Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORELDRARÁÐ Seljaskóla, Selja- ráð, hlaut á dögunum Fjöregg Samfoks, Sambands foreldrafélaga og foreldraráða í skólum Reykja- víkur á grunnskólastigi. Þá hlaut ráðið einnig hvatningarverðlaun Heimilis og skóla fyrir árið 2003. Segir í fréttatilkynningu að Fjöreggið sé veitt þeim sem hefur að mati stjórnar Samfoks unnið frábært starf í þágu grunnskóla- barna í Reykjavík. Foreldraráð Seljaskóla hafi sýnt sérlega vönd- uð vinnubrögð og lagt sig fram um að vera hvetjandi í öllu starfi. Verðlaun Heimilis og skóla voru hins vegar veitt ráðinu fyrir að hafa unnið mjög markvisst starf í þágu skólasamfélagsins og að hafa með vinnubrögðum sínum markað sér sérstöðu meðal foreldraráða. Á myndinni má sjá Sigrúnu Gunnarsdóttur afhenda fulltrúum ráðsins, þeim Guðrúnu Þórsdóttur, Guðlaugu Gísladóttur, Bryndísi Helgu Jónsdóttur og Valgerði Magnúsdóttur fjöregg Samfoks sem listakonan Kogga hannaði. Seljaráð heiðrað tvisvar sinnum Breiðholt BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hafist verði strax handa við frekari stækkun kirkju- garðs bæjarins. Formaður stjórnar kirkjugarðsins segir stefna í hreint ófremdarástand vegna plássleysis í garðinum og óttast að loka verði honum um mitt næsta ár. Í bréfi formannsins til bæjar- verkfræðings segir að stjórn kirkju- garðsins hafi ítrekað óskað eftir því að framkvæmdum við jarðvegsfyll- ingu vegna stækkunar garðsins til suðvesturs yrði hraðað. Búið sé að fylla og slétta tvo reiti sem séu um 1⁄3 hluti þess svæðis sem áætlað sé að garðurinn stækki um í fyrsta áfanga. Sá hluti sé þó engan veginn tilbú- inn til grafartöku auk þess sem hann sé það lítill að hann dugi sennilega ekki nema í um tvö ár til viðbótar þegar hann verði loks tilbúinn til notkunar. „Staðan er því orðin mjög alvarleg,“ segir formað- urinn í bréfi sínu. Dugar eingöngu í eitt ár í viðbót Engar framkvæmdir hafi verið síðan síðastliðið haust og það hafi komið stjórnarmönnum kirkju- garðsins mjög á óvart að ekki hafi verið gert ráð fyrir sérstöku fram- kvæmdafé í fjárhagsáætlun bæjar- ins á þessu ári til áframhaldandi jarðvegsfyllingar. Síðasti grafar- tæki reiturinn sem garðurinn hafi yfir að ráða muni eingöngu duga í ár til viðbótar. „Stjórn KH hefur miklar áhyggj- ur af því að loka verði garðinum um óákveðinn tíma frá og með miðju næsta ári,“ segir í bréfinu orðrétt. Er því farið fram á að þegar verði hafist handa við jarðvegsfyllingu á þeim 2⁄3 hluta sem eftir er af stækk- un garðsins. Samkvæmt kostnaðaráætlun bæjarverkfræðings mun fylling þess sem eftir er að kirkjugarðs- stæði vestan við núverandi garð kosta um 8,2 milljónir króna. Sam- þykkti bæjarráðs sem fyrr segir að ráðast strax í umbeðnar fram- kvæmdir og vísaði málinu til endur- skoðunar fjárhagsáætlunar bæjar- ins. Stefnir í ófremdarástand í kirkjugarði bæjarins Óttast lokun á næsta ári Morgunblaðið/Ásdís Síðasti grafartæki reiturinn sem kirkjugarðurinn hefur yfir að ráða mun einungis duga í eitt ár til viðbótar að mati formanns stjórnar kirkjugarðsins. Hafnarfjörður Sumarferðir 2003 MEÐ BLAÐINU Á MORGUN Með Morgunblaðinu á morgun fylgir 60 síðna blað um ferðalög Allir kaupendur Morgunblaðsins fá blaðaukann. Auk þess verður blaðaukanum dreift á upplýsinga- miðstöðvar um land allt og á bensínstöðvar Skeljungs á höfuðborgarsvæðinu. Athugið! KÆRANDI lóðaúthlutana í Vatns- enda segir óviðunandi að ekki sé gripið til aðgerða til að tryggja að lóðaúthlutanir sveitarfélaga fari fram með réttlátum hætti þrátt fyr- ir að félagsmálaráðuneytið úrskurði æ ofan í æ að þær séu ámælisverð- ar. Hann segir að þrátt fyrir að Kópavogsbær hafi útbúið reglur um hvernig staðið skuli að úthlutunum séu þær þannig úr garði gerðar að bæjaryfirvöld hafi enn svigrúm til að haga úthlutunum eftir eigin geð- þótta. Axel Ingi Eiríksson kærði úthlut- anir Kópavogsbæjar á lóðum í Vatnsenda á síðasta ári til félags- málaráðuneytisins þar sem hann taldi reglur hafa skort við úthlut- anirnar. Í síðustu viku kvað ráðu- neytið upp úrskurð sinn sem var á þá leið að Kópavogsbær hafi brotið í veigamiklum atriðum gegn megin- reglum stjórnsýsluréttar um rann- sóknarskyldu stjórnvalds, jafnræði aðila, meðalhóf og leiðbeiningar- skyldu þegar lóðunum var úthlutað. Engu að síður telur ráðuneytið ekki unnt að ógilda þessar úthlutanir vegna hagsmuna þeirra sem fengu lóðirnar. Reglur bjóða upp á huglægt mat Axel segir afar einkennilegt hvernig tekið sé á slíkum málum. „Þetta er önnur stjórnsýslukæran mín vegna lóðaúthlutana því ég kærði Mosfellsbæ fyrir nokkrum ár- um. Síðan er búið að úrskurða vegna úthlutana í Garðabæ og Hafnarfirði og þessir úrskurðir eru allir á sama veg: lóðaúthlutunarmál eru í ólestri, það er illa að þeim staðið og þær eru ámælisverðar en það er ekkert gert til að laga ástandið. Það hefur ekkert breyst.“ Hann segir úthlutunarreglur í 14 liðum, sem bæjaryfirvöld hafi sam- þykkt eftir að hann kærði fyrri út- hlutun lóða í Vatnsenda, ekki hafa breytt neinu. Tólf liðanna séu eðli- legir en þar sem síðustu tveir lið- irnir bjóði upp á huglægt mat við val á lóðarhöfum geti sveitarstjórn- armenn í raun enn hagað úthlut- unum að vild. Inntur eftir því hvort hann muni una úrskurðinum segist Axel ekki búinn að taka afstöðu til þess. Hann vilji kynna sér ítarlegar úrskurðinn í heild sinni áður en hann taki slíka ákvörðun. Kærandi lóðaúthlutana í Vatnsenda segir úrskurð ráðuneytis óviðunandi „Ekkert gert til að laga ástandið“ Kópavogur ♦ ♦ ♦ INNRITUN í skólagarða hefst á næstu dögum en starfsemi þeirra er á átta stöðum í borginni. Garðarnir eru ætlaðir 8 til 12 ára börnum en einnig geta eldri borgarar innritað sig ef rými leyfir. Garðarnir eru staðsettir við Holta- veg í Laugardal, í Árbæ vestan Ár- bæjarsafns, í Fossvogi við Bjarma- land, við Jaðarsel og Stekkjabakka í Breiðholti, við Þorragötu í Skerja- firði, í Foldahverfi austan Logafold- ar og Gorvík í Víkurhverfi. Innritunin fer fram í hverjum garði fyrir sig dagana 30. maí og 2. – 3. júní næstkomandi og er þátttöku- gjald 2500 krónur fyrir hvern gróð- urreit. Innritun í skólagarða að hefjast Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.