Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 23 GRADUALEKÓR Langholts- kirkju, undir stjórn Jóns Stefánsson- ar, hefur fyrir löngu tekið sér stöðu sem einn besti söngflokkurinn í kóra- samfélagi okkar Íslendinga og þegar hafa nokkrir félagar í kórnum stefnt á að verða einsöngvarar og á þessum tónleikum bar það til tíðinda að ein stúlkan úr kórnum, Þóra Sif Frið- riksdóttir, tók stigapróf upp í Söng- skólann í Reykjavík með þá kunnáttu sem hún hafði aflað sér með starfi og námi sínu í Gradualekórnum. Þetta eru töluverð tíðindi er munu trúlega hafa mikil áhrif á starfssvið barna- og unglingakóra í framtíðinni. Tónleikar Gradualekórs Lang- holtskirkju sl. sunnudagskvöld hóf- ust á Ísland farsælda Frón og þar næst komu tvær útsetningar á ís- lenskum þjóðlögum, Krummi krunk- ar úti og Móðir mín í kví, kví og síðan hið undurfagra lag og kvæði er sam- an eiga Jakob Hallgrímsson og Þor- steinn Valdimarsson en þessum hluta efnisskrár lauk með frábæru söngverki eftir Hildigunni Rúnars- dóttur, við ljóðið Móðir blómanna, eftir Sigrúnu Ísleifsdóttur, er syngur í kórnum. Öll þessi lög voru fallega sungin svo sem vænta mátti af svo góðum kór sem Gradualekórinn er. Þóra Sif Friðriksdóttir lauk end- anlega sínu söngprófi inn í Söngskól- ann með því að syngja þrjú lög sem voru Kirkjuhvoll, eftir Árna Thor- steinsson, Smaladrengurinn, eftir Skúla Halldórsson og Þú ert, eftir Þórarin Guðmundsson. Það hefur ekki verið venja að fjalla um söng eða tónflutning nemenda en það má þó segja að vel hefur verið vand- að til þjálfunar stúlknanna í Gradualekórnum því að söngur Þóru var einstak- lega fagur og þokkafullur. Lokaverk tónleikanna var páska- tónlist eftir John Høybye sem hann nefnir Von og fjallar um krossfest- inguna og upprisuna þetta er í þeim anda sem einkennt hefur nýbylgjuna í kirkjutónlist þar sem ofið er saman djass- og popptónlist, af hófstilltari gerðinni, sem eins konar leið til að færa trúariðkun nær veruleika unga fólksins. Þetta er í raun það sama og Ambrosíus kirkjufaðir gerði fyrir rúmum sextán öldum er hann tók vinsæl alþýðulög, setti við þau trúar- lega texta og helgaði þar með lögin kirkjunni til eignar. Þetta sama gerði Marteinn Lúther þegar hinn alþýð- legi kórall var tekinn upp af lúth- ersku kirkjunni og söngurinn færður alþýðunni til virkrar þátttöku í kirkjulegum athöfnum. Tónverkið Von er í átta þáttum, sem hvað form snertir eru allir eins, lagrænir með einstaka innslagi hljóðfæraleiks, þar sem laglínan er aðalatriðið, en útfærslan aðeins hljómræn og á stundum hrynræn, þ.e. „jazzy“. Gradualekórinn og Ei- vør Pálsdóttir skiptu með sér laglín- unum og Sigurður Flosason greip stundum inn í tónaleikinn með fal- lega leiknum tónlínum. Sagt er að saxófónninn hafi allt að því mannleg- an tón og víst er að söngur kórsins og saxófónleikurinn féllu ákaflega vel saman. Einstaka forspil og undirleik- ur var ýmist leikinn á orgel af Guð- mundi Sigurðssyni eða á píanó af Kjartani Valdemarssyni og með í því að skapa hljómnum sérstaka dýpt var leikur Gunnars Hrafnssonar á kontrabassa mikilvægur en hryn- verkið var svo í höndum Péturs Grét- arssonar. Í heild var flutningurinn frekar daufur og kaflarnir allir einum of jafnir í hraða eða með öðrum orðum, það vantaði „kikkið“ í flutninginn sem að öðru leyti var í heild áferð- arfallegur, sérstaklega söngurinn og samspil Sigurðar Flosasonar á saxó- fóninn þar sem stundum örlaði á kontrapunktísku samspili hans við söngraddirnar. Það er svo með megnið af popp- tónlist að formskipanin er einum of einlit, er röð af kórusum þar sem nær alltaf er aðeins unnið úr laglínu, með undirleik hljóma og hryns og þegar allt er í gangi, með fullum styrk, án nokkurra litbrigða í blæ eða tilbrigða í styrk og hraða. Þetta er samkenni popptónlistar og einum of ráðandi varðandi „rútínulegar“ vinnuaðferðir svo að lögin verða í raun öll eins. Það fer einfaldlega allt í gang og lögin eru húðbarin áfram þar sem ekkert hljómrými er fyrir neitt annað en há- vaða og þungbarinn og ómúsíkalskan „rytma“. Segja má að tónsmíðin Von, eftir John Høybye, sé ekkert öðru- vísi en önnur popptónlist þótt þar megi merkja tilraun til að nota and- stæður í styrk og þá aðeins með því að sleppa á stundum hrynundirleikn- um án þess í raun að breyta form- skipaninni. Að þessu leyti, þ.e. er hvað varðar vinnuaðferðir og form- skipan, er Von sem tónsmíð ákaflega fábrotin í formi og vinnuaðferðum og vart meira en að vera áheyrilegur hefðbundinn popptónaleikur með laglínu þar sem hljómar og hrynur er aðeins fylgispakur undirleikur. TÓNLIST Langholtskirkja Gradualekór Langholtskirkju, tvær ungar söngkonur, Þóra Sif Friðriksdóttir og Ei- vør Pálsdóttir, og hljóðfæraleikararnir Sigurður Flosason, Guðmundur Sigurðs- son, Kjartan Valdimarsson, Gunnar Hrafnsson og Pétur Grétarsson, undir stjórn Jóns Stefánssonar, fluttu íslensk kór- og einsöngslög og páskahugleið- inguna Von, eftir John Høybye. Sunnudagurinn 25. maí 2003. SÖNGTÓNLEIKAR Jón Stefánsson Jón Ásgeirsson Laglína, hljómar og hrynur SÖNGHÓPARNIR Veirurnar og Raddbandafélag Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Hveragerð- iskirkju kl. 17 á morgun, fimmtudag. Veirurnar eru 16 manna blandaður sönghópur og Raddbandafélag Reykjavíkur samanstendur af 11 karlmönnum. Á efnisskrá er m.a. að finna erlend þjóðlög, sænskar þjóð- vísur, íslensk og erlend sönglög og erlend dægurlög í léttri sveiflu. Stjórnandi Veiranna er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Raddbandafélagi Reykjavíkur stjórnar Sigrún Gren- dal og á píanóið leikur Jónas Sen. Sönghópar í Hvera- gerðiskirkju KÓR Flensborgarskólans heldur tón- leika í Eskifjarðarkirkju í kvöld kl. 20 og í Egilsstaðakirkju kl. 17 á morgun. Einnig syngur kórinn í Sparkaupum á Seyðisfirði í dag kl. 15.15. Dagskrá kórsins er fjölbreytt og koma einsöngvarar og hljóðfæraleik- arar úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Hrafnhildur Blomsterberg. Skólakór á faraldsfæti SKÁLDSAGAN Tár paradísar- fuglsins eftir Ein- ar Örn Gunnars- son, sem út kom hjá Ormstungu árið 1998, hefur nú verið gefin út hjá litháíska for- laginu Arlila. Jurgita Marija Abraityté, sem kennir íslensku við háskólann í Viln- íus, þýddi og nefnist sagan Rojaus Taukšèio Ašaros. Bókmenntakynningarsjóður styrkti útgáfuna sem rekur rætur sínar til Bókmenntahraðlestarinnar, ferðar ungra evrópskra höfunda um Evrópu sumarið 2000. Þar hitti höf- undurinn þýðandann. Þau kynni hafa nú borið þennan ávöxt. Í umfjöllun gagnrýnanda World Literatur Today segir m.a.: „Með Tári paradísarfuglsins hefur Einar Örn Gunnarsson skrifað röð sér- kennilegra, dularfullra og á köflum ógnvekjandi bréfa sem eignuð eru manni sem er líkamlega, andlega og tilfinningalega skaðaður … Bréfin lýsa annars vegar skelfilegri mar- traðartilveru, draumkenndri veröld á valdi kafkaískra uppákoma og óhugnaðar sem nær langt út fyrir mörk ímyndunaflsins og hins vegar lýsa þau lokuðum listrænum heimi sem samanstendur af framandlegum málverkum og skissum en einnig leyndardómsfullri bók sögupersón- unnar sem utanaðkomandi fá ekki skilið. …Tár paradísarfuglsins er margslungin, hrollvekjandi og spennandi lesning.“ Tár para- dísarfuglsins til Litháen Einar Örn Gunnarsson Vorhátíð LHÍ í Listasafni Reykja- víkur – Hafnarhúsi kl. 14 Upp- skeran – lokadagur útskriftarsýn- ingar. Verk ýmissa listamanna boðin upp til að styrkja ferð myndlist- arnema á Feneyjatvíæringinn. Nemendaleikhúsið, Sölvhólsgötu 13 kl. 20: Leikritið Tvö hús.  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Á MORGUN ♦ ♦ ♦ RAFVÉLA VERKSTÆÐI Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.