Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss, Viking Pol- aris og Selfoss koma og fara í dag. Mána- foss, Sylvia og Libra koma í dag. Langvin og Sveinn Rafn fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Arklow Dust fer í dag. Fernanda, Orlik og Enniberg fóru í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Skrif- stofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Flóamarkaður, fataút- hlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mán- uði kl. 14–17, s. 552 5277. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 brids/vist. Fimmtudaginn 5. júní kl. 13 verður farin vor- ferð í Saltfisksetrið, Strandakirkju og drukkið kaffi í kaffi- húsinu Hafinu bláa. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónusta. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Á morgun, uppstigningardag, verður handavinnu- og listmunasýning félags- starfsins í Furugerði 1. Sýningin verður op- in frá kl. 13.30 til kl. 17. Furugerðiskórinn syngur kl. 15.15, kaffi- veitingar. Allir vel- komnir. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 postulínsmálun, kl. 13– 16.30 módelteikning, kl. 9–14 hárgreiðsla, kl. 9–16.30 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 13 og kl. 14 golfnámskeið í Vetrarmýrinni. Félagsstarf aldraðra, Seltjarnarnesi. Handavinnusýning verður haldin fimmtu- daginn 29. maí kl. 14– 18 á Skólabraut 3–5 í sal á jarðhæð. Kaffi og vöfflur. Messa í Sel- tjarnarneskirkju kl. 11, léttur hádeg- isverður. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Biljard 10.30 línudans kl. 11, glerlist kl. 13, og pílukast kl. 13.30. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. tréútskurður eftir hádegi, frá hádegi spilasalur opinn. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 13 félagsvist, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, handavinnustofan opin frá kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, búta- saumur, útskurður, hárgreiðsla og fótaað- gerð, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 15 teiknun og málun. Fótaaðgerðir og hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 fótaað- gerð, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13–16 föndur, kl. 13.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð. Barðstrendinga- félagið, félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105. Allir vel- komnir. Minningarkort Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtak- anna, Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562-5605, bréfsími 562- 5715. Í dag er miðvikudagur 28. maí, 148. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs. (Rómv. 8, 28.)   Í nýjum stjórnarsáttmálaer sagt að íslenskum landbúnaði verði sköpuð skilyrði til að takast á við aukna samkeppni, m.a. með hliðsjón af væntan- legum samningum Heimsviðskiptastofn- unarinnar, WTO.   Slík skilyrði geta leitt tilþess að mjög fáir séu verndaðir, í þessu tilfelli bændur á Íslandi, á kostn- að allra hinna, þ.e. ís- lenskra fjölskyldna. Dr. Benjamín Eiríksson barð- ist gegn hvers kyns höft- um hér á landi seinni hluta síðustu aldar. Í ævifrásögn sinni, sem Hannes H. Gissurarson ritaði, segir hann skoðun sína á íslenska landbún- aðarkerfinu, sem enn hef- ur lítið breyst og virðist áfram ætla að hjakka í sama farinu.   Landbúnaðarstefnanheldur þúsundum manna, bændum og öðr- um, í afkastalitlu og arð- lausu striti. Breyta verð- ur stefnunni, leyfa lands- mönnum að flytja inn landbúnaðarvörur,“ segir Benjamín í bókinni. Hann segir að kjöt sé verslunar- vara um allan heim og innflutningsbann vegna hættu á sjúkdómum sé bara fyrirsláttur. „Hvað er það við lambakjötið, sem gerir það svo frá- brugðið öðrum tegundum matvæla, að fyrir fram- leiðslu þess í landinu sé fórnandi milljörðum króna í beinhörðum pen- ingum og landgæðum? Ætti ekki með sömu rök- um að halda skarkola að fólki og styrkja dragnóta- veiðar?“   Benjamín hélt því framað velmegun myndi aukast við það að sauð- fjárbóndinn tæki upp þjóðhagslega arðmeira starf. Hagur allra lands- manna myndi vænkast, kaupmáttur aukast og þjóðartekjur hækka. „Það virðast ekki allir átta sig á því enn, að mannlífið er ekki lengur orf og ljár, útengjar og fiskreitir, göngur á hest- baki. Breytt þekking kemur með breytta tækni, betri samgöngur, bættan efnahag, og í kjöl- farið fylgir breyttur smekkur neytenda, sem saman verður mikill harðstjóri.“   Hann gerði sér grein fyr- ir að alltaf verða til menn sem vilja gæða sér á ljúf- fengu lambakjöti og á meðan svo er þá verður lambakjöt framleitt hér á landi. „Til að sinna slíkum óskum nægja útkjálk- arnir,“ sagði hann enda ósáttur við allt það land sem sauðkindin hefur nagað: „Verst er samt eyðilegging gróðurrík- isins, sem fylgir þessari stefnu, hin manngerða eyðimörk. Sauðkindin er orðin ómagi á landi og þjóð og meira en það, skemmdarvargur.“   STAKSTEINAR Manngerð eyðimörk Víkverji skrifar... Á VORIN og í byrjun sumars ferfólk að taka til í geymslum og bílskúrum og henda eða losa sig við hluti sem það notar ekki. Víða í Bandaríkjunum tíðkast það að halda bílskúrssölur eða garðsölur og það er ekki óalgengt að fjöl- skyldur taki rúnt á laugardags- morgnum til að skoða slíkar sölur. Stundum taka íbúar sig saman í heilli götu, opna bílskúrana þar sem þeir eru búnir að draga fram alls kyns hluti og verðmerkja, þeir skreyta hús sín að utan með blöðr- um og hengja í trén hjá sér skraut- lega muni. Sumir bjóða gestum upp á safa eða heimabakaðar kökur. Bílskúrs- eða garðsölurnar eru auglýstar á ljósastaurum og á stórum trjábolum og stundum í dagblöðum. Og það er verið að selja allt milli himins og jarðar, styttur, blómavasa, glös og bolla, fatnað, leikföng, húsgögn og jafnvel sláttu- vélar og bíla.Hlutirnir eru seldir fyrir upphæðir sem nema kannski frá fimmtíu krónum og upp í nokkur þúsund krónur og jafnvel meira ef um verðmæti er að ræða eins og bíla eða húsögn og yfirleitt er hægt að prútta. Stundum grilla íbúarnir saman í lok dagsins, fara í sameiginlega leiki og skemmta sér. Víkverji hefur lengi vonast til að samheldnir ná- grannar taki upp á þessum sið og haldi söluhátíð í sinni götu. Hann er viss um að margir myndu mæta. Nýlega var hann þátttakandi í flóa- markaði sem krakkar í handbolta voru með og þar kom í ljós að áhugi á svona uppákomum er mjög mikill. VÍKVERJI er að velta fyrir sérferðalögum innanlands í sumar og á í svolitlum erfiðleikum með að ákveða hvert eigi að fara því það er úr svo mörgu að velja. Víða er farið að bjóða skemmtilegar gönguferðir með leiðsögn og Víkverja finnst það spennandi nýjung að hægt sé að fara í gönguferð um þorp með leið- sögn og fá að fræðast um staðinn með þeim hætti. Það er hægt að fara í alls kyns siglingar, hjólaleigur eru komnar sums staðar og aðrir bjóða fugla- skoðun svo dæmi séu tekin. Auk þessa eru svo víða hátíðahöld. Það er liðin tíð að ferðamönnum bjóðist bara að kaupa hamborgara og franskar á ferðalögum innan- lands, víða er matargerðin orðin metnaðarfull og skemmtileg og Vík- verji er fullur tilhlökkunar að prófa að heimsækja staði eins og Bláa hafið í Ölfusinu og Lónkot í Skaga- firði. Þá er aðstaðan á tjaldstæðum að taka stakkaskiptum og nú getur fólk víða þvegið þar af sér í þvotta- vél, notað ágæta eldunaraðstöðu og komist í sturtu. Sem sagt skemmti- legt sumar framundan. Morgunblaðið/Ásdís Oft taka sig saman nágrannar og halda bílskúrs- og garðsölur. Látum ungana vera MUNUM að við megum ekki taka fuglsunga með okkur inn í hús því þá ger- um við rangt. Það má ekki taka ungana frá foreldrum sínum sem hugsa áfram um ungana eftir að þeir eru flognir úr hreiðrinu. Fuglsungi spjar- ar sig ekki án foreldra sinna. Edda. Tapað/fundið Glatað armband LÍTIÐ, gulllitað armband á ungbarn tapaðist. Inni í armbandið er ritað nafnið Steinar. Gripurinn hefur verið týndur frá 8. maí. Þeir sem vita um afdrif armbandsins eru beðnir um að hringja í síma 824 2624. Kvenarmbandsúr tapaðist KRINGLÓTT kvenarm- bandsúr með brúnni leður- ól týndist á Sumarhúsasýn- ingunni í Mosfellsbæ 25. þessa mánaðar. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 568 2717 eða 892 7732. Úr fannst ÚR fannst við Úlfljótsvatn. Eigandi úrsins getur hringt í síma 588 6838. Dýrahald Bangsi er týndur BANGSI hvarf að heiman mánudaginn 19. maí og hef- ur ekki sést til hans síðan. Bangsi er fress með hvíta fætur, hvítan maga og gult bak. Bangsi ber bláa ól. Hann á heima við Hraun- teig og er eflaust á þvæl- ingi í Laugarnesinu. Hans er sárt saknað. Fólk í Laugarnesinu er beðið um að hafa augun opin. Þeir sem gefið geta upplýsingar um ferðir Bangsa eru vin- samlegast beðnir um að hafa samband í síma 849 7075 eða 588 5254. Blossi er týndur HANN hvarf frá Mosarima 12, Grafarvogi, föstudaginn 23. maí. Blossi er persnesk- ur köttur, brúnn og svartur á lit með hvítt í bringunni. Hann er heyrnarlaus og því mjög varnarlaus gagnvart umhverfinu. Helst er óttast að hann hafi lokast ein- hvers staðar inni, í bílskúr eða geymslu. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Blossa eru vin- samlegast beðnir að hringja í síma 587 6669 eða 824 2188 Dísarpáfagaukur týndist DÍSARPÁFAGAUKUR týndist frá heimili sínu 23. maí sl. í Hjallahverfi Kópa- vogs. Hann er grár og gul- ur að lit og merktur á löpp. Þeir sem hafa orðið páfa- gauksins varir eru vinsam- legast beðnir að hafa sam- band í síma 824 5433. Hver á þessa yndislegu kelirófu? HÚN kom að Norðurfelli 11 fyrir nokkrum dögum, rosalega svöng. Þetta er lítil læða, síamsblendingur, líklegast 6–8 mánaða göm- ul. Hún er með hvíta og rauða ól en alveg ómerkt. Síminn okkar er 567 8210 eða 860 7043. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 feiknaafls, 8 náirnir, 9 drolla, 10 greinir, 11 hryssan, 13 sleifin, 15 mjó ísræma, 18 snaginn, 21 ber22 ófríða, 23 flíkar- ræksni, 24 fylki í Svíþjóð. LÓÐRÉTT 2 org, 3 sigruð, 4 skyn- færa, 5 blaðs, 6 slepja, 7 fornafn, 12 fag, 14 ótta, 15 smáfiskur, 16 æra af víni, 17 kátt, 18 orðróm- ur, 19 málmblanda, 20 líf- færi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hrauk, 4 freta, 7 iðkar, 8 öldur, 9 pár, 11 aurs, 13 þrár, 14 ólæti, 15 háll, 17 ljúf, 20 sig, 22 iðjan, 23 eik- in, 24 afræð, 25 tarfa. Lóðrétt: 1 heita, 2 akkur, 3 karp, 4 fjör, 5 endar, 6 aðr- ar, 10 áræði, 12 sól, 13 þil, 15 hrina, 16 lýjur, 18 jakar, 19 finna, 20 snið, 21 gert. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.