Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 27
af ásetningi eða gáleysi, varða refs- ingu.“ Í 18. grein segir: „Hafi jarðrask orðið við mannvirkjagerð, mal- arnám, sandnám, grjótnám, gjall- nám eða á annan hátt af manna- völdum, skal þeim, er valdið hefur, skylt að ganga frá því á snyrtilegan hátt.“ Í 24. grein segir: „Landsvæði, sem mikilvægt er að varðveita sak- ir sérstaks landslags, gróðurfars eða dýralífs, getur Náttúruvernd- arráð friðað í heild, og nefnast þau landsvæði friðlönd. Má þar ekki raska náttúrufari né gera mann- virki, sem spilla svip landsins.“ Árið 1988 lét Náttúruverndarráð gera kort af „Friðlýstum svæðum og náttúruminjum á Íslandi.“ Þau reyndust vera 272. Meðal þeirra hér um slóðir, sem ekki má raska, eru: Kerhóll við Seyðishóla, Kerið, Neðra-Sog, Hraunbollar undir Ölf- usárbrú á Selfossi, Bæjarvatn við Gaulverjabæ, Fjörur við Stokks- eyri, Hengilssvæðið, Varmá, Ölfus- forir, Hafnarnes við Þorlákshöfn, og Fjörumörk við Hjalla. Það vekur furðu, að Ingólfsfjall með sínar fögru og áberandi skrið- ur og kletta skuli ekki vera á þess- ari skrá. Það er brýnna nú en nokkru sinni áður. Því vil ég ein- dregið mælast til þess, að réttar stofnanir þjóðfélagsins og áhuga- menn taki nú þegar höndum saman um að stöðva frekari skemmd- arverk á Ingólfsfjalli og fái það friðlýst. Góðar malarnámur eru hér margar í næsta nágrenni. Rækt- unarsamband Flóa og Skeiða er með miklar malargryfjur í Hróars- holti með ágætu efni. Þar er um- gengni til fyrirmyndar. Þegar möl- in er uppurin á ákveðnu svæði, er gengið snyrtilega frá því og það aftur gert að túni. Þá er mikið sótt í malarnámur við Súluholt, Önund- arholt, Oddgeirshóla og Bíldsfell og Hlíð í Grafningi. Ég heiti á umhverfisráðherra, Náttúruvernd ríkisins, Náttúru- verndarsamtök Íslands og Land- vernd og alla þá, sem unna fögru landi að stöðva nú þegar þau her- virki, sem verið er að vinna á Ing- ólfsfjalli og friði það. Höfundur er fyrrverandi féhirðir í Landsbankanum á Selfossi. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 27 FÉLÖGUM í Leikfélagi Reykja- víkur barst fyrir nokkru sending með pósti sem innihélt boð á aðal- fund félagsins, til- lögur að breytingum á samþykktum fé- lagsins ásamt rök- stuðningi fyrir til- lögunum og lýkur með „vinsemd og virðingu og einlægri von um stuðning ykkar, Stjórn Leikfélags Reykjavíkur“. Ætla mætti því að þetta væru tillögur stjórnar Leikfélags Reykjavíkur en þeir sem rétt eiga á að sitja stjórn- arfundi og hafa aðgang að fund- argerðum kannast ekki við að þess- ar tillögur hafi verið afgreiddar af stjórninni – a.m.k. ekki áður en þær voru sendar út. Ekki er þess getið hver eða hverjir séu höfundar þess- ara tillagna en vitað er að í vetur var sett nefnd til að endurskoða samþykktirnar. Í besta falli má því álykta að þetta séu tillögur þeirra þriggja einstaklinga sem nú sitja í aðalstjórn félagins. Burtséð frá því hvaðan þessar til- lögur eru komnar eru þær allrar at- hygli verðar en þó einkum útskýr- ingarnar og rökstuðningurinn. Í fyrsta lagi er gerð tillaga um „Að opna félagið fyrir öllu áhugafólki um leiklist og leikhúsrekstur í Borgarleikhúsi“ og verður ekki gert að sérstöku umfjöllunarefni hér nema hvað í rökstuðningi segir að þetta eigi að vera til að leyfa „lýð- ræðinu að blómstra“. Í öðru lagi er gerð tillaga um „Að stjórn Leikfélagsins verði ekki skip- uð starfsmönnum/launþegum fé- lagsins“ og m.a. getið í útskýringum að það „form „atvinnu-lýðræðis,“ að starfsmenn sitji í stjórn ... sé ekki hið besta fyrirkomulag á atvinnu- rekstri.“ Það er semsagt ekki nema ákveðinn hluti lýðræðisins sem bréfritarar vilja að blómstri. Kaldar kveðjur Tilefni þessarar greinar er eink- um þetta: Úr útskýringum og rök- stuðningi með tillögunum má lesa það álit núverandi stjórnarmanna LR að félagsmenn LR verði sjálf- krafa óhæfir til að sitja í stjórn fé- lagins og bera ábyrgð á leik- húsrekstrinum um leið og þeir taka að sér launuð störf hjá félaginu. Burtséð frá þeim áfellisdómi sem stjórnarmenn fella yfir sjálfum sér verða þetta að teljast kaldar kveðj- ur til allra annarra félagsmanna, lífs og liðinna, sem setið hafa í stjórn og leikhúsráði LR síðustu 40 árin eða frá því félagið var gert að atvinnuleikhúsi með fastráðnum listamönnum og leikhússtjóri ráð- inn. Áfellisdómur núverandi stjórn- armanna yfir sjálfum sér nær nefni- lega líka til allra stjórnarmanna LR síðustu 40 árin sem jafnframt hafa verið í starfi hjá félaginu. Meðal þeirra eru t.d. heiðursfélagarnir Steindór Hjörleifsson, Jón Sig- urbjörnsson og Steinþór Sigurðs- son, auk annarra félagsmanna eins og Guðrúnar Ásmundsdóttur, Sig- ríðar Hagalín og Helga Skúlasonar, svo aðeins nokkrir séu nefndir af þeim fjölda félaga sem setið hafa í stjórn félagsins. Þó að núverandi stjórnarmenn telji sig bæði vanhæfa og óhæfa til að sitja í stjórn Leikfélags Reykja- víkur og bera ábyrgð á rekstri þess – álit sem fjölmargir félagsmenn geta tekið undir – verður það að teljast óþarfi, óviðeigandi og ósmekklegt af þeim að senda öllum fyrirrennurum sínum slíkar kveðj- ur. Vanhæfir stjórnarmenn á flótta Augljóst er að þessir stjórn- armenn Leikfélags Reykjavíkur hafa gefist upp fyrir verkefni sínu og í stað þess að viðurkenna það og segja af sér reyna þeir að forða sér út um bakdyrnar með því að breyta samþykktum félagsins þannig að þeir geti hætt vegna „vanhæfis“. Undirrituðum – og mörgum öðrum félögum LR – væri engin eftirsjá að þeim núverandi stjórnarmönnum sem m.a. bera ábyrgð á mesta hallarekstri í 108 ára sögu félagsins. En algjör fásinna væri að leyfa þeim að taka með sér á flóttanum alla aðra félaga Leikfélags Reykja- víkur, sem kynnu að taka að sér launuð störf fyrir félagið í nútíð og framtíð, og banna þeim með lögum að koma nálægt leikhúsrekstrinum. Stjórnarseta listamanna og starfsmanna LR Allt frá því Leikfélag Reykjavík- ur var stofnað hafa formenn þess og aðrir stjórnarmenn komið úr hópi starfandi félagsmanna. Frá því að það varð atvinnuleikhús með fastráðnum listamönnum og leik- hússtjóra hefur meirihluti stjórnar – oftast öll stjórnin – verið skipuð fastráðnum listamönnum og starfs- mönnum; þar til fyrir fjórum árum. Formaður félagsins var líka nánast óslitið úr hópi fastráðinna leikara; þar til fyrir fimm árum. Og hér er ekki úr vegi að skoða hvernig til hefur tekist í rekstri fé- lagsins þessi síðustu 4-5 ár. Á miðju ári 1998 var höfuðstóll félagsins, hrein eign, rúmar 110 miljónir kr. eða á núvirði tæpar 137 miljónir kr. (Eign sem hefði farið langt með að tryggja áunninn eftirlaunarétt allra eldri starfsmanna félagsins í 25 ár. Eftir að öllum eignum félagsins hef- ur nú verið sóað í ábyrgðarlausan hallarekstur eru þessi réttindi í stórhættu og gætu orðið að engu fyrr en varir; um það verður ef til vill fjallað nánar í annarri grein.) Nú tæpum fimm árum síðar er eig- infjárstaða félagsins orðin neikvæð, Leikfélag Reykjavíkur er svo gott sem gjaldþrota – þrátt fyrir 50 milj- óna kr. neyðaraðstoð frá Reykjavík- urborg á yfirstandandi leikári. Vanhæfi og vanhæfni núverandi stjórnar Núverandi stjórnarmenn, sem í raun hafa nú lýst sig vanhæfa til að stjórna rekstrinum, hafa allir verið meira og minna í launuðum störfum hjá félaginu. Þeir biðja félagsmenn nú um stuðning til að „losna undan“ þeirri „plikt“ að þurfa að takast á við erfiðar ákvarðanir sem óhjá- kvæmilega fylgja stjórnarsetu í rekstri félags eins og Leikfélags Reykjavíkur. Og þeim er ekki nóg að losna sjálfir heldur vilja þeir líka banna miklum hluta núverandi fé- laga að axla ábyrgðina. Fyrstu 35 ár atvinnuleikhúss Leikfélags Reykjavíkur höfðu þeir sem völdust til stjórnarstarfa fyrir félagið jafnan þann dug sem þurfti til að takast á við erfið úrlausn- arefni, þar á meðal uppsagnir starfsmanna, og töldu sig ekki þurfa að óttast óvinsældir leik- hússtjórans vegna skoðana sinna og afstöðu. En nú er öldin önnur og núver- andi stjórnarmenn telja sig van- hæfa til stjórnarsetu – og kannski er það einmitt það sem þeir eru: Þeir hafa vald til að stöðva gegnd- arlausan hallarekstur núverandi leikhússtjóra, sem hefur á tæpum þremur árum sóað hátt í 125 milj- ónum kr. á núvirði, en skortir kjark og dug til að standa sína „plikt“. Þeir eru með öðrum orðum van- hæfir til að takast á við þann vanda sem fylgir þeim ábyrgðarstöðum sem þeir hafa sóst eftir og náð kjöri til. Þeir segjast vilja losna undan sinni „plikt“ af því að stjórnin ræð- ur leikhússtjórann og þá kemur „upp sú staða að starfsmaður, und- irmaður leikhússtjóra, verður yf- irmaður hans í stjórn“ (eins og það sé eitthvert einsdæmi í rekstri fyr- irtækja) og nefna sérstaklega „starfsmannahald“ sem vandamál – sennilega með nýlegar uppsagnir í huga sem óhjákvæmilega eru á ábyrgð stjórnarinnar þó að þær séu að tillögu leikhússtjóra og fram- kvæmdastjóra (og stjórnin féllst á athugasemdalaust). En vandamál LR hefur aldrei verið það að leik- hússtjórinn gæti ekki rekið lista- menn og starfsmenn félagsins vegna þess að fulltrúar þeirra sitja í stjórn– vandamál félagsins er að núverandi stjórnendur geta ekki rekið leiklistarstarfsemi félagsins sem þeir eru kjörnir og ráðnir til. Það er vinsæl aðferð að kenna starfsreglum og stjórnarfyrir- komulagi um vanda ýmissa fyr- irtækja og stofnana en í flestum til- fellum – eins og hjá Leikfélagi Reykjavíkur – er ekki við reglurnar og formið að sakast, heldur þá ein- staklinga sem veljast til trúnaðar- og ábyrgðarstarfa en reynast síðan vanhæfir þegar á reynir. Vanhæfir stjórnendur hjá Leikfélagi Reykjavíkur? Eftir Sigurð Karlsson Höfundur er fyrrv. formaður Leik- félags Reykjavíkur og núverandi varaformaður. uð sé umgjörð þjálfunar og keppni í samræmi við stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um barna- og unglingaíþróttir. Þá er lögð áhersla á fjár- málastjórnun, aukna þjálfara- menntun og almennt félagsstarf. Að lokum er lagt upp með að fé- lögin greini markmið og stefnu með foreldrastarfi, fræðslu- og forvarnarstarfi, jafnréttismálum innan félagsins og umhverfisstarfi. Þá er sett upp ákveðið viðurkenn- ingaferli. Í erli dagsins í dag, þar sem frí- tíminn er orðinn afar dýrmætur og erfiðara reynist að fá sjálfboðaliða til starfa í þessari stærstu fjölda- hreyfingu landsins, er gríðarlega mikilvægt að allir sambandsaðilar ÍSÍ, 24 sérsambönd, 27 íþrótta- bandalög og héraðssambönd, 440 íþrótta- og ungmennafélög og um 400 deildir þeirra, leggist á eitt við að setja í gang innri vinnu til að efla og skilgreina starfsemi sína betur. Sú vinna og það starf mun taka einhvern tíma en ég er þess fullviss um að uppskeran verður góð. Með vel skilgreindu starfi er auðveldara fyrir þá aðila sem koma nýir inn í starf félaga eða deilda að ganga að upplýsingum og ferli í stað þess að finna upp hjólið sjálfir. Rétt er að leggja áherslu á að þessa vinnu er ekki hægt að vinna ofan frá heldur verða forystumenn á öllum stigum íþróttahreyfingarinnar að leggja sitt af mörkum í endurskipulagn- ingu sambandsaðila með bættu gæðastarfi. ÍSÍ hefur ákveðið að ráða sérstakan verkefnisstjóra sem tekur til starfa í lok sumars og verður verkefni hans að kynna verkefnið og hvetja félög og deild- ir til að setja í gang gæðavinnu. Höfundur er framkvæmdastjóri ÍSÍ. SKOÐUN Ríkharður Jósafatsson Austurlensk læknisfræði Nálastungur og nuddfræði Fellsmúla 24 108 Reykjavík 553 0073 GSM: 863 0180 nalastungur@simnet.is Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is RAFSTÖÐ m/HONDA MÓTOR Ágætu Norðvestlendingar þið sem kusuð Samfylkinguna einkum og sérílagi vinir, kunniningjar, frændfólk og aðrir þeir sem lögðu á sig mikla fyrirhöfn til þess að ég næði að halda sæti á Alþingi. Ég þakka innilega stuðninginn og vinnuna fyrir mig persónulega og pólitískt óska ykkur og landsmönnum alls hins besta. Kær kveðja Gísli S. Einarsson, Akranesi. Laugavegi 63 • sími 5512040 Túlipani Vönduðu silkiblómin fást í                   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.