Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEINT INNHERJASVIK Grunur leikur á að sex ein- staklingar hafi notfært sér trúnaðar- upplýsingar, sem þeir bjuggu yfir um kaup Kaupþings banka á hluta- bréfum í sænska bankanum JP Nordiska á síðasta ári, til að hagnast um sem samsvarar rúmlega 45 millj- ónum íslenskra króna. Gerð var hús- leit á heimilum og skrifstofum í fimm löndum að frumkvæði efna- hagsbrotadeildar sænsku lögregl- unnar í gær, þ.m.t. hjá Kaupþingi á Íslandi og í höfuðstöðvum Bakka- varar Group í London. Öflugur eftirskjálfti Þrír létust og um 200 slösuðust í jarðskjálfta sem reið yfir norður- hluta Alsír í gær. Skjálftinn mældist 5,5 á Richter-kvarða og voru upptök hans í Zemmoria, skammt frá Al- geirsborg. Fyrir viku olli jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter því að meira en 2.200 Alsírbúa týndu lífi. Uppsagnir hjá ÍE og Eddu Tuttugu og átta starfsmönnum Ís- lenskrar erfðagreiningar var sagt upp störfum í gær, en flestir störf- uðu þeir í tölvu- og hugbúnaðardeild fyrirtækisins. Þá var átján manns sagt upp hjá Eddu útgáfu hf. Davíð flytur stefnuræðu Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld og fóru í kjölfarið fram umræður um hana. Síðar í gærkvöld var þingi frestað og kemur það næst saman í haust. Ólafur hitti Persson Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Göran Pers- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Stokkhólmi í gær en í dag verður Ís- lendingadagurinn haldinn hátíðleg- ur þar í borg. Í dag snæða þau Ólaf- ur Ragnar og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, hádegisverð í boði sænsku konungshjónanna. Ráðist á Bandaríkjamenn Tveir bandarískir hermenn féllu og níu særðust í árás á eftirlitsstöð bandaríska hersins við bæinn Fall- ujah í Írak í gær. Árásarmennirnir tveir voru felldir af liðsmönnum Bandaríkjahers. Röð árása hefur verið gerð á bandaríska hermenn í Írak undanfarna daga. FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun Ný og glæsileg hljómtækjalína frá Alpine Ný árge rð Flottar græjur!  JEPPAHORNIÐ  BÍLSKÚRAFLÓRA  S60 REYNSLUEKIÐ 2 FAST 2 FURIOUS  RALLIÐ  TORFÆRAN  LEXUS – REYNSLUAKSTUR Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 13/14 Minningar 32/38 Erlent 15/17 Bréf 40 Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 41 Akureyri 19 Dagbók 42/43 Suðurnes 20 Sport 45/47 Landið 21 Fólk 48/53 Listir 22/24 Bíó 50/53 Umræðan 26/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * VERKTAKAFYRIRTÆKIN Impregilo og Arnarfell starfa nú af fullum krafti við undirbúning stíflugerðar og borun aðrennslis- ganga Kárahnjúkavirkjunar. Byrj- að var í síðustu viku að bora tvenn hjáveitugöng við enda rampsins niður í Hafrahvammagljúfur og stefnt á að ljúka því verki í lok október. Verður Jökulsá á Dal þá veitt um þessi göng til að stíflu- gerðin geti farið fram óhindruð. Að sögn Sigurðar St. Arnalds, byggingaverkfræðings hjá Lands- virkjun, sem sér um almanna- tengsl vegna Kárahnjúkavirkjun- ar, byrja þessar framkvæmdir við hjáveitugöngin þar sem frá var horfið hjá Íslenskum aðalverktök- um. Impregilo hefur útvegað tvo svonefnda borvagna í verkefnið. Einnig munu Ítalirnir byrja fljót- lega á því að grafa fyrir stíflunni og hreinsa jarðveg ofan af berg- inu. Hefst þetta verk um miðjan júní. Starfsmenn Arnarfells eru að koma upp steypustöð á svæðinu sem mun í upphafi framleiða steypu í undirstöður fyrir vinnu- búðirnar. Arnarfell er einnig að vinna við gerð tveggja svonefndra aðganga fyrir aðrennslisgöngin þar sem borvélarnar risastóru frá Impregilo verða settar saman. Er önnur borvélin væntanleg til landsins frá Bandaríkjunum í lok október nk. og að sögn Sigurðar er stefnt að því að vélin hefji borun aðrennslisganga frá Glúmsstaða- dal, fyrir ofan Hrafnkelsdal, í lok janúar á næsta ári. Vegagerð að aðgöngum í Glúmsstaðadal er ein- mitt að hefjast um þessar mundir. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Starfsmenn verktakafyrirtækisins Arnarfells eru að setja upp steypustöð á Kárahnjúkasvæðinu. Aftur byrjað á hjáveitu- göngum við Kárahnjúka NÚ liggur fyrir hjá ráðning- arfyrirtækjunum Mannafli og Vinnu.is að alls 889 einstaklingar voru að baki þeim 2.762 umsókn- um sem bárust um störf við Kárahnjúkavirkjun. Í boði voru nærri 200 störf fyrir Impregilo, aðallega við stjórnun vinnuvéla en einnig mörg störf sem ekki krefjast fagmenntunar. Sam- kvæmt þessu má ljóst vera að hver einstaklingur hafi að með- altali sótt um þrjú störf. Að sögn Ingibjargar Óðins- dóttur, ráðgjafa hjá Mannafli, tafði það úrvinnslu umsóknanna að mörg eyðublöð umsækjenda voru ekki nægjanlega vel útfyllt. Hefjast nú viðtöl við umsækj- endur í samráði við Impregilo og stefnt að því að ljúka ráðningum sem fyrst. Umsóknir frá 889 manns DAGVINNULAUN opinberra starfsmanna hækkuðu um rúm 11% milli áranna 2001 og 2002 og námu að meðaltali rúmum 198 þúsund krónum á mánuði. Heild- arlaun opinberra starfsmanna hækkuðu nokkru minna eða um tæp 9% á sama tímabili og námu rúmum 275 þúsund krónum að meðaltali. Þessar upplýsingar koma fram í nýju fréttariti Kjararannsóknar- nefndar opinberra starfsmanna, KOS, yfir launaþróun opinberra starfsmanna ríkis og Reykjavík- urborgar á síðari hluta ársins 2002. Þegar launaþróun opinberra starfsmanna er skoðuð aftur í tím- ann kemur fram að laun þeirra hafa hækkað jafnt og þétt á und- anförnum árum. Þannig hækkuðu dagvinnulaun opinberra starfs- manna um 15% árið 2001, um 7% árið 2000, um 10% árið 1999 og um rúm 24% árið 1998. Heildarlaun opinberra starfs- manna hafa einnig hækkað veru- lega á sama tímabili en þó nokkru minna en dagvinnulaunin. Þannig hækkuðu heildarlaunin um 18% 1998, 9% 1999, 8% árið 2000, 13% árið 2001 og tæp 9% í fyrra eins og áður sagði. Kaupmáttur dagvinnulauna og opinberra starfsmanna hefur einn- ig vaxið jafnt og þétt í takt við þessar launahækkanir á ofan- greindu tímabili. Raunar hefur kaupmátturinn vaxið allt frá árinu 1993 en það er einkum síðustu ár- in eða frá árinu 1997 sem hann hefur vaxið hröðum skrefum. Þannig var vísitala kaupmáttar dagvinnulauna opinberra starfs- manna, sem sett var 100 árið 1990, 99,93 stig árið 1993. Hún var tæp 114 stig árið 1997 en hefur síðan hækkað jafnt og þétt og var tæp 173 stig í fyrra. 14% af fjölda vinnandi manna Fram kemur að launaupplýsing- arnar ná til rúmlega 20 þúsund einstaklinga í starfi hjá ríki og Reykjavíkurborg í nóvember síð- astliðnum en það jafngildir um 14% af fjölda vinnandi manna á Ís- landi. Konur eru talsvert fleiri en karl- mennirnir eða tæplega 13 þúsund samanborið við tæplega 8 þúsund karlmenn. Dagvinnulaun 11% hærri                                       BÓLUSETNING við heila- himnubólgu hefur gengið mjög vel og er langt komin sam- kvæmt upplýsingum landlækn- isembættisins. Er gert ráð fyrir að bólusetningunni ljúki fyrir sumarið, en hún hófst í fyrra- haust. Mun færri tilfelli af þeirri tegund heilahimnubólgu sem bólusett er fyrir hafa greinst í vetur en áður var. Þórólfur Guðnason, yfirlækn- ir hjá sóttvarnarlækni, sagði að bólusetningin hefði gengið vel. Upprunalega hefði verið að því stefnt að ljúka bólusetningunni innan árs, en þeir gerðu sér von- ir um að henni lyki fyrir sumarið og sér sýndist að það ætlaði að ganga upp. 84 þúsund bólusettir Alls er ætlunin að bólusetja um 84 þúsund einstaklinga, þ.e.a.s. öll börn og unglinga á aldrinum 6 mánaða til og með 19 ára, en það eru einkum börn og unglingar sem smitast. Síðan verður bólusetningin hluti af ungbarnabólusetningu. Þórólfur sagði að bólusetn- ingin hefði hafist 15. október sl. og síðan hefðu greinst þrjú til- felli heilahimnubólgu af völdum meningokokka. Þar af hefðu tvö verið af c-stofni, sem bólusett er fyrir, og eitt af b-stofni. Öll til- fellin hefðu verið í óbólusettum einstaklingum, en á undanförn- um árum hefðu verið 10–15 til- felli árlega af heilahimnubólgu af c-stofni. Þótt of snemmt væri að segja um árangur af bólu- setningunni lofaði þetta að minnsta kosti mjög góðu. Aðeins tvö tilvik af heilahimnu- bólgu í vetur Bólusetn- ing langt komin MENNTASKÓLINN við Hamra- hlíð er með í athugun að þróa sér- staka braut fyrir nemendur sem hafa íslensku ekki að móðurmáli og hafa jafnframt litla kunnáttu í ensku. Sigurborg Matthíasdóttir kon- rektor segir að gert sé ráð fyrir að námið taki tvö ár og aðaláherslan verði lögð á að bæta kunnáttu í ensku og íslensku auk þess sem móðurmál nemenda verði styrkt enda sé góð kunnátta í móðurmáli talin grundvöllur góðs námsgengis. Hún nefnir sem dæmi IB-braut skólans, alþjóðlega braut með al- þjóðlegu stúdentsprófi, sem nem- endur með góðan grunn í ensku geta farið í en þaðan útskrifuðust 24 nemendur í vor. Að sögn Sigurborg- ar er hugmyndin að námsbrautinni komin frá kennurum skólans. „Okkur hefur fundist vanta lausn fyrir nemendur sem ekki hafa verið í íslenskum grunnskólum. Við höf- um verið með nemendur sem við finnum að eiga fullt erindi í bóklegt nám en fóta sig illa í íslensku,“ segir Sigurborg. Hún segir að í vetur verði athugað hvernig best sé að standa að brautinni og síðan tekin ákvörðun í samráði við menntamála- yfirvöld um hvenær hún verði sett á stofn. Ný námsbraut fyrir útlendinga í bígerð BÖRNIN á Brekkuborg vita allt um Jón Sigurðsson, Ráðhúsið, landvættina og njósnara Noregskonungs sem þeir ku hafa hamlað landgöngu í fyrnd- inni eftir lýðveldisfræðsluna sem staðið hefur yfir að undanförnu. Með fyrsta Íslendingnum Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.