Morgunblaðið - 31.05.2003, Síða 16

Morgunblaðið - 31.05.2003, Síða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tónlistar veisla me› flátttöku gesta í sal Matse›ill Dansandi sjávarréttakoddi í Waterloo humarsósu. Svífandi léttur lambahryggvö›vi í syngjandi sveiflu. Fly on the Wing's ís fantasía Ver› 5.900 kr. Sjómannadagsráð Stórdansleikur me› milljónamæringunum Sjómannadagurinn 65 ára afmælishóf í kvöld Forsala mi›a og bor›apantanir alla virka daga kl. 13:00-19.00. Sími 533 1100 - fax 533 1110 www.broadway.is - broadway@broadway.is SÆTTIR hafa tekist í deilumáli bandarísku stórfyrirtækjanna AOL Time Warner og Microsoft Corp. en AOL höfðaði mál á hend- ur Microsoft á síðasta ári á grund- velli laga um auðhringamyndun og sakaði Microsoft um að nota mark- aðsráðandi stöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni. Fyrirtækin hafa nú samþykkt að vinna saman á breiðum grundvelli á sviði Internetsins, stafrænnar tækni og skyndiskilaboðatækni. Samkvæmt samningi fyrirtækj- anna mun Microsoft borga AOL 750 milljónir Bandaríkjadala, and- virði hátt í 54 milljarða íslenskra króna, og veita AOL þókn- unarlaust sjö ára leyfi fyrir notkun á Internet Explorer vafranum, sem mun tryggja að vafrinn verði hér eftir sem hingað til notaður af milljónum viðskiptavina America Online. Fyrirtækin samþykktu einnig að vinna saman að því að samræma hin ört vaxandi skyndi- skilaboðakerfi sín. Í frétt The Wall Street Journal segir að samningurinn geti veitt Microsoft jafnvel enn meiri áhrifa- mátt varðandi það hvernig Int- ernetið kemur til með að þróast í framtíðinni, ásamt því að Micro- soft muni einnig setja aukið mark sitt á þróun dreifingar á tónlistar- og vídeóefni á netinu. Sem kunn- ugt er er Mircosoft nú þegar með markaðsráðandi stöðu í hugbúnaði fyrir heimilistölvur og á sviði vafra. AOL, sem á réttinn á sam- keppnisvafranum Netscsape, var síðasta mótvægið við Microsoft á því sviði. „Skapandi samband“ Fyrirtækin sögðu í yfirlýsingu að þau myndu halda áfram að vera samkeppnisaðilar en myndu vinna saman að því að færa stafrænt efni og þjónustu til viðskiptavina, auk þess að vinna að því að vernda höfundarrétt á netinu. Stjórnarformaður Microsoft, Bill Gates, sagði að samningurinn gæti hraðað almennri upptöku staf- rænna miðla. „Á sama tíma og fyr- irtæki okkar munu halda áfram að keppa á markaði, er ég ánægður með að við höfum náð að leysa úr ágreiningi okkar og ég er spennt- ur yfir því tækifæri sem okkur gefst nú á því að vinna saman.“ Forstjóri AOL, Richard Parsons, bætti því við að hann fagnaði meira „skapandi sambandi“ við Microsoft en hingað til hefur verið raunin og að samkomulagið um að vinna saman á sviði stafrænnar miðlunar markaði mikilvægan áfanga fram á við í þjónustu við viðskiptavini og í því baráttumáli listamanna og rétthafa að vernda höfundarrétt. Sættir nást um netvafra Microsoft greiðir AOL Time Warn- er 750 milljónir dala fyrir að nota Internet Explorer Reuters Bill Gates hefur ástæðu til að gleðj- ast enda staða hans í netheimum enn sterkari eftir samninginn við AOL Time Warner um endalok Netscape. DÓTTURFÉLAG SH í Banda- ríkjunum, Icelandic USA Inc., hefur nú gengið frá kaupum á öllum eignum Ocean to Ocean (OTO), en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð 9. apríl sl. Tekur Icelandic USA nú þegar við rekstrinum en OTO verður rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. OTO er yfir 20 ára gamalt fyr- irtæki með höfuðstöðvar á Virg- inia Beach í Virginíufylki og söluskrifstofur víða um Banda- ríkin og Kanada. OTO er eitt af leiðandi fyrirtækjum í innflutn- ingi og sölu á rækju og öðrum skelfiski. „Við erum að skerpa áherslur okkar á þessu sviði vegna auk- innar eftirspurnar eftir rækju,“ sagði Magnús Gústafsson, for- stjóri Icelandic USA. „Neysla á rækju hefur farið hratt vaxandi í Bandaríkjunum. Neyslan tvöfald- aðist á 15 árum og er rækja nú í fyrsta sæti hvað sjávarafurðir snertir. Það er trú okkar að sú viðbót sem rækjan er styrki mjög sókn okkar undir Icelandic vörumerkinu á næstu árum.“ „Um 85% allrar rækju eru flutt inn,“ segir Dave Brockwell, en hann ásamt Sandler-fjölskyld- unni stofnuðu OTO 1982. „OTO hefur byggt upp sterk langtíma- sambönd við framleiðendur í mörgum Asíulöndum og öðrum löndum þar sem rækja er fram- leidd. Við erum með eigin um- boðsmenn í hverju landi og mik- ilvægur hluti af starfi þeirra er að tryggja stöðug og mikil gæði vörunnar.“ „ Stór hluti sölu OTO er til smásölukeðja í Bandaríkjunum og Kanada, en talsvert er einnig selt til fyrirtækja í veitingaþjón- ustu. Samsetningin býður upp á ný tækifæri og samlegð í sölu. Icelandic USA getur boðið við- skiptavinum sínum í veitinga- þjónustu mikið og gott vöruval í skelfiski og sterk staða OTO í smásölunni skapar ný tækifæri fyrir afurðir Icelandic USA á þeim hluta markaðarins,“ segir í frétt um kaupin. Árleg velta Icelandic USA var um USD 170 milljónir á síðasta ári og fjöldi starfsmanna yfir 500. Velta OTO nam á sama tíma USD 110 milljónum. Gengið frá kaup- um SH á OTO Ocean to Ocean er leiðandi fyrirtæki í sölu á rækju og skelfiski KATLA Travel GmbH, sem selur ferðir til Íslands í Austurríki og Þýskalandi, flutti höfuðstöðvar sín- ar til Íslands vegna stóraukinna umsvifa og hagstæðs skattaum- hverfis, að sögn Péturs Óskarsson- ar framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins. Í Morgunblaðinu var nýverið missagt, að ástæðan hefði að hluta til verið lægri laun á Íslandi. Pétur segir svo ekki vera. „Hins vegar eru launatengd gjöld lægri hér en í Þýskalandi, og það hafði sín áhrif,“ segir hann. Katla Travel GmbH var stofnað í Þýskalandi árið 1997 og þá voru gerðir samningar við ferðaskrif- stofurnar Troll Tours og Necker- mann um sölu á Íslandsferðum. Fyrirtækið sérhæfir sig í ferðum til Íslands frá þýskumælandi svæð- um í Evrópu. Það rekur skrifstofu í München og nú einnig í Reykjavík. Katla til Íslands vegna aukinna umsvifa Kreppa í Japan ef bankakerfið breytist ekki EFNAHAGSKREPPA gæti skollið á í Japan komi ekki til breyting á bankakerfi landsins sem seðla- bankastjóri Jap- ans, Toshihiko Fukui, segir óstöðugt. Þessi aðvörun bankastjórans kemur í kjölfar þess að bankinn hefur aftur eftir sex mánaða hlé lækkað mat sitt á efnahag lands- ins vegna ótta við áhrif bráða- lungnabólgunnar, HABL, veikrar stöðu dollars og hættumerkja heima fyrir eftir að ríkisstjórnin ákvað að koma fimmta stærsta banka Japans, Resona Holding Inc. til hjálpar. Bankinn neyddist til þess um síðustu helgi að leita rík- isaðstoðar eftir að CAD-hlutfall bankans hafði farið niður fyrir til- skilin 4% mörk. Japönsk stjórnvöld skref í átt að breytingum í banka- kerfinu með greiðslu að jafnvirði um 1.240 milljarða íslenskra króna til að koma Resona aftur á réttan kjöl. Í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka segir að fjárhæðin nemi um 20% af öllu því fjármagni sem áður hefur verið notað í svip- uðum tilgangi og um 0,4% af lands- framleiðslu í Japan. Eitt af stærstu vandamálum japansks hagkerfis „Ef ekki verður gripið til viðeig- andi ráðstafana varðandi vanda- mál fjármálastofnana verður að segjast að Japan horfir fram á að þurfa að standa frammi fyrir fjár- málakreppu á hverri stundu,“ sagði Toshihiko Fukui á fundi með nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur fyrirskipað bönkum að minnka um helming hlutfall svokallaðra „slæmra lána“, eða lána sem þarf að afskrifa, fyrir mars 2005, en lánin eru sögð meg- inástæða efnahagslægðar í Japan. Í Morgunkorni segir að sú stað- reynd að japanskir bankar hafi ekki afskrifað töpuð útlán hafi gert það að verkum að bankakerf- ið sé því sem næst gjaldþrota. „Umbreytingar verða ekki auð- veldar og munu leiða til fækkunar starfsfólks í bankakerfinu. Jap- anska kerfið um æviráðningar starfsmanna gerir fyrirtækjunum erfitt um vik í hagræðingu og styrkir rökin fyrir aðkomu stjórn- valda.“ Toshihiko Fukui AÐALFUNDUR Landverndar hef- ur samþykkt ályktun þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að bregðast skjótt við og setja reglur um losun sjókjölfestu skipa í höfnum landsins og tryggja að öll skip sem koma hing- að til lands með sjó sem kjölfestu fari eftir þeim. Þá telur fundurinn nauð- synlegt að hefja þegar úttekt á losun fljótandi kjölfestu skipa hér við land og flutningi lífvera með henni. Einnig verði að ljúka gerð alþjóðlegs samn- ings um meðferð fljótandi kjölfestu. „Innflutningur ágengra framandi lífvera í ný heimkynni með fljótandi kjölfestu skipa hefur verið skilgreind- ur sem ein af fjórum mestu ógnum heimshafanna. Hinar ógnirnar eru mengun frá landi, ofnýting fiskimið- anna og eyðilegging búsvæða í haf- inu. Vitað er að framandi lífverur í fljót- andi kjölfestu geta lifað margar vikur og mánuði undir siglingu og ná að þrífast í nýjum heimkynnum. Slíkar lífverur eiga oft enga náttúrulega óvini í nýja staðnum og hafa á stund- um langvarandi áhrif á lífríkið, heilsu- far, fiskveiðar og afþreyingu ferða- manna. Við vaxandi skipaferðir til landsins vegna flutninga til og frá nýjum og stækkandi stóriðjufyrirtækjum hér á landi eykst þessi hætta til muna. Vit- að er að sjúkdómar hafa borist með sjókjölfestu í laxeldiskvíar í Færeyj- um. Nýju og vaxandi sjókvíaeldi lax og þorsks, m.a. á Austfjörðum, ásamt villtum laxastofnum er hætta búin ef slíkir sjúkdómar berast hingað til lands. Ástand þessara mála er með öllu óþekkt hér við land. Engar út- tektir hafa farið fram á umfangi los- unar fljótandi kjölfestu eða hvort og þá hvaða lífverur berast með kjölfest- uvatni og hvaðan þær eru upprunnar. Á vegum Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar (IMO) hefur undan- farin ár verið unnið að gerð alþjóðlegs samnings um stýringu á notkun fljót- andi kjölfestu til þess að lágmarka flutning skaðlegra lífvera milli haf- svæða. Stefnt er að frágangi samn- ingsins snemma á næsta ári en mikið mun þó vera ófrágengið í þeim mál- um,“ segir í ályktun Landverndar. Takmarka þarf skað- leg áhrif kjölfestu OLÍUVERSLUN Íslands hefur ný- verið undirritað samning við Anza um að gerast aðili að Rafrænu markaðstorgi (RM). Í fréttatilkynn- ingu kemur fram að íslenska ríkið er stærsti kaupandinn á Íslandi með um 65 milljarða árlega inn- kaupaveltu og er í auknum mæli að færa innkaup sín í rafrænt form. Samið hefur verið um aðgengi allra ríkisstofnana að Rafræna markaðs- torginu. Mikið hagræði er talið nást með innleiðingu rafrænna viðskipta og samkvæmt áætlunum fjármála- ráðuneytisins mun íslenska ríkið spara um 1.100 milljónir á 4 árum með innleiðingu þeirra. Tilgangur Rafræns markaðs- torgs er að leiða saman viðskipta- aðila í íslensku atvinnulífi, kaup- endur og seljendur og gera þeim kleift að koma á rafrænum við- skiptum sín á milli um einn miðlæg- an vettvang. OLÍS sem- ur við Anza

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.