Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 28
ÚR VESTURHEIMI
28 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
S
ÍÐAN árið 2000 hefur
mikið verið reynt til að fá
víkingaskip til Gimli í
þeim tilgangi að minna
enn frekar á uppruna
Kanadamanna af íslenskum ættum
á svæðinu og auka ferðamanna-
strauminn til Nýja Íslands. Fyrst og
fremst var litið til íslenska skipsins
Íslendings en þegar sú von varð að
engu var leitað annarra leiða. Skip
fannst í Nýfundnalandi en flutn-
ingskostnaður og annar kostnaður
er mikill. Þegar Safn íslenskrar
menningararfleifðar í Nýja Íslandi
fékk víkingasýninguna Full Circle:
First contact, Vikings and Skrael-
ings in Newfoundland and Labra-
dor, sem verður í safninu í sumar,
þótti tilvalið að hafa víkingaskip á
Winnipegvatni samfara sýningunni,
en vegna kostnaðar var útlitið ekki
gott fyrr en Gary Doer tryggði
komu skipsins með 70.000 dollara
framlagi ríkisstjórnarinnar fyrr í
mánuðinum. Framlagið nægir þó
ekki til að greiða allan kostnað
vegna skipsins og stendur aukin
fjáröflun yfir, en meðal annars hef-
ur verið leitað eftir stuðningi frá Ís-
landi. „Þessi styrkur gerir það að
verkum að við ráðumst í þetta verk-
efni og vonandi tekst okkur að brúa
bilið með einhverjum öðrum hætti,
en við höfum meðal annars óskað
eftir stuðningi frá íslensku rík-
isstjórninni,“ segir Tammy Ax-
elsson, framkvæmdastjóri safnsins.
Mikið aðdráttarafl
„Þessi 44 feta [um 13,5 m] eft-
irlíking víkingaskips, sem verður í
Gimli í sumar, áréttar sterk menn-
ingartengsl Íslands og Manitoba,“
segir Gary Doer forsætisráðherra
og lýsir yfir mikilli ánægju með að
málið hafi verið leyst. „Vík-
ingaskipið og víkingasýningin
verða mikið aðdráttarafl fyrir
heimamenn og ferðamenn og þetta
mun auka þann ljóma sem umlykur
okkar íslensku sögu.“
Gert er ráð fyrir að skipið verði
sett á Rauðá í Winnipeg 9. júní en
þaðan verður því siglt norður til
Gimli og er ráðgert að það verði
þar 21. júní, þegar sýningin verður
opnuð. Fólk getur síðan farið í
styttri og lengri siglingar með skip-
inu á Winnipegvatni í sumar en auk
þess verða ýmsar uppákomur
tengdar því og sýningunni.
Gary Doer segist vera sann-
færður um að víkingaskipið eigi
eftir að vekja mikla athygli á Gimli
í sumar. „Það verður mikil ásókn í
þetta skip og ekki aðeins frá fólki
af íslenskum uppruna heldur frá
öllum almenningi. Ég á líka von á
auknum ferðamannastraumi frá
Bandaríkjunum, einkum frá Norð-
ur-Dakota og Minnesota, vegna
skipsins.“
Mikill áhugi var í íslenska sam-
félaginu í Manitoba á að fá vík-
ingaskipið Íslending til varðveislu í
Gimli og var Gary Doer fyrir hönd
ríkisstjórnar Manitoba tilbúinn að
leggja fram umtalsverðar fjár-
hæðir til að svo mætti verða. „Við
reyndum það sem við gátum en þar
sem það gekk ekki eftir er þetta
góð lausn og það yrði ánægjulegt ef
eigandi skipsins vildi hafa skipið í
Gimli til frambúðar. Einnig kemur
til greina að smíða nýtt skip til að
hafa í Gimli, en í mínum huga er að-
alatriðið að hafa víkingaskip í Gimli
og ég vil vinna að því með öllum
ráðum. Ég sagði þetta við Bill Bar-
low, fyrrverandi bæjarstjóra í
Gimli, eftir að ég átti fund með
Davíð Oddssyni forsætisráðherra í
heimsókn minni til Íslands fyrir
tæplega tveimur árum og við vor-
um nálægt því að fá víkingaskipið
Íslending, en misstum af því á síð-
ustu stundu.“
Íslenska þjóðarbrotið
mikilvægt
Um 50 þjóðarbrot eru í Manitoba
og er haldin þjóðahátíð í Winnipeg í
ágúst á hverju ári. Íslend-
ingadagshátíðin í Gimli fyrstu
helgina í ágúst slær öllum hátíðum
þjóðarbrota við, en hana hafa sótt
um 40 til 60 þúsund manns á ári
undanfarin ár. Gary Doer segir að
Kanadamenn í Manitoba af íslensk-
um ættum hafi alla tíð skorið sig úr
og lagt mikla áherslu á arfleifðina.
„Íslendingarnir hérna hafa minnst
upprunans við öll möguleg tæki-
færi, haldið tungumálinu við og
haldið Íslendingasögunum hátt á
lofti. Þeir hafa erft það mikilvæg-
asta í fari Íslendinga, eru hug-
rakkir og hafa stundað fiskveið-
arnar, landbúnaðinn og
búfjárræktina sem fyrr, verið
menningarlega sinnaðir og lagt
áherslu á menntun. Íslensk menn-
ing hefur haft mikil áhrif í Mani-
toba og Íslendingadagurinn í Gimli
er ofarlega í huga allra. Ekkert
annað þjóðarbrot hefur svona helgi
frátekna fyrir sig og þá sem vilja
gleðjast með Íslendingum. Nú bæt-
ist tákn um hugrekki víkinga og
siglingakunnáttu Íslendinga við
með þessu víkingaskipi og það
treystir Gimli enn frekar í sessi.“
Mikil samvinna
Gary Doer hefur verið formaður
Nýja lýðræðisflokksins (New
Democratic Party) í Manitoba í rúm
15 ár eða síðan í mars 1988. Hann
var ráðherra í ríkisstjórninni 1986
til 1990 og síðan leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar þar til hann varð
20. forsætisráðherra Manitoba 5.
október 1999. Íslensk málefni hafa
verið honum sérlega hugleikin en
hann hefur lagt áherslu á að
styrkja tengslin milli Íslands og
Manitoba og fylgt orðum eftir í
verki. Hann segir að samstarfið við
Davíð Oddsson forsætisráðherra og
ríkisstjórn hans hafi verið sérlega
ánægjulegt og gagnkvæmar heim-
sóknir hafi skilað miklum árangri.
„Stuðningur Íslands við íslensku-
deild Manitobaháskóla og íslenska
bókasafnið hefur haft mikið að
segja sem og stuðningurinn við
menningarmiðstöðina í Gimli.
Merkingar við íslenska sögustaði í
Manitoba standa yfir og setja svip
sinn á umhverfið og með Minnesota
höfum við unnið að áætlun undir
kjörorðunum „Tvær þjóðir í sama
fríi“ með það að leiðarljósi að vísa
veginn á íslenska menningar-
arfleifð í Minnesota og Manitoba.
Við höfum líka átt samstarf við ís-
lensku ríkisstjórnina í vetnismálum
og fljótlega verður skrifað undir
samning í því efni. Síðan er á dag-
skrá að tengjast Vesturfarasetrinu
á Hofsósi með einhverjum hætti.
Vetnismálin eru mjög spennandi og
auk þess eru íslenska deildin og
bókasafnið við Manitobaháskóla,
Menningarmiðstöðin í Gimli og
ferðamannaiðnaðurinn á svæðinu
og Vesturfarasetrið á Hofsósi með
mikilvægustu tenglunum með
framtíðina í huga. Víkingaskip fell-
ur vel inn í þessa mynd og treystir
böndin enn frekar.“
Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, styrkir komu víkingaskips til Gimli í Nýja Íslandi
Skipið áréttar
sterk tengsl
Manitoba og
Íslands
Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, leggur
mikið upp úr því að viðhalda menningararfleifð
Íslendinga í fylkinu og tengslum við Ísland.
Steinþór Guðbjartsson settist niður með for-
sætisráðherranum eftir að hann hafði komið
færandi hendi til Gimli og tryggt með 70 þús-
und dollara framlagi ríkisstjórnar Manitoba að
víkingaskip verður í bænum í sumar.
Víkingaskip verður á Winnipegvatni í sumar.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Í Safni íslenskrar menningararfleifðar í Nýja Íslandi. Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, greinir frá 70.000
dollara framlagi ríkisstjórnar sinnar vegna komu víkingaskipsins til Gimli.
steg@mbl.is
ÍSLENDINGADAGSNEFNDIN
í Manitoba hefur útnefnt Sigrid
Johnson, yfirmann íslenska bóka-
safnsins við Manitobaháskóla í
Winnipeg og fráfarandi formann
Þjóðræknisfélags Íslendinga í
Vesturheimi, fjallkonu ársins.
Á starfsfundi Íslendingadags-
nefndar í Gimli um helgina
greindi Tim Arnason, forseti Ís-
lendingadagsnefndar, frá því að
Sigrid Johnson frá Árborg yrði
næsta fjallkona og tæki við af
Connie Benediktson Magnuson
frá Gimli. Fyrsta verkefni hennar
verður við hátíðlega athöfn við
styttu Jóns Sigurðssonar fyrir
framan þinghúsið í Winnipeg
þjóðhátíðardaginn 17. júní, en Ís-
lendingadagshátíðin fer fram í
Gimli fyrstu helgina í ágúst eða 1.
til 4. ágúst.
Fjallkonan hefur komið fram á
Íslendingadeginum árlega síðan
1928. Hátíðin í sumar verður sú
114. í röðinni og sú 71. í Gimli, en
þar hefur hún verið haldin síðan
1932. Undirbúningur gengur sam-
kvæmt áætlun, en gjarnan er sagt
að útnefning fjallkonunnar marki
upphaf hátíðarhaldanna.
Íslendingadagshátíðin í Gimli með hefðbundnum hætti
Sigrid
Johnson
verður
fjallkona
Ljósmynd/David Gislason
Sigrid Johnson til vinstri tekur við af Connie Benediktson Magnuson
sem fjallkona Íslendingadagsins í Gimli.