Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 44
MESSUR Á UPPSTIGNINGARDAG 44 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Samvera í safnaðarheimili Ás- kirkju að guðsþjónustu lokinni. Kirkjubíll- inn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 á degi aldraðra, uppstigningardegi. Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavík- urborgar, prédikar. Glæðurnar, kór Kven- félags Bústaðakirkju syngur. Stjórnandi Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Messukaffi og sýning á munum úr starfi vetrarins. Aldr- aðir eru sérstaklega boðnir velkomnir til messunnar. Yngra fólk er hvatt til þess að fylgja þeim eldri til kirkjunnar. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Dagur aldraðra. Guðsþjón- usta kl. 14. Jóhannes Bergsveinsson, fv. yfirlæknir, prédikar. Sesselja Kristjáns- dóttir syngur einsöng. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar org- anista og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Eftir guðsþjónustu verð- ur kaffiboð fyrir eldri borgara Dómkirkj- unnar í Iðnó. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Málsverður á 20 kr. að lokinni guðsþjónustu. Ólafur Jóhanns- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Setningarathöfn Kirkjulistahátíðar. Hátíðarmessa kl. 11 með listflutningi á uppstigningardag. Schola cantorum frumflytur guðspjalls- mótettu fyrir uppstigningardag eftir Elínu Gunnlaugsdóttur undir stjórn Harðar Ás- kelssonar. Ólöf Ingólfsdóttir frumsýnir frumsamið dansverk. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni, sr. Kristjáni Val Ingólfssyni og sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Myndlistarsýning Guðjóns Ketilssonar opnuð. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Í mess- unni verður tekinn í notkun kertastjaki fyrir bænaljós og það tendrað í fyrsta sinn. Eft- ir messu verður borin fram súpa og með- læti í safnaðarheimilinu. Undir borðum mun Barnakór Háteigskirkju syngja undir stjórn Julians Isaacs, barnakórstjóra. Hrefna Guðmundsdóttir syngur gaman- vísur við undirleik Sigríðar Norðkvist. Upp- lestur. Nokkrir félagar úr Félagi harmon- ikuleikara leika nokkur lög. Samsætinu lýkur um kl. 13.30. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI háskólasjúkrahús: Grens- ás: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Sigfinnur Þor- leifsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 14 – athugið tímann. Eldri borgurum sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar. Lena Rós Matthías- dóttir guðfræðingur flytur hugvekju. Eiríkur Hreinn Helgason syngur einsöng. Organ- isti Helgi Bragason. Kvenfélagið býður til kaffidrykkju á eftir. Boðið verður upp á að þeir sem ekki komast annars til guðsþjón- ustunnar verði sóttir í leigubíl og eru við- komandi beðnir um að láta vita daginn áð- ur kl. 10–12 í síma 520 1300. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 á degi aldraðra. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnars- sonar. Fulltrúar þjónustuhóps kirkjunnar flytja texta, Sigurbjörn Þorkelsson er með- hjálpari og sr. Bjarni Karlsson þjónar fyrir altari. Að messu lokinni er boðið til kaffi- samsætis í safnaðarheimilinu. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór eldri borgara syngur undir stjórn Ingu J. Backman. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar fyrir altari og organisti er Viera Manasek. Arna Grétarsdóttir guðfræðingur prédikar. Eftir stundina er boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar mun Arna Grétarsdóttir stjórna almennum söng. Ver- ið öll hjartanlega velkomin. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Leikmanna- messa klukkan 14. Ása Björk Ólafsdóttir guðfræðinemi flytur hugleiðingu. Messu- kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Allir velkomnir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson fyrrverandi pró- fastur prédikar. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Sr. Óskar Ingi Ingason sem þjónað hefur í Árbæjarsöfnuði í afleys- ingum í vetur kveður. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Hjalti Eyþór söngnemi syngur einsöng. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár og hún stjórnar einnig kirkjukórnum sem leiðir sönginn. Kaffi- veitingar í boði Soroptimistakvenna að guðsþjónustu lokinni. Sýning á hannyrð- um sem unnar hafa verið í opna húsinu í vetur. Prestarnir. DIGRANESKIRKJA: Uppstigningadagur, Dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku aldraðra. Söngvinir syngja og leiða safnaðarsöng.Organisti Kjartan Sig- urjónsson. Prestar Digranes-, Hjalla- og Lindasókna þjóna. (Sjá nánar: www.digra- neskirkja.is.) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Fimmtudaginn 29. maí, uppstigningardag – kirkjudag aldraðra, er ekki messað í Fella- og Hóla- kirkju heldur verður farið í kirkjuferð til Keflavíkurkirkju. Kaffiveitingar í boði sókn- arnefndar Keflavíkurkirkju eftir guðsþjón- ustu. Skoðunarferð um Keflavík og Njarð- víkur eftir kaffið. Lagt af stað kl. 12.45 og komið til baka um kl. 18. GRAFARVOGSKIRKJA: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Séra Bragi Friðriksson fyrrver- andi prófastur prédikar. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Lögreglukórinn syngur ásamt Kór Grafarvogskirkju. Stjórnandi: Guðlaugur Viktorsson. Opnuð verður handavinnusýning eldri borgara. Umsjón: Unnur Malmquist og Edda Jóns- dóttir. Kaffi og veitingar á vegum Safn- aðarfélagsins og sóknarnefndarinnar. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 á uppstigningardag, kirkjudegi aldraðra. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Julians Hewlett org- anista. Kvennakór Kópavogs kemur í heimsókn og syngur nokkur lög að lokinni predikun en kórnum stjórnar Natalia Chow Hewlett. Að lokinni guðsþjónustu er boðið upp á kaffi og samveru í safnaðarheimil- inu Borgum. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Uppstigningardagur. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson þjónar fyrir altari. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Þorgeir Andrésson syngur einsöng. Eldri borgarar í Seljahverfi sérstaklega boðnir velkomnir. Kaffi í boði kvenfélags- ins. Samsöngur undir stjórn Þorvaldar Halldórssonar. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 10. Mömmumorgunn. Samverustund með foreldrum og börnum þeirra. Kaffisopi og létt spjall. Kl. 14. Guðsþjónusta á degi aldraðra. Fólk úr Félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum les ritningarlestra og lokabæn. Sunnudagskaffi á eftir í Safn- aðarheimilinu í boði Kvenfélags Landa- kirkju. Vígt verður nýtt klæði á prédikunar- stólinn í Landakirkju og sagt frá tákn- myndum þess. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Kristján Björnsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14, ath. breyttan messutíma. Eldri borgurum boðið sérstaklega til kirkju. Organisti: Antonía Hevesi. Félagar úr kór Hafnarfjarðarkirkju leiða söng. Prestur: sr. Þórhildur Ólafs. Eftir guðsþjónustu fer fram veisla í Hásölum. Alda Ingibergs- dóttir sópransöngkona syngur einsöng við undirleik Antoníu Hevesi. Hjónin Ásthildur Ólafsdóttir og Hörður Zóphaníasson lesa upp. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðs- þjónusta sérstaklega tileinkuð eldri borg- urum á uppstigningardag 29. maí, kl. 14. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Karla- kórinn Kátir karlar og Barna- og unglinga- kór Víðistaðakirkju syngja undir stjórn Úl- riks Ólasonar og Áslaugar Bergsteins- dóttur. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir messu. Rúta fer frá Hjallabraut 33 kl. 13.40 og frá Hrafnistu kl. 13.50. Allir vel- komnir. Sóknarprestur. STRANDARKIRKJA: Uppstigningardagur. Messa sérstaklega tileinkuð eldri borg- urum kl. 14. Ástríður Helga Sigurðardóttir guðfræðingur prédikar. Sóknarprestur, Baldur Kristjánsson, þjónar fyrir altari. Söngfélag Þorlákshafnar syngur, organisti Robert Darling. Sætaferðir frá Egilsbraut 9 Þorlákshöfn kl. 13. Staldrað við í T-bæ eftir messu. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta uppstigningardag, fimmtudaginn 29. apríl, kl. 11. Kórinn Eldey syngur undir stjórn Alexöndra Pítak. Organisti Natalía Chow Hewlett. Kaffi og kökur á eftir og eru aldraðir sérstaklega boðnir velkomir því dagurinn er sérstakur kirkjudagur þeirra. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Messuheimsókn eldri borgara í Fella- og Hólasókn í Reykjavík. Gerðubergskór- inn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar, ásamt Eldey, kór eldri borgara á Suður- nesjum. Sr. Svavar Stefánsson prédikar. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason þjónar fyrir alt- ari ásamt Lilju Hallgrímsdóttur djákna. Organisti: Hákon Leifsson. Meðhjálpari: Björgvin Skarphéðinsson. Sóknarnefnd býður til kaffidrykkju í Kirkjulundi eftir messu. AKRANESKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 14. Hljómur, kór eldri borgara, syngur. Kaffi- veitingar á eftir. Sóknarprestur. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Guðsþjón- usta verður fyrir allt prestakallið í Möðru- vallakirkju á uppstigningardag, 29. maí. Guðsþjónustan hefst kl. 14 og er fyrir alla aldurshópa, en aldraðir eru boðnir sér- staklega velkomnir. Sr. Ólafur Skúlason, fv. biskup Íslands, predikar og sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi með söng á prestssetrinu á eftir. Mætum öll og njótum samveru í húsi Guðs. Sóknar- prestur. AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Ræðumaður: Halldóra Ingimarsdóttir. Kór aldraðra syngur. Kaffi í Safnaðarheimili eftir messu. GLERÁRKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Sig- urður Guðmundsson vígslubiskup prédik- ar. Karlakór Akureyrar Geysir syngur og leiðir söng. Kaffiveitingar í safnaðarsal að messu lokinni. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenilundur: Guðs- þjónusta uppstigningardag, 29. maí, kl. 16. Grenivík: Guðsþjónusta við höfnina laugardaginn 31. maí kl. 11.30 og minn- ingarstund við minnisvarða látinna sjó- manna að messu lokinni. Sóknarprestur. TORFASTAÐAKIRKJA: Fermingarmessa uppstigningardag kl. 11. LAUGARDÆLAKIRKJA í Flóa: Ferming á uppstigningardag, 29. maí, kl. 14. Prest- ur: sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson. Organisti: Ingi Heiðmar Jónsson. Uppstigningardagur. Dagur aldraðra. Morgunblaðið/Sverrir Grundarfjarðarkirkja í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi. Ferming í Laugardælakirkju í Flóa á uppstigningardag kl. 14. Prestur sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson. Fermdur verð- ur: Hafsteinn B. Arason, Lækjargarði, Árborg. Ferming í Torfastaðakirkju á uppstigningardag kl. 14. Prestur sr. Egill Hallgríms- son. Fermdur verður: Sævar Örn Grímsson, Syðri-Reykjum, Biskupstungum. Fermingar DAGUR Arngrímsson sigraði á tólfta meistaramóti Skákskóla Ís- lands eftir að hafa verið í forystu frá fjórðu umferð, en tefldar voru sjö umferðir. Þetta er eitt skemmtilegasta mót ársins og þar mætast margir af okkar efnileg- ustu skákmönnum svo hart er bar- ist í hverri skák. Helsti keppinaut- ur Dags á mótinu var Guðmundur Kjartansson, sem missti af lestinni eftir tap í síðustu umferð gegn bróður sínum Ólafi Kjartanssyni. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Dagur Arngrímsson 6 v. 2.–5. Guðmundur Kjartansson, Guðni Stefán Pétursson, Ólafur Kjartansson og Hilmar Þorsteinsson 5 v. 6.–7. Sigurður Páll Steindórsson og Harpa Ingólfsdóttir 4½ vinning hvor. 8.–10. Birkir Örn Hreinsson, Sverrir Þorgeirsson og Atli Freyr Kristjánsson 4 v. Fjölmörg verðlaun voru veitt fyrir góðan árangur í hinum ýmsu aldursflokkum, auk sérstakra stúlkna- og kvennaverðlauna. Í flokki 10 ára og yngri stóðu eftirtalin sig best: 1. Hallgerður H. Þorsteinsdóttir, 2. Svanberg Páls- son, 3. Hjörvar Steinn Grétarsson Í flokki 12 ára og yngri náði Sverrir Þorgeirsson bestum ár- angri. Í flokki 14 ára og yngri: 1. Sverrir Þorgeirsson, 2. Atli Freyr Kistjánsson, 3. Arnar Sigurðsson. Stúlknaverðlaun fengu: 1. Hall- gerður H. Þorsteinsdóttir 2. Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir 3. Röskva Vigfúsdóttir og kvenna- verðlaunin komu í hlut Hörpu Ing- ólfsdóttur, sem auk þess að vera ein af okkar bestu skákkonum hef- ur lagt drjúgt af mörkum við skák- kennslu í skólum. Sokolov efstur í Sarajevo fyrir lokaumferðina Ivan Sokolov er með hálfs vinn- ings forystu á hinu gríðarlega sterka skákmóti í Sarajevo, sem nú er haldið í 33. sinn. Fyrir loka- umferðina er staðan þessi: 1. Ivan Sokolov 6 v. 2. Rustam Kasimdzhanov 5½ v. 3.–4. Alexei Shirov, Sergei Movsesian 5 v. 5.–6. Bojan Kurajica, Teimour Radjabov 4½ v. 7. Evgeny Bareev 4 v. 8. Zdenko Kozul 2½ v. 9. Branko Damljanovic 2 v. 10. Emir Dizdarevic 1 v. Svo skemmtilega vill til, að tveir efstu menn, Sokolov og Kas- imdzhanov, mætast í síðustu um- ferðinni. Shredder slær Fritz við Skákforritið Fritz hefur um langt skeið nánast einokað efsta sætið á stigalista skákforrita. Á síðustu tveimur stigalistum, en sá nýjasti kom út 26. maí, hefur Shredder 7 hins vegar náð foryst- unni af Fritz 8. Shredder er nú með 2.768 stig, en Fritz með 2.760, en yfirleitt munar örfáum stigum á sterkustu forritunum. Þessi stig eru hins vegar ekki sambærileg við FIDE-stig skák- manna. Stigamót Hellis – mótið fer fram Taflfélagið Hellir ákvað fyrir skömmu að halda svokallað stiga- mót félagsins í annað sinn dagana 29. maí–1. júní. Mótshaldið var þó háð því skilyrði að þátttaka yrði nægjanleg. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að mótið fari fram. Mótið er opið öllum skákmönnum með a.m.k. 1.800 alþjóðleg eða ís- lensk skákstig. Þátttökugjöld eru kr. 3.000 fyrir alla og renna þau alfarið til þeirra sem lenda í 1.–3. sæti. Auk þess verða veitt vegleg fegurðarverðlaun. Skráning fer fram á www.hellir.is eða með tölvupósti (hellir@hellir.is). Þar er jafnfram hægt að fylgjast með skráningu. Tefldar verða tvær umferðir alla keppnisdagana nema á föstudag. Sumarskákmót fyrir börn og unglinga Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót fyrir 15 ára og yngri næstkomandi laugardag, 31. maí, en mótið er öllum opið og þátttaka er ókeypis. Teflt verður í félags- heimili Taflfélagsins að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14 og því lýkur fyrir kl. 18. Boðið verður upp á ókeypis pitsur og gos meðan á mótinu stendur, en auk þess verða vegleg verðlaun fyrir sig- urvegarana. Í almennum flokki (f. 1987 og síðar) verða veitt þrenn verðlaun (verðlaunapeningar og skákbæk- ur, töfl og klukkur). Í barnaflokki (f. 1993 og síðar) verða einnig veitt þrenn sambærileg verðlaun. Í stúlknaflokki verða síðan veitt þrenn verðlaun, verðlaunapening- ar og skákbækur, töfl og klukkur. Verðlaunahafar á meistaramóti Skákskólans. Sverrir Þorgeirsson, Atli Freyr Kristjánsson, Arnar Sigurðsson, Jóhanna Björg Jóhanns- dóttir, Guðmundur Kjartansson, Röskva Vigfúsdóttir, Hilmar Þor- steinsson, Svanberg Pálsson, Dagur Arngrímsson, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Ólafur Kjartansson. Á myndina vantar Hörpu Ing- ólfsdóttur og Hjörvar Stein Grétarsson. Dagur Arn- grímsson Skák- skólameistari SKÁK BRETLAND MEISTARAMÓT SKÁKSKÓLA ÍSLANDS 23.–25. maí 2003 dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.