Morgunblaðið - 31.05.2003, Side 24

Morgunblaðið - 31.05.2003, Side 24
SUÐURNES 24 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Davíð Pétursson Hópurinn sem útskrifaðist frá háskólanum á Hvanneyri. Háskólanám á Hvann- eyri á þremur brautum Skorradalur skólann haustið 2001. Hæstu einkunn á háskólaprófi hlaut Gunnfríður Elín Hreiðarsdótt- ir. Hún stundaði nám á búvísinda- braut og fékk einkunnina 8,78. Á landnýtingabraut var hæsta ein- kunn 8,30, en hana hlaut Cathrine Helene Fodstad. Hæstu einkunn á búfræðiprófi hlaut Sigurbjörg Sig- urbjörnsdóttir, með einkunnina 8,64. Þetta er í fyrsta sinn sem nem- endur útskrifast eftir að hafa stund- að allt sitt háskólanám við Landbún- aðarháskólann, eftir að skólinn var formlega gerður að háskóla með lög- um árið 1999. Nú eru liðin 111 ár síðan nemendur voru fyrst útskrif- aðir frá Hvanneyri. Eftir ræðu rektors ávarpaði land- búnaðarráðherra viðstadda og hvatti nemendur og stjórnendur Landbúnaðarháskólans til dáða til hagsbóta íslenskum landbúnaði. Eftir að Ríkharð Brynjólfsson hafði stjórnað afhendingu verðlauna til útskriftarnemenda fyrir náms- afrek vetrarins var öllum boðið í veislukaffi í boði skólans. SKÓLASLIT Landbúnaðarháskól- ans fóru fram í matsal skólans laug- ardaginn 24. maí sl. að viðstöddum um 300 gestum, starfsmönnum og nemendum. Meðal gesta var land- búnaðarráðherra, Guðni Ágústsson. Magnús B. Jónsson, rektor, hóf skólaslitaræðu sína með því að minnast forvera síns, Guðmundar Jónssonar, fyrrverandi skólastjóra, sem lést í nóvember 2002 á 101. ald- ursári. Eftir að rektor hafði farið yf- ir æviágrip hins látna heiðursmann risu allir úr sæti í minningu hans. Í ræðu rektors kom fram, að við skólann var boðið upp á háskólanám á þremur námsbrautum, landnýt- ingar-, umhverfisskipulags- og bú- vísindabraut. Að þessu sinni braut- skráðust 9 nemendur af búvísindabraut og 3 af landnýtinga- braut, auk 23 nemenda sem útskrif- uðust með búfræðipróf úr bænda- deild. Af þeim voru 2 fjarnemar. Ekki brautskráðust nemendur af umhverfisskipulagsbraut að þessu sinni, því hún var fyrst starfrækt við Ráðherra ásamt frændgarði sínum við útskrift á Hvanneyri, frá vinstri, Ágúst Ketilsson, Brúnastöðum, Jóhann Jensson, Teigi, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Baldur Tryggvason, Selfossi, Trausti Hjálmarsson, Langsstöðum, og Stefán Geirsson, Gerðum. Morgunblaðið/Davíð Pétursson LANDIÐ Tjarnarlandsleikar voru haldnir á fimmtudag á Vilhjálmsvelli á Egils- stöðum. Þeir eru uppske- ruhátíð leikskólans Tjarn- arlands í lok skólaársins, en nú eru börnin þar ým- ist að útskrifast eða fær- ast til milli deilda. Krakk- arnir flykktust á völlinn og tóku þátt í fjöl- breyttum íþróttaleikjum, eftir að gengið hafði verið í skrúðgöngu að vellinum í fylgd lögreglu. Eftir tvær klukkustundir af æsilegum afrekum fengu allir svaladrykk og ávöxt og héldu alsælir leiðar sinnar. Íþróttaleikar barna á Egilsstöðum Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjalar Tandri Guttormsson var aldeilis spræk- ur þar sem hann flengdist í gegnum hverja þrautina á fætur annarri á íþróttaleikum Tjarnarlandsleikskólans á Egilsstöðum í gær. SAMKAUP hf. og Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum (MSS) hafa gert með sér samkomulag um stofnun og rekstur Samkaupaskólans. MSS mun hafa umsjón með skólanum. Skúli Skúlason, starfsmannastjóri Samkaupa, segir að þörf sé fyrir sér- stakan skóla fyrir starfsmenn fyrir- tækisins þar sem skólakerfið bjóði ekki markvisst nám fyrir fólk sem valið hefur að gera verslun og þjón- ustu að ævistafi sínu. „Markmið okk- ar er að gera störf í verslunum að innihaldsríku ævistarfi og reyna að draga úr starfsmannaveltu,“ segir Skúli Skúlason. Í starfi Samkaupaskólans verður lögð áhersla á markvissa uppbygg- ingu starfsmanna í þágu fyrirtækis- ins og einstaklinganna sjálfra þar sem tekið er mið af þörfum beggja á grundvelli faglegrar þarfagreiningar við val á námsefni og námskeiðum, að því er fram kom á blaðamanna- fundi í gær þegar samstarfið var kynnt. Skúli Thoroddsen, forstöðu- maður MSS, segir Samkaupaskól- ann dæmi um markvissa uppbygg- ingu starfsfólks í stað tilviljanakenndra námskeiða sem óvíst sé hverju skili. Þróa nám í meðferð ferskra matvæla Skúli Thoroddsen segir að MSS sé í samvinnu við danska aðila að þróa starfsnám í meðferð ferskra mat- væla og hafi fengið styrk úr Starfs- menntasjóði félagsmálaráðuneytis- ins til þess. Verði námsefnið fyrst reynt í Samkaupaskólanum. Skúli Skúlason segir að unnið sé að ýmsum öðrum verkefnum. Verslunarfyrir- tækin hafi tekið upp samstarf við Viðskiptaháskólann á Bifröst um tveggja ára nám fyrir verslunar- stjóra og sé það komið nokkuð á veg. Þá sé unnið með Iðntæknistofnun að því að útbúa námsefni um meðferð ávaxta og grænmetis. Samkaup er með verslanir víða um landið og verða námskeiðin í Sam- kaupaskólanum haldin í samvinnu við fagaðila og aðrar símenntunar- miðstöðvar. Starfsmenn og aðkeypt- ir leiðbeinendur kenna. Samkaupaskólinn hefur starfsemi sína á sérstöku hvatningar- og sjálf- styrkingarnámskeiði fyrir starfs- menn fyrirtækisins. Miðstöð símenntunar sér um Samkaupaskólann Ljósmynd/Hilmar Bragi Guðjónína Sæmundsdóttir og Skúli Thoroddsen frá MSS og Skúli Þ. Skúla- son starfsmannastjóri kynntu Samkaupaskólann í versluninni í Njarðvík. Suðurnes GÓÐ stemmning var fyrir utan Ytri Njarðvíkurkirkju á uppstigning- ardag, en þá hófst hinn árlegi blómamarkaður systrafélags kirkj- unnar. Rúm 20 ár eru síðan systra- félagskonur hófu blómasölu í sum- arbyrjun og er nýtt met slegið á hverju ári. Félagið fagnar 35 ára afmæli á þessu ári og eru félagskonur nú 28. Blómamarkaður systrafélagsins er aðalfjáröflun félagsins, auk sölu á jólarósum í nóvember. Að sögn Sigrúnar Öldu Jensdóttur for- manns myndast allaf skemmtileg stemmning í kringum markaðinn. „Við bjóðum upp á kaffi og með því inni í kirkjunni þannig að fólk staldar við og spjallar um leið og það kaupir sér plöntur.“ Taka sér góðan tíma Sigrún Alda sagði í samtali við blaðamann að það væru ekki bara Njarðvíkingar sem kæmu, heldur fólk af öllum Suðurnesjum og jafn- vel af höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að bjóða hér upp á alla flór- una, tré, rósir, runna, fjölærar plöntur ásamt ýmsum sum- arblómum. Fólk tekur sér góðan tíma til að velja plöntur sem því lík- ar.“ Blómamarkaðurinn við Ytri Njarðvíkurkirkju stendur til sunnu- dagsins 1. júní og stefna systra- félagskonur að sjálfsögðu að því að slá metið frá í fyrra. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Að ýmsu er að hyggja þegar kaupa á plöntur til að prýða veröndina. Þegar úrvalið er mikið vandast málið og auðvitað verður að velja þá fallegustu. Met slegið á hverju ári Njarðvík ELDUR kviknaði í bílskúr í Garð- inum í fyrrinótt. Ekki urðu skemmdir á íbúðarhúsinu. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Keflavík urðu miklar skemmdir af völdum brunans, en timbur var geymt í bílskúrnum. Engin hætta var á að eldurinn bærist í nærliggjandi hús þar sem skúrinn stóð stakur. Ekkert raf- magn var á bílskúrnum. Ekki liggur fyrir hver eldsupptök voru. Eldur laus í bílskúr Garður HÁTÍÐARHÖLD verða á sjó- mannadaginn í Grindavík, Sandgerði og Reykjanesbæ og sjómannamessa í Garði. Í Grindavík er hátíðin Sjóar- inn síkáti alla helgina og hófst hún í gærkvöldi. Ýmis atriði eru á dagskrá, bæði hefðbundin skemmtiatriði á sjó- mannadaginn og ýmsar uppákomur fyrir börn og fullorðna, skemmtisigl- ing, dansleikir og fleira. Hátíðar- höldin ná hámarki á öllum stöðunum á sunnudag, með sjómannamesu og dagskrá við hafnirnar. Í Grindavík hefst dagskráin við höfnina klukkan 14.15. Í Sandgerði fer skrúðganga frá Björgunarstöð- inni klukkan 13.30 og hátíðarhöld hefjast við höfnina klukkan 14. Há- tíðarhöldin í Reykjanesbæ verða í Reykjaneshöllinni og hefst dagskrá- in klukkan 14. Í Garði verður sjó- mannamessa klukkan 13.30. Hátíðar- höld á sjómanna- daginn Suðurnes MÁLVERKASÝNINGIN Maður og haf verður opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus- húsum klukkan 15 í dag. Á sýning- unni er úrval sjávarmynda frá Lista- safni Íslands. Frítt er inn á sýninguna á morgun, sjómannadaginn, og í tilefni dagsins verða sjómannavalsar leiknir og dansaðir í sýningarsalnum, á milli klukkan 16 og 17. Bátafloti Gríms Karlssonar er einnig í Duushúsum og á morgun verður léttur leikur þar og kynning á merkjaflöggum sem Byggðasafn Reykjanesbæjar eignaðist nýverið. Sýningin Maður og haf opnuð Keflavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.