Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Helga-dóttir fæddist á Forsæti í Vestur- Landeyjum 26. maí 1920. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 21. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Helgi Bjarnason, f. 12. júlí 1888, d. 30. apríl 1959, og María Jónsdóttir, f. 21. október 1895, d. 18. júní 1972. Þau hjón voru bæði Rang- æingar. Helgi var sonur hjónanna Gróu Bjarna- dóttur og Bjarna Magnússonar á Kálfsstöðum en María dóttir hjónanna Guðfinnu Daníelsdótt- ur og Jóns Jónssonar á Forsæti. Guðrún giftist Alexander Sig- ursteinssyni 24. september 1942, f. 22. maí 1917, d. 15.apríl 1996. Foreldrar hans voru Sigursteinn Þorsteinsson, f. 2. júní 1893, d. 26. júní 1966, og Ingibjörg Guð- rún Vigfúsdóttir, f. 7. júlí 1879, d. 14. september 1942. Börn Guð- rúnar og Alexanders eru: 1) Gunnar, f. 17. desember 1941, kvæntur Katrínu Óskarsdóttur, f. 1. september 1944. Börn þeirra eru: a) Guðrún Sandra, f. 26. maí 1965, maki Kristinn Albertsson, f. 6. júlí 1965. Börn þeirra eru: Andri Már, f. 4. október 1991, Fanndís, f. 7. októ- ber 1993, Katrín Ása, f. 22. apríl 2000, og Jóhanna Lind, f. 22. apríl 2000. b) Sigur- steinn, f. 18. janúar 1968, maki Ellen Ásdís Erlingsdóttir, f. 4. ágúst 1970. Börn þeirra eru: Hafdís Helga Sigurpálsdóttir, f. 29. janúar 1993, Tara Katrín, f. 26. mars 1999, og Lea Rut, f. 8. maí 2001. c) Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, f. 30. nóvember 1978. 2) Hafdís, f. 15. mars 1949, gift Gísla J. Frið- jónssyni, f. 26. apríl 1947. Dætur þeirra eru: a) Guðrún, f. 9. nóv- ember 1973, maki Þórður Ágústsson, f. 7. september 1975. Barn þeirra er Ragnhildur Edda, f. 19. júní 1998. b) Kolbrún Edda, f. 17. desember 1978. Útför Guðrúnar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Þessar ljóðlínur úr sálmi eftir Valdimar Briem rifjuðust upp fyrir mér þegar tengdamóðir mín Guðrún Helgadóttir andaðist að kvöldi 21. maí sl. á hjúkrunarheimilinu Skóg- arbæ. Hún fékk hægt andlát, líf hennar smám saman fjaraði út, lífs- neistinn var slokknaður. Við fjölskyldan hennar vissum að hverju stefndi og fyrir hana var hvíldin kærkomin. Þrátt fyrir það kom sorgin og treginn yfir okkur þar sem við stóðum við dánarbeð hennar en þetta er lífsins lögmál sem enginn fær breytt. Minningarn- ar streyma fram. Fyrstu kynni mín af henni Gunnu voru er ég kom að Djúpadal, tveimur dögum fyrir jól, með Gunnari manninum mínum og Alexander tengdaföður (en þeir unnu báðir hjá Kaupfélagi Rang- æinga). Húsið glansaði allt af hrein- læti, búið var að skreyta jólatréð og loftin voru prýdd pappírslengjum eins og tíðkaðist í þá daga. Allt var tilbúið fyrir jólin og Gunna tók á móti okkur vel snyrt og geislandi fögur. Þetta fannst mér alveg sér- stakt að sjá enda sjálf vön því að þessi verk væru ekki unnin fyrr en á Þorláksmessu og aðfangadag. En svona var hún Gunna í Djúpadal, dreif öll verk áfram með einstökum krafti og hreif alla með sér. Hún hafði létta lund, góða söngrödd og söng gjarnan við vinnu sína. Allt þetta fékk hún í vöggugjöf en þurfti svo sannarlega á öllu þessu að halda því sem ungt barn greindist hún með liðagigt og fylgdi þessi erfiði sjúkdómur henni mestallt lífið. Aldr- ei kom samt í huga hennar að gefast upp þó verkir væru oft á tíðum óbærilegir, því hún einfaldlega elsk- aði að lifa lífinu. Gestrisin var hún og vildi alltaf hafa fullt af fólki í kringum sig, veitti vel í mat og drykk og var hrókur alls fagnaðar. Ekki er hægt að halda lengra án þess að minnast eiginmanns hennar, hans Alexanders Sigursteinssonar frá Djúpadal. Ég er fullviss um að Guð hafi skapað þau hvort fyrir ann- að, svo samrýnd voru þau. Gunna hreif hann með sér á sinn geislandi hátt og hann naut þess að gera allt fyrir hana. Gunna átti sinn uppá- haldsstað á landinu, það voru Þing- vellir. Hún fékk aldrei leiða á því að fara þangað í sunnudagsbílúr. Eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur eignuðust þau sumarbústað við Þingvallavatn og var það þeirra sælureitur. Oft var margt í litla sumarhúsinu en aldrei svo margt að ekki kæmust allir fyrir. Þá var oft glaðst á góðri stund. Eitt af því skemmtilegasta sem Gunna gerði var að veiða fisk, bæði í Þingvallavatni og Eystri-Rangá. Áhuginn var slíkur að hún tók ekki eftir því þó hún stæði stígvélafull úti í miðri á. Á tanganum við Þingvalla- vatn sat hún tímunum saman og veiddi bæði murtu og bleikju. Ég furðaði mig oft á því hvernig hún komst um í grjótinu á sínum bækl- uðu fótum en krafturinn dreif hana áfram og fiskurinn sveif með til- heyrandi „svingi“ á land. Eftir að Gunna flutti til Reykja- víkur vann hún við saumaskap. Enn og aftur undraðist ég hvernig hún fór að því með sínar krepptu hend- ur. Fyrir henni var þetta ekkert mál, hún var mjög góð saumakona og saumaði allt á sig og sína. Það er mér mikill auður að hafa fengið að fylgja þessum mætu hjón- um gegnum lífið. Þess vegna varð það mér mikil gleði er ég færði tengdamóður minni sitt fyrsta barnabarn á 45 ára afmælisdegi hennar, hana Guðrúnu Söndru. Síð- an komu barnabörnin hvert af öðru og urðu þeim Gunnu og Alex miklir gleðigjafar. Þau sögðu alltaf: „Auð- urinn, það eru börnin okkar.“ Allir dagar enda að kveldi, einnig ævidagar tengdaforeldra minna. Alex lést fyrir um sjö árum. Miss- irinn var mikill og má segja að hluti af Gunnu hafi farið með honum. En söngnum hélt Gunna fram í andlátið, röddinni, lögunum og textunum og ef textarnir komu ekki skáldaði hún þá bara jafnóðum. Síðustu þrjú ævi- árin dvaldi hún á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ og naut þar mikillar umhyggju og ástúðar starfsfólksins sem við fjölskyldan færum bestu þakkir fyrir. Elsku Gunna mín, nú eruð þið Alex saman á ný. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín tengdadóttir Katrín Óskarsdóttir. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, er gleðin skín á vonarhýrri brá? Eins og á vori laufi skrýðist lundur, lifnar og glæðist hugarkætin þá, og meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl. Þá er það víst að bestu blómin gróa í brjóstum sem að geta fundið til. (Jónas Hallgr.) Þetta var eitt af uppáhaldslögum hennar ömmu minnar og átti afar vel við hana. Hún var mikil fé- lagsvera, naut sín best umvafin vin- um og vandamönnum og var þá gjarnan hrókur alls fagnaðar. Það hlýjaði mér því að við skyldum öll, börnin hennar og barnabörn, geta verið hjá henni þegar hún kvaddi. Við umvöfðum hana og sú hugsun að hinum megin biði hennar góðra vina fundur var mér huggun. Hún amma var einstök kona. Þrátt fyrir að vera þjökuð af liðagigt stærsta hluta ævi sinnar var hún ávallt brosmild og létt í lund. Hún dreif hlutina áfram og gafst ekki upp. Henni þótti gaman að vera fín og vel tilhöfð og naut þess að klæð- ast fallegum fötum. Söngurinn veitti henni mikla ánægju. Hún var mikill söngfugl og kunni alla texta utan- bókar. Þetta kom svo skýrt í ljós síð- ustu daga hennar þegar við raul- uðum saman Kötukvæði einn daginn. Hún var í hálfgerðu móki en um leið og hún heyrði sönginn tók hún undir og kunni textann miklu betur en barnabarnið. Ég minnist bíltúranna „austur“ með ömmu og afa. Oft var áfanga- staðurinn appelsínuguli sumarbú- staðurinn þeirra við Þingvallavatn þar sem ég dvaldi margar helgar ásamt foreldrum mínum. Amma í framsætinu, nýkomin úr lagningu með fallega slæðu um hálsinn, að sjálfsögðu í stíl við ferðagallann. Með bros á vör syngur hún lög sem ég hef aldrei heyrt áður enda skáld- ar hún þau öll jafnóðum. Ég og afi getum ekki annað en flissað og amma laumar til mín brjóstsykri úr hanskahólfinu. Það sem eftir lifir ferðar tölum við amma saman á „bull-enskunni“ okkar, skemmtum okkur konunglega og allt er „so very good“ eins og hún sagði svo oft. Elsku amma, það er svo sárt að kveðja en það hjálpar mér að hugsa til þess að nú séu þið afi saman á ný. Guð geymi þig alltaf. Takk fyrir allt. Þín Lovísa Ósk. Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund og það er á slíkum stundum sem maður sest niður og ferðast aftur í tímann og rifjar upp allar góðu minningarnar úr æsk- unni. Það yljar manni um hjartaræt- ur og ætti maður að gefa sér oftar tíma til að setjast niður og rifja upp góðar minningar um þá sem manni þykir svo vænt um. Ég er svo lán- söm að eiga fjölskyldu sem er mjög samheldin þótt hún sé lítil og mikið er lagt upp úr að hittast og eiga skemmtilegar stundir saman og má þar nefna að ef einhver innan fjöl- skyldunnar á afmæli þótt það sé ekki merkisafmæli þá er það tilefni til að baka köku og hittast. Ég sé það alltaf betur og betur eftir því sem ég eldist hvað það er dýrmætt. Hún elsku amma mín á stóran þátt í þessari góðu hefð innan fjölskyld- unnar því hún ásamt afa fann alltaf tilefni til að hittast og gera sér glað- an dag. Það ríkti alltaf gleði þar sem amma var og þar sem fólk kom sam- an var tilvalið að taka lagið. Söng- urinn var hennar líf og yndi og hefur hann oft hjálpað henni í gegnum þjáningar hennar af völdum liða- gigtarinnar sem hún fékk á ung- lingsárum. Minningarnar eru margar og koma þá upp í hugann þær fjöl- mörgu ferðir sem ég ásamt Steina bróður og Guðrúnu frænku fór með ykkur afa í litla fallega sumarbú- staðinn ykkar við Þingvallavatn. Þetta voru alltaf miklar gleðiferðir frá upphafi til enda því þar sem þú varst þar var líf og fjör og þögnin fannst þér ekki skemmtileg. Ef skortur var á umræðuefni þá bara söngst þú og trallaðir og skáldaðir ef þú varst þannig stemmd. Í sum- arbústaðnum var alltaf eins og ein- hver ætti stórafmæli, slíkar voru kræsingarnar hjá þér enda var alltaf mjög gestkvæmt hjá ykkur afa og þú varst ekki lengi að slá upp veislu þegar einhvern bar að garði. Þannig naust þú þín best með fullt hús af gestum við gleði og söng. Þótt þú værir oft sárþjáð af liðagigtinni með ullarstykki og hitapoka þá varst þú alltaf jafn glæsileg, hárið alltaf vel lagt og andlitið málað. Þú varst mik- il kjarnakona. Ég kveð þig elsku amma mín með söknuði en samt er gott að vita að nú ert þú komin til afa og það hafa ver- ið fagnaðarfundir þegar þið hittust. Tímasetningin var heldur ekki slæm því þú hefur mætt beint í afmælið hans glæsileg sem alltaf. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig, amma mín, og varðveiti alla tíð. Þín Guðrún Sandra. Kallið er komið, amma okkar hef- ur kvatt þennan heim. Amma hefur glímt við ýmis veikindi í gegnum ár- in, en aldrei kvartaði hún. Hún pass- aði ávallt upp á að vera vel til höfð, með hárið í lagi. Stór hluti af ömmu dó með afa fyrir sjö árum síðan, en hún stóð sig samt vel í sorginni. Hún bjó ein þangað til fyrir tæpum þremur árum er hún flutti á hjúkr- unarheimilið Skógarbæ. Þau voru ófá skiptin sem við komum við hjá henni í Goðheimum og seinna á Skógarbæ eftir vinnu eða skóla. Þá var talað um daginn og veginn eða sungið. Í huga okkar koma upp margar minningar sem eru svo dýrmætar núna, eins og allar sumarbústaða- ferðirnar með ömmu og afa, þar var mikið brallað. Við veiddum murtur í vatninu sem oftar en ekki enduðu á grillinu um kvöldið. Amma hafði mikinn áhuga á að fylgjast með skólagöngu okkar barnabarnanna. Hún vildi aðstoða okkur eins og hún gat í náminu og þegar þurfti að læra nýtt skólaljóð var enginn betri en hún í að aðstoða. Hún lét okkur þylja ljóðið upp og hætti ekki fyrr en við kunnum það utanbókar. Og alltaf var hún jafn stolt af afrekum okkar. Amma var með eindæmum söng- elsk enda var hún í kirkjukórnum til margra ára. Hún naut þess alltaf að syngja með hverjum sem var. Alltaf þegar keyrt var í bústaðinn söng amma með okkur hástöfum hin ýmsu ættjarðarljóð. Hún þreyttist aldrei á að hlusta á okkur. Þegar við vorum hjá ömmu pass- aði hún alltaf upp á að við færum með bænirnar fyrir svefninn. Því viljum við enda á bæninni sem er í mestu uppáhaldi hjá okkur og þakka fyrir þann yndislega tíma sem við áttum með ömmu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Við biðjum Guð að styrkja mömmu, Gunnar og okkur öll í sorg- inni. Guð geymi elsku ömmu okkar. Guðrún og Kolbrún Edda. Elsku amma í Goð, nú hefur þú fengið hvíldina og eflaust komin í góðar hendur með afa þér við hlið. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að vera hjá þér og halda í höndina þína þegar þú kvaddir okkur. Við- skilnaðurinn var eins góður og á verður kosið við þessar aðstæður, þú varst umvafin fjölskyldu þinni. Minningarnar streyma fram í huga mínum þegar ég sest niður og skrifa mína hinstu kveðju til þín. Minningarnar úr Goðheimum, af Rangárbökkum, úr appelsínugula sumarbústaðnum við Þingvallavatn og tjaldútilegurnar um landið með þér og afa. Veiðiferðirnar voru margar ógleymanlegar og natni þín við veiðarnar var einstök þrátt fyrir erfiða liðagigt. Æskuminning mín er einna sterk- ust úr Goðheimunum þar sem ég og systir mín, Guðrún Sandra, fengum oft að gista og jafnvel dvelja í nokkra daga í senn. Þar var oft glatt á hjalla og þar kynntist ég spilahæfi- leikum þínum sem fylgdu þér á með- an þú hafðir heilsu til. Ég spilaði vist með afa á á móti þér og Guðrúnu Söndru. Það var oftar en ekki mikið fjör og kappið einstakt. Þú jafnvel bentir fólki á hvað það ætti að setja út ef það hentaði á hverjum tíma! Minningin um að dvelja í Goðheim- unum með ykkur, amma, kakómaltið á kvöldin, kleinurnar, spilamennsk- an, sögurnar og sprellið er æsku- minning sem ég vildi að allir hefðu í minningabrunni sínum. Sumarbústaðaferðirnar voru einnig yndislegar og margar hverjar ógleymanlegar hvort sem ég fór með ykkur og Guðrúnu frænku eða foreldrum mínum. Hann var ekki sá stærsti sumarbústaðurinn ykkar en hlýjan þar inni, hvort sem hún kom frá þér og afa eða úr olíuofninum, var einstök. Þetta var fallegur stað- ur, laus við ys og þys nútímanns, garðurinn í einstakri rækt og flötin rennislétt fyrir boltaleiki. Elsku amma, Guð blessi þig alla tíð. Ég vona að þú hafir hitt þann sem þú saknaðir mest síðastliðin ár og njótir nú samvista við hann afa eins og þú gerðir þegar þið voruð saman með okkur. Minningin um ykkur mun alltaf lifa í hjarta mínu og sögurnar sem ég segi dætrum mínum tengjast oftar en ekki sprell- inu og góðu stundunum sem við átt- um saman. Hvíl þú í friði. Sigursteinn Gunnarsson. Gunna og Alex eru tengd mínum ljúfustu minningum úr æsku. Í tvö sumur var ég í sveit hjá þeim í Djúpadal og þar kynntist ég þessari föðursystur minni á þann hátt að vináttan hélst alla tíð síðan. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur heimsótti ég þau reglulega og það var engin Þorláksmessa nema kom- ið væri við í Goðheimunum. Gunna og Alex sýndu fjölskyldu minni mik- inn áhuga og fylgdust með strákun- um mínum vaxa úr grasi. Þegar Alex lést samdi eldri sonur minn lít- ið ljóð sem Gunna hélt mikið upp á. Síðustu árin heimsótti ég Gunnu oft í Skógarbæ og dáðist að því hve hún hélt mikilli reisn til hins síðasta. En hún hefur verið hvíldinni fegin og ég veit að Alex hefur tekið henni fagnandi. Katrín Guðjónsdóttir. GUÐRÚN HELGADÓTTIR Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, bróður og mágs, GUNNARS KRISTINS ALFREÐSSONAR, Eyrarholti 4, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 11E Landspítalanum fyrir góða umönnun. Starfsfólki og eigendum Hagvagna, Hópbíla og Hagtaks eru færðar hjartans þakkir fyrir þá vináttu og virðingu, sem þeir sýndu við andlát og útför hins látna. Sigrún Sigurðardóttir, Guðrún Magnea Gunnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Bára Dís Guðjónsdóttir, Bjarki Dagur Guðjónsson, Friðgeir Már Alfreðsson, Friðjón Alfreðsson, Margrét Jónsdóttir og frændfólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.