Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÚSRANNSÓKN Í FIMM LÖNDUM Sænska efnahagsbrotadeildinframkvæmdi húsrannsókn ífimm löndum í gærmorgun, m.a. í skrifstofum Kaupþings og fleiri fyrirtækja, vegna rannsóknar á meintum innherjabrotum í tengslum við yfirtöku Kaupþings á sænsku fjármálafyrirtæki á síðasta ári. Miðað við þær upplýsingar, sem fyrir liggja, beinist rannsóknin ekki að hinum sameinaða Búnaðar- banka – Kaupþingi banka heldur að viðskiptum einstakra viðskiptavina. Bræðurnir Ágúst Guðmundsson og Lýður Guðmundsson hafa skýrt frá því, að rannsóknin beinist m.a. að hlutabréfakaupum persónulegs eignarhaldsfélags þeirra tveggja. Í Morgunblaðinu í dag birtist grein- argerð þeirra um þessi viðskipti. Það er virðingarverð ákvörðun af þeirra hálfu að leggja spilin á borð- ið með þessum hætti. Ástæða er til að undirstrika að lögreglurannsókn þýðir ekki að þeir sem fyrir henni verða séu sekir. Þvert á móti ber að leggja áherzlu á, að hver og einn er saklaus þang- að til hann er fundinn sekur. Þess vegna skyldu menn ekki vera of fljótir að draga ályktanir af því, að húsrannsókn fari fram. Raunar er margt sem bendir til þess, að húsrannsóknir verði tíðari hér eftir en hingað til í viðskiptalíf- inu á Vesturlöndum. Húsrannsókn sænsku efnahags- brotadeildarinnar í fimm löndum vegna meintra brota, sem talin eru geta numið um 45 milljónum króna, sýna, að þær húsrannsóknir, sem hér hafa farið fram og hafa verið gagnrýndar m.a. á þeirri forsendu, að um pólitískar ofsóknir væri að ræða, eru í samræmi við þau vinnu- brögð, sem tekin hafa verið upp í öðrum löndum. Húsrannsóknirnar sýna, að við- skiptalífinu er veitt virkt aðhald. Þær eru óþægilegar fyrir þá, sem fyrir þeim verða, og geta valdið þeim margvíslegu viðskiptalegu tjóni. Þegar til lengri tíma er litið er þetta sterka eftirlit líklegt til að stuðla að heilbrigðu viðskiptalífi, sem er öllum til hagsbóta. STARFSMENN efnahagsbrotadeildar sænsku ríkislögregl- unnar gerðu í gærmorgun húsleit í íbúðum og skrifstofum í fimm löndum, á Íslandi, Svíþjóð, Englandi, Lúxemborg og Þýskalandi, vegna rannsóknar á meintum innherjasvikum í tengslum við yfirtöku Kaupþings banka á sænska bankanum JP Nordiska. Samkvæmt upplýsingum úr sænskum fjölmiðlum tóku um fjörutíu lögreglumenn þátt í húsleitinni. Aðgerðirnar eru í samvinnu við Eurojust í Haag og lögreglu á viðkomandi stöðum. Lögreglan kom bæði á skrifstofur Kaupþings á Íslandi og í Stokkhólmi og eins var gerð húsleit á heimili Lýðs Guðmunds- sonar, forstjóra Bakkavarar Group, í London í gær. Jafnframt var gerð húsleit í höfuðstöðvum Bakkavarar Group í London. Alf L. Johansson, aðalsaksóknari Ekobrottsmyndigheten, efnahagsbrotadeildar sænsku lögreglunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að JP Nordiska-málinu hafi verið vísað til lög- reglunnar af sænska fjármálaeftirlitinu (Finansinspektionen) í október á síðasta ári. Bent hafi verið á að nokkrir einstaklingar hafi síðastliðið sumar keypt mikið af hlutabréfum í JP Nord- iska skömmu áður en Kaupþing gerði yfirtökutilboð í bankann. Tengsl einstaklinganna við þau viðskipti séu nægilega sterk til að grunur leiki á um að um mjög alvarleg innherjaviðskipti hafi verið að ræða. Frá því í október hafi verið unnið að rannsókn málsins og samhæfingu aðgerða lögregluyfirvalda í fimm ríkj- um. Refsiramminn frá 6 mánuðum upp í fjögurra ára fangelsi Johansson segir að um sex einstaklinga sé að ræða, jafnt Svía sem erlenda ríkisborgara. Hagnað þeirra sex af viðskiptum þessum segir hann hafa numið um fimm milljónum sænskra króna en það jafngildir rúmlega 45 milljónum íslenskra króna. „Ef við lítum eingöngu á hagnað gæti þetta orðið umfangsmesta br séð í Svíþjóð,“ segir Johansson. Hann segir ekki hægt að útiloka staklingar tengist málinu. „Það se þau gögn er við höfum lagt hald á aðir til yfirheyrslu.“ Johansson segir að enn hafi ekk hvaða ákærur verða gefnar út í m eru brot sem þessi refsiverð óháð Sænska refsirammann í alvarle ir hann vera fangelsisdóma frá sex Fyrirætlanir Kaupþi JP Nordiska Sigurður Einarsson, stjórnarfor aðarbanka og fyrrverandi forstjór Kaupþing keypti 28% hlut í JP No öllum hlutum sínum í verðbréfafyr asta ári hafi jafnframt verið tilkyn rétt á um 13% hlutabréfa í JP Nor gert það að verkum að eignarhlutu irtökuskylda skapaðist samkvæmt tíma tilkynnti ég að þetta væri ein áætlun okkar að yfirtaka JP Nord ist því ekki skilja hvaða upplýsing sem fyrirætlanir Kaupþings lágu Óinnleystur hagnaður um 10 Að sögn Ágústs Guðmundssona varar Group, var tilgangurinn me Guðmundssonar, forstjóra Bakkav Bakkavarar Group í London gagn herjasvika. „Þessi meintu innherj Meint innher JP Nordiska Efnahagsbrotadeild sænsku ríkislögreglunnar gerði húsl meintra innherjasvika vegna yfirtöku Kaupþings á sænska að Kaupþingi heldur einstaklingum sem keyptu bréf í JP No leit hjá voru stofnendur Bakkavarar Group en leitað var á SÆNSKA fjármálaeftirlitið veitti samþykki sitt fyrir yfirtöku Kaupþings banka á JP-Nordiska bankanum skömmu fyrir síðustu áramót. Þar með var löngu ferli lokið, ferli sem hófst vorið 2002 þeg- ar greint frá því að verðbréfafyrirtækið Aragon, dótturfélag Kaupþings í Svíþjóð, hefði áhuga á taka þátt í samruna á sænskum verðbréfamark- aði; voru raunar þá þegar hafnar viðræður á milli Aragon og JP Nordiska um samruna félaganna. Í byrjun júní var síðan undirritaður samningur um samruna félaganna og eignaðist Kaupþing banki þar með um 28% hlutafjár í eignarhalds- félagi JP Nordiska og var orðinn stærsti einstaki hluthafinn í hinu sameinaða félagi. Samkvæmt sænskum lögum skapaðist yfirtökuskylda Kaup- þings á JP. Yfirtökutilboðið var síðan gert í lok ágúst og bauðst Kaupþing til þess að greiða 9,55 hluti í Kaupþingi fyrir hvern hlut í JP Nordiska eða jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna á þeim tíma. Ekki reyndist vera einhugur meðal stjórnenda JP um áherslur vegna samrunans og fór þá Kaup- þing fram á hluthafafund og jafnframt að kosin yrði ný stjórn. Um tíma var óljóst hvort af yfirtöku Kaupþings myndi verða enda gætti nokkurrar tortryggni í garð Kaupþings á sænska markaðin- um en þegar sænska tryggingafélagið Länsför- säkringar keypti 11,5% hlut Ikea í JP Nordiska lá þó fyrir að Kaupþing hefði stuðning yfir 50% hlut- hafa. Samtök hlutabréfaeigenda í Svíþjóð óskuðu eft- ir því við sænska Verðbréfaráðið að það kannaði hvort Kaupþing hefði með þessu brotið siðareglur sænska verðbréfamarkaðarins en ráðið komst að þeirri niðurstöðu að svo hefði ekki verið. Á stjórnarfundi í október var tillaga Kaupþings um nýja stjórn svo samþykkt með miklum meiri- hluta atkvæða og í byrjun desember þegar frest- ur, sem hluthafar höfðu til að svara yfirtökutilboð- inu, rann út var ljóst að 86% höfðu samþykkt það. Síðasta ljóninu var svo rutt úr vegi þegar sænska fjármálaeftirlitið samþykkti yfirtökuna og í kjöl- farið var Kaupþing banki skráður í kauphöllinni í Stokkhólmi. Leið Kaupþings inn á sænska markaðinn SÆNSKIR fjölmiðlar hafa í gær eftir yfirvöld- um þar í landi að hinir grunuðu í málinu séu ekki starfsmenn Kaupþings á Íslandi í Svíþjóð, JP Nordiska eða verðbréfafyrirtækisins Aragon, sem nú er hluti af Kaupþingi banka í Svíþjóð. Sænskur saksóknari er fréttastofan Direkt ræddi við vildi hins vegar ekki tjá sig um hvort einhver þessara sex hefði starfað fyrir Kaup- þingssamsteypuna. Þeir sem nú liggja undir grun eru sagðir hafa keypt mikið af hlutabréfum í JP Nordiska síðastliðið sumar. Sænskir fjölmiðlar hafa eftir efnahagsbrota- deild sænsku lögreglunnar að þessir einstakling- ar hafi keypt um 900 þúsund hluti í JP Nordiska á tímabilinu 10. júní til 29. ágúst á síðasta ári. Þá hafi gengi bréfa í JP Nordiska verið á bilinu 8-8,5 sænskar krónur á hlut. Ekki voru mikil viðskipti með þessi bréf og samsvara viðskipti hinna grunuðu innherja 92,7% heildarviðskipta með bréf í JP Nordiska á þessu tímabili. Segja sænsk- ir fjölmiðlar að einstaklingarnir hafi í raun „ryk- sugað“ markaðinn með bréf í sænska bankanum síðastliðið sumar. Þann 29. ágúst í fyrra gerði Kaupþing yfir- tökutilboð í hlutabréf í JP Nordiska og hækkaði gengi þeirra í allt að 10,5 sænskar krónur á hlut í kjölfarið. Haft er eftir Christer Villard, framkvæmda- stjóra Kaupþings banka í Svíþjóð, að hann geti ekki séð hvaða tengingu hinir grunuðu hafi við Kaupþing í Svíþjóð eða JP Nordiska. Að sögn sænskra fjölmiðla var það verðbréfa- fyrirtækið Aragon er benti Fjármálaeftirlitinu á að eitthvað kynni að vera athugavert við viðskipti með bréf í JP Nordiska. Í fréttum sænsku sjón- varpsstöðvanna í gærkvöldi kom m.a. fram að at- vik af þessu tagi gæti haft áhrif á trúverðugleika hlutabréfamarkaðarins og það væri það alvar- lega, en ekki endilega upphæðirnar að mati tals- manns efnahagsbrotadeildarinnar. „Ryksuguðu“ markaðinn með bréf í JP Nordiska UPPLÝST VAL NEYTENDA Það eru auðvitað ekki ný sannindiað upplýsing eflir neytendavit- und. Allt frá því vöruskipti og verslun hófust meðal manna hafa neytendur skipst á upplýsingum, gert kröfur um gæði miðað við verð og þannig reynt að stýra markaðsumhverfi sínu. Víst er að öflug neytendavitund veitir framleiðendum og seljendum nauð- synlegt aðhald og stuðlar að heil- brigðari markaði. Frægt dæmi um áhrif neytanda í þá átt að breyta framleiðsluferli vöru má rekja til þess er skáldsagan „Frumskógurinn“, eftir bandaríska rithöfundinn Upton Sinclair, kom fyrir almenningssjónir í Bandaríkj- unum árið 1906. Markmið Sinclairs var reyndar að vekja athygli á ömur- legum aðbúnaði innflytjenda er störf- uðu í sláturhúsum og við kjötverkun, en lýsingar hans á sóðalegu vinnslu- ferlinu vöktu svo mikla hneykslan meðal almennings að sett voru lög um hreinlæti í matvælaframleiðslu er leiddu til mikilla framfara. Engin bók önnur en „Kofi Tómasar frænda“ eft- ir Harriet Beecher Stowe hafði á þessum tíma haft jafn víðtæk áhrif í bandarísku samfélagi. Þótt haft væri eftir Sinclair að hann „hafi miðað á hjarta fólks, en hitt það í magann“ var augljóslega mjög erfitt að greina á milli siðferðislegra sjónarmiða og þeirra er lutu að almennri hollustu- vernd í því framleiðsluferli er „Frum- skógurinn“ lýsti, svo í kjölfar fjaðra- foksins var aðbúnaður verkafólksins einnig bættur til muna. Á síðustu árum hefur neytendavit- und eflst mjög hér á landi. Það er óneitanlega jákvæð þróun og mikil- væg í ljósi þess hversu vöruúrval hef- ur aukist. Í síðustu viku héldu Al- þjóðasamtök um neytendarann- sóknir, ICRT, ársfund sinn í Reykjavík, en að þeim standa 25 sam- tök neytenda, þeirra á meðal Neyt- endasamtökin á Íslandi. Á þessum fundi kom fram að gæði, öryggi og umhverfissjónarmið hafa legið til grundvallar þeim rannsóknum sem samtökin hafa framkvæmt til þessa. Ávinningur af slíku starfi um heim allan hefur meðal annars leitt til þess að settir hafa verið öryggis- og gæða- staðlar, auk þess sem athygli neyt- enda hefur í auknum mæli beinst að umhverfissjónarmiðum er lúta að innihaldi vörutegunda og því hvort vöruþróun byggist t.d. á tilraunum á dýrum. Að sögn Guidos Adriaenssens, framkvæmdastjóra ICRT, sem rætt var við hér í blaðinu, stendur nú til að beina neytendarannsóknum að fleiri þáttum með tilliti til samfélagslegrar og siðferðislegrar ábyrgðar framleið- enda og dreifingaraðila. Hann nefnir sem dæmi að fyrirtæki geti firrt sig slíkri ábyrgð „með því að vísa í samn- ing við annan aðila sem kemur að framleiðslunni, til dæmis á Sri Lanka, um bann við barnaþrælkun, án þess að ætla sér að ganga eftir því að ákvæðinu sé fullnægt“. Rannsókn- ir af þessu tagi eru því mjög mikil- vægar og geta til að mynda komið í veg fyrir að fyrirtæki á Vesturlönd- um, þar sem neytendavitund er sterk, auki hagnað sinn með því að láta vinna framleiðsluvöru við aðstæður sem löngu er búið að útrýma í ríkari heimshlutum; á stöðum þar sem barnaþrælkun, brot á vinnulöggjöf, óviðunandi aðbúnaður verkafólks, óheyrilega löng vinnuvika og smán- arlaun minna helst á ástandið við upphaf iðnbyltingar í Evrópu. Niður- stöður rannsókna á þessum nýju þáttum geta því gefið neytendum mikilvægt tækifæri til að axla ábyrgð með upplýstu vali á vörum og hafa um leið jákvæð áhrif á framleiðsluferli og viðskiptasiðferði langt út fyrir sitt nánasta umhverfi. E u r s N s 2 g s b v v k h h A N K i s h s s m a v h t Í h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.