Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MARGA setur hljóða þegar þeir horfa upp á nýjasta sjónarspil stjórnmálanna. Utanríkisráðherra hefur oft sein- ustu árin verið sem einkaþjónn á pólitísku heimili forsætisráð- herra. Nú er hon- um sjálfum lofað embætti for- sætisráðherra en nokkuð tóma- hljóð er í þeirri upphefð. Eftir það sem á undan er gengið þá er væntanlegur titill for- sætisráðherra hengdur á utanrík- isráðherra líkt og fálkaorða sem menn fá í ævilokin fyrir góða þjón- ustu og vel unnin embættisstörf. Innihald orðunnar er lítið og titill- inn eða orðan oft hégómi og jafnvel froða. Bréfritari telur að þessu sé líkt farið með þennan væntanlega for- sætisráðherra. Engum dettur í hug að þessum nýja titli eða fálkaorðu fylgi aukin völd. Sjálfstæðisflokkur- inn heldur sínu striki og það verður óbreytt stefna áfram af hans hendi eins og áður. Þótt einhver fram- sóknarmaður kalli sig forsætisráð- herra breytir það engu. Öll völd eru hjá Sjálfstæðisflokknum áfram. Bréfritari telur að fyrir þessu séu einföld pólitísk rök. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur í dag rúmlega 30% fast og öruggt kjörfylgi þegar kosið er til Alþingis. Svo hefur flokkurinn menn í öllum lykilstöðum bæði í stjórnkerfinu og einkageiranum. Þessu er öfugt farið með Fram- sóknarflokkinn. Hann hefur afhent öðrum eða lagt niður seinustu árin margar valdastofnanir sem studdu Framsóknarflokkinn áður. Þessu hafa ráðherrar flokksins fórnað um langt árabil til að geta sjálfir per- sónulega haft valdastóla í ríkis- stjórn. Foringjar Framsóknar- flokks hafa því lítið eða ekkert fast bakland lengur hjá kjósendum. Bréfritari bendir máli sínu til stuðnings á skoðanakannanir fyrir seinustu kosningar. Þá var allt fast fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík horfið að mestu og vænt- anlegur forsætisráðherra fallinn. Þetta var sönn og raunsæ mynd af ástandinu. Ekkert var eftir af föstu fylgi sem heitið gat. Framsókn var langt til horfin í Reykjavík. Þá var brugðið á það ráð að kaupa atkvæði handa Framsóknar- flokknum með því að auglýsa eftir þeim í sjónvarpi og blöðum. Þetta dugði í bili en er einnota fylgi sem keypt var með borguðum auglýs- ingum. Þetta voru ekki trúir fram- sóknarmenn heldur lausafylgi sem hleypur þann daginn á þann flokk sem auglýsir mest og skrumar hæst. Bréfritari spyr því sem lýðræð- issinni og kjósandi hvar lýðræði í landi okkar sé komið þegar hægt er að kaupa sig inn á Alþingi með aug- lýsingum þrátt fyrir nánast ekkert fylgi og fall rétt fyrir kosningar samkvæmt öllum skoðanakönnun- um. Þeim bar öllum saman um fall framsóknarformannsins. Þegar inn á Alþingi er komið get- ur þessi maður sem hefur nánast ekki fylgi kjósenda í nýjum alþing- iskosningum og alls ekki fast flokksfylgi til að ná þingsæti keypt sér væntanlegan titil forsætisráð- herra með svipuðum verzlunar- samningum og þegar menn selja síld frá Hornafirði. Þetta er brot á öllu siðgæði og lýðræðisreglum og ber að stoppa í fæðingu. Ef nokkur töggur er í minnihlut- anum í þingflokki Framsóknar ættu svona 3-5 að gera uppreisn sem fyrst gegn þessu í nafni lýðræðis í landinu og sameinast með stjórn- arandstöðu í að samþykkja á Al- þingi vantraust á ríkisstjórnina. Hún þarf að falla. Er svikastjórn. Betra er að stoppa þetta strax en láta þetta enda með enn meiri skelf- ingu. LÚÐVÍK GIZURARSON, Grenimel 20, 107 Reykjavík. Er stjórnin feig? Frá Lúðvík Gizurarsyni hæstaréttarlögmanni HAFNFIRÐINGAR, ungir sem eldri! Ætla ráðamenn bæjarins í raun og veru að gera sig seka um annað stórslys í bænum, með því að leyfa byggingu 6 hæða blokkar við Reykjavíkurveginn, við hliðina á Nóatúni? Þetta er til umræðu hjá bænum og hefur komið fram í blöð- unum. Kristjánssynir sækja fast enda peningar í spilinu. Engan bæj- arbúa höfum við enn hitt að máli sem ekki finnst kaupfélagsblokkin svonefnda vera sjónmengun í um- hverfinu. Vilja menn búa til annan steinkumbalda sem stingur í stúf við allar aðrar byggingar eftir Reykjavíkurvegi endilöngum. Hús upp á þrjár hæðir væri í samræmi við umhverfið og mál til komið að nýta lóðina, í stað skúra, gáma og alls kyns drasls sem fokið hefur þarna fram og til baka í 20 ár. Svo er talað um að planta gamlingjun- um í þetta hús. Aumingja þeir sem eiga að búa við hliðina á bensínstöð og þrem sjoppum þar sem ungling- arnir „trylla um á túttunum“ svo ískrar í dekkjum hálfu og heilu næturnar. Ætla menn að láta svona glap- ræði yfir sig ganga möglunarlaust? Hvar eru samráðin við bæjarbúa um skipulagningu sem alltaf er lof- að fyrir kosningar? Umhverfisslys geta víðar átt sér stað en á hálendinu. Látið nú til ykkar taka í þessu mikilvæga máli! Fyrir hönd margra Hafnfirðinga sem þykir vænt um bæinn sinn. ÞÓRUNN S. ÓLAFSDÓTTIR, Suðurvangi 3, Hafnarfirði. Það yrði slys … Frá Þórunni S. Ólafsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.