Morgunblaðið - 31.05.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 31.05.2003, Síða 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 27 VERSLANIRNAR Blómaval, Fjarðarkaup, Hagkaup og Melabúð- in eru nú með á boðstólum nokkrar gerðir af innpökkuðum lífrænt ræktuðum ávöxtum og grænmeti sem Yggdrasill flytur inn frá Hol- landi. Um er að ræða epli, appels- ínur, perur, gulrætur, lauk og hvít- lauk. Vörunni er ýmist pakkað í bakka eða net og segir Rúnar Sig- urkarlsson, stofnandi Yggdrasils, að verðið sé 20–30% lægra en neytend- ur hafi átt að venjast á þessari vöru. Yggdrasill hefur flutt lífrænt ræktaða ávexti og grænmeti til landsins síðastliðin sjö ár og segir Rúnar að innflutningur fyrir fyrr- greindar verslanir sé ánægjuleg viðbót. „Vörunni er pakkað fyrir erlenda stórmarkaði og Yggdrasil um leið og hún er jafnframt vottuð með sænskum staðli fyrir lífræna fram- leiðslu,“ segir hann. Nafn Yggdrasils er á umbúðunum og segir Rúnar um að ræða „spenn- andi samstarf“, eins og hann tekur til orða. Yggdrasill kaupir lífrænt rækt- aða ávexti og grænmeti af tveimur dreifingarfyrirtækjum, öðru í Dan- mörku, hinu í Hollandi, og kemur umrædd vara frá því síðarnefnda. Uppskeran er ýmist frá Argent- ínu, Ástralíu, Bandaríkjunum, Ítalíu eða Nýja-Sjálandi, svo dæmi séu tekin, og segir Rúnar að neytendur geti séð á umbúðunum hvaðan var- an kemur, „sem skipti miklu máli“. Fleiri vörutegundir möguleiki Vörunni er dreift í gegnum Nat- urland í Hollandi, sem sérhæfir sig í lífrænni ferskvöru og er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu. Hófst samstarf verslananna um inn- flutninginn fyrir rúmum þremur vikum, að hans sögn. Fjögur epli og fjórar appelsínur í bakka hafa verð seldar á 299 krónur og hálft kíló af sítrónum á rúmar 140 krónur og segir Rúnar verðmun á þessari vöru og annarri sambæri- legri 20–30%. „Í næstu viku eru væntanlegar nýjar gulrætur frá Ítalíu sem verða seldar út úr búð á 330 krónur kílóið, það er talsvert lægra verð en neyt- endur hafa þurft að greiða fyrir líf- rænt ræktaðar gulrætur til þessa,“ segir hann. Meiningin er að fjölga vöruteg- undum þegar fram líða stundir, ef viðtökur eru góðar, og kveðst Rúnar ekki telja að stórmarkaðirnir séu að reyna að yfirtaka sölu á lífrænum vörum. „Verslanir hafa leitað til okkar og við höfum ráðlagt þeim við upp- byggingu á framboði á lífrænt rækt- aðri vöru, svo ég myndi segja að samstarf hafi gengið vel.“ En hafa stór- markaðir beitt kaupendastyrk sínum við Yggdrasil til þess að þvinga niður verð? „Nei, það hef- ur ekki gerst. Samvinna hefur gengið vel og ég er bjartsýnn á framhaldið.“ Ekki sama lífrænt og lífrænt Rúnar segir að stórmarkaðir hafi til skamms tíma reynt að flytja inn lífrænt ræktaða vöru frá fyrirtækjum sem ekki sérhæfa sig í slíkri framleiðslu. „Staðreyndin er hins vegar sú að stór hópur þeirra sem velur lífrænt ræktaða vöru treystir ekki þessum vörumerkjum, enda er lífræn fram- leiðsla afar misjöfn að gæðum. Margir þeirra sem framleiða ein- ungis lífræna matvöru hafa 30 ára reynslu í þeirri grein og mér virðist sem margir stórmarkaðir séu að átta sig á þessu og vilji heldur bjóða fyrsta flokks framleiðslu. Þróunin hefur verið sú erlendis að lágvöru- verðsverslanirnar bjóða lífrænt ræktaða vöru frá framleiðendum sem sérhæfa sig í öðru, til að mynda Nestlé og Heinz. En betri verslanir bjóða lífrænt ræktaða vöru frá sterkari og þekktari merkjum,“ segir Rúnar Sigurkarlsson að end- ingu. Yggdrasill flytur inn lífræna ferskvöru í umbúðum í samstarfi við verslanir Selt á 20–30% lægra verði en verið hefur Rúnar Sigurkarlsson og Hildur Guðmundsdóttir, eigendur Yggdrasils. Varan er innpökkuð og merkt upprunalandi, sem er kostur. Morgunblaðið/Jim Smart AFGREIÐSLUTÍMI verslana 10-11 hefur breyst og eru þær allar opnar til miðnættis, að undanskildum sólarhringsversl- ununum fjórum. Ein sólarhring- sverslun hefur verið opnuð á Akureyri. Í fréttatilkynningu segir að viðskiptavinir vilji gjarnan nýta veðurblíðu sum- arsins til annars en verslunar- ferða og leggi þar af leiðandi enn meira upp úr því að geta verslað þegar þeim hentar. „Eftir þessa breytingu er opið 105 klukkustundir í viku hverri í almennum verslunum 10-11,“ segir ennfremur. Þá hefur verið gefin út bók með grilluppskriftum, Nú hitnar í kolunum. „Allar uppskriftirnar miðast við að hægt sé að reiða fram gómsæta og holla máltíð á einfaldan hátt og á lágmarks- tíma,“ segir jafnframt. Grillbókin er seld í verslunum 10-11 og kostar 200 krónur. All- ur ágóði rennur til styrktar Geð- hjálp. Opið til miðnættis í 10–11 Grillbók 10–11. ÞAÐ kemur bæði fjármálum heimilisins og umhverfinu vel að nota eins lítið rafmagn og við teljum okkur komast af með, án þess þó að færa fórnir. Fyrir hverja gíga- vattsstund sem sparast færumst við nær markmiðinu um sjálfbært samfélag. Á markaðnum eru margar vörur sem hafa verið hannaðar þannig að þær spari orku. Með síauknum þrýstingi frá neyt- endum er fjöldi þeirra að aukast. En til þess að svo megi áfram vera, verðum við öll að spyrja út í orkueyðslu tækjanna þegar við hugum að kaupum. Meðal algengra orkufrekra tækja á heimilum eru þvotta- vélar og þurrkarar. Orka Prófaðu að þvo við lægra hitastig og á styttra þvottakerfi en venju- lega. Notaðu ekki forþvottakerfi nema brýna nauðsyn beri til. Þannig má spara 20% af rafmagninu, auk vatns og þvottadufts. Settu eins mikið tau í þvottavélina og hún er gerð fyrir, þó án þess að ofhlaða. Gakktu úr skugga um að allt sem fer í þvottavélina þurfi þess í raun. Stundum dugar að hreinsa bletti með rökum klút og svolitlu af sápu. Ullarflíkur geta orðið ótrúlega frísklegar ef þær eru viðr- aðar vel. Settu mátulega mikið í þurrkarann, of mikið í einu tekur langan tíma og eyðir meira rafmagni. Forðist ofþurrkun, tauið verður krumpað. Mundu að þrífa lósíuna í þurrkaranum eftir þurrkun, og þéttinn 3–4 sinnum á ári. www.landvernd.is/vistvernd Vistvernd í verki – ráð vikunnar Laugavegi 63 • sími 5512040 Pálmatré Vönduðu silkiblómin fást í                        ! 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.