Morgunblaðið - 31.05.2003, Page 30

Morgunblaðið - 31.05.2003, Page 30
HEIMSÞEKKTUR túlkandi bar- okktónlistar, Jon Laukvik, flytur verk eftir Steigleder, Froberger, Buxtehude, Muffat, C.P.E. Bach og J.S. Bach á tónleikum í Langholts- kirkju í dag. Tónleikarnir, sem hefjast klukkan 12 á hádegi, eru liður í Kirkjulistahátíð en Jon Laukvik hefur einnig haldið hér er- indi um barokktónlist og haldið námskeið fyrir orgelleikara. Jon Laukvik hlaut sína fyrstu menntun sem organisti og píanisti í fæðingarborg sinni, Osló. Hann stundaði svo orgelnám í Tónlist- arháskólanum í Köln hjá professor Michael Schneider og sembalnám hjá professor Hugo Rolf ásamt því að sækja einkatíma í orgelleik hjá Marie-Claire Alain í París. Árið 1977 hlaut Jon Laukvik bæði fyrstu verðlaun og Bach- verðlaunin í alþjóðlegri org- elkeppni í Nürnberg. Sama ár hlaut hann einnig verðlaun í keppni sem var styrkt af þýsku mótmælenda- kirkjunni. Hann er prófessor við Listaháskólann í Stuttgart, sem og við Tónlistarháskólann í Osló, auk þess sem hann kennir í London. Hann hefur haldið tónleika mjög víða um heim, hljóðritað fyrir flest- ar útvarps- og sjónarpsstöðvar í Þýskalandi og gefið út geisladiska, meðal annars með eigin tónsmíðum fyrir orgel. Laukvik flutti fyrirlestur á Kirkjulistahátíð sem hann nefndi: Frá Frescobaldi til Bachs – tokkat- an í orgeltónlist. Hann segir tokköt- una vera frá því á sextándu öld, en tokkkötustíllinn hafi þegar verið farinn að þróast á 15. öldinni. „Tok- kata er dregið af ítalska orinu „toccare“ sem þýðir að snerta. Snerta lyklaborðið – og snerta það hratt,“ segir hann. Eru þá allar tokkötur hraðar? „Flestar þeirra eru það en það eru auðvitað til tokkötur sem eru hægar, nálgast það jafnvel að vera hugleiðslutónlist.“ Voru þær alltaf skrifaðar fyrir orgel? „Nei, þær voru skrifaðar fyrir orgel og sembal á barokktímanum og síðan fyrir píanó þegar fram liðu stundir.“ Laukvik segist ekki eingöngu leika barokktónlist, heldur skipi rómantísk tónlist einnig stóran sess í tónleikahaldi hans og kennslu. „Það var tilviljun að forsvarsmenn Kirkjulistahátíðarinnar óskuðu eft- ir þessu þema.“ Hvað er það sem einkum ein- kennir barokktónlist? „Þetta er allt spurning um hrynj- andi og laglínur. Það má kannski segja að okkur líði vel þegar við hlustum á barokktónlist vegna þess að hún gefur tilfinningu fyrir ör- yggi og stöðugum ryþma, að minnsta kosti í yngri barokktónlist- inni. Annars er barokktónlist eins fjölbreytt og önnur tónlist. Hún er tjáning á tilfinningum.“ Hvað fjallaðir þú um í fyrirlestr- inum sem þú hélst hér í Langholts- kirkju í gær? „Ég fjallaði um þróun efnisskrár einleiks-lyklaborðsins, frá því á 15. öld og til daga Bachs.“ Hvað geturðu sagt mér um verk- in á tónleikunum í dag? „Ég byrja á tokkötu eftir Steigl- eder úr Tabulatarbuch das Vatter unser. Sú bók inniheldur fjörutíu mismunandi tilbrigði um sálminn Faðir, þú sem ert á himn- um og er tokkata síðust þessara tilbrigða. Annað verkið er Tokkata í g- moll eftir Froberger. Hún er samin í svipuðum stíl fyrir altarisgöngu. Hún er hægferðug og með at- hyglisverðri hljómasetn- ingu. Verkið sem ég flyt eftir Buxtehude er Pre- lúdía í g-moll en í tokköt- ustíl. Hún samanstendur af nokkrum köflum sem hafa ólíkan stíl. Toccata septima eftir Muffat er stórt verk sem endar í stórri fúgu og er samið undir áhrifum frá franskri tónlist. Næstsíðasta verkið á efnisskránni er Sónata í F-dúr eftir C.P.E. Bach og ég nota það til þess að hægja aðeins á ferðinni fyrir lokaverkið. Þetta er sónata og er fyrsti kaflinn skrifaður í mjög rhapsódískum stíl, sem er ekki bar- okkstíll heldur einkennandi fyrir upphaf klassíska tímans. Síðasta verkið er svo Wasserflüssen Bab- ylon úr Leipzigkórnum eftir Jo- hann Sebastian Bach. Þetta er mjög stórt verk þar sem saman koma all- ir þættir sem finna má í tokkötunni fram að hans tíma.“ Tokkötur og önnur barokktónlist Jon Laukvik Morgunblaðið/Árni Torfason LISTIR 30 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kling & Bang Gallerí, Laugavegi 23 Sýningu Barkar Jónssonar á þremur myndbandsverkum lýk- ur á morgun, sunnudaginn 1. júní. Galleríið er opið miðvikudaga til sunnudaga kl. 14-18. Listasafn ASÍ Sýningu Hrafnhildar Sigurð- ardóttir „Komin“ lýkur á morg- un, sunnudaginn 1. júní. Listasafn ASÍ er opið frá kl. 13-17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Sýningu lýkur VIRÐULEGU forsetar er yfir- skrift tónleika sem fluttir verða af Caput-hópnum í Hallgrímskirkju í kvöld klukkan 23. Tónleikarnir eru liður í Kirkjulistahátíð og eru strax á eftir Listavöku unga fólksins. Virðulegu forsetar er klukkutíma langt tónverk, eftir Jóhann Jó- hannsson, fyrir ellefu manna lúðra- sveit, slagverksleikara og „drone“- hljóðfæri. Að sögn Jóhanns hefst verkið á hátíðlegu, hægfara tíu takta stefi sem leikið er á lúðra. Síðan er þetta einfalda stef end- urtekið í gegnum allt verkið í mis- munandi raddsetningum. Smátt og smátt hægist á tempóinu þangað til það er orðið löturhægt. Þetta ein- falda hægfara ferli leiðir í ljós nýj- ar víddir í tónlistinni og stefið fær smám saman á sig sálmablæ. „Um miðbik verksins eykst hrað- inn aftur þangað til tempóið er orð- ið það sama og í upphafi,“ segir Jó- hann. „Bygging verksins er því bæði samhverf og hringlaga. Undir kraumar svo allan tímann „drone“ sem samanstendur af orgelpunkti, rafbassahljóðum og elektróník ým- iss konar. Áferð þessarar undir- liggjandi „mottu“ breytist einnig smám saman eftir því sem líður á verkið.“ Stjórnandi tónleikanna er Guðni Franzson og þegar hann er beðinn um að lýsa verkinu, segir hann það mjög ljúft, nánast hugleiðsluverk. „Það kemur enginn til með að stökkva upp af kirkjubekkjunum vegna hávaða,“ segir hann. Jóhann Jóhannsson starfaði í hljómsveitum á borð við Ham og Daisy Hill á árunum 1989 til 1994. Hann stofnaði Lhooq 1996 og Org- elkvartettinn Apparat 1999, en kvartettinn hefur spilað víða í Evr- ópu á undanförnum árum. Hann hefur samið tónlist við fjórar kvik- myndir í fullri lengd, heimildar- mynd, dansverk, myndlistarsýning- ar, innsetningar og gjörninga. Á síðustu árum hefur Jóhann einnig samið leikhús- tónlist, meðal annars fyrir Viktoríu og Georg, Krydd- legin hjörtu, Pabbastrák og Englabörn. En svo við snúum okkur aftur að Virðulegu forset- um, hver er þá meiningin með „hringlaga bygg- ingu?“ „Í hringlaga byggingu verksins og því hvernig tempóið hægist smátt og smátt speglast til dæmis hugmyndir eðlisfræðinga um entrópíu, það er að segja, hvernig ákveðin kerfi breytast þegar þau eru hituð eða kæld, stækkuð eða minnkuð, eða þá á þeim hægt eða hraðað. Entrópía mælir óreiðu í ýmsum kerfum (dreifingu orku í lokuðu rými) en entrópía eykst allt- af með tímanum og stefnir alltaf að hámarki. Útþensla alheimsins mun á endanum ná hámarki, segir ein kenningin, og þá mun ferlið snúast við og alheimurinn minnka smám saman þangað til hann dregst sam- an í einpunkt. Ef við höldum okkur við þessa líkingu, nær Virðulegu forsetar hámarks entrópíu um mið- bik verksins, þegar tempóið er hvað hægast. Svo hraðar á því þangað til upphafsástandi er náð. Virðulegu forsetar er samið und- ir áhrifum frá hugmyndum Nietzches um að allt sem gerist í heiminum sé hluti af röð atburða sem endurtaki sig endalaust. Sagan sé því hringlaga og endurtaki sig.“ Þeir hljóðfæraleikarar, sem koma fram með Caput í kvöld til þess að flytja Virðulegu forsetana, eru trompetleikararnir Eiríkur Örn Pálsson, Ásgeir Steingrímsson, Guðmundur Hafsteinsson, Jóhann Stefánsson, Freyr Guðmundsson og Vilhjálmur Ingi. Á horn leika þau Jósef Ognibene, Anna Sigurbjörns- dóttir, Stefán Jón Bernharðsson og Þorkell Jóelsson, Sigurður Valsson leikur á túbu, Guðmundur Sigurðs- son og Hörður Bragason á orgel, Skúli Sverrisson á bassa, Matthías Hemstock á slagverk og höfund- urinn, Jóhann Jóhannsson, á píanó. Hringlaga hugleiðsluverk Caput-hópurinn frumflytur í kvöld nýtt verk eftir Jóhann Jóhannsson. Tónleikarnir verða í Hall- grímskirkju strax á eftir Listavöku unga fólksins. Jóhann Jóhannsson Guðni Franzson HAUKUR Helgason opnar í dag sýningu í Kænunni við Hafnarfjarðarhöfn, á ljósmynd- um sem hann tók við starf- rækslu vinnuskóla Hafnarfjarð- ar í Krýsuvík árin 1959-1962. Þar dvöldu á sumrum 50 dreng- ir í einu, á aldrinum 8-12 ára, fimm vikur í senn. Haukur er fyrrver- andi sjómaður, kennari, skólastjóri og áhugaljósmyndari í yfir 50 ár. Einnig stendur yfir ljósmyndasýn- ing Hauks á Siglufirði frá síldveiði- árunum 1954-59 og nú í júní verður opnuð á Dalvík ljósmyndasýning á myndum Hauks frá ýmsum tímum þaðan, t.d. bæði síldarárunum og haf- ísárunum. Einnig er hægt að skoða ljósmynd- ir Hauks á slóðinni www.mynd- verk.is. Ein ljósmynda Hauks Helgasonar af Krýsuvíkurdrengjunum. Krýsuvík- urstrákar í Kænunni TILKYNNT var í Niðarósi í Noregi í gærdag að skáldsagan Grafarþögn eftir Arnald Indriðason hefði hlotið Glerlykilinn, Norrænu glæpa- sagnaverðlaunin í ár. Þetta er ann- að árið í röð sem Arnaldur hlýtur þessi alþjóðlegu verðlaun en í fyrra féllu þau honum í skaut fyrir Mýrina. Grafarþögn kom út hjá Vöku-Helgafelli árið 2001. Það eru samtök áhugafólks um glæpasögur, Skandinavisk Krimi Selskap sem veita verðlaunin. „Þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu þar sem mér datt ekki í hug að ég myndi fá verðlaunin annað árið í röð,“ sagði Arnaldur í samtali við Morgunblaðið þar sem hann var staddur í Niðarósi í gær. „Ég er mjög glaður fyrir hönd bók- arinnar þar sem hún fjallar um heimilisofbeldi og þetta verður von- andi til þess að vekja athygli á þeim glæp sem ég tel einn þann svívirði- legasta.“ Grafarþögn gerist á tveimur tím- um, annars vegar í nútímanum og hins vegar á árum seinni heimstyrj- aldarinnar þar sem sögð er saga fjölskyldu sem býr við gegndarlaust ofbeldi heimilisföðurins. Lögreglu- maðurinn Erlendur og félagar hans fá það verkefni að grafast fyrir um þessa sögu þegar bein finnast í Grafarholtinu. „Glæpurinn í sögunni er ekki beint morðið sem framið hefur verið heldur ofbeldið og af- leiðingar þess,“ segir Arnaldur. Tilnefnd voru verk frá Dan- mörku, Noregi, Finnlandi og Sví- þjóð, auk Íslands, og valdi dóm- nefnd skipuð fulltrúum allra landanna fimm verðlaunabókina. Meðal þeirra sem hlotið hafa Gler- lykilinn á fyrri árum eru Henning Mankell fyrir Morðingja án andlits árið 1992, Peter Höeg fyrir Lesið í snjóinn 1993 og Karin Fossum fyrir Líttu ekki um öxl árið 1997 en bæk- urnar hafa allar komið út á íslensku. Arnaldur veitti verðlaununum við- töku ytra fyrr í dag. Réttindastofa Eddu - útgáfu hef- ur þegar selt útgáfuréttinn á Graf- arþögn til Þýskalands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. Mýrin, sem hlaut Glerlykilinn í fyrra, hefur nú verið seld til átta landa. Tvær kvikmyndir í undirbúningi Að sögn Péturs Más Ólafssonar, útgáfustjóra Vöku-Helgafells, hefur Grafarþögn þegar verið seld til Sví- þjóðar, Bretlands, Þýskalands og Hollands og viðræður standa yfir við forlög í fleiri löndum. „Mýrin eftir Arnald Indriðason hefur nú komið út á dönsku, þýsku, finnsku og hollensku og er væntanleg á ensku, sænsku, norsku og tékk- nesku. Þeir dómar sem birst hafa um Mýrina erlendis hafa verið mjög lofsamlegir.“ Að sögn Péturs Más hefur þýska forlagið Bastei-Lübbe nú tryggt sér útgáfuréttinn á öllum bókum Arn- aldar. „Harvill Press í London mun gefa Mýrina út á næsta ári og Grafar- þögn ári síðar. Harvill Press er eitt af dótturforlögum Random House sem er stærsta útgáfusamsteypa veraldar nú um stundir. Forum í Danmörku, eitt af dótturforlögum Gyldendal, gaf nýverið út Mýrina. Prisma gefur bækur Arnaldar út í Svíþjóð en það forlag hefur bæði fest kaup á Mýrinni og Grafarþögn. Finnska útgáfan Blue Moon kirjat hefur keypt útgáfuréttinn á Mýrinni og kom bókin nýverið út þar í landi. Mýrin kom einnig út í Hollandi á dögunum en það er forlagið Signat- ure sem gefur hana út þar í landi. Loks er þess að geta að Bastei- Moba í Tékklandi tryggði sér rétt- inn á Mýrinni á dögunum.“ Nú eru í undirbúningi tvær kvik- myndir eftir bókum Arnaldar. Balt- asar Kormákur vinnur að gerð bíó- myndar eftir Mýrinni og Snorri Þórisson stefnir að gerð alþjóðlegr- ar stórmyndar eftir Napóleonsskjöl- unum. Norrænu glæpasagnaverðlaunin Grafarþögn hlýtur Glerlykilinn Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.