjóðanna er miðað við laun sjóðfélaga eins og þau voru greidd í árslok 2002. Áfallin skuldbinding lífeyrissjóða ráðherra og þingmanna Eignir innan við 5% af skuldbindingum FRAMKVÆMDIR við gatna- og gönguleiðir í Bankastræti í Reykja- vík eru nú í fullum gangi en sam- kvæmt upphaflegri áætlun er ráð- gert að verkinu ljúki um miðjan næsta mánuð. Í endurbótunum felst að skipt er um jarðveg, allar lagnir eru endurnýjaðar og hitalagnir sett- ar í jörðu. Að loknum breytingum mun ásýnd og yfirbragði Banka- strætis svipa til endurbætts hluta Skólavörðustígs. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hillir undir nýtt Bankastræti MJÓLKURSAMSALAN í Reykjavík áformar að hefja sölu á mjólk í flöskum um næstu mánaðamót og má reikna með að hún komi í verslanir fyrstu dagana í júní. Þrjátíu og sex ár eru liðin síðan mjólk í gler- flöskum hvarf af sjón- arsviðinu. Að sögn Baldurs Jóns- sonar, markaðsstjóra hjá Mjólkursamsölunni, hefur mjólkurneysla dregist saman síðustu ár og mun- ur á milli aldurshópa og neyslu mjólkur minnkað. Er hún að mestu bundin við heimilin og heim- ilispakkningar sem fólk geymir í ísskápnum. Nýja drykkjarmjólkin frá MS verður seld í 320 ml plastflöskum og fáanleg hrein og í þrem- ur bragðtegundum. „Við erum með þessu að stíla inn á stóran hóp og reyna að gera neytandanum það kleift að finna mjólkina alls staðar; á bensín- stöðvum, ferðamanna- stöðum, bakaríum og annars staðar, og í pakkningum sem geta keppt við gosdrykki,“ segir Baldur. Mjólkin verður fram- leidd í Búðardal líkt og önnur tilraunafram- leiðsla Mjólkursamsöl- unnar. Ef vel gengur seg- ir Baldur að mjólkin verði síðar meir framleidd á Bitru- hálsi líkt og önnur neyslumjólk sem Mjólkursamsalan framleiðir. Nýja drykkjarmjólkin er fitulaus (0,5%) og án bragðefna en verð- ur einnig fáanleg með jarðar- berja-, súkkulaði- og vanillu- bragði. Brúsar, flöskur, hyrnur og fernur Frá því snemma á síðustu öld hefur mjólk verið afgreidd með ýmsum hætti til viðskiptavina. Í fyrstu var hún seld í brúsa en um árabil var mjólk seld í end- urnýtanlegum glerflöskum. Árið 1958 komu mjólkurhyrnur á markað og síðar -fernur. Mjólk í glerflöskum var á markaði allt til ársins 1967. Á síðasta ári drakk hvert mannsbarn í land- inu sem svarar 128 lítrum af mjólk eða 340 ml á dag. Mjólk á flöskum eftir 36 ára hlé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.