Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, hvatti stjórnendur og starfsmenn RARIK til að líta á ný orkulög sem tækifæri fremur en ógnun, á ársfundi fyrir- tækisins sem haldinn var á Egils- stöðum núverið. Þá sagði hún í ávarpi sínu fyrir- liggjandi að lögfesta ætti breytingar á lögum um Orkustofnun, þannig að skilið væri á milli stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og þess eftirlitshlut- verks sem henni er falið samkvæmt nýjum raforkulögum. Sveinn Þórar- insson stjórnarformaður ræddi m.a. um raforkulögin og áhrif þeirra og áréttaði að enn ætti eftir að útkljá fyrirkomulag raforkuflutninga og verðjöfnunar í flutningi og dreifingu raforku. Í máli hans kom fram að það verður ekki fyrr en 1. janúar ár- ið 2007, sem öll ákvæði laganna eru virk. Vegna mismunandi sjónarmiða hagsmunaaðila er jafnframt frestað til 1. júlí 2004 gildistöku kaflans um flutning raforku og 19 manna nefnd, sem ráðherra hefur skipað, er falið að fjalla um þann þátt, þ.m.t. um stærð flutningskerfisins og hvernig rekstri þess skuli háttað þannig að öryggi, skilvirkni og hagkvæmni verði sem best tryggð. Þá skal nefndin móta tillögur um uppbygg- ingu gjaldskrár fyrir raforkuflutn- ing og um með hvaða hætti jafna eigi kostnað vegna flutnings og dreifing- ar. Á nefndin að skila tillögum sínum í formi lagafrumvarpa fyrir árslok. Í skýrslu Kristjáns Jónssonar raf- magnsveitustjóra, kom m.a. fram að enn væri ósamþykkt frá Alþingi frumvarp til laga um að breyta rekstrarformi fyrirtækisins í hluta- félag, en gert er ráð fyrir að það verði lagt öðru sinni fyrir Alþingi í haust. Knúið hefur verið á um að RARIK verði skipt upp og hvatti Kristján stjórnmálamenn og aðra þá sem bera hag landsbyggðar fyrir brjósti að standa dyggan vörð um fyrirtækið og gera því kleift að standa jafnfætis stóru orkufyrir- tækjunum á Suðvesturlandi. Fram kom að hugsanlega mun RARIK ráðast í að þrefalda afköst Lagar- fossvirkjunar í kjölfar þess að vatnsbúskapur hennar jafnast til muna með tilkomu Kárahnjúka- virkjunar. Þá var komið inn á þrífös- unarvæðingu landsins og líklegar lausnir í því sambandi, en það mun kosta um 10 milljarða að koma slíku kerfi á. Metár í framleiðslu RARIK-virkjana Þá var í tengslum við ársfundinn undirritað samkomulag milli RARIK og Menningarráðs Austur- lands um að fyrirtækið gerist mátt- arstólpi menningar á Austurlandi og leggi fram hið minnsta eina milljón kr. árlega næstu þrjú árin. Fénu skal varið til að efla menningarlíf og metnaðarfull menningarverkefni á Austurlandi. Afkoma RARIK hefur batnað frá í fyrra og voru tekjur ársins 5,8 millj- arðar, þar af tekjur vegna orkusölu 5,3 milljarðar. Rekstrargjöld án af- skrifta voru 4,6 milljarðar, þar af var liðurinn aðkeypt raforka langhæst- ur, eða um 3,0 milljarðar, sem sam- svarar tveimur þriðju af rekstrar- gjöldum. Hagnaður ársins var 110 m.kr. sem skýrist að mestu af mikl- um gengishagnaði og hagræðingu í rekstri. Orkuöflun RARIK jókst um 10% milli ára og nam í heild 1.169 GWh. Af því er aðkeypt orka 1.005 GWh. Orkusmásala ársins var 864 GWh, en þar af er raforkusmásalan 815 GWh. Heildsala raforku nam 219 GWh. Eigin orkuvinnsla nam 164 GWh, en þar af var raforkuvinnsla í virkjunum RARIK 136 GWh, sem er metár í framleiðslu þeirra. Pálmi Jónsson lætur nú af stjórn- arsetu hjá RARIK eftir tæplega 30 ára starf og einnig gengur Einar Oddur Kristjánsson úr stjórn. Hana skipa nú Sveinn Þórarinsson, for- maður, Benóný Arnórsson, Ingi- björg Sigmundsdóttir, Stefán Guð- mundsson, Sveinn Ingvarsson og nýir stjórnarmenn eru Arnbjörg Sveinsdóttir og Guðjón Guðmunds- son. Orkulög rædd á fundi RARIK Egilsstöðum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kristján Jónsson rafmagns- veitustjóri. PÉTUR Óskarsson, forstjóri Kötlu Travel, segir að margar ástæður hafi orðið til þess að fyrirtækið flutti höfuðstöðvar sínar til Íslands frá Þýskalandi nýverið. Þeirra á meðal eru lægri laun og launatengd gjöld á Íslandi. Þetta kom fram í er- indi sem Pétur flutti á ráðstefnu sem AX-hugbúnaðarhús stóð fyrir í gær um rekstur fyrirtækis í al- þjóðaumhverfi. Katla Travel GmbH var stofnað í Þýskalandi árið 1997 og þá voru gerðir samningar við ferðaskrif- stofurnar Troll Tours og Necker- mann um sölu á Íslandsferðum. Fyrirtækið sérhæfir sig í ferðum til Íslands frá þýskumælandi svæðum Evrópu og rekur skrifstofur í Reykjavík og München. Í Kötlu Travel-samstæðunni eru þrjú félög, Katla Travel GmbH, sem sérhæfir sig í markaðs- og sölu- starfsemi í Þýskalandi, Katla DMI ehf., sem sér um skipulagningu hóp- og einstaklingsferða á Íslandi, og sumarhúsamiðlunin Viator ehf. Meiri gengisáhætta með krónunni en evru Að sögn Péturs er launakostn- aður mun lægri á Íslandi en Þýska- landi. Jafnframt greiði fyrirtæki á Íslandi mun lægri tekjuskatt en í Þýskalandi. Katla Travel er með mikil umsvif á Íslandi og sam- göngur góðar á milli landana. Eins hafi þróun í upplýsinga- og sam- skiptakerfum haft sitt að segja og ekki síst persónulegar ástæður. Eft- ir að hafa búið í 14 ár í Þýskalandi hafi verið komið að þeim tíma- punkti að ákveða hvar hann vildi setjast að. Pétur segir að þrátt fyrir að fyr- irtækið sé með höfuðstöðvar á Ís- landi þá sé evran sá gjaldmiðill sem það noti mest. Um 99% af tekjum þess séu í evrum og um 66% af út- gjöldum. Hann segir að þeir ís- lensku ferðaþjónustuaðilar sem Katla Travel skipti við hafi ekki sett sig upp á móti því að viðskipti við Kötlu séu í evrum. Enda mun minni gengisáhætta fylgjandi henni. Eins séu vextir mun lægri í evruríkjum. Hann segir að það gangi ekki upp fyrir ferðaþjónustufyrirtæki að eiga eingöngu viðskipti í íslenskum krónum og að dæmi séu um það að fyrirtæki hafi orðið gjaldþrota þess vegna. Höfuðstöðvar á Íslandi en gjaldmiðillinn evra Morgunblaðið/Sverrir Pétur Óskarsson, forstjóri Kötlu Travel, fjallaði um evru sem grunngjald- eyri í rekstri á ráðstefnu um rekstur fyrirtækja í alþjóðaumhverfi. HAGNAÐUR af rekstri Tanga hf. á Vopnafirði nam 51,8 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Af- koman er ekki viðunandi að mati stjórnenda og eru endaslepp loðnu- vertíð og hátt gengi íslensku krón- unnar sagðar helstu ástæður. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður 221,2 milljónum króna. Hagnaður félagsins dróst því saman um 78% á milli tíma- bila, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá félaginu. Tekjur Tanga drógust saman um 33,5% frá sama tíma í fyrra og námu 486,7 milljónum króna. Í tilkynningu kemur fram að einungis var tekið á móti 26 þúsund tonnum af loðnu á fyrstu þremur mánuðum þessa árs miðað við 44 þúsund tonn á sama tíma 2002. Tekjur fiskimjölsverk- smiðju Tanga minnkuðu um 45% vegna þessa. Rekstrargjöld námu 427,2 milljónum króna en námu 530,5 milljónum króna á sama tíma í fyrra og drógust saman um 19,5%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 59,6 millj- ónum króna en nam 201,5 á fyrstu þremur mánuðum 2002. Verðmæti eigna Tanga hf. var 2.818 milljónir króna í lok tímabilsins en var 2.730 milljónir við lok þriðja ársfjórðungs 2002. Eigið fé nam 888 milljónum króna samanborið við 849 milljónir króna í fyrra. Eiginfjárhlut- fall félagsins var 31,2% þann 31. mars sl. en var 28,6% í fyrra. Veltufé frá rekstri á fyrsta fjórðungi ársins nam 43,7 milljónum króna en nam 184 milljónum á sama tíma síðasta árs. Í tilkynningu frá Tanga segir að framtíðarhorfur séu „ekki nægilega góðar“ og að þegar hafi verið gripið til aðgerða til að hagræða í rekstr- inum. Verri afkoma hjá Tanga SAMKAUP hefur keypt verslunina Grund á Flúðum og tók við rekstr- inum föstudaginn 9. maí sl. Samkaup keypti verslunina af Sól- veigu Ólafsdóttir kaupmanni sem hafði þá rekið verslunina í hátt á fjórða áratug. Verslunin er nú í 300 fermetra húsnæði sem fyrirhugað er að gera nokkrar breytingar á og stækka, einnig er ætlunin að endur- nýja innréttingar og tæki verslunar- innar nú í júní. Samkaup kaupa Grund á Flúðum KAUPÞING Búnaðarbanki hf. tók til starfa í gær með tilskildu samþykki Fjármála- eftirlitsins. Sameinaður banki er stærsti banki landsins, með 433 milljarða heildareign í árslok 2002. Kaupþing Bún- aðarbanki er í hópi 10 stærstu banka á Norðurlönd- um. Starfsmenn bankans eru um 1.300 á níu starfssvæðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Óbreytt lánshæfismat hjá Moody’s Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investors Service birti í gær lánshæfismat Kaupþings Búnaðarbanka hf. og er það samhljóða því mati sem Búnaðarbanki Íslands hafði áður hjá Moody’s. Sam- kvæmt því er langtímaein- kunn A3, fjárhagslegur styrk- leiki er C og útlit jákvætt. Skammtímaeinkunn Moody’s er P-1 sem er hæsta einkunn sem gefin er af matsfyrirtæk- inu, að því er segir í tilkynn- ingu frá Kaupþingi Búnaðar- banka. FME sam- þykkir samruna bankanna Kaupþing Búnaðarbanki hf. HAGNAÐUR Vaka-DNG nam 38 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins 8 milljónum króna. Hagnaður samstæðunnar fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 16,5 milljónum króna að með- töldum söluhagnaði rekstrarfjár- muna en hefði verið um 4 milljónir að honum undanskildum. Eiginfjár- hlutfall hækkaði úr 16,6% um síð- ustu áramót í 29% í lok mars sl. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands kemur fram að ástand á helstu mörkuðum Vaka DNG hafi verið erfitt, sérstaklega á fiskeldismörk- uðum þar sem ástandið hefur verið mjög slæmt vegna offramboðs sem endurspeglast í lágu verði til fram- leiðenda og tregðu þeirra til að fjár- festa m.a. í vörum eins og Vaki DNG býður. Þá hefur styrking krónunnar verið félaginu mjög óhagstæð eins og öðrum útflutningsfyrirtækjum. Á miðjum síðasta ársfjórðungi var gripið til aðgerða til að mæta nið- ursveiflunni á mörkuðum sem félag- ið vinnur á. Dregið var verulega úr starfsemi dótturfélags í Noregi, starfsmönnum fækkað og dregið úr kostnaði víða í rekstrinum. Horfur á helstu mörkuðum eru áfram dræmar, að Chile þó undan- skildu en þar hefur rekstur dótt- urfélags farið vel af stað. Starfs- menn Vaka og dótturfélaga eru nú 16 en voru 30 um síðastliðin áramót. Níu starfsmenn sem áður voru hjá Vaka DNG eru nú starfsmenn DNG ehf. Umskipti hjá Vaka- DNG ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.