Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 11 EINAR Falur Ingólfsson gerir það ekki endasleppt í Hlíðarvatni. Fyrir skemmstu greindum við frá 5,5 punda, 55 cm bleikjuhrygnu sem hann tók í Hlíðarvatni. Var það lík- lega stærsta bleikja vorsins í vatn- inu og eru svo stórar bleikjur fágæt- ar í Hlíðarvatni. Á sunnudagskvöldið gerði Einar sér lítið fyrir og dró aðra stór- bleikju úr vatninu, jafnþunga, jafn langa og á sama stað og síðast. Það eina sem skildi á milli var að seinni bleikjan var dregin í roki, hin í logni, þessi tók Peacock kúluhaus á móti lítilli Vinil Rib síðast. Þessi tók „dropperinn“ eins og sú fyrri, og „varla tvo metra frá sama bletti og hin bleikjan tók. Ég hitti þarna mann sem hafði veitt í vatninu í tutt- ugu ár og sagðist aldrei hafa séð svona stóra bleikju, og þótti með ólíkindum að tvær hefðu veiðst á nánast sama bletti,“ sagði Einar Falur. Norðurá verður opnuð næstkom- andi sunnudagsmorgun, á sama tíma Straumarnir í ármótum Norð- urár og Hvítár. Síðan opna árnar koll af kolli. Víða hafa menn séð laxa á stangli, t.d. í Norðurá, Laxá í Kjós, Miðfjarðará og Laxá í Aðaldal. Vatn er þó víða lítið í ánum og bjart- sýnin því ekkert allt of mikil. Fer það eftir veðurguðunum hvernig fer í sumar, því lítill snjór er til fjalla. Sami stað- ur, sama stærð Morgunblaðið/Einar Falur 5,5 punda bleikja úr Hlíðarvatni, 55 cm löng. Tók Peacock með kúlu. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákært konu fyrir að hafa stundað vændi sér og sambýlismanni sínum til framfærslu. Er sambýlismað- urinn einnig ákærður fyrir aðild að málinu. Samkvæmt ákærunni á konan að hafa stundað vændi á tímabilinu 5. júní 2002 til 27. febrúar í ár. Á þeim tíma á konan að hafa veitt fjölda karlmanna kyn- lífsþjónustu á heimili sínu í Hafnarfirði, á gistiheimili í bænum og í íbúð í bílskúr við íbúðarhús í Hafnarfirði. Þjón- ustuna, sem konan auglýsti á vefsíðu sinni sem erótískt nudd, samfarir og munngæl- ur, veitti hún gegn greiðslu og námu brúttótekjur af starfseminni að minnsta kosti níu milljónum króna, segir í ákærunni. Sambýlismanðurinn er ákærður fyrir að hafa haft viðurværi sitt af þeim tekjum sem konan aflaði með því að stunda vændi. Jafnframt er hann ákærður fyrir að hafa aðstoðað sambýliskonu sína við framangreinda starfsemi með því að uppfæra vefsíðu hennar, taka af henni ljós- myndir sem þar birtust og leggja hluta af tekjunum ým- ist inn á bankareikning sinn eða bankareikninga hennar og færa féð á milli reikning- anna. Kona í Hafnarfirði ákærð fyrir vændi Talin hafa þén- að níu milljónir TVÖ lömb drápust þegar ekið var á þau í Skagafirði í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki hafa á þessu ári borist 35 tilkynningar um búfé á vegum, þar af sex tilkynning- ar í vikunni. Þá tók lögreglan á Sauðárkróki 14 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vik- unni, þar af einn sem ók á 145 km hraða. Ekið á lömb í Skagafirði RÁÐSTEFNA Evrópudeildar Al- þjóðasamtaka um vinnu og verk- þjálfun „Vinnumarkaðurinn fyrir alla“ hefst á Grandhóteli í dag, en henni lýkur á föstudag. Um fimmtíu erlendir gestir eru komnir til lands- ins til að sitja ráðstefnuna, sem er um leið aðalfundur Evrópudeild- arinnar. Samtök um vinnu og verk- þjálfun er gestgjafi ráðstefnunnar, en auk hinna erlendu gesta sitja um 30 íslenskir fulltrúar fundinn. Reykjavíkurborg hélt móttöku fyrir ráðstefnugesti í Höfða í gær- kvöld og var þar margmenni. Morgunblaðið/Arnaldur „Vinnumarkaður fyrir alla“ FULLTRÚAR á aðalfundi Mjólk- urfélags Reykjavíkur, MR, höfnuðu því afdráttarlaust í atkvæða- greiðslu að ganga að tilboði kjúk- lingaframleiðandans Móa um að greiða 30% af skuldum við MR sem falla undir nauðasamning. Fulltrúi MR á boðuðum fundi kröfuhafa vegna Móa 2. júní nk. mun því greiða atkvæði gegn nauðasamn- ingi. Að sögn Harðar Harðarsonar, stjórnarformanns MR, voru um 2⁄3 fundarmanna, sem voru tæplega 50 talsins, andvígir því að taka tilboði Móa og afskrifa þannig 70% af skuldum Móa við félagið. Þetta séu skýr skilaboð til stjórnar um það hvernig farið verði með atkvæðið á fundi kröfuhafa næsta mánudag. „Mönnum finnst að það sé óað- gengilegt fyrir félagið að afskrifa viðskiptaskuldir um 70% sem stofn- að var til um, það sé verið að stuðla að ójafnræði milli félagsmanna. Það er ljóst að þetta fyrirtæki hefur ekki haft getu til að standa undir þeim fjárhagsskuldbindingum sem stofnað hefur verið til á allnokkrum tíma,“ segir Hörður. Krafa Mjólkurfélags Reykjavíkur í bú Móa er upp á 215 milljónir króna, þar af er um helmingur veð- skuldir. Hefði aðalfundurinn sam- þykkt að ganga að tilboði Móa hefðu um 40 milljónir komið í hlut MR, að sögn Harðar. Staða Móa hefur talsverð áhrif á afkomu MR en á aðalfundinum kom fram að nokkurt tap hefði ver- ið á rekstri síðasta árs, að teknu til- liti til afskrifta af áætluðu tapi vegna viðskipta við Móa. Ef gengið yrði að nauðasamningi myndi tapið nema 75 milljónum króna en ef Móa færu í gjaldþrot myndi tap MR nema um 73 milljónum kr. Hörður segir að mikil samstaða hafi ríkt á aðalfundinum um að halda rekstri MR áfram, en félagið er stór innflytjandi kjarnfóðurs til landsins fyrir framleiðendur mjólk- ur og kjöts, einkum svína- og ali- kjötsframleiðendur. Engar breyt- ingar urðu á stjórn MR á aðal- fundinum, sem fram fór sl. föstu- dag. Mjólkurfélag Reykjavíkur á móti nauðasamningum Tilboði Móa um greiðslu 30% skuldanna hafnað VEGNA fréttar á bls. 4 í Morgun- blaðinu í gær, hinn 27. maí, þar sem fram kom í millifyrirsögn blaðsins „SAP bókhaldskerfið ekki nógu vel lokað“, vill Landssíminn árétta: Átt var við kerfi Landssímans ut- an við SAP bókhaldskerfið. Textaskrá sú sem átt hefur verið við var fyrir utan SAP bókhaldskerfi Landssímans. SAP kerfið býr til greiðsluskrá til aðila A, sem flutt er yfir í textaskrá og þar var átt við skrána, henni breytt í aðila B og hún send til banka. Þannig er það aðili B sem fær millifærða greiðslu inn á sinn reikn- ing í stað aðila A. Síðan kemur til baka svarskrá frá bankanum, sem átt er við á nýjan leik og breytt yfir í aðila A. Skráin er síðan keyrð yfir í SAP kerfið. Þannig var átt við greiðslur utan SAP kerfisins og hvergi kom fram annað en að aðili A hefði fengið sinn reikning greiddan. Greiðsluferill til banka er með sam- bærilegum hætti í öðrum bókhalds- kerfum. Í SAP bókhaldskerfinu er öflug aðgangsstýring og rekjanleiki upp- lýsinga góður. Átt við kerfi Símans utan við SAP-bók- haldskerfið GREINT hefur verið frá því í norska ríkisútvarpinu, NRK, að eigendur Guðrúnar Gísladóttur hafi fyrr í vik- unni sent norsku siglingastofnuninni símbréf um bankaábyrgð vegna björgunar fjölveiðiskipsins Guðrún- ar Gísladóttur. Eigendur skipsins vilji halda verkinu áfram en NRK segir siglingastofnun eiga eftir að gefa grænt ljós á framhaldið. Haukur Guðmundsson, eigandi Ís- húss Njarðvíkur, segir að menn séu á fullu við að reyna ná skipinu upp. „Við eigum skipið þarna í Noregi og vinnum hörðum höndum við að reyna að ná því upp og erum bjart- sýnir á að við náum að klára. Við höf- um hingað til átt mjög gott samstarf við norsk yfirvöld en það virðast koma mjög misvísandi upplýsingar frá norsku siglingastofnuninni.“ Björgun Guðrúnar Gísladóttur Beðið um- sagnar sigl- ingastofnunar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.