Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 33 ekki alltaf sterkur. Njörður var það sem hann var, enginn fór í grafgötur um það. Hann var góður heimilisfaðir, afi, langafi, hermaður, flugmaður, völundur og lögreglumaður; sannkallað gull af manni – og eins og góður fjölskyldu- vinur sagði svo réttilega: „Með hon- um er genginn ein af þessum gömlu, íslensku hetjum.“ Tengdafaðir minn var sannarlega einn af málsvörum hinna gömlu og góðu gilda sem í dag eiga svo í vök að verjast. Tæp fjörutíu ár er langur tími og allar þær minningar, sem hrannast upp við andlát þessa vinar míns, ein- kennast af skemmtilegum og litrík- um félagsskap sem ég sakna með trega. Ég er stolt af því að mér hafi hlotnast þau forréttindi að vera tengdadóttir hans og kveð hann með einlægri virðingu og þökk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þórunn Hafstein. Hvernig á að skrifa minningar- grein um mann sem hefir verið hluti af manni sjálfum síðan maður man eftir sér? Minningabrot myndu varla duga, heila bók væri hægt að skrifa um hann, enda ævi afa Njarðar svo stórbrotin, að hann er löngu orðin þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann var einn af bestu sonum þessa lands og ævi hans samofin örlögum hins unga lýðveldis – sem braust úr sárri fátækt, varð bjargálna og síðan eitt ríkasta land í heimi. Afi var alþýðu- maður, fæddur í torfbæ, á Sneis í Laxárdal A-Húnav.sýslu. Hann deildi kjörum sínum með vinnandi fólki til sjávar og sveita; lét drauma sína rætast um betra líf er- lendis, þ.e. í Noregi, og þar fann hann ástina, hana ömmu Magnhildi. – Þegar ég segi að ævi afa Njarðar hafi verið samofin örlögum Íslands, er það enginn heilaspuni, vegna þess að hann upplifði og var viðstaddur nokkra örlagaríkustu atburði 20. aldarinnar. Njörður tók fullan þátt í baráttu verkalýðsins á Íslandi fyrir bættum kjörum, og þegar hnefi kreppunnar skall á íslensku atvinnu- lífi skipaði hann sér í sveitir varn- arliðs verkalýðsins sem hafði það meginhlutverk að vernda kröfu- göngur alþýðunnar fyrir árásum nasista og annarra afla sem höfðu horn í síðu kröfunnar um bætt kjör og réttindi. Í Noregi nam hann flug og vildi einnig verða svínabóndi, en Adolf Hitler kom í veg fyrir þessi áform með innrás Þýskalands í Noreg 9. apríl 1940. Þá var afi nýkominn til Íslands, en amma og nýfæddur son- ur hans urðu innlyksa þar og sá hann þau ekki fyrr en um sex árum síðar. Afi Njörður hafði um tvo kosti að velja, þ.e. vera heima á Íslandi og vona það bezta, eða að ganga til liðs við Frjálsa Norðmenn til að gjalda Þjóðverjum fyrir heimsóknina í Nor- eg. Það gerði hann. Eftir lok stríðsins kom hann heim með fjölskylduna og hóf störf hjá Lögreglunni í Reykjavík. Hans beztu stundir voru á Harley Dav- idson-mótorhjólinu þar sem frelsið var í fyrirrúmi á þeim eftirlitsferð- um um lendur borgarinnar/Reykja- víkurbæjar (eins og þá hét!). Það var í einni slíkri ferð nánar tiltekið í Hvalfirðinum sem svartur valds- mannslegur bíll brunaði framhjá afa á fleygiferð. Afi veitti bílnum eftirför og náði að stöðva hann í Kjós. Úr aft- ursætinu heyrðist valdsmannlega sagt: „Hver andskotinn er hér á seyði?“ Afi tilkynnti að um skýlaust umferðarlagabrot væri hér að ræða, og hann myndi sekta viðkomandi. Bílstjórinn sagði hinum unga og óreynda lögregluþjóni að það væri ekki til siðs að stöðva og sekta for- sætisráðherrann sem væri á hrað- ferð. Afi tilkynnti bílstjóranum að þá væri þessi siður tekinn upp og skrif- aði sektina. Þá gall við hlátur úr aft- ursætinu: „Þetta var vel sagt; við tökum sektina.“ Bíllinn rann frá afa með Ólaf Thors í aftursætinu, en til að halda jobbinu veitti afi Ólafi lög- reglufylgd í bæinn. Hinn 30. mars 1949 ákvað Alþingi að Ísland skyldi verða stofnaðili að NATO. Þá sögu þarf ekki að reifa hér, en afi var á Austurvelli með fé- lögum sínum í lögreglunni til að fylgjast með fjöldanum sem þar var saman kominn. Víst var mönnum heitt í hamsi, en aðallega voru það unglingar sem grýttu Alþingishúsið, en mest voru menn þarna af forvitni. Það varð svo allt vitlaust þegar Hvít- liðarnir stormuðu út úr Alþingishús- inu, og þá var gefin skipun um að dreifa mannfjöldanum og nota til þess táragas. Afi reif upp táragas- sprengjuna og henti henni inn í mannfjöldann, en hún rúllaði undir barnavagn, sem ein virðuleg ung frú ók í rólegheitum. Afi sagðist hafa sett heimsmet í spretthlaupi þegar hann hljóp á eftir sprengjunni og sparkaði henni undan vagninum svo hvorki frúnni, barninu né afa varð meint af. Oft þegar afi rifjaði þennan atburð upp sagði hann hlæjandi: „Ég hef barið Heimdellinga, komm- únista og nasista en aldrei fram- sóknarmenn, því ég var framsókn- armaður þangað til þú byrjaðir í pólítík, Jón minn.“ Þessar tvær sög- ur lýsa afa vel. Fyrir honum voru all- ir jafnréttháir, enda þoldi hann aldr- ei snobb eða sleikjuhátt. Fyrir honum var norski kóngurinn Ólafur viðkunnanlegur kall, en öllu merki- legri gat róninn í Austurstræti verið, eða síbrotamaðurinn sem alltaf ját- aði brot sín fyrir afa og fékk í nefið eftir yfirheyrslur. Það var algjört ævintýri að eiga Njörð sem afa og enn meiri forrétt- indi að eiga hann að vini. Við vorum mjög nánir enda sameinaði okkur margt. Hann kenndi mér að skálda heilu ævintýrin um tröll og forynjur; hann kenndi mér að búa til púður í sprengjur, skjóta af byssum, hreinsa þær svo nýjar væru, og gera skot óvirk. Við þessi verk var maður beittur þeim sama heraga og hann var beittur í þjálfun sinni í norska hernum. Afi losaði mig við myrk- fælni með því að setja 9mm Luger undir koddann minn með þeirri fyr- irskipun að skjóta á allt sem kæmi nálægt mér, og hann kenndi mér einnig að blanda saman ólíkum mat og drykkjum til að kanna þanþol bragðlaukanna. Fyrst var ekki óal- gengt að prufa pepsí, kaffi og órans- djús saman, en þegar ég náði aldrei til var til siðs að blanda saman sterk- ari drykkjum. Frægasti kokteillinn var skírður í höfuðið á Tempest or- ustuvélinni, en Tempestinn saman- stendur af rauðvíni, Bailey’s, vodka, gini og koníaki. Frægust er þó súpa nokkur sem afi eldaði í nóvember 1994 þegar teymi rússneskra flug- virkja ásamt afa og föður mínum gerðu við An-2 rússneska tvíþekju sem hlekkst hafði á í lendingu á Eyri í Kollafirði. Byrjaði súpan sem kjöt- súpa í 10 lítra grautarpotti, en þegar leið á dvölina bætti hann vatni og fiski út í súpuna, og eftir tvær vikur varð hún að fiskisúpu. Rússarnir dá- sömuðu súpuna á hverju einasta kvöldi, og spurðu hvað hún héti. „Já,“ sagði afi, „hún heitir Alles ess- en á þýsku“. Pabbi lifði á dósamat. Afi Njörður var lögga og leyni- lögga, og þess vegna naut maður ákveðinna forréttinda – þótti t.d. ekki ráðlegt að lemja mann, því þá var voðinn vís, þótti ekki ráðlegt að abbast upp á strák sem væri í leyni- legum aðgerðum með afa sínum, t.d. að leita að Geirfinni eða þann sem hafði fengið sérstakt leyfi til jaka- hlaups á Kópavoginum og verið þjálfaður til þess af afanum leyni- löggunni! Seinna fetaði ég svo í fót- spor afa uppi á Sandskeiði, en þar hafði ég verið fastagestur á sumrin frá blautu barnsbeini með afa þegar hann svifflaug. Hann var stoltur þegar ég flaug mitt fyrsta einflug sextán ára gamall. Þá fékk ég minn fyrsta sjúss með honum; ég var orð- inn að manni. – Síðustu tvö árin voru afa mínum erfið þar sem skuggi Alz- heimer-sjúkdómsins hvíldi yfir hon- um. Hann varð æ fjarrænni, og að lokum var Njörður afi hættur að kannast við sitt nánasta. Svona vildi hann ekki lifa og því kom dauðinn sem vinur. Við vorum öll hjá honum nema pabbi þegar hann dó. Mínútu fyrir andlátið opnaði hann augun og brosti. Ég veit hvað hann langaði að segja. Það var: „Hættið þið þessu væli, og skálið fyrir mér, bless.“ Jón Kristinn Snæhólm. Elsku afi. Þú varst í senn lærifaðir minn og fyrirmynd. Nú þegar rann- sókn þinni á þessum heimi er lokið er mér efst í huga þvílík forréttindi það eru að hafa fengið að vera sam- ferða þér. Öll lífsviðhorf þín og þau gildi, sem þú hafðir í hávegum, hafa án efa mótað mig sem einstakling. Fyrir þér voru allir eins og þú gerðir aldrei upp á milli manna. Kæri fé- lagi. Það voru líka forréttindi að fá að vera með þér og halda í hönd þína þegar þú kvaddir þennan heim og eins og þú sagðir alltaf: „Maður fer þegar maður fer. Þetta er bara svona og það þýðir ekkert að vera að hugsa um það.“ Far þú í friði í leit að nýjum ævintýrum með sannleikann að leiðarljósi, heiðarleikann í farar- broddi og manngæskuna ofar öllu. Fyrir ófæddan son minn barðist, / maður allra manna / riddari ljóssins er fallinn / nafn hans lifir enn. Njörður I. Snæhólm. Elsku Njörður tengdaafi minn er farinn frá okkur – þessi stóri og sterki fasti punktur sem var alltaf með í öllu – alls staðar. Ég er reynd- ar alin upp í næstu götu við Njörð og Magnhildi konu hans, sem bjuggu í litla sæta húsinu að Mánabraut 13. Ég var bara smástelpa þegar ég man fyrst eftir Magnhildi, dökkri yf- irlitum með tindrandi brúnu augun og þennan óskiljanlega norsk-ís- lenzka framburð. Ætli Njörður hafi þá ekki verið víðsfjarri að eltast við bófa og glæpamenn því við Njörður náðum ekki að kynnast fyrr en ég og Jón Kristinn sonarsonur hans byrj- uðum að vera saman um áratug síð- ar. Í öllum boðum og samkvæmum var Njörður hrókur alls fagnaðar og hjá okkur yngra fólkinu, sem hóp- aðist að honum til að hlusta á sögur úr stríðinu, fluginu, lögreglunni og til að syngja með honum norska drykkjuvísu sem þeir félagarnir í 330. flugsveit norska flughersins sungu við lagið „Lili Marlene“. Op på en trappe – inden for en dør / sitter der en mann så full som aldrig før. / Drømmer om troll og nisse små / og hvite lam med vinge på / – „Det er skjønt at være full.“ – Við fráfall Magnhildar 1992 varð hálfeinmanalegt í litla húsinu þeirra Njarðar. En eftir það varði Njörður enn meiri tíma með tengdaforeldr- um mínum, Harald og Þórunni, og fékk þá aðallega gamla húsið á Eyri í Kollafirði að njóta krafta hans og hugmyndaflugs, sem við sem syrgj- um hann búum að í dag. Þær eru ekki fáar ferðirnar sem við fórum vestur og eyddum tíma með Nirði. Og ég er bæði fegin og þakklát fyrir að ég og börnin okkar Jóns Kristins, Þórunn Soffía og Fannar Alexander, fengu að kynnast og eyða tíma með honum afa langa eins og þau barna- barnabörnin kölluðu hann. Undir lokin sýndi Alzheimersjúk- dómurinn sinn ljótasta svip svo að Njörður fjarlægðist okkur á skömm- um tíma. Hann dvaldi síðustu 15 mánuðina á Sunnuhlíð, þar sem hann naut umönnunar fagfólks, auk aðstoðar Veru dóttur sinnar og fjöl- skyldunnar fram að andlátsstund. Eftir hverja heimsókn á Sunnu- hlíð hvatti ég börnin mín alltaf að kveðja afa langa með kossi og segja honum hvað þau elskuðu hann mikið. Elsku hjartans Njörður – þitt inn- legg í tilveru okkar er ógleymanlegt. Við höldum áfram að hugsa til þín og tala um þig og við fallegu myndina af þér lýsir ljós – ljós sem lýsir upp minningu um frábæran afa, tengda- afa og langafa. Oddný Halldórsdóttir. Sumarið er komið. Fagrir sumar- dagar koma til okkar, þeir færa yl, sól og blómaangan. Síðan hverfa þeir einn af öðrum og það haustar á ný. En minningin lifir og yljar okkur. Svo var um kæran mág minn, Njörð Snæhólm. Minningin um hann kemur til með að ylja okkur eins og góðir sumardagar, sem horfnir eru. Hann var gull af manni, góður maður og vinur. Njörður gerði öllum greiða, þegar á þurfti að halda, en ekki einungis þegar hentaði honum. Ég kynntist Nirði fyrir rúmlega fjörtíu árum, er ég giftist bróður hans. Við höfum átt góða samleið sem nágrannar og miklir vinir, hann var mjög vinnusamur og verklaginn svo af bar. Við hjónin nutum þess að vinna með Nirði utan húss sem inn- an. Við höfum alltaf verið stolt af þessum virðulega, föngulega manni, sem naut virðingar alls staðar. Njarðar er sárt saknað og er hann nú kvaddur með virðingu og vænt- umþykju. Guð geymi Njörð Snæhólm. Sunneva Snæhólm. Við fráfall Njarðar Snæhólm, fyrrum yfirlögregluþjóns við rann- sóknarlögreglu ríkisins, sækja margar minningar á hugann um samstarf okkar Njarðar um árabil við þá stofnun. Minnist ég enn við- ræðna minna við þáverandi dóms- málaráðherra, Ólaf Jóhannesson, um tillögu mína þess efnis að Njörð- ur yrði skipaður yfirlögregluþjónn RLR. Ég hafði þá þegar kynnst störfum Njarðar sem aðalvarðstjóra og deildarstjóra hjá rannsóknarlög- reglunni í Reykjavík, þar sem hann naut mikils trausts. Kom fljótlega í ljós, að skipun Njarðar í þessa mik- ilvægu stöðu var mikið lán fyrir hina nýju stofnun, sem falin voru rann- sókn í hinum alvarlegustu sakamál- um. Varð hann vinsæll og vel virtur meðal rannsóknarlögreglumanna RLR. Framlag hans til skipulagningar og mótunar hinna margvíslegu starfa RLR var ákaflega mikilvægt, og naut ég góðs af mikilli þekkingu og margháttaðri reynslu hans á þessu sviði. En það var ekki aðeins starfs- reynsla hans og staðgóð þekking á lögreglumálum sem hér kom til heldur einnig aðrir mannkostir hans, sem fóru ekki fram hjá neinum, sem honum kynntust. Hjartahlýja hans, virðing fyrir samborgurum og létt- lyndi hverju sem á gekk snart okkur öll. Veit ég að margir minnast þess hvernig hann tók þátt í sorgum ann- arra, er slys eða aðrar ófarir dundu yfir og lagði þannig sitt af mörkum til að lina þjáningar. Við upprifjun á lögreglumálum hin seinni ár hefur fórnfúst starf rannsóknarlögreglumanna RLR ekki verið getið eða virt sem skyldi. Er hlutur Njarðar í því fórnfúsa starfi stór. Veit ég, að ég mæli fyrir munn okkar starfsfélaga hans hjá RLR, að við minnumst öll Njarðar Snæhólm með virðingu og þökk. Ástvinum Njarðar sendum við Erla okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hallvarður Einvarðsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. ganga. Nokkrum árum síðar byggja Bretar sinn fyrsta skuttogara og það er álit flestra sem vit hafa á að þar hafi uppfinning Andrjesar séð dags- ins ljós. Þessar viðtökur landans voru Andrjesi mikil vonbrigði og vildi hann ekki ræða þessi mál fyrr en áratugum síðar. Um 1950 flytja þau hjónin til Reykjavíkur og Andrjes ræðst til Áburðarverksmiðju ríkisins sem þá var í byggingu. Andrjes annaðist verkstjórn við niðursetningu véla verksmiðjunnar. Það höfum við eftir mönnum sem til þekktu að þar hafi útsjónarsemi og hugmyndaflug Andrjesar fengið að njóta sín og það hafi ekki síst verið honum að þakka hve giftusamlega þessar miklu fram- kvæmdir tókust. Sú virðing og vin- átta sem samstarfsmenn sýndu hon- um þá og síðar staðfesta það. Í Áburðarverksmiðjunni vann Andrjes þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Ekki verður Andrjesar minnst án þess að getið verði Aðalheiðar konu hans. Þeirra samband var mjög gott og einkenndist af einlægni og virð- ingu. Þegar annað var nefnt var hins nær ávallt getið. Heiða og Andrjes var jafnvel sagt þótt aðeins væri ver- ið að ræða um annað þeirra. Þeim varð ekki barna auðið, en við frænd- systkinin nutum ástríkis og hlýju þeirra beggja eins og eigin börn værum. Eftir að Heiða dó fyrir tæp- um áratug gjörbreyttist líf Andrjes- ar. Hún hafði séð um allt sem sneri að heimilinu, samskipti við vini og ættingja og ávallt að vera til staðar þar sem þörf var. Missir eiginkon- unnar var Andjesi þungur og senni- lega þyngri en hann lét í ljós. Síðustu árin bjó Andrjes í Hafnarfirði. Hann var sjálfum sér nægur, eldaði sinn mat, þvoði sinn þvott og fór í sínar daglegu gönguferðir. Andrjes var víðlesinn, fróður og stálminnugur. Nú er lokið langri og merkri ævi. Okkur sem fylgdust með hin síðari ár fannst ævistarf og uppfinningar Andrjesar ekki njóta þeirrar athygli og virðingar sem þeim vissulega bar. Úr því verður ekki bætt, en það er þó trú okkar að þrátt fyrir það hafi Andrjes kvatt sáttur við allt og alla. Með þeim orðum kveðjum við Andrjes Gunnarsson og þökkum honum samfylgdina. Oddgeirsbörn. Hinn 16. maí sl. andaðist Andrjes Gunnarsson vélstjóri 98 ára að aldri, einn af helstu velgjörðarmönnum Skógræktarfélags Íslands. Fyrir einum sex árum arfleiddi Andrés, þá 92 ára, Skógræktarfélag Íslands að eigum sínum, að honum gengnum. Stofna skyldi sjóð, er bæri nafn þeirra hjóna, Andrjesar og Að- alheiðar Magnúsdóttur sem lést 24. febrúar 1994. Frá hendi gefenda fylgdu ekki önnur skilyrði en þau að féð skyldi renna til eflingar á trjá- rækt og landvernd á Íslandi. Árið 2000 ákvað stjórn Skógrækt- arfélags Íslands í samráði við Skóg- ræktarfélag Hafnarfjarðar að stofna til „Andrjesarlundar“ í Höfðaskógi í Hafnarfirði. Einn fallegan júnídag þetta ár gróðursettu skyldmenni Andrjesar og stjórn Skógræktar- félags Íslands 95 tré í lundinn. Á þeirri stundu var Andrjes við hesta- heilsu og vel hraustur og gróðursetti sjálfur allmargar af ofangreindum trjáplöntum. Fyrirhugað er að bæta nokkrum trjám við lundinn hinn 11. júní nk. og minnast þeirra ágætu hjóna með þeim hætti. Þrátt fyrir háan aldur var Andrjes afskaplega ern, minnugur og fylgd- ist vel með því sem efst var á baugi í samtímanum. Andrjes var vélstjóri að mennt og starfaði sem vélstjóri á skipum, verkstjóri í smiðjum Vatn- eyrarbræðra vestur á Patreksfirði frá 1938 til ársins 1946 þegar þau hjónin fluttust til Reykjavíkur. Síð- ustu starfsárin annaðist hann vélar Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Þá fékkst Andrjes við uppfinningar og naut þar sín hugkvæmni hans og fagmennska. Andrjes var alla tíð heilsuhraust- ur og léttur á fæti. Hann hélt heimili á Sólvangsvegi 3 Hafnarfirði sl. 7 ár eða þar til skömmu fyrir andlátið er heilsan fór að gefa sig en þá flutti hann á St. Jósefsspítalann og naut þar góðrar umönnunar síðustu ævi- dagana. Gjöf Andrjesar og þeirra hjóna mun halda minningu þeirra á lofti meðal skógræktarfólks. Með gjöf- inni var styrkari stoðum skotið undir starf Skógræktarfélags Íslands og mun veita aukinn kraft í starfsemi félagsins, í þágu skógræktar á Ís- landi, um ókomna tíð. Blessuð sé minning Andrjesar Gunnarssonar. Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktar- félags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.