Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ IB Árnason Riis, gagnnjósnari Breta á Íslandi í síð- ari heimsstyrjöldinni, heldur því fram í bók Ásgeirs Guðmundssonar, Gagnnjósnari Breta á Íslandi, sem út kom árið 1991, að breska flotastjórnin hafi af ráðnum hug skipað verndarskipum að snúa við sem leiddi til þess að 24 flutningaskip urðu kafbátum og flugvélum þýska hersins auðveld bráð undan norð- urströnd Rússlands sumarið 1942. 153 týndu lífi í árásinni. Ib segist ekki þeirrar skoðunar, eins og fram að þeim tíma hafi verið haldið fram, að bresku flota- stjórninni hafi orðið á herfileg og óskiljanleg mis- tök. Ákvörðunin um að skipa verndarskipunum að snúa við hafi verið af ráðnum hug. Í Sunday Times sl. sunnudag segir að gögn úr Þjóðskjalasafninu í Lundúnum sýni að Ib hafi verið fenginn til að koma upplýsingum til Þjóðverja um ferðir 35 skipa á leið yfir hafið frá Bandaríkjunum og var ætlunin fá Þjóðverja til að halda að skipalestin nyti lítillar sem engrar herverndar og lokka þá til að senda orustu- skip sitt Tirpitz á staðinn. Var ætlun breska flotans að ráðast gegn Tirpitz. Af gögnum megi hins vegar ráða að Ib hafi sagt Þjóðverjum of mikið um ferðir skipalestarinnar. Tirpitz hafi haldið aftur til hafnar og fljótlega hafi skipalestin ekki lengur notið verndar breska flotans. Undan norðurströnd Rúss- lands hafi skipin hins vegar orðið fyrir árásum þýskra kafbáta og flugvéla, sem fyrr segir. Í samtali í Morgublaðinu á mánudag hafnaði Ib því alfarið að hafa látið Þjóðverjum í té of miklar upplýsingar, hann hafi enga hugmynd haft um efni skeytisins sem hann var látinn síma Þjóðverjum á sínum tíma. Þjóðverjar tækju hann trúanlegan í eitt skipti fyrir öll Í bókinni „Gagnnjósnari Breta á Íslandi“ segir Ib hins vegar: „Ég er sannfæður um, að í skeytinu, sem ég sendi, hafi verið upplýsingar um brottfar- ardag skipalestarinnar PQ-17 og að verndarskip hennar hafi verið kölluð til baka af ráðnum hug, svo að Þjóðverjar tækju mig trúanlegan sem njósnara í eitt skipti fyrir öll. Til þess að þeir gerðu það varð ég að láta þeim í té upplýsingar, sem þá munaði um og þeir gætu sannreynt, að væru réttar. Um þetta snerust atvik í sambandi við skipalestina PQ-17 að mínu mati, þó að ég geti ekki fært skjallegar sönnur á þessa sannfæringu mína. Þess er heldur ekki að vænta að breska leyniþjónustan muni nokkurn tím- ann viðurkenna, að máli þessu hafi verið háttað á þá leið, sem ég er sannfærður um,“ segir Ib Árnason Riis. Í bókinni segist Ib hafa sent upplýsingar til Þjóð- verja um ferðir skipalesta sem sigldu frá Íslandi til Murmansk og Arkangelsk og að þær hafi aðallega verið lognar. Megintilgangurinn hafi verið að reyna að rugla Þjóðverja í ríminu. Oftast nær hafi yfir- menn Ibs látið hann sjálfan um að snúa skeytunum á dulmál en nokkrum sinnum hafi þeir séð sjálfir um það og afhent honum þau tilbúin til sendingar. Fyrsta skeytið af þessu tagi sendi hann nokkru eftir að hann tók til starfa. „Að sjálfsögðu hafði ég ekki hugmynd um efni þess, en nokkru seinna barst mér skeyti frá Þjóðverjum, þar sem þeir þökkuðu mér mikillega fyrir upplýsingarnar, sem ég hafði sent, og sögðu, að þær hefðu verið svo mikilvægar, að þeir myndu greiða aukaþóknun inn á reikning föður míns. [...] Á þeim tíma, sem liðinn er frá þessum at- burði, hefur mér oft orðið hugsað um dulmálsskeyt- ið og hvert hafi verið efni þess. Miðað við tímann, þegar skeytið var sent, getur ekki hafa verið um aðra skipalest að ræða en PQ-17, sem sigldi af stað úr Hvalfirði 27. júní 1942. Í henni voru 35 skip, að- allega bresk og amerísk, sem fluttu dýrmætan farm, bæði hergögn, mat og fatnað, handa Rússum, sem áttu í vök að verjast fyrir þýska hernum. En af ástæðum, sem aldrei hefur fengist fullnægjandi skýring á, skipaði breska flotastjórnin herskipun- um, sem voru skipalestinni til verndar, að snúa við, þegar skipin nálguðust Noreg.“ Ib Árnason Riis í „Gagnnjósnari Breta á Íslandi“ um ákvörðun breska flotans Verndarskipum skipað að snúa við af ráðnum hug JÓN Snædal, varafor- maður Læknafélags Ís- lands, var kjörinn for- maður siðfræðinefndar Alþjóðasamtaka lækna, WMA, á fundi samtak- anna í Divonne- Les-Bains í Frakklandi fyrir helgi. Jón hefur verið stjórnarmaður í samtökunum síðastliðin tvö ár. Hann segir þrjár fastanefndir starfrækt- ar á vegum Alþjóða- samtakanna. Auk sið- fræðinefndarinnar fjallar önnur nefnd um læknisfræði- og fé- lagsmál almennt og sú þriðja um skipulags- og fjármál samtakanna. Að sögn hans tekur siðfræðinefnd- in fyrir siðfræðileg málefni. T.d. hvernig fara skuli að þegar fólk tekur þátt í rannsóknum, og nefnir hann Helsinki- yfirlýsinguna sem dæmi um árangur sem hafi fengist í þessu starfi, en hún sé notuð um heim allan sem við- mið í slíkum rannsókn- um. „Síðan hefur verið skoðað efni eins og notkun á líffræðilegum vopnum. Við höfum einnig verið að skoða að hvaða leyti fólk gerir ráðstafanir fyrirfram um meðferð og lífslok og að hvaða leyti það getur stangast á við lög og reglur og til hvers á að taka mest tillit,“ segir hann og bætir við að þar sem nefndarmenn komi alls staðar að séu viðhorfin misjöfn í ýmsum mál- efnum, jafnvel þeim sem okkur finnist sjálfsögð. Það kosti því oft dálítinn tíma og fundarhöld að komast að nið- urstöðu. Jón segir að fastanefndirnar hittist tvisvar á ári og þær vinni álit fyrir stjórn og aðalfund samtakanna. „Ein- stök félög geta leitað til samtakanna ef það koma upp mál í þeirra löndum sem þau vilja fá aðstoð með. Við létum taka upp málefni gagnagrunnsins á sínum tíma og það var afgreitt síðasta haust, en það er dæmi um mál sem hefur snúið að siðfræðinefndinni,“ leggur hann áherslu á. Hann segir að meðal mála sem nefndin sé að fjalla um þessa dagana séu nýsamþykkt lög í Belgíu er heim- ila líknardráp. Hann bendir á að lögin séu í líkingu við þau sem hafi verið sett í Hollandi en munurinn sé sá að Belgíska læknafélagið sé á móti laga- setningunni. Þarna stangist því á siðfræðiálit lækna og læknafélaga annars vegar og lögin hins vegar. Aðspurður um upphafið að þessari stjórnarsetu segir Jón að Læknafélag Íslands hafi fengið fulltrúa í stjórn Al- þjóðasamtaka lækna fyrir tveimur ár- um og hann hafi tekið að sér að vera sá fulltrúi. „Síðan ákveður hver stjórnarmaður í hvaða nefnd hann sit- ur og nefndirnar kjósa sér formann. Það eru 15 nefndarmenn í siðfræði- nefndinni,“ bætir hann við og bendir á að það sé mikilvægt fyrir íslenska lækna að fá að taka þátt í þessu starfi. Það sé því töluverður áfangi að ná þessu markmiði sem stefnt var að. Jón Snædal lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1976, hann varð sér- fræðingur í öldrunarlækningum 1984 og starfar nú sem yfirlæknir á öldr- unarlækningadeild Landspítala-há- skólasjúkrahúss Landakoti. Hann hefur verið varaformaður Lækna- félags Íslands frá 1996. Kjörinn formaður siðfræðinefndar WMA Jón Snædal ÍSLENDINGAR munu eiga 48 kepp- endur á Alþjóðaleikum þroskaheftra í Dublin á Írlandi í sumar, en leik- arnir eru nefndir Special Olympics á ensku. Íslensku keppendurnir munu taka þátt í 10 greinum keppninar en þeir keppa meðal annars í fyrsta sinn í handbolta og golfi. Leikarnir hefjast 21. júní og standa til 29. júní en keppendur munu halda út nokkrum dögum áð- ur ásamt fjölmennu fylgdarliði, 16 fararstjórum og yfir 40 aðstand- endum. Hópurinn mun dvelja í vina- bæ Íslands, Newry á Norður-Írlandi, dagana 16. til 20. júní en þar verður meðal annars haldin hátíð í tilefni af 17. júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. Sjöþúsund keppendur frá 166 þjóð- um taka þátt í leikunum í sumar sem verða í fyrsta sinn haldnir utan Bandaríkjanna en þar var stofnað til þeirra árið 1968. Leikarnir eru haldnir fjórða hvert ár en Íslend- ingar hafa tekið þátt síðan árið 1989 þegar Íþróttasamband fatlaðra gerðist aðili að alþjóðasamtökum Special Olympics og hafa fjölmargir Íslendingar átt þess kost að taka þátt í leikunum síðan þá. Þessi glæsilegi hópur er á leið til Írlands í sumar að taka þátt í Alþjóðaleikum þroskaheftra. Íslendingar á leið á Alþjóðaleika þroskaheftra  MATTHÍAS Þórólfsson lauk í febrúar síðastliðnum doktorsprófi í lífefnafræði frá háskólanum í Björg- vin í Noregi. Doktorsritgerð Matthíasar ber heitið „Biophys- ical studies on human phenylal- anine hydrox- ylase. Stability and regulation by L-Phenylalanine“. Leiðbeinandi hans í dokt- orsnáminu var prófessor Aurora Martínez við há- skólann í Björgvin. Andmælendur voru dr. Bent W. Sigurskjold prófess- or við Kaupmannahafnarháskóla og dr. Arne O. Smalås prófessor við há- skólann í Tromsø. Rannsóknir Matthíasar hafa beinst að mikilvægu ensími í efnaskiptum líkamans, fenýlalanínhýdroxýlasi (PAH). Þetta ensím hvatar umbreyt- ingu amínósýrunnar fenýlalaníns í týrósín sem er fyrsta skrefið í nið- urbroti fenýlaníns. Líkaminn verður að stjórna styrk fenýlalaníns í blóðinu mjög nákvæmlega því þessi am- ínósýra er nauðsynleg fyrir smíði nýrra próteina, en í of háum styrk veldur fenýlalanín truflunum í mið- taugakerfi líkamans. Meðfæddar stökkbreytingar í geninu sem tjáir PAH veldur myndun gallaðs ensíms sem vinnur ekki á fenýlalaníni. Þetta leiðir til óeðlilegrar hækkunar á styrk fenýlalaníns sem er orsök erfðasjúk- dómsins fenýlketonúríu (PKU). Í doktorsverkefni sínu kannaði Matthías byggingu PAH og hvernig einingar í ensíminu hafa samskipti sín á milli til að stjórna virkni ensímsins. Hann einbeitti sér að áhrifum fenýlal- aníns á þessi samskipti og að því að ákvarða feril örvunarinnar sem fen- ýlalanin veldur. Til að ákvarða skipu- lagningu eininganna og byggingu þeirra beitti Matthías innrauðri lit- rófsgreiningu. Hitastöðuleiki ensíms- ins var m.a. kannaður með varma- mælingum. Auk þess voru útbúin afbrigði af ensíminu þar sem skipt var út einstökum amínósýrum. Þessi afbrigði voru borin saman við frum- gerð ensímsins í tölvuhermi til að finna þá hluta PAH sem stjórna emsímvirkninni. Niðurstöðurnar hafa skýrt gang svipmótunar ensímsins auk þess að varpa ljósi á það hvernig fenýlalanin örvar PAH og hvaða og amínósýrur eru þátttakendur í ferl- inu. Matthías Þórólfsson fæddist í Hafnarfirði 1970. Hann lauk stúd- entsprófi frá Flensborgarskólanum 1990, stundaði nám í lífefnafræði við Háskóla Íslands og lauk BS-prófi árið 1995. Matthías starfaði við rann- sóknir á Raunvísindastofnun Háskól- ans, undir stjórn Bjarna Ásgeirs- sonar dósents, með lífefnafræði- náminu og fram til haustsins 1996 er hann fluttist til Björgvinjar í Noregi og hóf framhaldsnám í lífefnafræði við háskólann þar. Hann lauk cand. scient prófi árið 1998 og hóf síðan doktorsnám árið eftir við sama skóla með styrk frá Rannsóknarráði Nor- egs. Matthías vinnur nú við áfram- haldandi rannsóknir við háskólann í Björgvin. Doktor í lífefnafræði Matthías Þórólfsson SKIPULAGSSTOFNUN hefur nú borist tillaga Landsvirkjunar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Bjarnar- flagsvirkjunar í Mývatnssveit og Bjarnarflagslínu 1. Þurfa at- hugasemdir við tillöguna að hafa borist Skipulagsstofnun fyrir 6. júní nk. og ákvörðunar stofnun- arinnar er að vænta 20. júní. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu áformar Lands- virkjun að reisa 90 MW jarð- varmavirkjun í Bjarnarflagi í áföngum. Samkvæmt tillögu að matsáætlun er þessum fram- kvæmdum ætlað að mæta auk- inni raforkuþörf á almennum markaði og vegna áforma um aukna sölu á raforku til stóriðju á næstu árum. Leggja þarf Bjarnarflagslínu 1 til að tengja virkjunina við flutningskerfi Landsvirkjunar. Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar Skútustaðahrepps, Ferðamálaráðs Íslands, Forn- leifaverndar ríkisins, Heilbrigð- iseftirlits Norðurlands eystra, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis- ins, Orkustofnunar, Umhverfis- stofnunar og veiðimálastjóra. Umsagna leitað vegna Bjarnarflags- virkjunar ELDUR kom upp í spennistöð Rarik í Grundarfirði klukkan 12.30 í gær en spennistöðin er áföst við fisk- vinnslu Guðmundar Runólfssonar. Rafmagn fór af hluta bæjarins. Slökkvilið var komið á staðinn eft- ir örskamma stund og slökkti eldinn með duftækjum. Skemmdir urðu á einum spenniskáp af fjórum og fljót- lega eftir að slökkviliðið hafði reyk- ræst spennistöðina voru starfsmenn Rarik komnir til að huga að skemmdum. Rafmagn var aftur komið á upp úr kl. 13. Eldur í spennistöð ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.